Morgunblaðið - 19.11.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.11.1994, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ __________________ATLAMTAMALIÐ______ Utandagskrárumræða um deilu Atlanta og FÍ A Stjórnvöld telja ekki tímabært að grípa inn í Morgunblaðið/Þorkell ÞÓRA Guðmundsdóttir, annar eigenda flugfélagsins Atlanta, mætti á Alþingi til þess að fylgjast með umræðunum um deilu flugfélagsins við Félag íslenskra atvinnuflugmanna. SAMGÖNGURÁÐHERRA og fé- lagsmálaráðherra hafa komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að ekki sé tímabært að ríkisstjómin grípi inn í atburðarás Atlanta-deil- unnar með skipan sáttanefndar. Rannveig Guðmundsdóttir, fé- lagsmálaráðherra, segir að í henn- ar huga hljóti lausn málsins meðal annars að byggjast á því að þeir starfsmenn sem vinni hjá Atlanta finni sameiginlega lausn á því með hvaða hætti þeir geti starfað sam- an hjá fyrirtækinu óháð því hvoru stéttarfélaginu þeir séu aðilar að. Hún hafi þá trú að heppnist það muni þetta viðkvæma og erfíða mál leysast farsællega. Rannveig svaraði fyrirspurn Halldórs Ás- grímssonar, Framsóknarflokki, um viðbrögð ríkisstjómarinnar við deilunni með þessum hætti í gær. Eðlilegt og sjálfsagt að reyna að hafa áhrif til góðs Rannveig sagði að hlutverk stjórnvalda í deilum af þessum toga væri almennt séð aðeins óbeint í gegnum hlutverk sátta- semjara ríkisins. „Þó segir í lögum um sáttastarf í vinnudeilum, að þyki sýnt að vinnudeila hafi mjög alvarlegar afleiðingar geti ríkis- stjórn skipað sérstaka sáttanefnd til að vinna að lausn deilunnar. í því tilviki er skylt að hafa samráð við ríkissáttasemjara og deiluaðila áður en slík nefnd er skipuð. En auðvitað er eðlilegt og sjálfsagt að reyna að hafa áhrif til góðs til að stuðla að lausn mála sem þess- ara,“ sagði hún. Hún sagðist hafa haft samráð við ríkissáttasemjara í þessu máli. „Ég hef jafnframt átt óformlegar viðræður við einstaka aðila málsins og þá hefur hæstvirtur samgöngu- ráðherra beitt sér í málinu í sam- ræmi við það sem honum leyfíst. Okkar sameiginlega niðurstaða er sú að athuguðu máli að alls ekki sé tímabært að ríkisstjómin grípi inn í atburðarás þessa máls með þeim hætti sem hún hefur heimild til og hér hefur verið grein fyrir. Málið var kynnt með þessum hætti í ríkisstjóm í morgun. Á það verð- ur að reyna að frjálsir samningar takist þannig að farsæl lausn fá- ist,“ sagði Rannveig meðal annars og lýsti yfir ánægju sinni með að ekki lægi fyrir að gripið yrði til samúðaraðgerða á Suðumesjum enda ákjósanlegast að samnings- aðilar fengju tóm til að tala saman. Rannveig og aðrir þingmenn er tóku til máls lögðu áherslu á mikil- vægi þess að starfsemi Atlanta flyttist ekki úr landi. Árni Mathie- sen, Sjálfstæðisflokki, tók meðal annarra til máls og spurði hvort ekki væri ástæða til að endurskoða og breyta viðkomandi löggjöf til að koma í veg fyrir að deilur á borð við Atlanta-deiluna endur- tækju sig á sama tíma og áhersla væri lögð á að fá erlenda aðila til að fjárfesta hér. Vinnulöggjöfin endurskoðuð Svavar Gestsson, Alþýðubanda- lagi, og Halldór Ásgrímsson, Framsóknarflokki, mótmæltu því hins vegar að málið yrði notað til að knýja á um breytingar á vinnu- löggjöfinni og þrengja að verka- lýðsfélögum. Halldór kvað nauð- synlegt að huga að endurskoðun lögggjafarinnar almennt enda væri hún frá 1938. Hann þakkaði svar félagsmálaráðherra og tók fram að alls ekki ætti að útiloka að skipa sáttanefnd í deilunni. Rannveig tók síðust til máls og ítrekaði að henni þætti farsælasta lausnin felast í því að ríkissátta- semjari leiddi málið til lykta. Ef hins vegar deiluaðilar teldu að stjórnvöld gætu orðið að liði til lausnar deilunni ætttu þau að fara að því. Samvmnufer ðir- Landsýn Ekkert bendir til röskunar HELGI Jóhannsson forstjóri Sam- vinnuferða-Landsýnar segir að komi ekki til samúðaraðgerða verkalýðsfé- laga hér á landi bendi ekkert til að ferðaskrifstofan verði fyrir óþægind- um af verkfalli FÍA hjá Atlanta. Atlanta hefur annast flug með farþega Samvinnuferða-Landsýnar til og frá Dublin á írlandi, og fór vél þangað með farþega í gærmorgun. Ónnur ferð er svo fyrirhuguð á sunnudaginn með 125 farþega. Helgi segir að Atlanta hefði tii- kynnt að engir flugmenn í FÍA yrðu á vélum félagsins á næstunni. Engu að síður hefði ferðaskrifstofan til öryggis tryggt sér að írskt flugfélag flygi með farþegana ef þörf krefði. ----------♦ ♦ ♦--- SUS gagn- rýnir ASI og FÍA STJÓRN Sambands ungra sjálfstæð- ismanna hélt fund í fyrrakvöld um Atlanta-málið. í ályktun stjórnarinnar er forysta ASÍ og FÍA m.a. gagnrýnd harðlega fyrir óbilgirni og eiginhagsmuna- gæslu í deilunni við flugfélagið Atl- anta. Óþolandi sé að örfáir verkalýðs- rekendur geti att launafólki út í svo- kallaðar samúðai-verkfallsaðgerðir og reynt með þeim hætti að drepa einn af vaxtarbroddum íslensks at- vinnulífs. Orðrétt segir: Málið er prófsteinn á það hvort að hér á landi séu sköp- uð skilyrði fyrir vöxt í atvinnurekstri og hvort verkalýðshreyfingin vill ný atvinnutækifæri eður ei. Svo virðist sem verkalýðsforystan sé tilbúin til þess að fórna atvinnutækifærum hundruða íslendinga til að viðhalda úreltu valdakerfi þeirra sjálfra. Verkalýðshreyfingin virðist setja eig- inhagsmuni í öndvegi en láta hag þjóðarinnar og félagafrelsi mæta afgangi. Formaður FÍ A segist bjartsýnni en áður um að samningar takist við flugfélagið Atlanta ALLSHERJARVERKFALL FÍA tók gildi á hádegi í gær. í ljósi utan- dagskrárumræðu á Alþingi og yfirlýsinga frá félagsmálaráð- herra og samgönguráðherra, um að þeir muni beita sér fyrir lausn verkfallsins, ákvað stjóm FÍA að fresta um sólarhring að senda beiðni um stuðning til Alþjóða flugmanna- sambandsins, Norræna flutningamanna- sambandsins og til verkalýðsfélaga á Suður- nesjum. Tryggvi Baldursson, formaður FÍA, sagði á blaðamannafundi í gær, að það væri gert til að freista þess að sjá hvað kæmi út úr samningaviðræðum síðar í dag. Sagðist hann vera bjartsýnni en oft áður um að samningar tækjust. Arngrímur Jóhannsson eigandi Atlanta er væntanlegur til landsins í dag. Ágreiningur um þrjú atriði Tryggvi sagði að ágreiningur væri um þijú atriði að hans.mati. Það er forgangsréttar- ákvæði FFF, en því hafí verið borið við af forsvarsmönnum Atlanta að ákvæðið kæmi í veg fyrir að hægt væri að semja við FÍA. Niðurstaða félagsdóms, að mati lögmanns FÍA, væri að félagið ætti rétt á sex stöðum til framtíðar hjá Atlanta og FFF á 23 stöð- um. Auk þess ætti FFF vegna forgangsrétt- arákvæða rétt á nýráðningum umfram þess- ar 29 stöður. FIA frestaði beiðni um stuðning ytra Morgunblaðið/Sverrir TRYGGVI Baldursson formaður FÍA útskýrir sjónarmið félagsins á blaðamanna- fundi í gær. í forgrunni er Hrafn Oddsson flugmaður hjá Atlanta. „Til þess að reyna að leysa þetta mál „Okkar krafa núna og okkar vilji til að ná höfum við í FIA fallið frá þeim' kröfu að samningi byggist á að þessir sex einstakling- eiga rétt á sex stöðum,“ sagði Tryggvi. ar, og við erum tilbúnir að binda það við nöfn, haldi sinni fyrri stöðu hjá félaginu og sinni fyrri röð í starfsaldri. Áð mínu mati er forgangsréttarákvæðið ekki þrándur í götu við samninga í dag.“ Ágreiningur hefur verið um hvernig stað- ið skuli að ráðningar- og uppsagnarröð flug- manna en hjá öðrum viðsemjendum FÍA er í gildi starfsaldurslisti, sem farið er eftir. Þriðja atriðið og það eina sem Tryggvi telur að komið geti í veg fyrir samnings- gerð er aðgangur flugmanna FÍA að vinnu hjá fyrirtækinu. Þeir hafi ekki haft sama aðgang og félagar í FFF. „Það eitt er óað- gengilegt,“ sagði hann. „Við munum ekki geta sætt okkur við það.“ Eftii-launasjóður flugmanna Tryggvi sagði að auk þess væru tvö önn- ur mál ófrágengin. Annað sneri að greiðslum í eftirlaunasjóð. FÍA telur að það standist ekki lög sem segir í samningi FFF við fyrir- tækið að menn geti valið lífeyrissjóð. FÍA hafi ákveðið að bjóða bókun vegna þessa þar sem kemur fram að tilnefndir verði einn frá hvorum aðila, FÍA og Atlanta, sem skili áliti fyrir 1. desember um fyrirkomulag líf- eyrismála starfsmanna FÍÁ. „Hitt málið fjallar um uppsagnarfrest," sagði hann. „Okkur finnst eðlilegt að landslög gildi um hann og ég held að það sé sú niðurstaða sem sé í sjónmáli og ég er ekki í vafa um að það næst samkomulag.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.