Morgunblaðið - 19.11.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 17
NEYTENDUR
Fjárvörslu-
menn hafi
tryggingar
Neytendasamtökin vilja skylda
alla þá sem fara með fjárvörslu
tengda atvinnustarfsemi til að hafa
lögbundnar tryggingar. Samtökin
minna á umræður á síðasta ári um
gjaldþrot lögmanna sem í sumum
tilvikum leiddu til tjóns fyrir við-
skiptavini þeirra. Með lögbundnum
tryggingum mætti tryggja hags-
muni viðskiptavina ýmissa þjón-
ustuaðila, svo sem lögmanna og
verktaka í byggingariðnaði,
Nú er fasteigna- og skipasölum,
bílasölum, sem selja notaðar bif-
reiðir, og verðbréfamiðlurum gert
með lögum að leggja fram trygg-
ingu til greiðslu kostnaðar og tjóns
sem þeir kunna að valda viðskipta-
vinum sínum. Sama gildir um
skiptastjórastörf lögmanna.
Þjónustuaðilar hafa oft undir
höndum verulegt fé frá viðskipta-
vinum sínum og oft í langan tíma
t.d. lögmenn. Einnig má nefna þá,
sem stunda byggingarstarfsemi,
en þar hætta viðskiptavinirnir oft
aleigu sinni en hafa ekki annað í
höndunum en samning um að
ákveðin fasteign verði byggð. Jafn-
framt má nefna þá, sem taka að
sér viðgerðir fyrir neytendur, s.s.
húsaviðgerðir. Hafí slíkir aðilar
ekki tryggingar kunni viðskipta-
vinir þeirra að verða fyrir tjóni.
Þing Neytendasamtakanna hvetur
viðskiptaráðherra til að undirbúa
nú þegar löggjöf um að allir þeir,
sem fara með fjárvörslu tengda
atvinnustarfsemi, hafí tryggingar.
Tvær nýjar
kryddblöndur
Pottagaldra
POTTAGALDRAR hafa sett tvær
nýjar kryddblöndur á markað;
Lambakrydd úr 100L nótt og
Herbes de Provence.
Sú fyrmefnda er sögð henta
sérstaklega vel fyrir íslenska
lambakjötið, en einnig megi nota
hana með kjúklinga-, nauta- og
svínakjöti, grænmetis- og fískrétt-
um. Herbes de Provence má nota
í hvaða matreiðslu sem er eftir
smekk neytenda því kryddblandan
hentar öllu hráefni jafnt kjöti sem
físki, grænmeti og baunum ásamt
þvi að vera tilvalin til að búa til
kryddolíur og kryddedik.
Eins og aðrar kryddblöndur frá
Pottagöldrum innihalda nýju teg-
undimar ekki salt, pipar, aukaefni
eða gerextrakt.
í samvinnu við Kjötbúð Péturs
hafa Pottagaldrar pakkað þremur
vinsælustu kryddtegundunum
saman í pakka. Pakkinn er á til-
boðsverði fyrir þá sem .vilja stinga
einum slíkum í jólamatarpakka til
útlanda.
ÚR herradeild Hagkaups i Kringlunni.
Morgunblaðið/Kristinn
í DÖMUDEILD Hagkaups í
Kringlunni fæst nú tískulegur
fatnaður í stærðunum 44-52 fyrir
konur á öllum aldri. Fötin era
bresk, framleidd undir merkjunum
Roger Roger, sem er dótturfýrir-
tæki Jeffrey Rogers, og Ego, sem
framleiðir fyrir Etam Plus. Dæmi
um verð á pilsdragt úr Poly/visc-
ose: Pils 2.995 kr. ogjakki 3.995 kr.
Herradeildin í Kringlunni hefur
einnig hafíð sölu á nýjum vöra-
merkjum í tískufatnaði, Stan &
Stacy, Ross River og Piccolo
Mondo, sem eru frá danska fyrir-
tækinu Möller & Co.
í þessum merkjum fást bómull-
ar-, flauels- og gallafatnaður, bol-
ir, skyrtur, jakkar, vesti og peys-
ur.
Nýjungar í Hagkaup
Stór númer á dömur
og ný merki í herradeild
jólálandið
BOÐ
Jimmtudag tilsunnudags
3jólastiömur í kassa
999
kr.
kassinn
3jólastjömur í kassa
aðeins 999 kn kassinn (kr. jjj stk.)
íkassanum
erutvœr
stórar
jólastjömur
og ein minni
blkámouol
Nýtt kortatímabi!
WB22
heima
( atvinnu