Morgunblaðið - 08.12.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.12.1994, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stórmarkaðsverð á 10 söluhæstu bókunum Bækurmeð 15% afslætti í Bónus BÓNUS býður upp á bækur fyrir þessi jól og segir Jóhannes Jónsson, framkvæmdastjóri, að bækumar verði á 15% lægra verði en í bóka- búðum. Úrval bóka hjá Bónus tak- markast við lista tíu söluhæstu bók- anna, eins og hann birtist vikulega í DV. Jóhann Páll Valdimarsson, formaður Félags íslenskra bókaút- gefenda, segir að stjóm félagsins taki enga afstöðu til bóksölu Bón- uss. Teitur Gústafsson, formaður Félags íslenskra bóka- og ritfanga- verslana, sagði að stjórn félagsins hefði tekið ákvörðun um að fylgjast með framvindu málsins en grípa ekki til aðgerða að svo stöddu. „Við höfum þegar hafið bóksöl- una, en til að byrja með verða bæk- ur aðeins seldar í verslun okkar í Holtagörðum," segir Jóhannes í Bónus. „Við ætlum að bjóða bækum- ar með 15% afslætti frá almennu verði, en bókabúðir em allar með sama verð, sem mér þykir ósvinna." Sáttir við álagninguna Sem dæmi um verð í Bónus nefn- ir Jóhannes, að bókin Útkall Alfa TF-SIF kosti 2.533 krónur í versl- uninni, en 2.980 annars staðar og Bóksalar grípa ekki til aðgerða að svo stöddu bókin Villtir svanir eftir Jung Chang kosti 2.873 í Bónus, en 3.380 ann- ars staðar. Aðspurður hvort Bónus sleppi álagningu á bækumar segir Jóhannes ekki svo vera. „Það er fín álagning á bækur, alla vega miðað við það sem við lifum við daglega og við emm sáttir við það sem eftir situr þrátt fyrir afsláttinn. Ég á von á að bækur seljist vel hjá okkur, eins og allt annað.“ Aðeins brot af úrvalinu í gær birti DV í fyrsta sinn lista tíu söluhæstu bókanna. Bónus hafði fengið sex þeirra í sölu, en Snigla- veislan, Fangi ástar og ótta og Krappur lífsdans höfðu ekki ferfgist afgreiddar hjá Vöku Helgafelli, né heldur bókin Óskars saga Halldórs- sonar hjá Setbergi. Jóhannes kveðst þó eiga von á að fá þær bækur í sölu mjög fljótlega. „Mitt álit er að það er auðvitað mikil breyting ef stórmarkaðir ákveða að selja tíu titla, sem eru aðeins brot af þeim bókum sem gefn- ar em út. Bókaverslanir hafa allt úrvalið og því hættir fólk ekki að skipta við þær,“ segir Jóhann Páll Vaidimarsson, formaður Félags ís- lenskra bókaútgefenda. Hann segir að þar sem Bóhus kaupi bækur af bókaútgefendum á sama verði og bókaverslanir breyti bóksala verslunarinnar engu um kjör höfunda. Auglýsing af hálfu Jóhannesar Teitur Gústafsson, formaður Fé- lag íslenskra bóka- og ritfangaversl- ana, sagði að trúlega væri um svip- aða auglýsingu af hálfu Jóhannesar að ræða og þegar hann hefði selt kartöflur á ótrúlega lágu verði í verslunum sínum á dögunum. Teitur sagði að afslátturinn væri langt því frá einsdæmi. Forlög hefðu um árabil gefið 10-15% afslátt af bókum í forlagsverslunum sínum og bókaverð hefði yfirleitt lækkað mjög á bókaútsölum strax eftir jól. Bók- salar hefðu lagst gegn þessum af- slætti enda væri þeim uppálagt að fylgja fastri verðlagningu. StSSteJtk Morgunblaðið/Kristinn STARFSMENN Bónuss unnu ötullega að því að koma bókunum fyrir í versluninni í gær. Tímabundin prófessors- eða dósentsstaða við Háskóla íslands Hitaveita Reykj avíkur greiðir launakostnað Sjálfstæðismenn mótmæla ákvörðun- inni og telja fénu betur varið í annað Greiðslukort Jólatíma- bilið hefst í dag NÝTT greiðslukortatímabil byrj- ar í dag í flestum verslunum. Venjulega byrja greiðslukorta- tímabilin 18. hvers mánaðar og standa til og með 17. næsta mán- aðar en jólatímabilið hefst fyrr til að dreifa jólaviðskiptunum. Samkvæmt upplýsingum frá kortafyrirtækjunum stendur jóla- kortatímabilið hjá langflestum fyrirtækjum frá 8. desember til 11. janúar. Það er þó undir þeim sjálfum komið hvortþau hafa breytilegt timabil í desember ein göngu eða í janúar einnig. A síðasta ári nam jólauppsveifla erlendis hjá Visa ísiandi í október og nóvember 345 milljónum en hérlendis í desember og janúar 853 milljónum. Miðað við 75% markaðshlutdeild Visa og 25% markaðshlutdeild Eurocard nem- ur heildaruppsveifla vegna jól- anna því meira en hálfum öðrum milljarði króna. STJÓRN Veitustofnana hefur sam- þykkt samkomulag milli Hitaveitu Reykjavíkur og Háskóla íslands um stofnun tímabundinnar prófessors- eða dósentsstöðu í vélaverkfræði. Gert er ráð fyrir að Hitaveitan greiði alian launakostnað. Fulitrúar Sjálf- stæðisflokksins í stjóm veitustofnana mótmæltu ákvörðuninni um að veitp- stofnanir tækju að sér að fjármagna stöðuna. Sjálfstæðismenn segja að ákvörð- unin sé illskiljanleg í Ijósi fullyrðinga R-listans um fjárhagsstöðu borgar- innar og stofnana hennar og nauðsyn þess að leggja á nýjan skatt á Reyk- víkinga. í samkomulaginu er gert ráð fyrir að Hitaveita Reykjavíkur greiði allan launakostnað starfsmanns og nær styrkurinn til dagvinnu og 50 stunda yfirvinnu við rannsóknir á mánuði auk annars kostnaðar við rannsóknir að einum þriðja af heildarkostnaði er tryggi m.a. tengsl við erlendar rannsóknarstofur. í bókun fulltrúa R-listans í stjóm veitustofnana kemur fram að verk- þekking sé undirstaða veitustarfsemi og á því þurfi Hitaveita Reykjavíkur að halda, ekki síst þegar ríkisvaldið sverfí að Háskóla íslands. Mikilvægt sé að tryggja aðgang veitunnar að upplýsingum og ráðgjöf sem hún hefur til þessa greitt til Háskóla Is- lands en er innifalin í samningnum. Hann hafi því óveruiegan útgjalda- auka í för með sér. „Með fuliri virðingu fyrir Háskóla íslands og fuilum skilningi á þeim fjárhagsvanda sem Háskólinn stend- ur frammi fyrir þá er með þessari ákvörðun verið að breyta verklags- reglum hjá stofnunum borgarinnar," sagði Gunnar Jóhann Birgisson, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna í stjóm veitustofnana. „Borgin er að taka að sér að reka embætti í Háskólanum sem er hlut- verk ríkisins að reka. Ríkisvaldið er sífellt að koma fleiri verkefnum yfír á sveitarfélögin og oft era tekjustofn- ar sem með þeim koma óljósir og þarna tel ég að sé komið aftan að okkur." Gunnar Jóhann sagði að með þessu væri búið að binda allt fjár- magn sem Hitaveitan hefur til rann- „ÞAÐ er mjög þröngt í búi hjá mörgum, en fólk er ekki á því að gefast upp,“ sagði Málhildur Ang- antýsdóttir, sem sæti á í verkfalls- stjóm Sjúkraliðafélagsins. Mjög hratt hefur gengið á verkfallssjóð f'élagsins undanfama daga. Verk- fallsstjómin hefur skorað á sjúkra- liða að sækja ekki um styrk úr sjóðnum ef þeir komist hjá því. Verkfallssjóður Sjúkraliðafélags- ins var tómur þegar verkfallið hófst 10. nóvember. Astæðan fyrir því er að Sjúkraliðafélagið er ungt fé- lag; var stofnað fyrir rúmum tveim- ur árum. Síðan verkfall hófst hafa félaginu borist alls um 12 milljónir í gjafir í verkfalissjóð. Málhildur sókna við eina stöðu við Háskólann, stöðu sem væri á mjög þröngu sviði. „Á sama tíma er vitað að Hitaveitan stendur frammi fyrir margvíslegum rannsóknarverkefnum sem þörf er á að farið verði í,“ sagði hann. Að sögn Gunnars Jóhanns var lagt fram bréf í stjórn veitustofnana frá rektor Háskóla íslands, sem talið væri styrkbeiðni háskólans. í upp- hafí bréfsins segir: „Kæri Alfreð, sagði að gjafírnar væru frá öðrum verkalýðsfélögum, einstaklingum og félögum. Einstæðar mæður fengu fyrst Málhildur sagði að í upphafi hefði verið mörkuð sú stefna að veita fyrst einstæðum mæðrum og þeim sem ættu atvinnulausa eiginmenn fyrirgreiðslu úr verkfallssjóðnum. Hún sagði að erfítt ástand væri víðar, ekki síst nú eftir tæplega mánaðar verkfall. Málhildur sagði að því hefði sú ákvörðun verið tek- in að veita öllum fyrirgreiðslu sem sæktu um. Gengið væri út frá því að það væru allt sjúkraliðar í neyð. mér hefur verið kynnt hugmynd um stofnun tímabundinnar stöðu pró- fessors eða dósents í vélaverkfræði við verkfræðideild Háskóla íslands, sem kostuð yrði af Hitaveitu Reykja- víkur." „Maður spyr sig að því hver hafi kynnt þessa hugmynd," sagði Gunn- ar Jóhann. Síðan segir í bréfínu: „Háskólinn er fús til viðræðna við stjórn veitustofnana um þetta fram- framál.“ „Þetta er á mörkunum að vera styrkbeiðni," sagði Gunnar Jó- hann. Þeir sjúkraliðar sem sækja um fá 10 þúsund krónur á viku. Þeir sem eru í hlutastarfi fá greitt í samræmi við starfshlutfall. Eins og í stríði Kristín Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélagsins, sagði að komið hefði verið að máli við sjúkr- aliða og rætt um landssöfnun til stuðnings þeim. Hún sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin í þeim efnum. Hins vegar væri verið að selja límmiða til styrktar sjúkralið- um. B Dagsbrún íhugar að boða skyndiverkfall/4 Hratt gengur á verkfallssjóð Sjúkraliðafélagsins Sjúkraliðar í neyð fá 10 þúsund krónur á viku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.