Morgunblaðið - 08.12.1994, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 49
hann úr hópi flestra jafnaldra sinna.
Hann var afburða námsmaður og
eins og honum væru allir vegir
færir. En jafnframt hafði hann til
að bera fágætan tilfinningaþroska
af svo ungum manni að vera og
mannskilning, sem meðal annars -
birtist í því að hann bauð sig fram
í slíkt tilsjónarmannsstarf með
náminu. Þeir eru sannarlega ekki
margir ungu menntamennirnir á
hans aldri sem telja sér samboðið
að eyða frístundum sínum og kröft-
um í að umgangast lítinn þroska-
heftan dreng. Ekki voru launin slík
að þau gerðu starfið eftirsóknar-
vert.
í þijú ár hittust Kári og Gummi
svo að segja um hverja helgi og
strax mánudaginn eftir að þeir
höfðu hist byijaði Kári að spyija
um Gumma og hlakka til. Dagskrá-
in var alltaf með svipuðu móti:
Fyrst fóru þeir í sund, svo jafnvel
i Periuna að fá sér kaffi og ís, síð-
an var farið heim til Gumma og
horft á Bleika pardusinn á vídeó-
mynd, eða þeir spiluðu tennis. Og
í sumar kom það tvisvar fyrir að
Kári kom heim úr leiðangri þeirra
alsæll og skítugur upp fyrir haus
með silungsbröndu í plastpoka sem
hann hafði veitt sjálfur og horfði á
pokann með fagnaðarblöndnum
hryllingi.
Það vill því miður oftast verða
hlutskipti þroskaheftra barna - og
einstaklinga yfirleitt - að verða af-
skiptir og einangraðir. Þeim er skip-
að niður á einhvern afniarkaðan
bás, komið fyrir í sérstökum skólum
og dagheimilum fjarri heimilum sín-
um og jafnaldrar þeirra í hverfinu
annaðhvort sniðganga þá eða áreita
á leikvellinum. Engir vinir koma í
heimsókn og jafnvel ættingjarnir
vilja gleyma að þeir séu til þegar
öðrum börnum er boðið heim og
leidd saman. Þá gerir allan mun ef
maður eignast vin sem kemur í
heimsókn til manns sérstaklega,
ekki bara til systkina manns, og fer
með mann út í bæ, burt frá þessari
fjölskyldu sem maður hefur sýknt
og heilagt fyrir augunum. í Gumma
eignaðist Kári vin sem umgekkst
hann eins og jafningja, skildi hann
og mat hann eins og hann var.
Hann hafði næmt auga fyrir hon-
um, umbar strákapör hans, tók
dyntum hans með kímni og kunni
að höfða til kímnigáfu hans á móti.
Þegar Gummi hafði lokið heim-
spekináminu byijaði hann á fyrsta
ári í læknisfræði. Þá tók við strang-
ur lestrartími og frí frá tilsjónar-
mannsstarfi. En samt hélt hann
tryggð við Kára, kom hálfsmánað-
arlega og tók hann út í sund í 1-2
tíma í senn.
Líka í læknisfræðinni stóð Guð-
mundur sig með afbrigðum vel.
Hann komst í gegnum nálarauga
forprófanna þegar í fyrstu atrennu,
og nú vorum við hrædd um að
Gummi hefði ekki lengur tíma fyrir
Kára vin sinn. Við kviðum fyrir að
segja honum það, það yrði eins og
að tilkynna honum að jólin hefðu
verið lögð niður í eitt skipti fyrir
öll. En svo hringdi Gummi og bauðst
til að taka upp þráðinn aftur. Það
urðu miklir fagnaðarfundir, og aft-
ur varð Gummi skemmtilegasti hluti
tilverunnar.
Fagnaðarhrópin „Kumma,
Kumma" eiga ekki eftir að hljóma
aftur þegar dyrabjöllunni er hringt.
Þessu fallega ævintýri er lokið,
tjaldið fallið. Missir Kára er óbæt-
anlegur og okkur finnst við hafa
misst náinn fjölskylduvin. Hvílíkur
mun þá missir þeirra vera sem stóðu
honum næstir. Eftir lifir minningin
um óvenjulega hæfileikaríkan ung-
an mann sem er hrifinn burt í blóma
lífsins, sannan mannvin og góðan
dreng.
Guðný Bjarnadóttir,
Þorleifur Hauksson.
Kæri vinur, þú varst aldrei sér-
lega auðveldur í samskiptum, ekki
þessi manngerð sem ruggaðir
kæruleysislega í gegnum lífíð.
Hvorki látalæti né fáskiptni voru
þér að skapi. Þú tókst á við alvarleg-
ar spurningar af alvöru og hafðir
hvorki áhuga né þolinmæði fyrir
illa ígrundaðar skoðanir. Þegar ég
fyrst kynntist þér skynjaði ég strax
að með þér væri betra að hafa
taumhald á tungunni og af samræð-
um við þig lærði ég að réttast væri
að láta heilann vinna hraðar en
tunguna. Þú varst örvandi, hvetj-
andi og kröfuharður félagsskapur.
Þú.varst traustur vinur og drífandi
félagi, sem sást best þegar þú varst
að skamma okkur Guðbrand, sem
eigum það til að rugga soldið, fyrir
slóðaskap. Þú varst það sem að ég
veit að skipti þig meira máli en
annað, góð og dygðug sál.
Eitt af þeim skiptum sem við
ræddum saman tveir man ég að þú
sagðir að alla heimspeki væri hægt
að smætta niður í eina spurningu.
Nokkuð sterk fullyrðing eins og þér
var lagið og auðvitað óvitlaus. Við
vitum öll hver þessi spurning er og
eins að svarið fæst ekki nema með
þolinmóðri bið. Oft hefur maður
þóst hafa svarið og þannig ýtt
spurningunni frá sér en það var
ekki þinn háttur. í dag sækir að
mér efi um mína fyrri sannfæringu.
Ég veit ekki hveiju þú trúðir undir
lokin eða hvort þú hafðir yfir höfuð
nokkuð velt spurningunni fyrir þér
nýlega. Nú veist þú svarið og við
hin bíðum þolinmóð. Kannski hitt-
umst við öll einn daginn og þá skor-
um við á Sókrates og Hegel í fót-
bolta. Vonandi berum við þá gæfu
til að spila á grasvellinum sem við
komumst aldrei á, á meðan þú lifðir.
Þorsteinn Stephensen.
Dauðinn er eitthvað sem stendur
fjarri ungu fólki en oft er hann nær
en maður heldur. I dag kveðjum
við Gumma bekkjarfélaga okkar
hinstu kveðju.
Við erum um margt óvenjulegur
hópur, ólíkir einstaklingar en þó ein
heild. Okkur hefur liðið vel saman,
og því er það okkur mikið áfall að
einn okkar skuli vera horfinn á
braut. Við finnum til vanmáttar og
sorgar þegar við hugsum til þess
að Gummi mætir aldrei aftur í skól-
ann og að við hittum hann aldrei
aftur í bekkjarpartíi.
Við hin litum á það sem forrétt-
indi að fá að vera með Gumma í
bekk, hann var svo víðsýnn og
gáfaður. Það er sjaldan sem maður
kynnist mönnum sem hafa bæði
áhuga og þekkingu á öllum flötum
og hliðum mannlífsins. Gummi gat
rætt við hvern sem var um hvað
sem var af kunnáttu. Á þennan
hátt varð hann góður vinur okkar
allra enda hlustaði hann af athygli
og svaraði af visku. Gummi var
heill í öllu sem hann tók sér fyrir
hendur. Það átti betur við hann að
kafa djúpin en að fleyta yflrborðið.
Við munum alltaf minnast
Gumma með söknuði og þakklæti
fyrir allt það sem hann gaf okkur
og vonandi hefur okkur tekist að
gefa honum eitthvað í staðinn.
Við vottum þeim sem unnu
Gumma samúð okkar um leið og
við fullyrðum það að minning
Gumma mun alltaf lifa í okkar hópi
því að manni eins og honum er
ekki hægt að gleyma.
Þei, þei og ró.
Þögn breiðist yfir allt.
Hnigin er sól í sjó.
Sof þú í blíðri ró.
Við höfum vakað nóg.
Værðar þú njóta skalt.
Þei, þei og ró.
Þögn breiðist yfir allt.
(Jóhann Jónsson)
Bekkjarfélagar af öðru ári
Læknadeildar HÍ.
Kveðja frá Félagi
læknanema
Deyr fé,
deyja frændr,
deyr sjálfur et sama.
En orðstírr
deyr aldregi
hveims sér góðan getr.
(Úr Hávamálum)
Horfinn er á braut samnemandi
okkar og félagi Guðmundur Tómas
Árnason. Hörmum við það meira
MINNINGAR
en orð fá lýst. Við vottum aðstand-
endum hans okkar dýpstu samúð.
Arnar Þór Guðjónsson.
Kveðja frá Taflfélagi
Reykjavíkur
Við kveðjum nú Guðmund Tómas
Árnason í síðasta sinn. Guðmundur
Tómas var virkur skákmaður hjá
Taflfélagi Reyjavíkur um árabil.
Hann var feikilega efnilegur sem
unglingur en tók þá ákvörðun að
draga úr iðkun sinni. Mikill frami
í skákinni krefst mikilla tímafórna
og hann valdi aðrar áherslur. Guð-
mundur hélt samt áfram að tefla,
þó í minna mæli væri. Lítið tefldi
hann í almennum kappskákmótum
síðustu ár, en valdi í stað þess að
tefla í Deildakeppni Skáksambands
íslands sem er sveitakeppni sem fer
fram tvisvar á ári. Tefldi hann fyr-
ir c-sveit Taflfélags Reykjavíkur.
Guðmundi var ljúft að taka þátt í
keppninni til að styðja félag sitt,
hitta gamla félaga, og finna þá
þægilegu spennu og ánægju sem
því fylgir að tefla kappskák. Síðast
tefldi hann fyrir TR nú í október í
haust. Þó Guðmundur Tómas hafi
almennt ekki getað einbeitt sér að
skákinni tefldi hann ávallt feikilega
vel á þessum mótum, var einn af
traustustu meðlimum c-sveitarinn-
ar og virtist auka skákstyrleika sinn
með hveiju árinu, þrátt fyrir litla
ástundum. Ég kynntist Guðmundi
sem unglingur í Taflfélagi Reykja-
víkur og síðan þegar ég stýrði c-
sveitinni um árabil. Guðmundi bauð
ég að tefla í skákklúbbi sem var
stofnaður meðal nokkurra vina og
kunningja fyrir tveimur árum og
þáði hann boðið. Þessi hópur teflir
saman á 1-2 mánaða fresti og hafði
Guðmundur mikla ánægju af þess-
um félagsskap. Þarna gat hann
haldið tengslum við gamla vini og
kunningja úr taflfélaginu, sem hann
hitti annars lítið, því hver hefur
farið í sína áttina. Lýsti hann því
oft yfir hve ánægjuleg þessi sam-
skipti væru. Flestir þeir sem heill-
ast af skákgyðjunni ungir þurfa að
draga úr samskiptum sínum við
hana þegar nám og starf fara að
krefjast meiri tíma og athygli.
Þannig var um Guðmund. Ég held
að það hafi hins vegar gilt um hann
eins og okkur hina sem hrífumst
af skákinni, að hún á sér ávallt
sérstakan stað í hjarta okkar og
hver snerting á henni, hve lítil sem
hún er, veitir ánægju og fullnægju.
Ég vil fyrir hönd Taflfélags Reykja-
víkur og fyrir mína hönd, þakka
Guðmundi fyrir ánægjulegar stund-
ir.
Blessuð sé minning hans.
Fyrir hönd Taflfélags Reykjavík-
Einar Trausti Óskarsson.
Það var á þeim árum sem leikur
og spil léttu lund í önnum dagsins
í Menntaskólanum við Hamrahlíð.
SJÁ NÆSTU SÍÐU
t
Eiginkona mín,
KAROLÍNA JÚLÍUSDÓTTIR,
lést í Bandaríkjunum þriðjudaginn 6. desember.
Fyrir hönd aðstandenda,
Rafn A. Pétursson.
t
Ástkær móðir okkar,
KRISTÍN JÓNSDÓTTIR,
áður Hátúni 4,
lést á Droplaugarstöðum aðfaranótt 7. desember.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigriður Jóhannesdóttir,
Bergsveinn Jóhannesson,
Þóra Jóhannesdóttir.
t
Ástkær móðir okkar, tengamóðir og amma,
BIRNA BJÖRNSDÓTTIR,
Lögbergi,
Djúpavogi,
lést í Borgarspítalanum 5. desember.
Álfheiður Alfreðsdóttir, Þórarinn B. Guðmundsson,
Hjörleifur Alfreðsson, Margrét Benediktsdóttir,
Jóhann Alfreðsson,
Alfreð Alfreðsson, Melkorka Edda Freysteinsdóttir
og barnabörn.
t
Elsku fóstri minn og vinur,
GUÐMUNDUR JÓNSSON
frá Þúfu
í Kjós,
andaðist 3. desember í Hátúni 12, Reykjavík.
Kveðjuathöfn verður í Sjálfsbjörg, matsal á 2. hæð, föstudaginn
9. desember kl. 13.30.
Blóm og kransar eru afbeðnir, en þeir, sem vildu minnast hans,
láti Sjálfsbjörg, félag fatlaðra, njóta þess.
Þorsteinn Veturliðason
og vandamenn.
t
Vinur minn, sonur okkar, bróöir og
mágur,
BJÖRN BRAGI BJÖRNSSON,
Klapparstíg 13a,
lést 2. desember.
Jarðsungið verður frá Fossvogskirkju
föstudaginn 9. desember kl. 13.30.
Peter Locke,
y
j
Kristín Sveinbjörnsdóttir,
Þórdfs Björnsd. Cortellino,
Árni H. Björnsson,
Björk Bjarkadóttir,
Stefán Bjarkason,
Sveinbjörn Bjarkason,
Björn Jakobsson,
Ruggero Cortellino,
Þórey Bjarnadóttir,
Kristján Friðriksson,
Þorbjörg Garðarsdóttir,
Sólveig Franklfnsdóttir.
t
Elskulegur bróðir minn,
KRISTJÁN SÖLVASON,
Skógargötu 8,
Sauðárkróki,
verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 10. desem-
ber kl. 13.30.
Kristfn Sölvadóttir.
t
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
FANNEYS.
GUNNLAUGSDÓTTIR,
Furugerði 1,
Reykjavfk,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
föstudaginn 9. desember kl. 10.30.
Árni Elfasson,
Elías Hilmar Árnason,
Gunnlaugur Örn Árnason,
Guðrún Esther Árnadóttir,
Ólafur Jón Árnason,
Ómar Þór Árnason,
Svanhildur Ágústa Árnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Steinvör Sigurðardóttir,
Sólveig Helgadóttir,
Jón Haukur Baldvinsson,
Þórunn Berndsen,
Margrét Pétursdóttir,
Jón Baldvin Halldórsson,