Morgunblaðið - 08.12.1994, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.12.1994, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 MINNIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ Leikurinn færðist út fyrir veggi skólans og myndaðist þá hópur góðra félaga. Um tíma sinntu menn öðru, ýmist námi eða störfum, og fyrir tveimur árum hófst spilið að nýju þegar bridsklúbburinn var stofnaður. Þar voru komnir fjórir úr MH-hópnum. Einn þeirra var Guðmundur Tómas. í leik sem þessum koma hæfileik- ar manna vel í ljós. Skörp hugsun, einbeitni og sterkur vilji til að ná árangri var lýsandi fyrir Gumma. Námsárangur hans ber þess merki. Við félagarnir áttum góðar stundir saman og verður Gumma sárt saknað. Hann var drengur góður. Innilegar samúðarkveðjur til fjöl- skyldu og ástvina. Blessuð sé minning Guðmundar Tómasar. Heimir Þorsteinsson. Holtagerði, holótt gata í Vest- urbæ Kópavogs. 1973. Smávaxinn Gummi í pollagalla heilsar mér og mömmu minni rogginn á leið okkar heim úr búðinni. Hann er fullur ábyrgðar, segist vera að passa litla bróður sinn, sem er reyndar ári yngri, en hærri í loftinu en Gummi. Holtagerði 14, heima hjá Salóme o g Guðmundi, afa og ömmu Gumma, Ragga og Stígs. 1975. Við keppumst við að lesa eins hratt og við getum. Samkeppnisandi ungra ofurhuga. Gummi rýnir í textann, les og nemur á meðan við hinir sjáum bara orðin fara hjá á ofsa- hraða. Þar vék mikill keppnisandi fyrir vitinu. Leiðir skilja. Aðalbygging Há- skóla íslands. 1991. Gummi er á góðri leið með að vera goðsögn í Heimspekideildinni. Hélt áfram að lesa og nema, á meðan margir okk- ar hinna lesa og gleyma. Alvörugef- inn tekur hann námið eins og vinnu, fullur ábyrgðar og festu. Árangur- inn; eitt hæsta BA-próf frá upphafi vega í Heimspekideild. Janúar 1994. Stofan heima. Dagsljós í sjónvarpinu. Gummi mað- ur dagsins. Gengur upp stiga í Læknagarði. Greinilega ögn bang- inn. Rödd segir að hann sé á fyrsta ári í læknisfræði og að nú séu ein- kunnimar komnar. Sjónvarpsáhorf- endur sjá Gumma leita að nafni sínu á töflunni. Viðbrögðin láta ekki standa ekki á sér og orðalaust skilja allir að hann er kominn í gegn um klásus. Heima í stofu gleðst ég yfir velgengni æskuvinarins. Vor 1994. íþróttahús í Reykjavík. Fótbolti, stórir strákar yngjast um mörg ár. Framtíð Gumma björt, læknisfræðin verður lítið mál fyrir hann er ég viss um og ég styrkist í þeirri trú minni að í honum fari einn besti sonur þessarar þjóðar. Nóvember 1994. Aðalbygging Háskóla íslands. Mér berast verstu fréttir sem ég hef nokkrum tímann heyrt. Mér verður hugsað til fjöl- skyldu Gumma, Stígs vinar míns, Salóme, Guðmundar, Ragga, Selmu, Árna Tómasar og allra hinna og vona að Guð gefi þeim styrk til að bera þennan mikla harm. Þau áttu mikið og misstu mikið. Ég tel mig afar lánsaman að hafa fengið þó þau litlu kynni sem ég hafði af Gumma. Karl Pétur Jónsson. Guðmundur Tómas Árnason er farinn frá okkur og sorgin nístir. Margir sakna náins vinar eða ættingja, aðrir munu taka eftir því að það vantar brosandi andlit hans og glaðlegt viðmót. Það voru ánægjuleg tíðindi þegar Gummi sagði mér að hann ætlaði í læknisfræði, því þá vissi ég að leið- ir okkar myndu liggja saman í fram- tíðinni. Ég hlakkaði mikið til að vinna við hlið hans um ókomin ár. Enginn getur fýllt það skarð sem Gummi skilur eftir sig í röðum læknanema og hans verður sárt saknað meðal okkar í framtíðinni. Gummi hafði alla burði til þess að verða verulega góður læknir. Það kom mér heldur ekki á óvart að hann skyldi ná örugglega í gegn við fyrstu tilraun, því Gummi var framúrskarandi í öllu sem hann tók að sér. Hvort sem það var námið, skákin, tennis eða hreinlega að rækta vinatengsl; vinsælli mann en Gumma þekki ég ekki. Það reynist mér erfitt að skrifa þessar línur um Gumma, því ég er ennþá að reyna að átta mig á því að hann sé ekki lengur hjá okkur. Sem betur fer á ég skýrar minning- ar um hann sem ég veit að munu endast mér ævilangt. Ég vildi óska þess að þær hefðu orðið fleiri. Nú verð ég að kveðja góðan dreng og kæran vin. Ég votta fjölskyldu hans og vin- um öllum samúð mína. Kristján Orri Helgason. Hann elsku besti Gummi er far- inn. Erfitt er að hugsa sér meiri missi. Hann hafði alla þá kosti sem prýða góðan mann. Þrátt fyrir að hafa ekki þekkt hann vel nema þessi síðustu ár, þá hef ég sjaldan kynnst nokkrum manni eins vel. Við áttum margar yndislegar stundir saman. Satt að segja man ég ekki eftir þeirri stund sem okkur kom ekki vel saman. Mér leið ávallt vel í ná- vist hans. Hann bjó yfir svo miklum skilningi á líðan annarra. Sem gerði það að verkum að fólki þótti sérstak- lega gott að tala við hann. Eins og þeir vita sem þekktu hann, þá bjó hann yfir miklum hæfileikum. Má nefna kunnáttu hans í heimspeki, bókmenntum og klassískri tónlist. Það sem mér þótti einna merkileg- ast var að öll þessi þekking var samofin tilgangi, sem var að þroska manninn og skilja lífið á einhvern hátt betur en ella. Guðmundur var mikill keppnismaður og gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Við fórum stundum saman í tennis og man ég eftir því að hann reyndi að elta uppi alla þá bolta sem engum öðrum dytti í hug að reyna að ná til. Jafnvel þótt hann sjálfur hafí vitað að stigið eða leikurinn væri tapaður þá gafst hann ekki upp. Ég minnist þess vel að þegar hann var að læra fyrir samkeppnispróf í læknisfræði, hvað hann skildi hlut- ina vel þrátt fyrir styttri dvöl við skrifborðið en aðrir. I stað þess að læra hluti utanbókar reyndi hann að sjá hið röklega samhengi þeirra. Hæfileikinn til rökhugsunar var ein- stakur. Gummi hafði þegar lokið BA-prófi í heimspeki áður en hann fór í læknisfræði. Heimspekin var ekki aðeins eitthvað sem lært hafði verið með því hugarfari til að stand- ast próf heldur óijúfanlegur partur af honum sjálfum og hans lífsskoð- un. Gummi hafði mikið dálæti á Platón og hugmyndir hans höfðu töluverð áhrif á hvernig Gummi vildi lifa lífinu. Hann leiddi mig um heima heimspekinnar og klassískrar tón- listar svo að eftir hvern fund okkar vissi ég til muna meira en áður. Elsku Gummi, þú fylltir hjarta mitt af gleði og það mun ég varð- veita um ókomna tíð. Ég bið Guð að styrkja fjölskyldu, unnustu _og ástvini Gumma. Olafur Árni Sveinsson. Okkur langar til að kveðja vin okkar og skólafélaga, Gumma T., með nokkrum orðum og þakka hon- um fyrir það sem hann gaf okkur með þeim eftirminnilega og ánægju- lega tíma sem við áttum saman. Samskipti okkar voru svo þægileg og vinaleg. Hann var alltaf tilbúinn að hlusta á okkur fullur áhuga, sama hversu smávægilegt umræðuefnið var. Sérstaklega er okkur minnis- stætt hvernig fimm mínútna sam- ræðurí gula sófanum leiddu af sér pylsupartí á kaffistofunni, sinfóníu- tónleika og spjall á kaffihúsi, allt á einni kvöldstund. Þetta er einmitt það sem var svo skemmtilegt við samskipti okkar Gumma, hvernig eitt leiddi af öðru, allt óundirbúið, nema skautaferðin sem aldrei verður farin. Tíminn með Gumma var stuttur, alltof stuttur, og eftir stendur minn- ing okkar um hann, skýr og sterk. Samt er svo erfitt að kveðja svo góðan dreng sem Gummi var þegar svo margt er ógert og ósagt. Enginn lifír endalaust, bróðir minn, ekkert varir nema skamma stund. Þess skalt þú fagnandi minnast. (R. Tagore). Við vottum fjölskyldu Gumma og aðstandendum dýpstu samúð okkar og biðjum Guð að styrkja þau í sorg- inni. Úlfhildur, Hrönn og Tinna Kristin. Okkur langar í fáum orðum að minnast Guðmundar Tómasar Árna- sonar og jafnframt þakka fyrir in- dælar samverustundir. Ógleymanleg er sú stund er við sáum Guðmund fyrst. Þá voru þau skömmu áður byijuð að slá sér sam- an Ólöf Sigríður Valsdóttir vinkona okkar og hann. Óhætt er að segja að við höfum beðið með nokkurri eftirvæntingu og spenningi að sjá kærastann og sjálfsagt höfum við verið búin að búa til ýmsar gerðir af Guðmundi hennar Ólu Siggu í huganum. Og ekki urðum við fyrir vonbrigðum því að Guðmundur var á allan hátt yndislegur drengur. Guðmundur var hlédrægur en þó hvatlegur. Hann var ákaflega fínleg- ur og en þó íþróttamannslegur. Hann hafði ákveðnar skoðanir og var rök- fastur og þó alveg laus við að vera einstrengingslegur. Barngóður var hann og bar hann af sér góðan þokka. Við kveðjum því Guðmund með þakklæti í hjarta og viljum jafnframt votta aðstandendum hans og vinum samúð okkar. Örnólfur Kristjánsson, Helga Steinunn Torfadóttir. Elsku Gummi. Eins og hjörtu okkar geta verið að springa af kærleik og gleði er mitt nú að springa af sorg. Sorg svo þungbærri og mikilli af því að þú ert dáinn. Það er mér svo erfitt að skiija að þú bestur vina minna og fallegastur ert farinn og kemur aldr- ei aftur. Vinskapur okkar varð ekki langur en sá tími sem ég fékk er mér samt ósegjanlega dýrmætur. í hjarta mínu get ég núna geymt minningu um einstaklega yndislegan vin. Minn- ingu um dreng sem gæddur var öll- um þeim kostum sem hægt er að biðja skapara sinn um. Fágæt fínnst mér sú hlýja og kærleikur sem þú áttir svo mikið af og enn sjaldséðara hvernig þessar fallegu tilfínningar skinu alltaf úr augnaráði þínu og brosi. Þú varst líka svo skemmtileg- ur og klár, einhvern veginn var allt sem þú sagðir rétt og gott, ekkert sagðir þú vanhugsað enda varst þú heimspekingurinn í bekknum bæði að mennt og sál. Á einn eða annan hátt varst þú fyrirmynd okkar allra held ég, svo mikið áttum við eftir að læra af þér. Þú varst mjög góður námsmaður en hafðir fyrir utan það eiginleika sem hefðu gert þig að frábærum lækni bæði í augum sjúkl- inganna og samstarfsmanna. Ég hlakkaði mikið til að starfa með þér í framtíðinni en einnig í náminu enda hafði ég bara góða reynslu af því úr verkefnunum sem við unnum saman. Þú varst alltaf svo ljúfur en hafðir líka alltaf eitthvað til málanna að leggja og gast verið harður í horn að taka ef þér þótti þess þörf. Yndi þitt á klassískri tónlist og bók- menntum finnst mér varpa frekara ljósi á þinn innri mann. Eg upplifði þig sem óvenju næman og tilfinn- ingaríkan dreng en mjög sterkan og duglegan. Dreng sem svo gott var að umgangast. Ég man hvernig maður leit alltaf yfír hópinn á kaffi- stofunni í leit að þér eða spurði fata- hengið eða skærgulan nestispokann þinn. Þegar ég ímynda mér alla þessa eiginleika samankomna í einni manneskju, lifandi í sátt og sam- lyndi sem hamingjusöm fjölskylda þá sé ég fyrir hugskotssjónum mín- um lítið brot af þér Gummi minn, kæri vinur minn. Þetta er mynd mín af þér. Ég' á svo erfitt með að sætta mig við að loksins, loksins þegar ég var búin að finna alvöru vin, slíkan vin sem þú varst mér þurfi ég að kveðja þig. Elsku góði vinur minn Gummi, ég mun aldrei gleyma þér. Guð hjálpi ástríkri fjölskyldu þinni og öðrum ástvinum þínum að kom- ast yfír þessa miklu sorg. Hulda M. Einarsdóttir, bekkjarfélagi og vinur. Við Guðmundur Tómas kynntumst snemma árs 1988 er við unnum báð- ir með skóla í verslun ÁTVR við Lind- argötu. Dag einn spjöiluðum við sam- an um skólann og ég lýsti yfír mikl- um áhyggjum vegna þýskuprófs sem var á dagskrá daginn eftir. Gummi sagði mér að koma heim til sín, hann skyldi kenna mér þýsku. Kennslan fólst í því að Gummi setti Tannháus- er eftir Wagner á fóninn og gaf mér púrtvín. Þýskuprófínu lauk ég með góðri einkunn. Upp frá því urðum við mestu mátar og íjölgaði heim- sóknunum á Vesturgötuna ört. Gummi var mjög félagslyndur þannig að við okkar kynni kynntist ég ekki bara einum manni, heldur samheldnum vinahóp, því Gummi átti marga góða vini. Þar sem við stóðum í svipuðum sporum, mennta- skólinn senn að baki og framtíðin óráðin, ræddum við oft um framtíð- ina. Guðmundur var harður á því að leggja stund á sagnfræði og ég ákveðinn í að lesa lög. Um svipað leyti fórum við til skráningar í aðal- byggingu Háskólans og þegar við síðan hittumst síðar og bárum sam- an bækur okkar kom í ljós að báðir höfðum við skipt um skoðun á ell- eftu stundu og hafði hvor um sig ákveðið að nema heimspeki óafvit- andi um ákvörðun hins. í Háskólanum stóð yfír mikil vakning. Frægur rithöfundur hafði látið þau orð falla að flestir framtíð- arforstjórar stórfyrirtækja yrðu menntaðir í húmanískum fræðum.' Heimspekin hætti að vera leyndar- dómsfullt grufl örfárra útvaldra og varð að tísku. Sá hópur sem við Gummi vorum með í heimspekinni varð fljótt rómaður fyrir áræðni og dugnað og átti Gummi sinn þátt í því að skapa þá ímynd. Hann var snjall og duglegur námsmaður og hafði mjög gaman af því að espa samstúdenta sína til rökræðna. Við félagarnir höfðum reyndar flestir mjög gaman af hressilegum rökræð- um og sökum áhrifa frá námi okkar snerust rökræðurnar sjaldan um dægurþras eða ómerkileg stjórnmál heldur var leitast við að komast að kjarna málsins. Gummi var þijósk- asti maður sem ég hef hitt en jafn- framt þijóskunni gæddur ríkri sið- ferðisvitund og réttlætiskennd. Kom það iðulega upp á yfirborðið í rök- ræðum og samkvæmari menn sjálf- um sér eru fátíðir. Við strákarnir hittumst iðulega heima hjá Gumma á Vesturgötunni og síðar í Kópavoginum þar sem okkur var ávallt tekið einstaklega vel. Það var Gumma mikið kappsmál að sjá vini sína nýta hæfileika sína til fullnustu og hvatti hann okkur til þess að leggja rækt við hin sönnu gildi sem gefa lífinu tilgang. Sjálfur gerði hann allt til að innræta okkur „betri tónlistar- og bókasmekk“ og hafði hann oft á orði að þar sem hveijum og einum væri einungis skammtaður stuttur tími hér á jörðu yrðu menn að vanda valið og forð- ast vondar bækur. Sjálfur var hann vel lesinn og nýtti hann sinn stutta tíma betur en allir aðrir. Hómer, Hemingway og Dostojevskí voru í uppáhaldi svo og mestur allra heim- spekinga, sjálfur Platon. Wagner skipaði fyrsta sæti tónskálda og við fótskör hans Mozart, Brahms og Tsjækovskí. —JÍ ERHDRYKMUR ^ Bjóðum uppá qlœsileqf MOUOPirDP kaffihlaðbopð á 750 kp. pp. mann —j-jjj Glœsilequr veislusalup ó qóðum stað Lágmúla 4, sími 886040 Engan mann þekki ég sem var jafn vel liðinn og Gummi. Hann hafði til að bera einstaka persónutöfra enda fluggreindur og gæddur ríkri kímnigáfu. Hann bauð af sér góðan þokka og hvar sem hann kom og hvaða verk sem hann tók að sér leysti hann með sama þrótti og ein- kenndi alla hans lund. Gummi var fyrst og fremst hugsjónamaður og átti til að koma okkur vinunum í opna skjöldu í þeim efnum. 1991 var rektorskjör í vændum og tilkynnti Gummi okkur að hann hefði ákveðið að styðja einn frambjóðandann í verki.^Hann hafði heyrt til hans á fundi og séð í hendi sér að annað væri ekki fært en að þessi maður yrði rektor. Við tóku endalaus greinaskrif, pappírsvinna og gegnd- arlaus sannfæringarbrögð í þágu frambjóðandans. Ekki fórum við vin- irnir varhluta af vinnu Gumma því að auðvitað hreif hann okkur með sér eins og honum var einum iagið. Gummi lauk námi í heimspeki með glæsilegri lokaeinkunn. Hann hóf nám í iæknisfræði og atti kappi við risann Clausus og Iagði hann flatan í fyrstu atrennu. Heilræðasmiðnum Epiktet varð eitt sinn svo að orði að ekki ætti að syrgja horfna vini heldur minnast þeirrar gleði sem þeir okkur veittu meðan þeirra naut við. Sorgin er þó óumflýjanleg og svo sár þegar jafn vel gerður piltur, sannur vinur og félagi skilur við þennan heim. Ég man þá sönnu gleði og þann innileik sem Gummi sýndi mér er ég til- kynnti honum að Gísli Örn frum- burður okkar Bjarkar væri fæddur. Senn mun okkur gefast tækifæri til að samgleðjast Olu Siggu þegar barnið hennar og Gumma fæðist. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst ástvinum Gumma og votta þeim samúð mína. Missirinn er mik- ill en þau fræ sem sáð hefur verið munu bera ávöxt og verða sólar- geisli að vori. Nýtt líf sem kviknar boðar sumar sem hrekur skammdeg- ið á braut. Lokaorð Gumma í BA-ritgerð hans í heimspeki lýsa atgervi hans og hugsjónum vel og vil ég gera orð hans að mínum: „Það er skoðun mín að [hugmynd PlatonsJ um þroskaða sál sem hin æðstu gæði [eigi] einkar vel við á tímum efnishyggju og neyslukapphlaups, svo og áhersla hans á velferð heildarinnar, á tímum þar sem mörk einstaklingshyggju og eigingirni eru ekki alltaf skýr.“ Guðbrandur Örn Arnarson. Góður drengur er liðinn. Fréttin af fráfalli Guðmundar Tómasar var sem reiðarslag. Eng- inn vafi leikur á því, að hann átti framtíðina fyrir sér, með þær gáfur og þá hæfileika, sem honum voru gefnir í svo ríkum mæli og þann metnað og þá einbeitni sem ein- kenndi hans persónuleika í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Frá- fall hans er því mikill missir fyrir okkur öll sem eftir lifum. Sárastur er þó missirinn fyrir ástvini og vini Guðmundar því þeir áttu í honum traustan vin og dýrmætan. Gummi var sannur vinur vina sinna, vinur af því taginu sem allir, sem hafa verið svo lánsamir að eignast slíkan vin, vonast til að eiga að alla ævina. Okkur, sem vorum vinir hans, var þó greinilega ekki ætlað að fá lengi notið þessa láns. En minningin um hinn glaðværa og skarpvitra dreng mun lifa meðal okkar allra, sem áttum hann að vini og auðnaðist að eiga með honum ótaldar ánægju-. legar samverustundir. Winston Churchill skrifar í end- urminningum sínum að hann hafi lengi átt í baráttu við óféti nokk- urt, sem á hann sótti stundum og hann kaus að nefna „the black dog“. Sá svarti hundur sem sótti Guð- mund Tómas heim reyndist því miður rammari; sú Gláms-glíma Guðmundar var stutt. Harmur er af því mikill. Unnustu, foreldrum, systkinum, afa og ömmu svo og öðrum syrgj- endum Guðmundar Tómasar votta ég innilegustu samúð mína og óska þeim styrks og stuðnings á erfiðri stundu. Auðunn Arnórsson. uíuúiyvru .tmíii iíijí íiiuouioj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.