Morgunblaðið - 08.12.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 9
_____________________FRÉTTIR______________________
Guðmundur Árni í nýrri bók um fund með ríkislögmanni
Embættísmenn
voru viðstaddir
GUÐMUNDUR Árni Stefánsson
fyrrverandi ráðherra segir í nýút-
kominni bók að æðstu embættis-
menn heilbrigðisráðuneytisins hafi
verið viðstaddir fund þar sem ríkis-
lögmaður kynnti minnisblað um
starfshæfí fyrrverandi trygg-
ingayfirlæknis.
Þeir Páll Sigurðsson ráðuneytis-
stjóri og Guðjón Magnússon skrif-
stofustjóri hafa ekki kannast við
að hafa séð umrætt minnisblað
fyrr en ári síðar, en Gunnlaugur
Claessen fyrrverandi ríkislögmað-
ur hefur hins vegar staðhæft að
þeir hafí verið á fundinum þar sem
minnisblaðið var afhent. í skýrslu
Ríkisendurskoðunar um málið seg-
ir að Guðmundur Árni og Jón H.
Karlsson aðstoðarmaður hans hafi
staðfest þetta.
Ekki aðalatriði
Guðmundur Árni segir í bók
sinni Hreinar línur, að hann hafi
beðið ríkislögmann um álit á
starfshæfí þeirra fjögurra trygg-
ingalækna sem sakaðir voru um
skattsvik, og hvaða heimildir ráð-
herra hefði til aðgerða ef hann
kysi svo. Guðmundur Árni segir
að ríkislögmaður hafi komið sjálf-
ur með álitsgerðina 11. nóvember
1993.
Guðmundur Árni segir síðan í
bókinni: „Ég rakst á hann frammi
á gangi, bað hann um að koma
inn til mín og kallaði einnig á Pál
Sigurðsson, Guðjón Magnússon og
Jón H. Karlsson. Um þennan fund
hefur mikið verið rætt vegna þess
að Páll og Guðjón muna ekki eftir
honum. Um það er í sjálfu sér
ekkert að segja en á hinn bóginn
er ljóst að í þeirri umræðu, sem
fram fór í ráðuneytinu okkar á
milli, og einnig í beinum viðræðum
við Björn Onundarson [fyrrverandi
tryggingayfírlækni] og hans ráð-
gjafa, þá var þetta minnisblað rík-
islögmanns oftlega rætt og reifað.
En í þessu máli lít ég ekki á það
sem neitt aðalatriði hvort ráðu-
neytisstjóri og skrifstofustjóri
muni meira eða minna af gangi
einstakra mála og funda. Því at-
riði þessa máls geta aðrir haft
áhyggjur af ef þeir vilja svo við-
hafa.“
Nýtt!
Kjólar
Tískuverslunin Opið Caugarct. k[. 10-18
/ Opið sunnucC. 10-17
s L7tí'C'TTJ'TV/ Rauöarárstíg 1, sími 615077
lólamarkaður ó Eiðistorgi
laugard. 10. og 17. des.frákl. 10-18
Á boðstólum barnafatnaður, kvenfatnaður,
skór, teppi, jólavarningur o.fl. Óvænt tilboð í
sérverslunum. Verslið ódýrtfyrir jólin. Verslið á
Eiðistorginu og njótið góðra veitinga í Neskaffi.
Góð jólagjöf
Velúr-frotté sloppar
í mörgum litum.
Verð frá kr. 5.650,-
Póstsendum.
Laugavegi 4, sími 14473
^ÖLABJALLAN 1994
Handmálaður safngripur,
kr. 1.980
Qull - silfur - skartgrípir -
hnífapör - postulín - kristall.
SILFURBUÐIN
Fyrir jolin
Stutt pils frá 1.990
Stuttar peysur frá 1.990
Hvítar skyrtur frá 2.490
Sertdum í póstkröfu
Flash,
Framtíðarmarkaðinum,
Faxafeni 10, s. 689666.
Gerðu gott betra
með jólasmjöri.
••
Þú færð
500 g stk. á
•• •• •• •• •• •• •• •• •• •• •• •• ••
• ••••••••••••
Stl-Z&GA V|S / xnv