Morgunblaðið - 08.12.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 43
AÐSENDAR GREIIMAR/PRÓFKJÖR
Húsnæðiskerfi
á brauðfótum
EIN mesta hætta
sem blasir við íslensku
samfélagi er skulda-
söfnun heimilanna. í
árslok 1993 námu
skuldir heimilanna
115% af ráðstöfunar-
tekjum þeirra. Við
mörgum heimilum
blasir gjaldþrot og þar
með neyðarástand
sem ekki verður séð
fyrir endann á. Gjald-
þrot heimilanna skilja
eftir sig sár og niður-
lægingu hjá þeim sem
fyrir því verða og
auka enn á þá erfið-
leika sem fyrir voru.
Vanskil í húsnæðiskerfinu eru
rúmlega 700 milljónir. Það segir
meira en margt annað um hve
gallað húsnæðiskerfið er. Aföll af
húsbréfum eru mikil og nýlega sá
ég dæmi um 11% afföll af sex
milljóna króna upphæð í húsbréfa-
kerfinu, en dæmi eru um mun
hærri upphæð. Húsbréfin eru af-
greidd í slumpum og þannig sköpuð
óþarfa þensla sem eykur enn á
afföllin. Minna verður úr láninu en
til stóð og þá þarf að leita annað
eftir fyrirgreiðslu til að brúa bilið.
Gjaman er um að ræða dýr skamm-
tímalán. Þegar fjallað er um láns-
kjör hjá Húsnæðisstofnun, þá væri
eðlilegt að bæta við öllum kostnaði
sem fylgir húsbréfakerfinu til þess
að lántakendur geti gert sér betri
grein fyrir eðli lánskerfisins. Þeir
sem eiga peninga hafa hagnast vel
á þeim sem orðið hafa að taka
húsbréf til að koma þaki yfir höfuð-
ið. Þannig hefur kerfið stuðlað að
því að gera þá „ríku“ ríkari og
auka erfiðleikana hjá venjulegu
launafólki.
Húsbréfakerfið
stendur á brauðfótum
og hefur á engan hátt
staðið undir vænting-
um. Nú er hægt að
greiða af lánunum
mánaðarlega eins og
um húsaleigu væri að
ræða - og er það til
bóta.. Það er dýrara að
innheimta mánaðar-
legar greiðslur, en ef
greitt yrði af launa-
reikingi viððkomandi
mánaðarlega, þá munu
vanskil hjá stofnuninni
minnka verulega. Á
tímum pappírslausra
viðskipta hlýtur að vera hægt að
finna leið til að ná niður kostnaði
og auka möguleika þeirra sem
skulda til að standa í skilum.
Mikil skuldaaukning
Þeir útreikningar sem notaðir
hafa verið sem viðmiðun fyrir fólk
um hve miklar skuldir það ræður
við hafa reynst meingallaðir. Þess
var ekki gætt að yfirvinna gæti
minnkað né litið á ýmsar aðrar
skuldbindingar sem heimilin hafa.
Þetta leiddi til þess að allt of auð-
velt var að fá þessi dýru lán og
við bættist að erfitt var fyrir fólk
að gera sér grein fyrir þeim kostn-
aði sem fylgir húsbréfakerfinu.
Fyrirtækin eru nú eitthvað betur
stödd en heimilin enda hefur verið
lögð mikil áhersla á að leysa
skuldavanda þeirra. En nú verður
ekki lengur undan því vikist að
veita fjölskyldunum a.m.k. sömu
fyrirgreiðslu. Fjölmörg heimili
þurfa skuldbreytingu og þeir sem
eru í vanskilum í bönkum lenda
Drífa
Sigfúsdóttir
Drífa í 1. sæti
ÉG EFAST um að
Framsóknarflokkur-
inn í Reykajaneskjör-
dæmi hafi áður átt
svo framsækna og
öfluga sveit sem nú
sækist eftir að skipa
efstu sæti framboðs-
listans.
En þó ég beri mikið
traust til þessa fólks,
þá tel ég að Drífa Sig-
fúsdóttir uppfylli best
þær kröfur sem gera
verður til þess er skip-
ar 1. sætið.
Ég hef átt þess
kost að starfa mikið
Drífa uppfyllir bezt þær
kröfur, segir Steindór
Sigurðsson, sem gera
verður til þess sem skip-
ar fyrsta sætið.
með henni og tel að
þekking hennar og
reynsla af stjórnmál-
um sé það víðtæk að
hún eigi fullt erindi
inn á þing.
Hún hefur verið
leiðandi og mótandi í
málefnum þeirra bæj-
arstjóma sem hún
hefur setið í, en auk
þess er hún oft fund-
vís á sáttaleiðir ef á
milli ber.
Ég leyfi mér að full-
yrða að ef kjósendur
fela henni þetta for-
ustuhlutverk þann 10.
desember muni hún sanna þar
dugnað sinn og atorku sem hún
er þekktust fyrir.
Ég skora því á alla sem taka
þátt í prófkjöri Framsóknarmanna
nk. laugardag 10. desember að
setja Drífu í 1. sæti listans.
Höfundur er bæjarfulltrúi í
Keflavík-Njarðvík-Höfnum.
Sieindor
Sigurðsson
/lemBI
BAÐÞILJUR
Stórglæsilegar amerískar baóplötur.
Mikið úrval á hreint ótrúlega lágu verói.
Komið og skoðið
í sýningarsal okkar
í Ármúla 29.
AUtar til á lagcr
ÞÞ
&co
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
Ármúla 29, simi 38640
yfirleitt í því að vera með 1% hærri
vaxtagreiðslu en hinir. í allmörgum
tilfellum ræður heimilið ekki við
skuldir sínar og ættu þá að eiga
sömu möguleika á að fá niðurfelld-
ar eða lækkaðar skuldir eins og
tíðkast hefur hjá illa stöddum fyrir-
tækjum. Það er óumflýjanlegt að
grípa til greiðsluaðlögunar, leng-
ingar lána, félagslegrar aðstoðar
og greiðsluerfiðleikalána. Stofna
þarf ráðgjafar- og endurreisnarstöð
heimilanna með samstarfi ríkis,
banka, sparisjóða, verkalýðshreyf-
ingar, sveitarfélaga, lífeyrissjóða
og neytendasamtakanna.
Ég tel að húsbréfakerfið sé
helsta orsök erfíðrar skuldastöðu
Húsbréfakerfið er
helsta orsökin, að mati
Drífu Sigfúsdóttur,
fyrir erfiðri skuldastöðu
heimila.
íslenskra heimila. Langvinn efna-
hagslægð með samdrætti í atvinnu-
lífinu sem leiddi af sér minnkandi
tekjur vegur einnig þungt á vogar-
skálunum. Þá er útlit í íslensku
efnahagslífi næstu tvö árin ekki
bjart aðallega vegna samdráttar í
fiskveiðum. Þetta ár er sjöunda
árið í röð þar sem hagvöxtur í ís-
lensku efnahagslífi hefur ekki verið
viðunandi og búist er við að hag-
vöxtur fari hægt vaxandi á næstu
árum. Af þessu sést að það þýðir
ekkert fyrir stjórnvöld að búast við
því, að vandi heimilanna leysist án
sérstakra aðgerða af þeirra hálfu.
Á hátíðarstundum er fallega talað
um fjölskylduna en loforð eru létt
í maga og tími aðgerða er löngu
kominn. Það dugar ekki lengur að
bíða eftir kraftaverki eða líta und-
an.
Höfundur tekur þátt í prófkjöri
Framsóknarflokksins í
Reykjaneskjördæmi.
Unnur Stefáns-
dóttir í 2. sætið!
LAUGARDAGINN
10. desember næst-'
komandi fer fram próf-
kjör framsóknarmanna
í Reykjaneskjördæmi.
Þar gefur kost á sér í
efstu sæti gott fólk og
gjörvulegt. Framsókn-
arflokkurinn er í mik-
illi sókn og sérstaklega
er ánægjulegt hve
ungt fólk fylkir sér um
stefnu Framsóknar-
flokksins undir kjör-
orðinu „Fólk í fyrir-
rúmi“.
Unnur Stefánsdóttir
gefur kost á sér í 2.
sæti listans. Unnur er
þekktur íþróttamaður og margfald-
ur íslandsmeistari í hlaupum. En
Unnur er þekkt fyrir fleira. Hún
hefur tvisvar setið sem varamaður
á þingi og notaði þann stutta tíma
vel. Meðal tillagna sem hún flutti
þar má nefna mótun ferðamála-
stefnu á íslandi og átak til eflingar
atvinnutækifæra kvenna í dreifbýli
en báðar voru samþykktar á þing-
inu.
Unnur hefur búið í Kópavogi í
22 ár og er útskrifuð úr Fóstur-
skóla Islands. Hún kennir núna
hagnýta uppeldisfræði í Fósturskó-
lanum. Unnur er þriggja barna
móðir og húsmóðir. Auk þeirra
starfa hefur Unnur sinnt fjölda
ábyrgðarstarfa af þeim krafti og
dugnaði sem einkenna öll hennar
störf. Hún var formaður Landssam-
bands framsóknarkvenna í átta ár
og situr nú í framkvæmdastjórn
ÍSÍ. Jafnframt er hún nýkjörinn
gjaldkeri stjórnar Framsóknar-
flokksins.
Helstu baráttumál Unnar í kom-
andi kosningum eru eftirfarandi:
Jöfnuður í tekjuskiptingu ein-
staklinga.
Markviss leit að nýj-
um störfum.
Aukin áhersla á
mennta- og íþróttamál.
Vistvæn ímynd
lands og þjóðar.
Unnur hefur kraft
og seiglu langhlaupar-
ans. Þessum eiginleik-
um hennar kynntist ég
vel þegar ég starfaði
með henni í Freyju,
félagi framsóknar-
kvenna í Kópavogi. Ég
treysti henni einnig til
að hafa kraft og seiglu
til að vinna að verðug-
um baráttumálum á
þingi til hagsbóta fyrir okkur öll.
Ég hvet þig lesandi góður til að
Unnur kennir hagnýta
uppeldisfræði í Fóstur-
skólanum og var formað-
ur Landssambands
framsóknarkvenna í 8
ár. Sigrún Ingólfsdótt-
ir hvetur framsóknar-
menn á Reykjanesi til að
setja hana í 2. sæti á
framboðslista flokksins.
taka þátt í prófkjöri Framsóknar-
flokksins næstkomandi laugardag
og kjósa Unni í baráttusæti listans.
Höfundur er íþróttakennari.
Unnur
Stefánsdóttir
Rommelsbacher
irhcmda
lum
* r
Ostbráðar- og steinasteikingartæki
Til að bjóða vinum til veislu
á dimmum vetrarkvöldum.
Endalausir möguleikar
í samsetningu á matseðlum.
Rúmgóður steinn og átta
ostapönnur.
JÓLATILBOÐSVERÐ
kr. 9.900.-
RSG1201
'é' Fondúpottur á rafmagnshellu
..og ekki verður veislan síðri
með þessum grip.
Rafmagnshella með stiglausri
hitasúllingu, 2 lítra pottur með
sprautuvöm, 6 gafflar og
1,8 m tengisnúra.
JÓLATILBOÐSVERÐ
kr. 6.900.-
F851/S
ST700
Samlokugrin
Og hver hefur ekki lyst á heilri samloku í dagsins önn?
Sjálfvirk hitastýring, gaumljós, læsing á handfangi,
1 m tengisnúra og verðið er frábært.
JÓLATILBOÐSVERÐ
kr. 3.900.-
Umboðsmenn okkar á landsbyggðinni eru:
Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs Borgarnes: Glitnir Borgarfjöröur Rafstofan Hvitárskála ■ Hellissandun
Blómsturvellir Grundarfjöröur Guöni Hallgrlmsson Stykkishólmur: Skipavlk Búöardalur. Ásubúð
Isafjörður Póllinn ■ Hvammstangi: Skjanni Sauðárkrókun Rafsjá • Siglufjöröur Torgið • Akureyrí:
Ljósgjafinn Húsavik: öryggi Þórshöfn: Noröurraf Neskaupstaöur. Rafalda Reyöarfjörður:
Rafvélaverkst. Árna E. - Egilsstaðir. Sveinn Guðmundsson ■ Breiðdalsvik: Stefán N. Stefánsson ■ Höfn I
Hornafiröl: Kristall ■ Vestmannaeyjar Tréverk • Hvolsvöllur Kaupfélag Rangæinga Selfoss: Árvlrkinn
Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarss. • Keflavik: Ljósboginn • Hafnarfjöröur Rafbúð Skúla, Álfaskeiöi
SMITH &
NORLAND
Nóatúni 4 • Sími 628300