Morgunblaðið - 08.12.1994, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 08.12.1994, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 53 MIMIMIIMGAR RASMUS A. RASMUSSEN + Rasmus Andreas Rasmus- sen fæddist í Sörlafirði í Færeyjum 13. ágúst 1927. Hann lést á Landspítalanum 12. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 18. nóvember. MEÐ nokkrum fátæklegum orðum langar mig að kveðja góðan vin og starfsfélaga, Rasmus Andreas Ras- mussen. Rasmus var hávaxinn og þrekinn og stórglæsilegur í útliti. Það var árið 1958, er ég var skipstjóri á Jóni Þoríákssyni, að Rasmus réð sig sem háseta í skip- rúm til mín, en varð strax netamað- ur og mjög fljótlega bátsmaður, enda var hann frábær sjómaður og kunni allt til verka, sem þurfti til á togara. Haustið 1963 fór ég í land og þá skildu leiðir okkar í nokkur ár. Árið 1973 fór Rasmus að vinna í landi og réð sig á víra- verkstæði BÚR, sem síðar varð Grandi hf. Rasmus starfaði við víra- verkstæðið til dauðadágs. Ég var svo lánsamur að starfa við hlið hans í um það bil 30 ár. Starfið á víraverkstæðinu fólst í svokölluðum vírasplæsingum. Starfið er gífurlega erfitt líkamlega og ekki á færi nema hraustustu manna. Sumir myndu e.t.v. segja ungra og hraustra manna. En Ras- mus þjónaði togaraflota Granda með alla víra að heitið getur án nokkurrar aðstoðar. Rasmus var bæði greindur og vel lesinn. Þá kunni hann manna best að segja frá, hvort sem það voru atvik frá liðinni ævi eða eitthvað af þeim mikla fróðleik sem hann bjó yfir. Rasmus talaði mjög vel fjögur tungumál sem var og er frekar óvanalegt fyrir mann með stutta skólagöngu. Rasmus var heiðarlegur og heil- steyptur og traustari vin var ekki hægt að eiga. Honum varð aldrei misdægurt, vantaði aldrei í vinnu og það var hægt að treysta vinnu hans eins og sjálfsögðum hlut. Þess vegna kom andlát hans meira á óvart en ella. Þó taldi ég mig sjá einhveijar breytingar á heilsu hans undanfama mánuði, þótt það kæmi ekki niður á vinnunni. Einn daginn færði ég þetta í tal við hann. Ras- mus svaraði með því að líklega væri elli kerling að heimsækja hann og þar með var það útrætt. Rasmus gerði alla hluti bæði fljótt og vel og segja má að andlát hans hafi verið táknrænt fyrir hans lífsstíl. Veikist á fimmtudegi, látinn á laug- ardegi að undangengnum rann- sóknum og aðgerð. Fyrir 12 árum kynntist Rasmus Jóhönnu Jóhannesdóttur og hófu þau sambúð eftir tiltölulega stutt kynni. Jóhanna hafði þá verið ekkja í tíu ár eftir að eiginmaður hennar lést mjög sviplega af slysförum. Jóhanna var því ein með sex böm þegar Rasmus kom til sögunnar. Árin með Jóhönnu og hennar fjöl- skyldu voru bestu árin í lífi Rasmus- ar. Hann hafði ósjaldan orð á því hvað hún og hennar fjölskylda væru samhent og innileg. Ég veit líka að Rasmus var í miklum metum hjá Jóhönnu, börnum hennar og barnabörnum. Rasmus átti son í Færeyjum sem nú saknar föður síns sárt, ekki síð- ur en Jóhanna og hennar fjölskylda. Við tvinnufélagarnir í Bakka- skemmunni söknum hans sárt. Ég votta Jóhönnu og hennar fjöl- skyldu ásamt syni Rasmusar í Fær- eyjum mína dýpstu samúð. Enn- fremur fá systir hans í Færeyjum og bróðir í' Danmörku samúðar- kveðjur. Sigurður Á. Kristjánsson. Sjábu hlutina í víbara samhengi! -kjarni málsins! 11. desemberkl. 16:30 BJARTMAR GUÐLAUGSSON BJÖRGVIN HALLDÓRSSON BJÖRN JÖRUNDUR BUBBI MORTHENS DANCIN MANIA EGILL ÓLAFSSON HÖRÐUR TORFASON KÓR ÖLDUTÚNSSKÓLA PLÁHNETAN SCOPE OG SVALA BJÖRGVINS SSSÓL TRÍÓ ÓLAFS STEPHENSEN VINIRVORS &BLÓMA tónleikar SKÍFUNNAR askolabioi Blab allra landsmanna! Biovaunbiahib -kjarmmálsins! RAD AUGL YSINGAR Leikskólakennarar Tálknafjarðarhreppur óskar að ráða leik- skólakennara að leikskólanum Vindheimum frá og með 1. janúar 1995. Um hálfa stöðu er að ræða - vinnutími eftir hádegi. Laun skv. samningum Launanefndar sveitar- félaga. Nánari upplýsingar veita sveitarstjóri í síma (94) 2539 og formaður leikskólanefndar í síma (94) 2694. Umsóknarfrestur er til 23. desember nk. Sveitarstjóri. Tálknafjarðarhreppur auglýsir Þeim einstaklingum, sem hyggjast sækja um húsaleigubætur fyrir árið 1995, er bent á, að umsóknir þeirra þurfa að hafa borist sveitar- skrifstofu fyrir 23. desember nk., ef bætur eiga að koma til útborgunar í janúar 1995. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, þar sem nánari upplýs- ingar eru veittar. Sveitarstjóri. ^pP^| Garðabær Auglýsing um tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Eskiholt 23 Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Garða- bæjar og skipulagsstjóra ríkisins og með vísan til gr. 4.4.1. í skipulagsreglugerð nr. 318/1985 er hér með lýst eftir athugasemd- um við tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Eskiholt 23. Breytingin felst í því, að heimilað er að skipta einbýlishúsi í tvær aðskildar íbúðir, sem hvor um sig er sérstök eign. Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofunum í Garðabæ, Sveinatungu við Vífilsstaðaveg, frá 9. desember 1994 til 6. janúar 1995 á skrifstofutíma alla virka daga. Athugasemdum við skipulagstillöguna skal skila til undirritaðs fyrir 20. janúar 1995 og skulu þær vera skriflegar. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan til- skilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Bæjarverkfræðingurirm í Garðabæ. Félag matreiðslumanna Fundarboð Almennur félagsfundur verður haldinn í Þara- bakka 3 þriðjudaginn 13. desember kl. 15.00. Dagskrá: 1. Úrsögn Félags matreiðslumanna úr Þjónustusambandi íslands. 2. Kjaramál. 3. Framtíð Lífeyrissjóðs matreiðslumanna. 4. Önnur mál. Stjórnin. Aðalfundur Landsmála- félagsins Varðar Boðað er til aðalfundar Landsmálafélagsins Varðar í Valhöll v/Háaleitisbraut í kvöld, fimmtudagskvöldið 8. desember, kl. 20.30. Dagskrá fundarins er samkvæmt lögum félagsins. Aðalræðu kvöldsins flytur dr. Hannes H. Gissurarson, lektor. Fundurinn er opinn öllu sjálfstæðisfólki. Stjórn Landsmálafélagsins Varðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.