Morgunblaðið - 08.12.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.12.1994, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Könnun Félags einstæðra foreldra á framfærslu barna Kostnaður a bam 386-550 þúsund á ári KOSTNAÐUR af framfærslu eins barns í heilt ár er á bilinu 386 þúsund krónur og upp í tæp 550 þúsund krónur eftir aldri barnsins, samkvæmt könnun sem Félag ein- stæðra foreldra framkvæmdi með- al félagsmanna sinna á árinu 1991. Tölurnar eru framreiknaðar til verðlags í dag. Kostnaður vex með aldri Samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar er minnstur kostnaður samfara framfærslu bams undir fimm ára aldri, en hann vex sam- fara aldri barnsins og er hæstur í aldursflokknum 13-15 ára. Kostn- aðurinn framreiknaður til meðal- verðlags í ár er 386 þúsund í yngsta aldurshópnum, 391 þúsund í aldursflokknum 6-9 ára, 434 þús- und í aldursflokknum 10-12 ára og hæstur 549 þúsund í aldurs- flokknum 13-15 ára. Könnunin var þannig fram- kvæmd að félagar í Félagi ein- stæðra foreldra héldu saman kostnaði við framfærslu barna sinna á árinu 1991 og eru þær tölur sem birtar eru hér til hliðar meðaltal niðurstaðna af kostnaði af einstökum liðum framfærslunn- ar. Sem dæmi má taka að meðal- talskostnaður vegna fatnaðar barna á aldrinuin 6-9 ára reyndist vera tæp 95 þúsund á verðlagi ársins 1994 eða tæpar 8 þúsund krónur á mánuði. Svo annað dæmi sé tekið þá telst kostnaður vegna matar- og hreinlætisvara 10-12 ára gamals barns vera 185 þúsund krónur á ári eða tæplega 15.500 krónur á mánuði. Þá telst framreiknaður kostnaður vegna gæslu 1-5 ára gamals barns vera 126 þúsund krónur á ári eða 10.500 krónur á mánuði. Ekkert opinbert yfirlit til Samkvæmt upplýsingum Hag- stofu íslands er ekkert opinbert yfirliti til sem sérstaklega tekur til kostnaðar vegna framfærslu barna. Sú neyslukönnun sem ligg- ur útgjöldum vísitölufjölskyldunn- ar til grundvallar er miðuð við heildarneyslu meðaltalsfjölskyldu sem telst vera 3,63 einstaklingar. Síðasta neyslukönnun sem gerð var vegna framfærsluvísitölunnar var framkvæmd 1990. Þá reyndust útgjöld vísitölufjölskyldunnar á heilu ári vera 2,4 milljónir króna á þágildandi verðlagi eða sem svar- ar til 2.740.000 króna í dag. Meðaltal 1991 framreiknaðtil 1994 1-5 ára 6-9 ára 10-12 ára 13-15 ára Greitt f. gæslu 125.922 90.299 Matar- og hreinlætisvörur 78.032 150.694 Fatnaður 126:603 94.666 Ferðakostnaður 10.176 7.289 Læknis- og lyfjakostnaður 11.541 4.572 Tónlistar- og dansskóli, íþróttir 3.403 12.182 Skólagjöld, bækur, skólatöskur 4.824 Skemmtanir 0g vasapeningar 4.877 18.120 Klipping 2.837 2.354 Kerra - vagn - hjól 17.911 2.819 Hókus pókus stóll - bílstóll 1.640 Myndataka 1.397 1.690 Gleraugu 1.685 1.850 386.024 391.360 Matar- og hreinlætisvörur 185.125 206.462 Fatnaður 113.542 130.956 Ferðakostnaður 16.245 24.023 Læknis- og lyfjakostnaður 12.923 19.187 Tónlistar- og dansskóli + íþróttir 30.973 38.247 Skólagj., bækur, skólatöskur o.fl. 20.606 21.984 Skemmtanir og vasapeningar 26.068 47.411 Klipping 3.753 3.812 Reiðhjól og varahlutir 3.665 4.726 Skíðaútbúnaður/skíði/skautar 7.077 5.721 Rúm o.fl. húsgögn í herbergið 3.205 8.135 Gleraugu 3.008 4.033 Tannrétting 7.587 34.502 433.777 549.199 Innifalið í fatnaði er allur úti- og innifatnaður, blei- ur o.þ.h., skór og stígvél, rúmfatnaður, sængur og koddar. Ekki reiknað með: Kostn. v. íbúðarhúsnæðis, raf- magns, hita, síma og fjölmiðla. Innifalið í fatnaði er allur úti- og innifatnaður, skór og stígvél, rúmfatnaður, sængur og koddar. Ath.: Fermingarkostn. vegna 14 ára barnsins er ekki innifalinn í ofangreindum tölum. Þessar töflur sýna sundurliðaðan kostnað af framfærslu barna í eitt ár í fjórum aldursflokkum sam- kvæmt könnun sem Félag einstæðra foreldra framkvæmdi á árinu 1991. Tölurnar hafa verið fram- reiknaðar miðað við verðlag í ár. Röð frambjóðenda Atkvæði 1. 2. Samt. 1.-2. 3. Samt. 1.-3. 4. Alls 1.-4. 1. Gunnlaugur Sigmundss. 454 128 582 70 652 48 700 2. Pétur Bjarnason 350 199 549 135 684 85 769 3. Anna Jensdóttir 33 314 347 205 552 165 717 4. Anna M. Valgeirsdóttir 18 150 168 222 390 191 581 5. Sigmar B. Hauksson 372 6. Guðmundur Hagalínss. 333 7. Sigurður Kristjánss. 316 8. Sveinn Bernódusson 302 9. Ragnar Guðmundsson 202 Gunnlaugur M. Sigmundsson efstur hjá Framsókn á Vestfjörðum Þreyttur á vinnu í bakvarðasveitinni GUNNLAUGUR M. Sigmundsson, framkvæmdastjóri Kögunar hf. í Reykjavík, áður lengi fram- kvæmdastjóri Þróunarfélags ís- lands, varð efstur í prófkjöri fram- sóknarmanna á Vestfjörðum. Pétur Bjamason, fræðslustjóri á Isafirði og varaþingmaður, stefndi einnig að efsta sætinu en varð annar. Próf- kjörið fór fram um helgina en ekki var hægt að telja atkvæðin fyrr en í fyrrakvöld vegna ófærðar. Alls tóku 1.119 þátt og voru 1.073 atkvæði gild. Níu buðu sig fram og var kosið um skipan fjög- urra efstu sætanna. Úrslitin eru birt í töflunni að ofan. Var búinn að lesa stöðuna svona Gunnlaugur M. Sigmundsson segist vera ánægður með niður- stöðu prófkjörsins. Hún hefði ekki komið sér á óvart því hann hafi verið búinn að lesa stöðuna svona fyrir nokkru. Hann var við störf úti í Bandaríkjunum fyrir sex vikum þegar framboðið kom til tals, flaug heim til að kanna málið og skellti sér í baráttuna. „Ég er vanur því að vinna skipulega í viðskiptalífinu og tók þessa baráttu með sama hætti með hjálp góðra manna.“ Gunnlaugur er fæddur og uppal- inn í Reykjavík en foreldrar hans og eiginkona eru Vestfirðingar. Hann hefur unnið með framsóknar- mönnum í Reykjavík en ekki tekið Gunnlaugur Pétur opinberlega þátt í stjórnmálum. „Ég ákvað að prófa þetta þegar ljóst var að þetta sæti var laust. Ég hef gam- an af að vera innan um fólk og þar sem hlutirnir eru að gerast og hef lengi haft skoðanir á þjóðmálum. Þá má segja að ég sé orðinn þreytt- ur á því að vinna í bakvarðasveit- inni,“ segir Gunnlaugur um ástæður þess að hann fór í prófkjörið. Andvaraleysi Pétur Bjarnason segist ekki þekkja ástæður þess að hann náði ekki markmiði sínu í prófkjörinu. Hann segir að niðurstaðan sé skýr og sýni að menn hafi trúlega viljað breyta til. Þá segist hann velta því fyrir sér hvort hann og stuðnings- menn hans hafi verið með ákveðið andvaraleysi í prófkjörsbaráttunni, hafi talið stöðu hans klára. Pétur vill ekkert segja um það hvort hann setjist í annað sætið, hann muni athuga sinn gang í ró- legheitum. Fj ór ða j afntefli Islands í röð Reuter KASPAROV heimsmeistari í þungum þönkum á Ólympíumótinu. Hann sigraði glæsilega í gær. 17. - Bg4!? 18. hxg4 - Rxg4+ 19. Khl - Rf2+ 20. Hxf2 - Bxf2 SKAK ÍSLENDINGAR tefldu við Úkraínu- menn í 7. umferð á Ólympíuskák- mótinu í Moskvu í gær. Aðallið Is- lands tefldi, enda eru andstæðing- arnir í öðru sæti þátttökusveita, ef miðað er við alþjóðleg skákstig. Viöureigninni lauk með jafntefli, 2-2, og erþetta fjórða umferðin í röð sem Island gerir jafntefli. JÓHANN Hjartþrson hafði svart gegn ívantsjúk. Úkraínumaðurinn náði sókn í spænskum leik, sem Jóhann réð ekki við. Hannes Hlífar Stefánsson hafði hvítt gegn Mal- anjúk. Hannes fékk rýmri stöðu, en andstæðingurinn tefldi stíft til jafnteflis og náði því. Margeir Pét- ursson hafði svart gegn Rómanis- hin og lenti í erfiðri vörn. Honum tókst þó að snúa taflinu sér í vil, en andstæðingurinn mátti þakka fyrir að ná jafntefli á þvingaðan hátt. Jón L. Arnason /ékk Onisjúk sem andstæðing, en Úkraínumenn höfðu tilkynnt Frolov fyrir umferð- ina. Jón mótmælti að sjálfsögðu og mikil rekistefna upphófst, sem endaði með því að Jón settist að tafli með mótmæli á vör. Byrjunin var enskur leikur, og Jón vann í fjörugri skák. Önnur úrslit voru þessi helst í sjöundu umferð: Bosnía, Herzegovína - Holland, 2'h-V/r, Rússland II - Litháen, 2V2-V2; Spánn - Búlgaría, 2-2; Kína - fyrrum lýðv. Júgóslavíu og Svartfjallalands, 1-3; Eistland - Argentína, 3—1; Ungveijaland - England, 2—2; Rússland I - Frakk- land, 3'/2—V2; Lettland - ísrael, 2-2. Rússarnir vakna til lífsins Aðallið Rússa vaknaði til lífsins í þessari umferð, drifið áfram af glæsilegum sigri Kasparovs yfír Lautier. Eftir sjö umferðir eru að- eins tvær sveitir eftir, sem ekki hafa tapað, en það eru ungliða- sveit Rússa og íslendingar. Staða efstu sveita eftir 7. um- ferð: 1. Rússland II (unglingalið), 19'/2 v. ; 2.-6. Rússland I, Bosnía- Herzegovína, Eistland, Armenía og fyrrum lýðveldi Júgóslavíu og Svartfjallalands, 19 vinningar hver sveit; 7.-9. Holland, Búlgaría og Filippseyjar með I8V2 vinning hver þjóð; 10.-15. ísland, Úkraína, Spánn, Litháen, Þýskaland og Sló- vakía með 18 vinninga hver sveit. Með 17'A vinning eru m. a. ísrael, Ungveijaland, England og Lett- land. Sigurskák Jóns Við skulum nú sjá sigurskák Jóns L. Ámasonar gegn hinum óvænta andstæðingi, sem hann fékk í gær. Hvítt: Jón L. Árnason Svart: Onisjúk Enskur leikur 1. c4 - e5 2. Rc3 - Bb4 3. g3 - Rf6 4. Bg2 - 0-0 5. e4 - a5 6. Rge2 - d6 7. 0-0 - Rc6 8. h3 - Bc5 9. Kh2 - Rd4 10. Rxd4 - Bxd4 11. Re2 - Bb6 12. f4 - exf4 13. Rxf4 - He8 14. d3 - c6 15. Hbl - Be6 16. b3-------- Baráttan hefur staðið um yfirráð á miðborðinu. Hvítur reynir að leika d3-d4 og svartur hefur varist með öllum tiltækum ráðum. 16. ----Bd4!? Svartur leggur nú út í ævintýri, því að honum líkar þær þrengingar, sem biðu hans, eftir 17. d4. Hann getur ekki leikið 16.-----d5 17. cxd5 - cxd5 18. e5 -7 Rd7 19. d4 o.s.frv. 17. Re2 - - 21. Bf3 - - Ekki 21. d4 — Bxg3 22. Rxg3 - Dh4+ o.s.frv. 21. - - Db6 22. Kg2 - Be3 23. Bb2 - Dc5 24. Dc2 - He6 25. Hhl — Hh6 26. Hxh6 - Bxh6 27. d4 — Db6 28. Ba3 — Dc7 29. Rc3 - b5?! Svartur á erfitt um vik, því að hvít- ur hótar m. a. 29. Ra4 ásamt c5. Eftir leikinn í skákinni verða svörtu peðin á dottningarvæng veik og hvíti riddarinn leggur undir sig d5-reitinn. 30. cxb5 — cxb5 31. Dd3 — b4 32. Rd5 - Dd8 33. Bb2 - Hc8 34. Be2 - De8 35. Rb6 - Hd8 36. d5- Jón herðir tökin með markvissri taflmennsku. Nú er hótunin að sækja að svörtu peðunum á drottningarvæng með Rc4, B-d4- b6. Svartur getur ekkert við þessu gert, því að bisk- upinn hans er lokaður úti á h6, og ekki gengur 36. - g6? 37. Dd4! o.s.frv. 36.-----Bg5 37. Bd4 - De7 38. Rc4 - Dd7 39. Bb6 - Hb8 40. Bxa5 — Da7 41. e5 - Hb5 Eftir 41.----dxe5 42. d6 — Bb8 43. Bxd8 — Dxa2+ 44. Kh3 — Hxd8 45. Rxe5 ræður svartur ekki við fjölmargar hótanir hvíts, t. d. 45. - — Db2 46. Dd5 — Hf8 47. Rxf7! Df6 (47.-----Hxf7 48. d7) 48. Rg5+ - Kh8 49. d7 - h6 50. d8D — Hxf8 51. Dxd8+ — Dxd8 52. Rf7+ 0. s. frv. 42. Df5 — h6 43. e6 — De7 44. Bd3 — fxe6 45. Dh7+ — Kf8 46. Bg6 og svartur gafst upp, því að hann verður mát eftir 46.---Dd7 (46.----Df6 47. Dh8+ - Ke7 48. De8+ mát) 47. Dh8+ - Ke7 48. Dxg7+ mát. Bragi Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.