Morgunblaðið - 08.12.1994, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Álit áfrýjunarnefndar samkeppnismála
Samkeppnislög taka til
heilbrigðisþj ónustu
ÁFRÝJUNARNEFND samkeppn-
ismála telur að samkeppnislög taki
til atvinnustarfsemi á sviði heil-
brigðisþjónustu, þ.á m. varðandi
endurgjald fyrir læknaþjónustu. Af
þeim sökum skuli samkeppnisráð
fá aðgang að öllum nauðsynlegum
gögnum til könnunar og rannsókn-
ar vegna erindis um samkeppnis-
stöðu sjálfstætt starfandi sérfræð-
inga.
Samkeppnisráð óskaði eftir sjón-
armiðum og umsögn heilbrigðis-
ráðuneytis vegna erindis sjálfstætt
starfandi sérfræðinga um ójafna
samkeppnisstöðu. Ráðuneytið svar-
aði fyrirspurn ráðsins á þann veg
að heilbrigðisþjónusta og rekstur
sjúkrahúsa heyrði ekki undir sam-
keppnislög. Málinu var vísað til
áfrýjunarnefndar samkeþpnis-
stofnunar og hefur hún nú skilað
niðurstöðu.
Orðalag veitir ekki svigrúm
Áfiýjunarnefndin vitnar til
l.mgr. 2. gr. samkeppnislaga nr.
8/1993 um að Jögin taki til hvers
konar atvinnustarfsemi án tillits til
þess hvort hún sé rekin af einstakl-
ingum, félögum, opinberum aðilum
eða öðrum. „Þótt ummæli í greinar-
gerð, með frumvarpi til sam-
keppnislaga, gefi til kynna að opin-
ber þjónusta, svo sem heilbrigðis-
þjónusta, eigi ekki undir lögin,
verður að telja að skýrt orðalag
ákvæðisins gefi ekki svigrúm til
að ætla að þessi þjónusta sé undan-
skilin. Almennt verður því að telja
að atvinnustarfsemi á sviði heil-
brigðisþjónustu skuli lúta ákvæðum
samkeppnislaga þegar svo ber við,“
segir í niðurstöðu nefndarinnar.
Hún tekur fram að í sérlögum
sé að finna ýmis ákvæði er lúti að
læknum, störfum þeirra og greiðslu
fyrir læknisþjónustu, sem takmarki
eða kunni að takmarka samkeppni
innan starfsgreinarinnar. Slík sér-
lög gengju framar ákvæðum sam-
keppnislaga ef þessar réttarheim-
ildir hefðu að geyma ósamrýman-
leg ákvæði.
Fái aðgang að gögnum
Nefndin telur að þar sem sam-
keppnislög taki til atvinnustarfsemi
á sviði heilbrigðisþjónustu, þ.á m.
varðandi endurgjald fyrir lækna-
þjónustu, sé rétt að samkeppnisráð
fái aðgang að öllum nauðsynlegum
gögnum til könnunar og rannsókn-
ar á umræddu máli.
Skatthlutfall kísil-
gúrverksmiðju lækkar
IÐNAÐARRÁÐHERRA kynnti
frumvarp til laga um breytingu á
lögum um kísilgúrverksmiðju við
Mývatn á fundi ríkisstjórnarinnar
í fyrradag. Meginbreytingin felst í
að skatthlutfall, sem er bundið í
lögunum, verði lækkað úr 45% í
36%.
Samkvæmt upplýsingum iðnað-
arráðuneytisins er þessi breyting
til samræmis við almennar breyt-
ingar á skattlagningu hlutafélaga
og nær til Kísiliðjunnar sjálfrar,
þ.e. framleiðslufélagsins, og sölu-
félags verksmiðjunnar.
Arður í sjóð í stað skatta
Þá er einnig í frumvarpinu ákvæði
um breyttan tekjustofn sjóðs, sem
komið var á fót í tengslum við
endurútgáfu námaleyfis á síðasta
ári. Sjóðurinn hefur það hlutverk
að kosta undirbúning aðgerða til
þess að efla atvinnulíf í þeim sveit-
arfélögum, sem nú eiga verulegra
hagsmuna að gæta vegna starfsemi
framleiðslufélagsins. Til sjóðsins
hefur runnið hluti námagjalds, sem
Kísiliðjan greiðir til ríkisins, en
breytingin felst í því að til sjóðsins
geti runnið allt að 20% af tekjum
ríkisins sem eiganda, þ.e. arð-
greiðslur, en ekki skatttekjur.
Hvatningarverðlaun Rannsóknarráðs
Hvatning til að
flylja rannsókn-
irnar aftur heim
Reynir Arngrímsson
MÉR ER mikill heið-
ur að verðlaunun-
um og lít svo á að
í þeim felist tvöföld hvatn-
ing. Hvatning til að halda
áfram rannsóknum mínum
og ekki síður hvatning til
að flytja þær aftur hingað
heim. Verðlaunaféð, 1,8
milljónir króna, ætti að auð-
velda mér það,“ segir Reyn-
ir Arngrímsson sérfræðing-
ur í læknisfræðilegri erfða-
fræði og handhafí Hvatn-
ingarverðlauna Rannsókn-
arráðs íslands árið 1994.
Reynir hlýtur verðlaunin
fyrir brautryðjandastarf í
rannsóknum á svokallaðri
meðgöngueitrun. „Þrátt
fyrir að vandamálið sé al-
gengt meðal þungaðra
kvenna hefur reynst erfitt
að komast að því hvað hér
er á seyði. Því ákváðum við að
fara nokkuð aðra leið en farin
hefur verið í rannsóknum hingað
til og nýta okkur að oft er um fjöl-
skyldusögu að ræða. Við vildum
vita hvað ylli meiri áhættu í sér-
stökum fjölskyldum. Hvort um ein-
hveija sameiginlega umhverfis-
eða erfðaþætti væri að ræða.
Fyrstu rannsóknirnar bentu ein-
dregið til að erfðaþættir gætu
skipt einhveiju máli. Én hins vegar
vissum við ekkert um eðli þeirra.
Næsta skref var því að fara svip-
aða leið og farin er við kortlagn-
ingu á erfðamengi mannsins til
að Ieita að erfðaþáttum eða genum
sem gætu stjómað blóðþrýstingi
eða gætu, ef eitthvað færi úrskeið-
is, valdið meðgöngueitrun. Að
þessu erum við að vinna í dag,“
sagði Reynir.
„Sérstaða rannsóknanna á al-
þjóðavísu felst ekki síst í því að
við erum með þeim fyrstu til að
leita að erfðavísum vegna tiltölu-
lega algengs vandamáls. Flestir
erfðasjúkdómar eru afskaplega
sjaldgæfir. Maður finnur kannski
einn erfðasjúkdóm í einni fjöl-
skyldu. Síðan er leitað að því eina
geni sem veldur sjúkdómnum. Við
erum hins vegar að leita að erfða-
vísum sem geta valdið tiltölulega
algengu vandamáli. Hver erfðavís-
ir hefur tiltölulega lítil áhrif en
samspil þeirra getur valdið því að
sjúkdómurinn komi fram.“
- Hvað er rannsóknin viðamik-
il?
„Að rannsókninni vinnur stór
hópur lækna og vísindamanna.
Hér á íslandi hafa Gunnlaugur
Snædal, prófessor og fyrrverandi
forstöðumaður kvennadeildarinn-
ar, og eftirmaður hans, Reynir
Tómas Geirsson, starfað með okk-
ur ásamt Hólmgeiri Björnssyni,
tölfræðingi á Rann-
sóknastofnun landbún-
aðarins. Hjartavernd
hefur líka tengst verk-
efninu. Ég nefni sér-
staklega læknana Lilju
Jónsdóttur og Nikulás Sigfússon
og Ásdísi Baldursdóttur líffræð-
ing. Ég er svo með sérstakan rann-
sóknarhóp úti í Glasgow og þar
fer úrvinnslan að mestu leyti fram.
Við höfum verið í samvinnu við
franskan rannsóknarhóp, sem
fann erfðavísi fyrir hækkuðum
blóðþrýstingi, og annan í Ástral-
íu,“ sagði Reynir og bætti við að
unnið væri með sýni úr 400 til 500
einstaklingum um þessar mundir.
„Við höfum sýnt fram á að mikl-
ar líkur eru á því að erfðavísar í
samspili við einhverja utanaðkom-
andi þætti geti aukið líkur á með-
göngueitrun. Síðan höfum við
fundið svæði á litningi númer eitt
►Reynir Arngrímsson er fædd-
ur 24. janúar árið 1959 og ólst
upp á Ólafsfirði. Reynir lauk
stúdentsprófi frá MA árið 1979
og lokaprófi úr læknadeild Há-
skóla íslands árið 1986. Hann
var aðstoðarlæknir á Akureyri
veturinn 1986 til 1987 og starf-
aði á kvennadeild Landspítalans
til 1990. Síðustu fjögur ár hefur
Reynir starfað á erfðafræði-
deild Duncan-Guthrie Institute
of Medical Genetics við
Glasgow-háskóla. Hann vinnur
við erfðarannsóknir, erfðaráð-
gjöf og greiningu erfðasjúk-
dóma á deildinni. Reynir er
kvæntur Þorbjörgu Hólmgeirs-
dóttur, mannvirkjajarðfræð-
ingi, og eiga þau tvo syni.
sem mjög líklega tengist vanda-
málinu. En við eigum eftir að gera
frekari rannsók'nir til að staðfesta
það. Við þurfum að greina á milli
að minnsta kosti tveggja gena og
erum að því núna.“
- Hvernig miðar rannsókninni?
„Ég get trúað því að rannsókn-
in taki á bilinu fimm til tíu ár til
viðbótar. Við þurfum hins vegar
að skila af okkur einum áfanga,
þ.e. að greina erfðavísinn á litn-
ingi eitt, innan tveggja ára. Við
erum svo að undirbúa næsta skref
sem felst í því að leita kerfisbund-
ið á öllum litningum samtímis að
öðrum erfðaþáttum. Með áfram-
haldandi fjármagni væri hægt að
ljúka þeim áfanga á þremur til
fjórum árum.“
- Hvað er meðgöngueitrun ai-
geng og hverjar eru hugsanlegar
afleiðingar hennar?
„Reynslan hefur sýnt að 2-4%
kvenna fá meðgöngueitrun. Sú
tala þýðir á bilinu 40 til 50 íslensk-
ar konur á ári. Fyrsta
einkenni meðgöngu-
eitrunar er hækkandi
bióðþrýstingur. Því
erum við með mæðra-
eftirlit og fáum allar
konur í blóðþrýstingsmælingar.
Þegar blóðþrýstingurinn hefur ver-
ið hár í einhvern tíma virðast æðar-
þelsfrumur skemmast og þá koma
fram einkenni eins og eggjahvíta
í þvagi. Síðan geta konurnar feng-
ið krampa sem ber vott um að
einhveija ertingu í æðunum upp í
heila. I verstu tilfellum getur það
leitt til heilablæðingar. Sama getur
gerst í æðum til fylgjunnar sem
leiðir til minnkandi blóðflæðis til
fóstursins. Fóstrið getur orðið van-
nært og jafnvel dáið. Með nútíma
sónartækni er hins vegar hægt að
fylgjast vel með þessum fóstrum
og koma af stað fæðingu áður en
hættuástand myndast.“
40 til 50 konur
fá meðgöngu-
eitrun á ári