Morgunblaðið - 08.12.1994, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994
AÐSEIMDAR GREIIVIAR
MORGUNBLAÐIÐ
Hvers virði er
Háskóli íslands?
FRAMLAG ríkisins til Háskóla
íslands hefur farið minnkandi nú
um nokkurra ára skeið ef miðað
er við þá kennslu sem þar er innt
af hendi, þrátt fyrir að sífellt séu
gerðar meiri kröfur til skólans um
betri kennslu, meiri
rannsóknir og nánari
tengsl við þjóðlífið. Ég
tel að of nálægt skól-
anum sé gengið í að-
haldsaðgerðum og það
sé langt frá því að hann
geti sinnt mikilvægum
skyldum sínum af þeim
þrótti og þeirri reisn
sem honum ber.
II
Einn vandi Háskóla
íslands er hve skyldur
hans éru margvíslegar.
Hann á að mennta
starfsfólk fyrir flestar
atvinnugreinar þjóðar-
innar og útskrifar á hveiju ári um
sjö hundruð manns með háskóla-
próf. Þar að auki á hann að búa
margt af þessu fólki undir fram-
haldsnám með því að veita því
fræðilega menntun. Háskólinn á
einnig að vera vísindastofnun og
starfsfóiki hans er ætlað að vera
fullgildir þátttakendur í alþjóðlegu
vísindastarfí. Hann á einnig að
sinna rannsóknum sem sérstaklega
tengjast íslensku þjóðlífí. Vandinn
er sá að skólinn má ekki velja ein-
hver þessara verkefna og ákveða
að gegna sumum skyldum sínum
og öðrum ekki. Eðli málsins sam-
kvæmt verður hann að rækja þær
allar til Jiess að verðskulda heitið
Háskóli Islands. En til þess verður
hann að hafa raunverulegt fjár-
hagslegt sjálfstæði, en það hefur
hann aðeins að nafninu til.
III
Tengsl Háskólans við þjóðlífið
eru mjög sterk. Pjölmargir kennar-
ar vinna verkefni utan veggja skól-
ans og margar stofnanir hans vinna
verk af ýmsum toga víðs vegar að
úr þjóðlífinu. í skólanum eru marg-
ir stundakennarar, sem hafa sitt
aðalstarf utan hans. Þar við bætist
að í mörgum lokaverkefnum nem-
enda er verið að glíma við viðfangs-
efni sem eiga rætur utan skólans.
Sumum kann jafnvel að finnast nóg
um hve samofínn skólinn er þjóðlífi
okkar. Hvað sem um það sjónarmið
má segja þá er vandi skólans frekar
en ekki sá að hann er of nátengdur
vandamálum líðandi stundar og
uppfyllir ekki framvarðarskyldur
sínar. Háskóli á ekki að vera í takt
við tímann, heidur að minnsta kosti
hálfum takti á undan, en til þess
verður hann að hafa visst fjárhags-
legt svigrúm sem Háskóli íslands
hefur alls ekki eins og sakir standa.
IV
Nemendum við Háskóla íslands
fjölgar stöðugt og þeir sinna nám-
inu af meiri festu en fyrr. Álag á
skólann hefur því aukist meira en
ljöldi nemenda segir til
um. En aukið áiag
mælist ekki aðeins í
fjöldatölum því
ákveðnari kröfur um
betri menntun berast
úr mörgum áttum: frá
nemendum, frá þeim
sem taka við nemend-
um skólans og frá
kennurum sem miða
starf sitt við erlenda
háskóla. Innan skólans
er nokkuð góð sam-
staða um að rannsókn-
ir og kennsla verði að
haldast miklu betur í
hendur en nú er svo
hægt sé að bæta
menntunina. En Háskóli íslands
hefur ekki íjárhagslega getu til
þess að svara þessum kröfum eins
og mál standa nú.
Skólar hafa þá sérstöðu,
segir Jón Torfi Jónas-
son, að tímabundinn
fjárskort er ekki hægt
að bæta upp síðar.
íslensk ungmenni vilja afla sér
menntunar, þjóðin þarfnast hennar
og við höfum alla faglega burði til
að veita hana hér á landi. Háskóli
Islands hefur hvorki vilja né getu
til þess að vísa fólki frá, né að
fækka námsbrautum, en það leiddi
aðeins til fjölgunar fólks á þeim
brautum sem eftir yrðu og eru þeg-
ar býsna þétt setnar. En miðað við
aðstæður í skólanum eru nemendur
of margir og sumum háskólakenn-
urum finnst þeir vera að bregðast
stórum hópum nemenda sem flæða
í gegnum skólann á hveiju ári og
telja sig vera að veita þeim langtum
lakari menntun heldur en hægt
væri að veita þeim hér. Því miður
hefur Háskólinn ekki fjárhagslegt
bolmagn til þess að bregðast við
þessum vanda.
Forsvarsmenn Háskóla íslands
hafa sýnt fram á hve íjárveitingar
til skólans hafa dregist saman ef
miðað er við þá kennslu sem hann
þarf að inna af hendi, að ekki sé
talað um allar aðrar skyldur skólans
sem hér hafa verið nefndar. Sumir
virðast halda að þetta sé einka-
vandamál Háskóla íslands; það sé.
hans að hagræða, afla sér sértekna
til þess að efla rannsóknir, fækka
kennslustundum, hrúga nemendum
hundruðum saman í stóru bíósalina
í fyrirlestra og dæmatíma, -draga
úr verklegu námi, minnka ailt per-
sónulegt. samband við nemendur,
fækka námsbrautum og setja upp
einhveija varnargarða með því að
takmarka nemendaijölda. En það
er fráleitt að þetta sé einkamál
hans því það er vitanlega eitt alvar-
legasta og mikilvægasta stefnumál
þjóðarinnar hvernig hún heldur á
menntamálum sínum, meðal annars
málefnum Háskóla íslands.
Skólar hafa þá sérstöðu að þar
er ekki hægt að bæta upp síðar
tímabundinn ijárskort. Nemendur
Háskóla ísiands sem ieggja mikið
í sölurnar til þess að treysta þann
faglega grunn, sem þeir ætla að
byggja lífsafkomu sína á, hafa ekki
aðstöðu til þess að bíða eftir því
að ástandið batni. Þeir verða að
láta sér nægja þá menntun sem
þeim býðst hveiju sinni. Það verðum
við hin líka að gera sem ætlumst
til þess að menntun þeirra skili sér
til þjóðfélagsins. En vegna ónógra
fjárveitinga verður Háskóli íslands
að láta sér lynda að bjóða nemend-
um sínum lakari menntun en honum
er sómi að.
V
En skiptir menntun örugglega
máli? Það hefur því miður reynst
heldur erfítt að finna óyggjandi rök
fyrir því að menntun geri gæfumun-
inn á hagsæld eða hamingju þjóð-
ar. En vissulega hníga ótal rök að
því að virkilega góð menntun sé
besta veganestið sem hægt er að
gefa bæði hverjum einstaklingi og
þjóð á óvissutímum. Staðreyndirnar
blasa við og það hefur verið hamrað
svo oft á þeim ályktunum sem af
þeim má draga að þær hafa orðið
næstum máttlausar klisjur. Þjóðfé-
lagið verður flóknara með hveijum
áratugnum, heimurinn skreppur
saman, samkeppni um atvinnu
harðnar bæði innan lands og utan
og sú vitneskja og kunnátta sem
þarf til að spjara sig vex stöðugt.
Við þessu verður að bregðast með
vönduðu uppeldi og skilvirkri og lif-
andi menntun. Menntun er líklega
öruggasta fjárfestingin sem þjóðin
á völ á, hvort sem litið er á hag
heildarinnar eða hvers einstaklings.
Hér áður fyrr biðu menn eftir
betri tíð, en nú viljum við búa hana
til, meðal annars með betri mennt-
un. En eru þeir sem stjórna land-
inu, alþingismenn, ekki sama sinn-
is? Ég beini því til þeirra að þeir
velti því nú fyrir sér hvort ekki
hafi verið of nærri Háskóla íslands
gengið miðað við til hvers er ætlast
af honum og úr því beri að bæta nú.
Höfundur er dósent við Háskóla
íslands.
Jón Torfi Jónasson
EPSON STYLUS 300
Hentugur bleksprautuprentari
fyrir skólafólk. Upplausn 360x360
p.á.t. Sjálfvirkur arkamatari fyrir
100 síðurfylgir.
l/eró o ðeins kr. 21.900,-
ÞÓR HF
ÁPMÚLA 11 - 8ÍMI 881600
Tví- og þrí-
sköttun líf-
eyrisafreiðslu
I
NYLEGA bar á góma, í opinberu
spjalli, að virðingin fyrir ellinni væri
á undanhaldi í þjóðfélaginu. Við
getum verið sammála eða ósammála
þessu, eftir atvikum. En hvað sem
því iíður, geta þeir, sem
komnir eru á efri ár,
verið á einu máli um
það, enda rekið sig á
það illilega, að virð-
ingin fyrir hinum eldri,
— ellilífeyrisþegunum
— er ekki svo mjög í
hávegum höfð innan
veggja hins háa
Alþingis. Þar virðist
virðingin fyrir eilinni
hafa slappast og vera á
undanhaldi, þar sem
þorri þingmanna gerir
lítið í því og lætur það
að mestu óátalið, að
höggvið sé í fátæk-
legan lífeyri eftirlauna-
fólks með tví- og þrísköttun.
II
Hversu oft í ræðu og riti hefur
ekki verið minnt á þessa ósvinnu og
haft á orði að lögleysu þessa þyrfti
að afnema hið fyrsta? En allt hefur
komið fyrir ekki. Þetta hefur verið
líkt því að stökkva vatni á gæs.
Fengið litlar sem engar undirtektir.
Og þó. Fyrir allnokkrum misserum
(1990) reyndi Guðmundur H:
Garðarsson að fá þessu kippt í liðinn
með tillögu á Alþingi, sem hann sat
þá, þar sem lagt var til, að Alþingi
ályktaði að fela þáverandi ráðherra
ijármáía að gera athugun á
skattlegri meðferð lífeyrissparnaðar,
undirbúa nauðsynlegar lagabreyt-
ingar til þess að slíkur sparnaður
njóti ekki lakari kjara en annar
sparnaður í landinu. Hvað hefur
gerst síðan í málinu? Sáralítið eða
jafnvel ekkert. Það er til lítils sóma
þeim, sem síðan, á hinu
háa Alþingi, hafa
hindrað að réttmæt
tillaga næði fram að
ganga. Mikið óþurftar-
verk það — svo að ekki
sé meira sagt.
III
Eitt og annað
óréttlæti reið í garð
með staðgreiðslunni,
m.a. var tvísköttun
lífeyrisgreiðslna tekin
upp, — illu heilli.
Tekjuskattur var lagð-
ur, eftir breytinguna, á
þær tékjur, sem laun-
þegar greiddu í líf-
eyrissjóð — og allar götur síðan
hefur lífeyririnn verið skattlagður
að nýju um leið og hann var greidd-
ur út: Hrein tvísköttun það.
En meira illt hefur átt sér stað í
þessum efnum, því í raun og sann
eru lífeyrisgreiðslur ekki einasta tví-
skattlagðar heldur og einnig þrí-
skattiagðar. Þetta gerist, þegar þær
skerða tekjutryggingu frá Trygg-
ingastofnun ríkisins.
Hvað skyldi nú annars stjórnar-
skráin okkar segja um þetta háttalag
— eða mannréttindadómstóll Sam-
einuðu þjóðanna, væri máli þessu
skotið þangað? Það ætti kannski að
láta reyna á það.
Þorgeir Ibsen
Við „sveitamenn-
irnir“ og* „borgar-
pakk“ Bryndísar
ÞEGAR bílvélar erf-
iða í vitlausUm gír heyr-
ist ventlaglamur og það
er ekki af hinu góða.
Bíistjóri sem ekur með
þeim hætti ætti að
hugsa sinn gang. Bryn-
dís Schram fram-
kvæmdastjóri Kvik-
myndasjóðs er hreint
ágæt en í samtali við
Morgunpóstinn um
heimsókn sína til frjár-
laganefndar fyrir
skömmu fer hún all-
geyst.
„Við fórum og töluð-
um við fjárlaganefnd
um daginn og þetta eru allt sveita-
menn sem er andskotans sama um
þetta borgarpakk sem er að gera
bíómyndir," sagði framkvæmda-
stjórinn.
Þetf a er ekki mjög skynsamlegt
málæði ef framkvæmdastjórinn ætl-
ar sér að vinna til árangurs og erind-
ið sem um ræðir ekki útkljáð. Það
er nefnilega svo að meirihluti fjár-
laganefndar hefur sérstakan áhuga
á að styrkja Kvikmyndasjóð eins og
kostur er þótt vissulega kunni að
vera erfítt um vik þegar barist er
við halla á íjárlögum. Það er einnig
mjög ósmekklegt af framkvæmda-
stjóra Kvikmyndasjóðs að stimpla
bændur og búalið með líkingunni við
„sveitamenn" sem sé alveg sama um
allt sem heitir framþróun og drif-
kraftur í kvikmyndagerð. Fram-
kvæmdastjórinn hefði til dæmis mið-
að við reynsluheim sinn getað kallað
okkur asna en það er óþarfi að draga
sómakæra sveitamenn
inn í umræðuna, þótt
okkur sé mikill heiður
að því að vera kallaðir
sveitamenn. Sá er þetta
ritar hefur reyndar
unnið talsvert að kvik-
myndun og þáttagerð
en það er náttúrlega
ekki nógu fínt fyrir
framkvæmdastjórann
því mest hefur það efni
sem ég hef átt við fjall-
að um náttúru landsins
og fólkið sjálft.
íslenska kvikmynda-
gerð á að styrkja með
fullum krafti því hún
er allt í senn nýsköpun í atvitjnu,
metnaðarfullur þáttur í þágu mark-
aðssetningar á íslandi og því sem
íslenskt er og ekki síst magnaður
tónn í menningu nútímans eins og
Málæðið er ekki skyn-
samlegt, segir Árni
Johnsen, ætli fram-
kvæmdastjórinn sér að
vinna til árangurs.
íslenskir kvikmyndagerðarmenn
hafa sannað. Við skulum vona að
ventlaglamrið í málflutningi Bryn-
dísar verði ekki til þess að skemma
fyrir íslenskum kvikmyndaiðnaði.
Höfundur er þingmaður
Sjúlfstæðisfiokksins á Suðurlandi
og á sæti í fjárlaganefnd Alþingis.
Árni Johnsen