Morgunblaðið - 08.12.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.12.1994, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Verð á matvöru er að meðaltali 5,5% lægra en fyrir ári Miklar sveiflur í verði einstakra matartegiinda 17,7* 18,5* | Verðbreytingar frá nóv. ’93 til nóv. ’94 skv. framfærsluvísitölu 3,1* 3,2* 5 :§ c :■§ 1,0* |o § 2- ■ S cs -5,5* tg> 1,0*1-2* « 0,1* 0,2* u> CO CO co io v-T -0,o% <o -14,5*1 -48,51 VERÐ á matvöru í nóvembermánuði var að meðaltali 5,5% lægra en það var í sama mánuði í fyrra. Þessa lækkun má að verulegu'leyti rekja til lækkunar virðisaukaskatts á matvælum um síðustu áramót, en þó eru breytingar á verði einstakra tegunda matvöru mjög mismun- andi. Þessi lækkun á matvöru hefur valdið tæplega 1% lækkun á fram- færsluvísitölunni, en sá liður í neyslu vísitöluíjölskyldunnar sem hefur hækkað mest frá því í nóvember í fyrra er kostnaður við rekstur eigin bifreiðar. Hann hefur hækkað um 3,2% frá því í fyrra sem hefur hækk- að vísitöluna um 0,5%, en fram- færsluvísitalan í heild er 0,1% lægri nú en hún var í sama mánuði í fyrra. Ef litið er til einstakra breytinga á verði matvöru kemur í ljós að mjöl, gijón, bakaðar vörur og kjöt- vörur hafa lækkað um rúm 5% frá því í nóvember í fyrra. Fiskur hefur hins vegar hækkað um 1,5% á þessu ári og mjólk, ostur, ijómi og egg um 1,0%. Aftur á móti er um veru- lega lækkun að ræða á grænmeti og ávöxtum eða um 11,4% og feit- meti og olíur hafa lækkað um 14,5%. Þá hafa kartöflur og vörur úr þeim lækkað um hvorki meira né minna en 48,5%, en sykur hefur hækkað um 17,7% og kaffi, kakó, te og súkk- ulaði hafa hækkað um 18,5% að meðaltali. Þær matvörur sem þá eru eftir hafa lækkað að meðaltali um 5,2%. Drykkjarvörur í heild hækka um 0,2% frá því í fyrra. Gosdrykkir lækka um 3,2% og bjór um 1,4%, en annað áfengi er 1% hærra en í fyrra og tóbak hefur hækkað um 2,3%. Fataverð óbreytt Verð á fötum og skófatnaði er nánast óbreytt frá því í fyrra, en hækkunin er 0,1%. Hins vegar hafa húsgögn og heimilsbúnaður lækkað um 0,8%. Rafmagn hækkar um 1,1%, húsahitun um 1%, heilsuvernd um 0,4%, símagjöld um 0,1% og kostnaður vegna tómstunda og skóla er talinn hækka um 1,3%. Að lokum hefur húsnæðiskostnaður hækkað um 1% frá því í nóvember í fyrra. Að öllu samanlögðu hefur vísitala vöru og þjónustu lækkað um 0,2% frá því í fyrra og fram- færsluvísitalan um 0,1%. Fram- færsluvísitalan sem gilti í nóvember 1993 var 170,8, en sú vísitala sem gilti í nóvember í ár er 170,7 stig. Björgvin verður fulltrúi íslands í Evrópusöngvakeppninni í fyrsta skipti Finnst spennandi að taka þátt í keppninni „MÉR finnst spennandi að taka þátt í keppninni, en það á enn eftir að finna lagið og jafnframt er óráðið hvort aðeins eitt lag verður valið hér heima, eða hvort áhorfendur geta valið um nokkur lög,“ sagði Björgvin Halldórsson, söngvari, en hann hefur verið valinn til að flytja íslenska lagið í Evrópusöngvakeppninni á næsta ári. Söngvakeppnin verður haldin í Dyflinni þann 13. maí og er það í þriðja skipti í röð sem Irar halda keppnina. Sjónvarpið samdi við Skífuna hf. um að annast undir- búning og framkvæmd á þátttöku íslands í samráði við Sjónvarpið. Að þessu sinni var ákveðið að velja söngvarann og síðan Iagið, í samráði við hann. I frétt frá Sjónvarpinu segir, að það hafi verið samdóma niðurstaða Sjón- varpsins og Skifunnar að velja Björgvin til að flytja lagið. Björg- vin hefur margsinnis tekið þátt í forkeppni Sjónvarpsins fyrir Söngvakeppnina, sem og í alþjóð- legum söngvakeppnuin og segir í fréttinni að það sé álit margra að sum þau lög, sem hann hafi sungið í forkeppninni, hafi Iifað lengur en þau sem valin hafi ver- ið til þátttöku. Fyrirkomulag óráðið „Það liggur enn ekki fyrir til hvaða höfunda við leitum eftir lagi,“ sagði Björgvin í gær. „Þá erum við að velta fyrir okkur hvort við ættum að fara þá leið að ég flylji nokkur lög í sjónvarps- sal, sem greidd verði atkvæði um, eða hvort valið verður endanlega eitt lag til flutnings í keppninni." Björgvin sagði að á næstu vik- um skýrðist hvernig staðið yrði að Iagavali. Björgvin Halldórsson verður fulltrúi íslands í Evrópu- söngvakeppninni í Dyflinni. Mikill stuðningur er við verkfall sjúkraliða í Dagsbrún og samninga krafist Dagsbrún íhug- ar að boða skyndiverkfall Á FÉLAGSFUNDI Dagsbrúnar í fyrrakvöld var samþykkt tillaga um að fela stjórn félagsins að boða til aðgerða til stuðnings sjúkraliðum. Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Dagsbrúnar, útilokar ekki að boðað verði til aðgerða í næstu viku. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formað- ur Sjúkraliðafélagsins, fagnar mjög stuðningi Dagsbrúnar. Tillagan var borin fram af Gylfa Páli Hersi og samþykkt samhljóða. í tillögunni er skorað á öll verkalýðs- félög að styðja sjúkraliða í baráttu þeirra og þess krafist að stjórnvöld semji við sjúkraliða þegar í stað. „Jafnframt heimilar fundurinn stjórn félagsins að boða til aðgerða, sjúkraliðum til stuðnings, hvort sem er með opnum fundum eða skyndi- verkföllum, eða öðrum þeim aðgerð- um er þurfa þykir," segir í lok tillög- unnar. Sjúkraliðar ánægðir með stuðninginn „Ég er mjög ánægð með þessa ákvörðun Dagsbrúnar. Ég hef haldið því fram að það eigi að fara að breyta öllu launamunstri í landinu með tilliti til þeirrar menntunar sem fólk hefur. Þegar áform eru uppi um slíkar breytingar þá tel ég það vera mál allra launþega. Ég tel að allir laun- þegar, hvort sem það eru opinberir starfsmenn eða almennir launþegar, eigi að standa saman um þessi mál. Mér finnst þessi samþykkt Dagsbrún- ar sýna það og sanna að hún er sam- mála þessari skoðun okkar,“ sagði Kristín Á. Guðmundsdóttir. Hún sagði að Sjúkraliðafélaginu hefði borist fjöldi stuðningsyfirlýs- inga frá verkalýðsfélögum og vinnu- stöðum víða um land. Stuðningur Dagsbrúnar væri sá róttækasti sem félaginu hefði borist til þessa. Ákvörðunar Dagsbrúnar að vænta í vikunni Guðmundur J. sagði að stjórn Dagsbrúnar yrði boðuð til fundar í lok þessarar viku og þá myndi skýr- ast hvort gripið yrði til einhverra aðgerða til stuðnings sjúkraliðum og þá til hvers konar aðgerða yrði gripið. „Það er mikil reiði hjá mörg- um út af því hvernig komið er fram við sjúkraliða. Á félagsfundinum heimtuðu margir félagsmenn veru- legar aðgerðir til stuðnings sjúkral- iðum,“ sagði Guðmundur J. Boða þarf til skyndiverkfalla með sjö daga fyrirvara. Forsætisráðherra um sjúkraliðadeilu Engin efni tilþessað grípa inn í DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra segist vera sammála því hvernig fjármálaráðherra. hefur haldið á málum gagnvart verk- falli sjúkraliða og engin efni séu til þess að grípa þar inn í. Ólafur Ragnar Grímsson þingmaður Alþýðubandalags spurði forsætisráðherra á Al- þingi í gær hvað hann ætlaði að gera til að leysa sjúkraliða- deiluna. Ólafur Ragnar spurði einnig hvort Davíð væri sam- mála heilbrigðisráðherra um að hækka beri laun sjúkraliða sér- staklega og um afstöðu forsæt- isráðherra til þess að laun hjúkrunarfræðinga hefðu hækkað 15% umfram laun sjúkraliða frá árinu 1990, eins og fjármálaráðuneytið hefði upplýst. Davíð sagðist ekki hafa heyrt þau ummæli heilbrigðis- ráðherra sem Ólafur Ragnar vitnaði til en hins vegar lægi fyrir að samninganefnd ríkisins hefði boðið sjúkraliðum 4% launahækkun. Davíð sagði, að fram hefði komið að sjúkraliðar hefðu ekki dregist afturúr öðr- um hvað launaþróun varðaði, en hins vegar væri viðmiðunar- þátturinn erfiður í því sam- bandi. Alþjóðleg kauphöll hér? TVEIR þingmenn Framsóknar- flokks vilja skoða hvort raun- hæfir möguleikar séu á að koma upp alþjóðlegri kauphöll hér á landi. Páll Pétursson og Finnur Ingólfsson hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að Alþingi kjósi nefnd til að kanna þetta mál. í greinargerð segja þeir að lega Islands kunni að bjóða upp á ákveðna möguleika á að koma hér upp alþjóðlegri kauphöll, þaðan sem unnt væri að gera viðskipti vestanhafs síðdegis eftir að hliðstæðum stofnunum hefur verið lokað í þeim löndum sem liggja á aust- lægari breiddargráðum. Þingmennirnir segja að slík starfsemi gæti stuðlað að því að skjóta nýrri stoð undir efna- hagslíf landsmanna en leggja verði áherslu á að hún verði undir stjórn íslendinga og virk- um yfirráðum. Samninga- nefnd hittir Friðrik í dag SAMNINGANEFND ríkisins hittir Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra f dag þar sem farið verður yfír stöðuna í sjúkraliðadeilunni. Af þeim sök- um hefur samningafundi með sjúkraliðum verið frestað til klukkan fjögur. Samninga- nefndirnar hittust á stuttum fundi í gær. Enginn árangur varð á fundinum. Ekki er reiknað með kvöld- fundi þó að fundur sé nú boðað- ur síðdegis. Sjúkraliðar vonast þó eftir að samninganefnd ríkis- ins komi með eitthvað nýtt inn á samningafundinn eftir fund hennar með fjármálaráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.