Morgunblaðið - 08.12.1994, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 08.12.1994, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 57 BRÉF TIL BLAÐSINS UMFERÐARSLYS kosta tryggingafélögin ógrynni fjár á ári hverju, en líf fólks er ekki hægt að meta til fjár. Dýrkeyptur um- ferðartollur Frá Ragnheiði Davíðsdóttur: Á HVERJU ári slasast að meðaltali um 2.500 einstaklingar í umferðinni hér á landi. Um þriðjungur þeirra er á aldrinum 17-24 ára. Þrátt fyrir hlutfallslega mikla slysatíðni þessa aldurshóps má geta þess að aðeins 18,7% ökumanna er á þessum aldri. Hjá Vátrygg- ingafélagi íslands kosta umferðar- slysin ein og sér um 2,1 milljarð á ári. Hvert tjón, þar sem ekki eru slys á fólki, kostar að meðaltali 135.000 krónur og hvert slys um 1,2 milljónir. Ef tekið er mið af þessum tölum er ljóst að kostnaður tryggingafélaganna í landinu vegna umferðaróhappa og slysa er liðlega 5 milljarðar á ári! Því má ætla að heildarkostnaður ís- Ragnheiður Davíðsdóttir lensku þjóðarinnar vegna umferðar- innar losi 10 milljaðra á ári þegar allir kostnaðarliðir eru reiknaðir, s.s. vinnutap, heilbrigðisþjónusta, skert- ar skattatekjur o.s.frv. Víst eru þetta miklir fjármunir sem umferðin krefst á hverju ári. Enn hefur þó ekki verið nefndur sá kostnaður sem aldrei er hægt að bæta; líf og heilsa þeirra 2.500 ein- staklinga sem árlega verða fórn- arlömb umferðarinnar á Islandi. Allir fjármunir heimsins lina ekki sorgir aðstandenda þeirra sem deyja í um- ferðarslysum né hugga þá sem skaddast á mænu og verða að eyða ævinni í hjólastól eftir hörmungar umferðarslysanna. Slysum fækkaði með aukinni notkun bílbelta Á fyrstu árunum eftir að farið var að beita viðurlögum vegna van- rækslu á notkun bílbelta fækkaði alvarlegum umferðarslysum til muna sem sést á því að á fimm ára tíma- bili skaddaðist enginn einstaklingur á mænu í umferðarslysi, en flestir mænuskaðar úr umferðinni verða vegna þess að ökumenn og/eða far- þegar kastast út úr bíl við árekstur eða í bílveltu. Á árinu sem er að líða hafa hins vegar þrjár manneskjur skaddast varanlega á mænu í um- ferðarslysi auk þess sem fjölmargir hafa slasast alvarlega. Um 1.000 ungmenni hafa sótt fundi VÍS Tölur um stóran hlut ungra öku- manna og farþega í umferðarslysum hljóta að vekja ugg-og jafnframt vakna spurningar um hvernig snúa megi þeirri óheillaþróun við. Á und- anfömum mánuðum hefur Vátrygg- ingafélag Islands gengist fyrir um- ferðarfundum þar sem ungt fólk er minnt á skelfilegar afleiðingar um- ferðarslysa. Á fundunum tala fórn- arlömb umferðarslysanna um þá lífs- reynslu að lamast í umferðarslysi og sýnd eru viðtöl við aðila sem hafa slasað og limlest fólk eftir ölvuna- rakstur. Þegar þessar línur eru skrifaðar, í byijun desember, hafa yfir 1.000 ungmenni sótt fundi VÍS og ætlunin er að ná til enn fleiri ungmenna á næsta ári. Með umferðarfundum VÍS með ungu fólki, sem bera yfirskrift- ina „Akstur á eigin ábyrgð", vill VÍS leggja sitt lóð á vogarskálarnar í baráttunni við þann mikla vágest sem umferðarslysin eru. Hjá tryggingafélögunum brenna eldarnir heitast í þessum málaflokki eins og tölur um fjölda fómarlamba umferðarslysanna bera vitni um og því er það ekki aðeins nauðsyn - heldur ekki síður skylda okkar hjá VIS að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir þann mannlega harmleik sem dag- lega á sér stað á götum og vegum þessa lands. RAGNHEIÐUR DAVÍÐSDÓTTIR forvamarfulltrúi VÍS. Heilræði Tóbak er stórhættulegt litlum börnum! Veistu að eitranir af völdum tóbaks eru algengastar á laugardags- og sunnu- dagsmorgnum? Munið að tæma alltaf öskubakkana. Þarf að lögbinda lágmarkslaun? Frá Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur: EF VERKALÝÐSHREYFING þessa lands er ekki þess umkomin að semja um lágmarkslaun í komandi samn- ingum, tel ég að þau verði að lög- binda. Launþegi er náð hefur 16 ára aldri og skilar 160 stunda vinnu á mánuði skuli hafa að lágmarki 60.000 kr. Við getum alls ekki talist siðmenntuð þjóð á heimsmælikvarða, ef við gleymum því að mannvirðing' er auður til framtíðar. Ég er sann- færð um að þessi aðgerð yrði ekki aðeins til þess að leiðrétta lægstu kjörin í eitt skipti fyrir öll, heldur myndi einnig draga úr atvinnuleysi. Það gefur augaleið að það er ekki þjóðfélaginu til hagsbóta að greiða laun undir skattleysismörkum, þar sem aðeins hluti fólks greiðir í sam- neysluna með staðgreiðsluskatti. Það er í raun með ólíkindum að stærstu vinnuveitendur þessa lands skuli ekki sjá sóma sinn í því að greiða laun yfir skattleysismörkum. Reykjavík- urborg er stór vinnuveitandi, veitir Frá Frans van Hooff: VEGNA sjónvarpsþáttarins „Hver var Jesús?“ vill undirritaður gjarna að eftirfarandi komi fram: Jesús er Guð af himnum, hann gerð- ist maður og er fæddur í Betlehem. m.a. starfsfólki leikskóla vinnu. Við starfsmenn Sóknar eigum dijúgan þátt í þeirri starfsemi í Reykjavík. í hinum gífurlega skorti fagfólks er hefur hijáð höfuðborgina höfum við tekist á hendur gegnum árin að hafa umsjón með deildum leikskóla. Hver er umbunin fyrir slík stöif? Jú, 1000 kr. á mánuði fyrir það að stjórna starfi, skipuleggja og bera ábyrgð á velferð um 20 ungra borg- ara þessa lands. Það er án efa greitt meira fyrir stjórnunarstöður á öðrum sviðum þjóðlífsins en á sviði uppeldismála. Um það bil helmingur launataxta stéttarfélagsins nær ekki skattleys- ismörkum. Því eru auglýsingar leik- skóla borgarinnar venjubundinn þáttur seinni part sumars. Ég veit í raun ekki hvar það væri mikilvægara að hafa sama fólkið að störfum nokk- ur ár. „Lengi býr að fyrstu gerð.“ GUÐRÚN MARÍA ÓSKARSDÓTTIR, Látraströnd 5, Seltjarnamesi. Móðir hans var mey og heitir María. Þetta er trú kaþólskra, orþódoxa og mótmælenda. Höldum fast við þessa trú, hún er Guðs gjöf til okkar. SÉRA FRANS VAN HOOFF, Karmelprestur, Hafnarfirði. Hver þekkir manninn? Frá Edvard Sverrissyni: ÉG, undiritaður, hef átt þessa blýansteikningu í nokkur ár. Þetta er andlitsmynd eftir Halldór Pétursson frá árinu 1954 af manni, sem ég ber ekki kennsl á. Ég vil biðja Morgunblaðið að birta mynd- ina og auglýsa eftir ættingj- um eða einhveijum sem þekkja manninn og hefðu áhuga á að eignast teikning- una. Fólk getur haft samband við undirritaðan í síma 44011 eða 42511. EDVARD SVERRISSON. Hver var Jesús? Aðyentutilboð! ^yolunum fylgir bakstur, þrif og uppþvottur. Við viljum létta þér störfin og bjóðum því þessi fjögur gæða-heimilistæki frá Siemens og Bosch á sérstöku tilboðsverði. Bakstursofn SIEMENS BOSCH L1 e"VM*iiiól MUM 45S5EU Fjölvirkur Siemens baksturofn. Yfir- og undirhiti, blástur, glóðarsteiking með og án blásturs. Rafeindaklukka, létthreinsikerfi, sökkhnappar. Gæði hvert sem litið er. Og verðið er einstakt. Tilboðsverð kr. 49.900 stgr. Fjölhaef Bosch hrærivél sem gegnir dyggu hlutverki á mörg þúsund Islenskum heimilum. Llklega mest selda hrærivélin á Islandi undanfarin ár. Blandari, hakkavél og grænmetis- kvörn fylgja með. Og verðið slær enginn út. Tilboðsverð kr. 17.900 stgr. Uppþvottavél Létt og lipur Siemens ryksuga sem auðveldar þér að halda hfbýlunum hreínum. 1200 W, sjálfinndregin snúra, fylgihlutir geymdir ( vél, hleðsluljós. Og þær gerast vart ódýrari. Tilboðsverð kr. 12.900 stgr. SN33306SD Velvirk, sparneytin og hljóðlát Siemens uppþvottavél. Tekur borðbúnað fyrir 12 manns. Og líttu á verðið. Tilboðsverð kr. 59.900 stgr. Umboðsmenn okkar á landsbyggðinni eru: • Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs • Borgarnes: Glitnir • Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála • Hellissandun Blómsturvellir • Grundarfjöröun Guðni Hallgrímsson Stykkishólmur. Skipavík • Búðardalun Ásubúð • Isafjörðun Póllinn • Hvammstangi: Skjanni Sauöárkrókur: Rafsjá Siglufjöröun Torgiö • Akureyri: Ljósgjafinn • Húsavík: öryggi • Þórshöfn: Noröurraf • Neskaupstaðun Rafalda Reyðarfjörður. Rafvélaverkst. Árna E. Egilsstaöin Sveinn Guömundsson Breiödalsvlk: Stefán N. Stefánsson • Höfn í Hornafiröi: Kristall Vestmannaeyjan Tréverk Hvolsvöllun Kaupfélag Rangæinga ■ Selfoss: Árvirkinn • Garður. Raftækjav. Sig. Ingvarss. • Keflavik: Ljósboginn Hafnarfjörður. Rafbúð Skúla, Álfaskeiði SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 628300 Viljirðu endingu og gæði-! velurðu Siemens
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.