Morgunblaðið - 08.12.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.12.1994, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Hense bouillon Fiske bouillon Svine kodkraft 0kse kodkraft sovs Alt-i-én terning -med smag, kuler og jævning^ _____ ^ Gronsags bouillon Klar bouillon _______ Sveppa- kraftur Alltaf uppi á teningnum! kraftmikið og gott \ bragð! Teg: BIRO A - 1005 kr. 13.800,- staðgr. Fæst einnig meb örmum Teg: D - 29 kr. 9.900,- stabgr. Mikib úrval skrifborbsstóla. ý/atrúa kompaníló 1?rirtján Siggeirsson ^teinar stálhúsgagnagerð stofnuö 1960 Smiöjuvegi 2, Kópavogi, sími: 67 21 10 OKK.AR ASÆGJA: FÉLA6 BOKAGERÐARMANfJA SAMTOK GAGNRYNENDA I BÖKAVAROAFElAG ISLANOS | " FELAG ÍSLENSKRA 1 BÓKAÚTGEFENDA HAGÞENKIR -AG ÍSLENSKRA BÓKA- G RITFANGAVERSLAfJA ITHÓFUNDASAMBAND ISLANDS ÚTCÁFUSÝNINC Á NVJUM ÍSLENSECUM BÓKUM GEYSISHÚSINU 3.-lf.desember D A G S K R Á : FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER Dagskrá kl. 20:30. Kynning ð verkum eftlrtalinna höfonda: Einar Kárason Fríða Á. Sigurðardóttir Jónas Þorbjarnarson Thor Vilhjálmsson Vlgdfs Grímsdóttir LAUGARDAGUR 10. OESEMBER Dagskrá fyrlr börn og unglinga kl. 15:00. Höfundar kynna verk sín: Andrés Indrlðason Ármann Kr. Etnarsson Jenna Jensdóttir Jóhanna Á. Stéingrímsdóttir Krístfn Steinsdóttir Þorgrfmur Þráinsson SUNNUDAGUR 11. DESEMBER Dagskrá kl.15:00. Kynnlng á þýddum unglingabðkum. FRÉTTIR: EVRÓPA Brundtland ekki i hrifin af EFTA- aðild Slóvena GRO Harlem Brundtland er ekki sannfærð um að rétt sé að veita Slóvenum aðild að Fríverslunar- samtökum Evrópu, EFTA. Segir hún í samtali við Dagens Nær- ingsliv að hún teldi eðlilegra að þeir myndu fyrst gera fríverslunar- samning við samtökin. Að því búnu væri hægt að ræða um hugsanlega aðild þeirra að EFTA og EES. Brundtland segir að slóvenski forsætisráðherrann hafi í samtölum við sig ekki kynnt neinar hugmynd- ir um það hvenær Slóvenar kynnu að sækja um aðild. Ekki trú á stefnubreytingu Aðspurð um skoðun sína á út- víkkun EFTA í austurátt svaraði norski forsætisráðherrann: „Ég hef enga trú á að ríki Austur-Evrópu muni taka upp aðra stefnu en þau fylgja nú með Evrópusamningum sínum við ESB.“ Gro Harlem Brundtland segist ekki hafa nægilega þekkingu á hagkerfi Slóveníu til að geta metið það hvort ríkið eigi heima í EFTA og EES. Það yrði að skoða þegar til þess kæmi. Blaðið hefur eftir Davíð Oddssyni | forsætisráðherra að hann telji aðild Slóvena að EFTA góða hugmynd. „Ahugi Slóvena gerir okkur kleift að hleypa nýju lífi í EFTA,“ segir Davíð og telur að EFTA-ríkin eigi að ræða það hvort Slóvenar taki nú sæti Svíþjóðar í samtökunum. Segir hann að forsætisráðherra Slóveníu hyggist nú meta þau við- brögð sem hann hefur fengið og leggja fram yfirlýsingu á utanríkis- ráðherrafundi EFTA í Genf þann p 14. desember. Áhugi á EES Reuíer-fréttastofan hafði í gær eftir Áke Lundquist, talsmanni EFTA, að Slóvenar kynnu að fá aðild að samtökunum strax ef þeir sæktu um það á ráðherrafundi í næstu viku. Slóvenskir heimildar- menn fréttastofunnar sögðu Sló- | vena hafa mikinn áhuga á tengingu við innri markað ESB með aðild I að EES-samningnum. Delors hættulegur » SAMTÖK ungra byltingarsinnaðra kommúnista í Frakklandi hafa látið prenta veggspjöld þar sem varað er við Jacques Delors, forseta fram- kvæmdastjórnar ESB, og honum hafnað sem frambjóðanda franskra vinstrimanna í forsetakosningun- um á næsta ári. „Þessi maður er hættulegur fyrir vinstrimenn," seg- ir á veggspjaldinu sem blaðamaður veifaði starfsbræðrum sínum til skemmtunar fyrir blaðamanna- fund, sem Delors hélt í Brussel í gær. Innganga Liechtenstein í EES undirbúin 1 i \ • FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins samþykkti í gær viðmiðunarreglur vegna fyr- irhugaðrar aðildar Liechtenstein að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Liechtenstein gat ekki uppfyllt skilyrði samn- ingsins vegna tollabandalags sins við Sviss, sem hafnaði samningn- um í þjóðaratkvæðagreiðslu 1992. Framkvæmdastjórnin gerir ráð fyrir að leggja tillögur um inn- göngu Liechtenstein í EES fyrir ráðherraráðið 19. desember, þannig að hægt verði að sam- þykkja hana á fundi EES-ráðsins 20. desember. Þar með yrðu þijú ríki EFTA aðildar að EES-samn- ingnum frá og með áramótum; Noregur, ísland og Liechtenstein. • PHILIPPE Seguin, forseti franska þingsins, réðist í gær á hugmyndir Jacques Delors, for- seta framkvæmdastjórnar ESB, um evrópskt sambandsríki. „Að Jacques Delors undanskildum, eru flestir franskir stjórnmála- og embættismenn sammála um að evrópskt sambandsríki komi ekki til greina, þótt þeir tjái sig mismunandi skýrt,“ sagði Seguin. Deilurnar um framtíð Evrópu eru byrjaðar að setja mark sitt á kosn- ingabaráttuna fyrir frönsku for- setakosningarnar á næsta ári. Delors er líklegasti frambjóðandi sósialista, og hægrimenn hamra nú á andstöðu við hugmyndir hans um sambandsríki. • FRAMKVÆMDASTJÓRN ESB samþykkti í gær að veita Norður- írlandi 300 milljón ECU (26 miHj- arða króna) í fjárhagsaðstoð til að endurreisa atvinnulíf héraðs- ins og ýta undir friðsamlega þró- un eftir 25 ára skálmöld. • FRANQOIS Mitterrand, for- seti Frakklands, sagði í gær að Frakkar myndu vinna að því að koma starfsemi evrópsku lög- reglustofnunarinnar Interpol á fastan grundvöll á formennsku- tímabili sínu í ráðherraráði ESB, sem hefst um áramót. Innanríkis- ráðherrar ESB hafa deilt um það hversu vítt valdsvið Europol ætti að vera, meðal annars hvort stofn- unin eigi að takast á við hryðju- verkamenn. Frakkar hafa verið sakaðir um að þvælast fyrir í við- ræðum um formlegan samning um starfsemi Europol, en Mitterr- L and segir nú að nauðsynlegt sé að koma á fót, stofnun, sem geti tekizt á við glæpamenn, sem láti sig landamæri litlu skipta. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.