Morgunblaðið - 08.12.1994, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Hense
bouillon
Fiske
bouillon
Svine
kodkraft
0kse
kodkraft
sovs
Alt-i-én terning
-med smag, kuler og jævning^
_____ ^
Gronsags
bouillon
Klar bouillon
_______
Sveppa-
kraftur
Alltaf uppi á
teningnum!
kraftmikið
og gott \
bragð!
Teg: BIRO A - 1005
kr. 13.800,- staðgr.
Fæst einnig
meb örmum
Teg: D - 29
kr. 9.900,- stabgr.
Mikib úrval skrifborbsstóla.
ý/atrúa kompaníló
1?rirtján
Siggeirsson
^teinar stálhúsgagnagerð stofnuö 1960
Smiöjuvegi 2, Kópavogi, sími: 67 21 10
OKK.AR ASÆGJA:
FÉLA6 BOKAGERÐARMANfJA
SAMTOK GAGNRYNENDA
I BÖKAVAROAFElAG ISLANOS |
" FELAG ÍSLENSKRA 1
BÓKAÚTGEFENDA
HAGÞENKIR
-AG ÍSLENSKRA BÓKA-
G RITFANGAVERSLAfJA
ITHÓFUNDASAMBAND
ISLANDS
ÚTCÁFUSÝNINC Á
NVJUM
ÍSLENSECUM
BÓKUM
GEYSISHÚSINU
3.-lf.desember
D A G S K R Á :
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER
Dagskrá kl. 20:30.
Kynning ð verkum eftlrtalinna
höfonda:
Einar Kárason
Fríða Á. Sigurðardóttir
Jónas Þorbjarnarson
Thor Vilhjálmsson
Vlgdfs Grímsdóttir
LAUGARDAGUR 10. OESEMBER
Dagskrá fyrlr börn og
unglinga kl. 15:00.
Höfundar kynna verk sín:
Andrés Indrlðason
Ármann Kr. Etnarsson
Jenna Jensdóttir
Jóhanna Á. Stéingrímsdóttir
Krístfn Steinsdóttir
Þorgrfmur Þráinsson
SUNNUDAGUR 11. DESEMBER
Dagskrá kl.15:00.
Kynnlng á þýddum unglingabðkum.
FRÉTTIR: EVRÓPA
Brundtland ekki i
hrifin af EFTA-
aðild Slóvena
GRO Harlem Brundtland er ekki
sannfærð um að rétt sé að veita
Slóvenum aðild að Fríverslunar-
samtökum Evrópu, EFTA. Segir
hún í samtali við Dagens Nær-
ingsliv að hún teldi eðlilegra að
þeir myndu fyrst gera fríverslunar-
samning við samtökin. Að því búnu
væri hægt að ræða um hugsanlega
aðild þeirra að EFTA og EES.
Brundtland segir að slóvenski
forsætisráðherrann hafi í samtölum
við sig ekki kynnt neinar hugmynd-
ir um það hvenær Slóvenar kynnu
að sækja um aðild.
Ekki trú á stefnubreytingu
Aðspurð um skoðun sína á út-
víkkun EFTA í austurátt svaraði
norski forsætisráðherrann: „Ég hef
enga trú á að ríki Austur-Evrópu
muni taka upp aðra stefnu en þau
fylgja nú með Evrópusamningum
sínum við ESB.“
Gro Harlem Brundtland segist
ekki hafa nægilega þekkingu á
hagkerfi Slóveníu til að geta metið
það hvort ríkið eigi heima í EFTA
og EES. Það yrði að skoða þegar
til þess kæmi.
Blaðið hefur eftir Davíð Oddssyni |
forsætisráðherra að hann telji aðild
Slóvena að EFTA góða hugmynd.
„Ahugi Slóvena gerir okkur kleift
að hleypa nýju lífi í EFTA,“ segir
Davíð og telur að EFTA-ríkin eigi
að ræða það hvort Slóvenar taki
nú sæti Svíþjóðar í samtökunum.
Segir hann að forsætisráðherra
Slóveníu hyggist nú meta þau við-
brögð sem hann hefur fengið og
leggja fram yfirlýsingu á utanríkis-
ráðherrafundi EFTA í Genf þann p
14. desember.
Áhugi á EES
Reuíer-fréttastofan hafði í gær
eftir Áke Lundquist, talsmanni
EFTA, að Slóvenar kynnu að fá
aðild að samtökunum strax ef þeir
sæktu um það á ráðherrafundi í
næstu viku. Slóvenskir heimildar-
menn fréttastofunnar sögðu Sló- |
vena hafa mikinn áhuga á tengingu
við innri markað ESB með aðild I
að EES-samningnum.
Delors hættulegur »
SAMTÖK ungra byltingarsinnaðra
kommúnista í Frakklandi hafa látið
prenta veggspjöld þar sem varað
er við Jacques Delors, forseta fram-
kvæmdastjórnar ESB, og honum
hafnað sem frambjóðanda franskra
vinstrimanna í forsetakosningun-
um á næsta ári. „Þessi maður er
hættulegur fyrir vinstrimenn," seg-
ir á veggspjaldinu sem blaðamaður
veifaði starfsbræðrum sínum til
skemmtunar fyrir blaðamanna-
fund, sem Delors hélt í Brussel í
gær.
Innganga Liechtenstein
í EES undirbúin
1
i
\
• FRAMKVÆMDASTJÓRN
Evrópusambandsins samþykkti í
gær viðmiðunarreglur vegna fyr-
irhugaðrar aðildar Liechtenstein
að samningnum um Evrópska
efnahagssvæðið. Liechtenstein
gat ekki uppfyllt skilyrði samn-
ingsins vegna tollabandalags sins
við Sviss, sem hafnaði samningn-
um í þjóðaratkvæðagreiðslu 1992.
Framkvæmdastjórnin gerir ráð
fyrir að leggja tillögur um inn-
göngu Liechtenstein í EES fyrir
ráðherraráðið 19. desember,
þannig að hægt verði að sam-
þykkja hana á fundi EES-ráðsins
20. desember. Þar með yrðu þijú
ríki EFTA aðildar að EES-samn-
ingnum frá og með áramótum;
Noregur, ísland og Liechtenstein.
• PHILIPPE Seguin, forseti
franska þingsins, réðist í gær á
hugmyndir Jacques Delors, for-
seta framkvæmdastjórnar ESB,
um evrópskt sambandsríki. „Að
Jacques Delors undanskildum,
eru flestir franskir stjórnmála-
og embættismenn sammála um
að evrópskt sambandsríki komi
ekki til greina, þótt þeir tjái sig
mismunandi skýrt,“ sagði Seguin.
Deilurnar um framtíð Evrópu eru
byrjaðar að setja mark sitt á kosn-
ingabaráttuna fyrir frönsku for-
setakosningarnar á næsta ári.
Delors er líklegasti frambjóðandi
sósialista, og hægrimenn hamra
nú á andstöðu við hugmyndir
hans um sambandsríki.
• FRAMKVÆMDASTJÓRN ESB
samþykkti í gær að veita Norður-
írlandi 300 milljón ECU (26 miHj-
arða króna) í fjárhagsaðstoð til
að endurreisa atvinnulíf héraðs-
ins og ýta undir friðsamlega þró-
un eftir 25 ára skálmöld.
• FRANQOIS Mitterrand, for-
seti Frakklands, sagði í gær að
Frakkar myndu vinna að því að
koma starfsemi evrópsku lög-
reglustofnunarinnar Interpol á
fastan grundvöll á formennsku-
tímabili sínu í ráðherraráði ESB,
sem hefst um áramót. Innanríkis-
ráðherrar ESB hafa deilt um það
hversu vítt valdsvið Europol ætti
að vera, meðal annars hvort stofn-
unin eigi að takast á við hryðju-
verkamenn. Frakkar hafa verið
sakaðir um að þvælast fyrir í við-
ræðum um formlegan samning
um starfsemi Europol, en Mitterr- L
and segir nú að nauðsynlegt sé
að koma á fót, stofnun, sem geti
tekizt á við glæpamenn, sem láti
sig landamæri litlu skipta. *