Morgunblaðið - 17.12.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.12.1994, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Svona áfram með moksturinn Friðrik. Við Stubbur og Kubbur ætlum að vera bestu jóla- sveinamir í ár . . . Þingfrestun um miðja næstu viku Bréf frá Alþingi Óvenjulítil átök hafa verið á Alþingi nú síð- ustu dagana fyrir jól, og í umfjöllun Guðmund- ar Sv. Hermannssonar kemur fram, að það gæti stafað af væntanlegum kosningum. NÚ líður að lokum haust- þingsins en áætlað er að miðvikudagurinn 20. des- ember verði síðasti þing- dagur fyrir jólaleyfi þingmanna. Vor- þingið verður síðan stutt því þing- störfum á að ljúka 24. febrúar svo þingmenn geti snúið sér af krafti að kosningabaráttunni. Síðustu tvær vikurnar fyrir jóla- leyfi þingmanna eru venjulega mikill átakatími í þinginu. Þá er fjárlaga- vinna í fullum gangi og hagsmuna- aðilar beijast hart um krónurnar í ríkiskassanum. Einnig leggja ríkis- stjórnir gjarnan fram skattafrum- vörp, venjulega um hærri skatta, og frumvörp um ýmiskonar ráðstafanir í ríkisfjármálum, venjulega um nið- urskurð á ríkisútgjöldum. I þetta skipti eru það þó ekki óvenjuhörð átök sem setja svip á þinghaldið. Þingið hefur þvert á móti verið sérstaklega dauflegt; um það eru flestir þingmenn sammála. Því er raunar haldið fram að kosn- ingaþing séu sjaldnast mikil átaka- þing, gagnstætt því sem margir kynnu að halda. Þá reyni ríkisstjóm- ir gjaman að forðast að leggja frarn mál sem gætu orðið mjög umdeild og gefið stjórnarandstöðunni góð sóknarfæri. Stjómarandstæðingar segja að þetta hafí verið sérstaklega áberandi í vetur og sé til marks um þreytuna í stjórnarsamstarfi Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks sem hafi orðið lítið þanþol. Stjórnarsinnar segja hins vegar að stjórnarandstaðan hafi ekki náð sér á strik vegna giímu við ýmiskon- ar vandamál í eigin röðum, svo sem framboðsdeilur í Alþýðubandalaginu, tilvistarkreppu í Kvennalista og for- ustuskipti í Framsóknarflokki og því sé slagkrafturinn lítill. Fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram í haust, bar þess þó óneitanlega merki að ekki var ætlunin að stofna til stórátaka og skattafrumvarpið, sem ríkisstjórnin lagði fram í þessari viku, miðaði einkum að því að lækka skatta, frekar en hækka þá. Þetta hefur nokkuð þrengt stöðu stjórnar- andstöðunnar enda er augljóslega auðveldara að gagnrýna skattpín- ingu en ívilnandi aðgerðir. Því hefur spjótunum verið beint að því að skattalækkunin virðist frekar koma tekju- og eignameira fólki til góða en þeim lægra launuðu. Önnur umræða um fjárlagafrum- varpið var á þriðjudag og atkvæða- greiðsla var daginn eftir. Atkvæða- greiðsla um fjárlög, bæði eftir aðra og þriðju umræðu, hefur oft tekið langan tíma. Þingmenn stjórnarand- stöðu vilja þar gera grein fyrir at- kvæði sínu og biðja gjarnan um nafnakall til áð fá fram afscÖðu ein- stakra þingmanna til einstakra mála skýrt fram. En í þetta skipti tók at- kvæðagreiðslan einungis rúman hálf- tíma. Það stafar væntanlega að nokkru ieyti af því að rafrænt atkvæða- greiðslukerfí þingsins gerir nafna- kall nú óþarft, þvi nú skráir tölva hvernig hver og einn þingmaður greiðir atkvæði. En sjálfsagt er ástæðan einnig sú að helstu átaka- svæði fjárlaganna bíða þriðju um- ræðu, svo sem framlög til heilbrigð- ismáia, háskólans og landbúnaðar- mála. Landbúnaðarmálin eru helst talin geta þvælst fyrir á endasprettinum, en þar eru það einkum stjómarliðar sem togast á bak við tjöldin. Land- búnaðarnefnd þingsins sendi frá sér skriflegt álit um íjárlagafrumvarpið þar sem vakin er athygli á ýmsum málum sem fé er talið vanta til, eink- um stuðningsaðgerðir við landbúnað- inn í samræmi við búvörusamning ríkisins og bændasamtakanna, og jarðræktarframlög. Þetta tengist einnig afgreiðslu frumvarps um fjáraukalög fyrir þetta ár en þessir liðir bíða einnig þriðju umræðu um það frumvarp. Stjórnarflokkamir hafa ekki verið sammála um það hvemig taka eigi á þessum málum. Alþýðuflokksmenn hafa tregðast nokkuð við að sam- þykkja framlag úr ríkissjóði til þess- ara mála en sjálfstæðismenn í fjár- laganefnd hafa lagt áherslu á að Byggðastofnun fái framlag til að geta aðstoðað sauðfjárbændur vegna samdráttar í greininni. Af öðrum óleystum málum innan fjárlaganefndar má nefna fjárþörf Landhelgisgæslunnar vegna reksturs nýrrar björgunarþyrlu. í fjárlaga- fmmvarpinu er ekki gert ráð fyrir sérstöku framlagi heldur spari stofn- unin í öðmm rekstri á móti. Nú hef- ur Gæslan lagt fram kröfu um að fá verulega hækkun á fjárlögum, þar af 107 milljónir vegna og væntanlega er talsverður stuðningur innan stjómarflokkanna við þetta erindi. Nú er áætlað að síðasta umræða um fjáraukalög fyrir þetta ár verði á þriðjudag og þriðja og síðasta um- ræða um fjárlagafrumvarpið þá um kvöldið. Á miðvikudag er síðan gert ráð fyrir síðustu umræðu um lánsfjár- lög næsta árs og loks atkvæða- greiðslu um fjárlagafmmvarpið. 650 pör bíða glasafrjóvgunar Yfir tveggja o g hálfs árs bið FÉLAGAR í Tilveru, samtökum gegn ófijósemi, héldu fund seinasta fimmtu- dagskvöld í því skyni að ræða og kynna viðhorf sín til glasafijóvgunardeildar kvennadeildar Landspít- ala, framtíð glasafijóvg- ana og greina frá eigin reynslu í því sambandi. Landlæknir skilgreinir ófijósemi sem sjúkdóm og er talið að hann hijái um 15% hjóna á barneignar- aldri. Glasafijóvgunar- deild Landspítala tók til starfa í október 1991. í upphafi var stefnt að því að meðhöndla 100-150 pör á ári en þeim hefur verið fjölgað í 250 á ári og hafa yfir 600 verið til meðferð- ar á deildinni til þessa. U.þ.b. þriðja hver meðferð hefur leitt til fæðingar og hafa á þriðja hundrað börn fæðst til þessa. Margrét Jóhannsdóttir, einn forsvarsmanna Tilveru, segir að stækkun glasafijóvgunardeildar sé afar aðkallandi til að stytta biðlista og skapa svigrúm fyrir nýjungar. Áætlaður kostnaður vegna breytingar á húsnæði deild- arinnar er 32 milljónir kr. og um 10 milljónir kr. vegna tækja- kaupa, en helst vantar fósturvísa- frysti og smásjárfijóvgunarbúnað. Að sögn Margrétar hefur fryst- ir til að frysta fósturvísa algeran forgang. „Við fengum nýlega þær gleðifregnir að velgjörðarmenn glasafijóvgunadeildar Landakots hefðu mikinn áhuga á að gefa frystinn og ef af verður yrði hann afhentur í febrúar. Þetta er mjög fyrirferðarlítið tæki, en gerir stór- kostlega hluti og sparar háar fjár- hæðir þegar til lengri tíma er lit- ið. Smásjárftjóvgunarbúnaðurinn veldur hins vegar byltingu í með- ferð á ófijósemi karla. Áður var eina lausnin, ef að ófijósemin iá hjá karlinum, að fá gjafasæði, en ef þessi búnaður kemur, má segja að hann útrými þörfinni fyrir það. Aðeins mun þurfa eina sæðis- frumu í hvert egg, en með venju- legri glasafijóvgun er lágmark að sæðisfrumur séu um tvær milljónir talsins eftir val. Smásjár- fijóvgunarbúnaður er sagður kosta um 4 milljónir kr., en það þýðir lítið að fá það tæki til lands- ins fyrr en deildin hefur verið stækkuð, en hún er nú í að aðeins 72 fermetra húsnæði.“ - Hversu margir bíða þess nú að komast í glasafrjóvgun hér á landi? „í dag eru um 650 pör, eða 1.300 einstaklingar, á biðlista eftir að komast í glasafijóvgun hér- lendis. Stór hópur fólks fær auk þess ekki skráningu á biðlistann sökum þess að glasafijóvgunar- deildin hefur ekki aðstöðu eða tæki til að veita því aðstoð. Eftir að tölk kemst á biðlistann, er um tveggja og hálfs árs löng bið eft- ir aðgerð sem aðeins eru um 35% líkur á að heppnist. Ferlið er mjög langt; fólk þarf að hafa verið í sambúð í tvö ár áður en það kemst á lista og þá er fólk að minnsta kosti búið að reyna að eignast barn í eitt ár. Síðan tekur hálft til eitt ár að gangast undir rann- sóknir til að uppgötva hvar vand- inn liggur og síðan að bíða í tvö og hálft ár. Fólk sem byijar í dag að reyna að eignast barn, getur átt von á að komast í sína fyrstu meðferð árið 1999. Takist hún ekki, fer það í næstu aðgerð árið 2002. Ég hef persónulega farið í þijár aðgerðir, bæði til Belgíu og Bret- lands. Þetta tekur mjög misjafn- lega á fólk því það ér misjafnlega viðkvæmt. Ég fór í fyrstu með- ferðina um jólin 1993 og var al- veg viss um að hún myndi heppn- ast. En fósturvísarnar héldust ekki og niðurstöðurnar voru nei- kvæðar, sem var geysilegt áfall. Þá vildi ég fara strax aftur til að reyna þá þijá fósturvísa sem voru eftir. Tveimur mánuðum síðan var reynt aftur og aftur voru niður- stöður neikvæðar, og síðan var reynt í þriðja sinn í október síðast- liðnum, en án árangurs. Hálfur mánuður líður frá því að fósturvís- arnir eru settir upp þangað til fólk veit hvort svarið er jákvætt eða neikvætt, og sá biðtími er gífurlega erfiður. Ég á enga möguleika á að komast í meðferð hér á íslandi vegna tækjaleysis að óbreyttu, þannig að fjórða til- raun veltur á því hvort og hvenær við hjónin getum safnað fyrir næsta skipti. Smásjárfijóvgun kostar um hálfa milljón króna í beinan sjúkrakostnað, en síðan bætist við flugfar, gisting og ann- að uppihald. Þar að auki þarf fólk gjarnan að fara í viðtal og rann- sóknir ytra, halda síðan heima og fá tíma mánuðum síðar. Við höf- um farið fimm sinnum út til að komast í þijár meðferðir. Kostn- aður okkar nú er í kringum 1,2-1,5 milljónir. Hérlendis greiða sjúklingar á bilinu 35-55% meðferðarkostnaðar, sem er um 205 þúsund krónur alls. Upphaf- lega áttum við ekki að fá krónu greidda úr Tryggingastofnun, en eftir að við höfðum rætt við þáver- andi heilbrigðisráðherra, Guð- mund Árna Stefánsson, fengum við 240 þúsund króna styrk frá Tryggingastofnun, eða um helm- ing af beinum sjúkra- húskostnaði. Auk mikils kostnað- ar er þungbært að geta ekki notað sér þjónustu bestu glasafijóvgunar- deildar í heimi, sem er hérna á Islandi. Árangurinn hér er um 35%, sem er talsvert betri en meðaltalið annars staðar í heimin- um. Erlendir sérfræðingar hafa sýnt áhuga á glasafrjóvgunar- deildar Landspítala, sökum hins góða árangurs hennar. Við leggj- um til að þær 40 milljónir sem á vantar verði settar í deildina og biðlistar hreinsaðir upp. Á meðan verði gert átak til að markaðs- setja deildina fyrir þijá hópa helst; í fyrsta lagi þá sem komast ekki á biðlista, í öðru lagi íslendinga sem búa ytra ásamt erlendum maka og njóta ekki íslensks heil- brigðis- og tryggingakerfis og í þriðja lagi útlendinga. Þarna eru e.t.v. tekjumöguleikar, því fólk fer þangað sem vonin er mest.“ Besta glasa- frjóvgunar- deild í heimi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.