Morgunblaðið - 17.12.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.12.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994 27 AÐSENDAR GREINAR - kjarni málsins! atburður að Bretar og Þjóðverjar reisi sameig- inlega sendiráðsbygg- ingu hér á landi. Páll Einarsson telur að slíkri byggingu verði að sýna meiri sóma en hola henni niður í miðju íbúð- arhverfi, í óþökk íbúa. Auk ofangreindrá óska íbúa, að fá að eiga heima áfram í íbúðar- hverfi, er ljóst að á svæðinu um- hverfis umrætt horn ríkir ófremdarástand í umferðar- og bílastæðamálum, sem ný skrif- stofubygging gerir enn verra. Á gatnamótunum koma saman 5 götur og skapast þarna oft ævin- týralegir umferðarhnútar og uppá- komur. Öngþveiti ríkir í bílastæða- málum, mest vegna ásóknar nem- enda í framhaldsskólum í grennd- inni (MR og Kvennó), en einnig þegar samkvæmi eru í nærliggj- andi sendiráðum. Áður en byggt verður á umræddri lóð er því nauð- synlegt að gert verði deiliskipulag fyrir hana ásamt næsta umhverfi, þar sem tekið verði á þessum vandamálum. Augljóst er að leysa verður öll þessi mál í samhengi. Eftir að byggt hefur verið á einu auðu lóðinni á svæðinu þrengjast mjög allir möguleikar til að skipu- leggja svæðið af skynsemi. Sam- kvæmt skipulagsreglugerð er auk þess skylt að gera deiliskipulag í tilfellum sem þessu. Deiliskipulag þyrfti að undirbúa með ítarlegri könnun á m.a. umferðarþunga, GEORG A JOLAROU! Georg heimsœkir félaga sína í útibúum íslandsbanka Það er heimssögulegur verður að sýna meiri sóma en þarna að hola henni niður í miðju íbúðarhverfi, í óþökk íbúa á stað þar sem hún verður ævinlega til vandræða. Nú hefur verið auglýst tillaga um breytingar á Aðalskipulagi hvað varðar lóðina umræddu, svo hægt sé að leyfa þar skrifstofu- byggingu, þvert gegn vilja ná- granna. í kosningabaráttu R-listans í vor var lögð áhersla á að íbúar skyldu ávallt hafðir með í ráðum við mótun umhverfis þeirra. Eg skora á fulltrúa R-listans í borgarstjórn að bregðast ekki nú, þegar í fyrsta skipti reynir verulega á þetta þýð- ingarmikla loforð. Höfundur er jarðeðlisfræðingur. Skipulagsslys í bígerð Georg er í jólaskapi þessa dagana og ferbast á milli útibúa til þess aö heilsa upp á félaga sína. Hann veröur á eftirtöldum stööum á næstunni: Fylgstu meö því hvenœr þú getur hitt Ceorg! Reykjavík, Bankastrœti 5...........77. des. kl. 13:00 og 14:00 Reykjavík, Háaleitisbraut 58-60.....20. des. kl. 11:00 og 15:30 Reykjavík, Dalbraut 3..............20. des. kl. 14:00 Seltjarnarnesi, Eibistorgi.........21. des. kl. 11:00 Carbabœ, Garbatorgi................27. des. kl. 14:00 FYRIRÆTLUN sendiráða Bret- lands og Þýskalands að reisa sam- eiginlega skrifstofubyggingu á hornlóðinni við Laufásveg 31 hefur verið nokkuð til umfjöllunar í fjöl- miðlum. Nágrannar fyrirhugaðrar byggingar hafa mótmælt þessum hugmyndum við skipulagsyfirvöld og þegar hefur safnast fjöldi undir- skrifta undir mótmælaskjal. Lóðin er á svæði sem er skilgreint sem íbúðarsvæði í Aðalskipulagi og er sú skipan ítrekuð í Hverfaskipulagi frá 1990. íbúar hverfisins hafa því gengið út frá því að það verði íbúð- arhverfi áfram og miðað umsvif sín við það. Það rýrir gildi svæðis- ins sem íbúðarsvæðis ef þar rís skrifstofubygging sú sem boðuð er. Það er raunar hlutverk skipu- lagsyfirvalda að gæta þess að ekki sé gengið á rétt nágranna í málum sem þessum. Ekki hafa komið fram nein rök fyrir því að breyta þurfi Aðalskipulagi hvað þetta svæði varðar önnur en þau að Bretar eigi lóðina og að breski sendiherr- ann þurfi að eiga stutta leið í vinn- una. Benda má á að nóg er af ónotuðum lóðum og skrifstofuhús- næði í borginni, sem nota mætti fyrir sendiráðin svo að sómi væri að. umferðarhraða og notkun bílastæða, svo unnt sé að skilgreina nánar þau vandamál, sem leysa skal, til dæmis með tilliti til barna, sem nú fjölgar rnjög í hverfinu. Þau rök hafa nokk- uð verið notuð í um- ræðum um málið, að hefð sé fyrir því að sendiráð séu í íbúðar- hverfum. Þetta er ein- ungis rétt að hluta. Hefð er fyrir því að sendiráð hafi flutt í virðuleg íbúðarhús í grónum íbúðarhverf- um. Þegar, og ef, sendiráðin flytja úr þessum húsum verða þau aftur að íbúðar- húsum, en bygging sú, sem hér um ræðir, er skrifstofubygging og verður aldrei annað en skrifstofubygging. Auk þess er gert ráð fyrir að hún verði í eigu verktakafyrir- Páll Einarsson “ tækis «>Lr verði leigð sendiráðum Bretlands og Þýska- lands með einhvers konar kaup- leigusamningi til langs tíma. Það er áhyggjuefni hvað gerist ef snurða hleypur á samstarfsþráð verktakans og sendiráðanna, eða ef slettist upp á vinskap Þjóðveija og Breta. Ekkert hindrar að bygg- ingin yrði þá leigð eða seld til al- menns fyrirtækjareksturs. Það er að sönnu heimssögulegur atburður að Þjóðverjar og Bretar skuli reisa sameiginlega sendi- ráðsbyggingu og mikill heiður fyr- ir íslendinga að henni skuli valinn staður hér á landi. Slíkri byggingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.