Morgunblaðið - 17.12.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.12.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994 21 NEYTENDUR Jólaostnr með íslensku kryddi SÉRSTAKUR jólaostur kom í verslanir fyrir skömmu, ostarúlla með íslensku birki og krækilyngi. „Hugmyndin kom upp í sumar. Við höfum unnið mikið með erlend krydd en langaði að prófa ís- lensk,“ segir Þórarinn Þórhallsson mjólkurfræðingur. Eftir að hafa haft' samband við Stefaníu Gísla- dóttur sem framleiðir birkisalt ákvað hún að senda Þórarni prufur af birki og krækilyngi. Habn segir að niðurstaðan hafi verið þessi nýi jólaostur með birki og krækilyngi. Krækilyngið er innan í ostinum en honum síðan velt uppúr gróf- möluðu birki. Osturinn verður sterkari með tímanum því kræki- lyngið fer smám saman meira út í ostinn. Ákveðið var að tína birki á meðan hægt var og selja ostinn til prufu fyrir jólin. Þar sem íslenska kryddið hentar vel með villibráð hefur matreiðslu- meistarinn Ásbjörn Pálsson á Fjörukránni þróað tvær uppskriftir að sósum þar sem íslenski jólaost- urinn er notaður. Portvíns-og birkiostasósa__________ 50 g smjör 1 rauðlaukur _________1 tsk. rósmgrín______ 2‘A dl portvín 3 dl rauðvín safi úr einni appelsínu 1 tsk. sykur 8 dl villisoð, þykkt 1 ostarúlla með birki og krækilyngi Smjör, rauðlaukur og rósmarín er steikt í potti, víni og safa bætt út í og soðið niður um helming. Sykri bætt í og soðið af villibráð- inni er þykkt með maizenamjöli og þessu bætt út í. Látið sjóða í fimm mínútur. Bætið osti við og látið hann bráðna saman við sós- una. Berið fram með hreindýra- kjöti. Týtuberja- og birkiostasósa 50 g smjör 100 g týtuber eða sulta ____________1 tsk. timign__________ ____________1 dl portvín___________ ___________4 dl rauðvín____________ 2 tsk. sykur 8 dl villibráðarsoð 1 ostarúlla með birki og krækilyngi Brúnið saman í potti smjör, týtu- ber og timian. Bætið í sykri og víni og látið sjóða niður um helm- ing. Þykkið villisoð með maizena- mjöli og hellið saman við. Sigtið. Osti bætt saman við. Þessi sósa hentar vel með gæs eða ijúpu. ■ Ostarúllur í nýjum umbúðum OSTARÚLLURNARfrá Ostahús- inu í Hafnarfirði eru komnar í nýjar umbúðir. Þær eru sexkant- aðar, opnaðar þannig að helming- urinn af ostinum stendur uppúr og er því hægt að bera ostinn fram í umbúðunum ef vill. Þar sem Iokinu er smellt á er hægt að geyma ostinn áfram í umbúð- unum þótt þær hafi verið opnaðar. Ostahúsið framleiðir fimm teg- undir af ostarúllum, en þær eru þó sex um þessar mundir þar sem sérstök ostarúlla með birki og krækilyngi er framleidd fyrir jól- in. Hinar fimm eru með beikoni og paprikublöndu, hvítlauk og steinselju, blönduðum pipar, hvít- laukspipar og koníaki og hnetum. Dreifingaraðili er Osta og smjörsalan en einnig er hægt að kaupa ostana í sérstökum gjafa- pakkningum í Ostahúsinu Hafnarfirði. Grænmetis- blanda frá Sól hf. NY tegund af frosnu græn- meti, Sólaruppskera, frá Sól hf. er komin á markað og fæst í 300 g pokum. Sólaruppskeran er samsett úr spergilkáli, blómkáli og gulrót- um. Framleiðendur segja blönd- una mjög holla. Því til staðfest- ingar benda þeir á grein um hollustu grænmetís sem nýverið birtist í Stanford Ambassador og gefið er út af Heilbrigðismið- stöð Stanford-háskóla í Kalifor- níu. Þar segir að ákveðið efni, sulforaphane, sem er m.a. í spergilkáli, blómkáli, gulrótum, rósakáli, káli og blaðlauk, virðist hindra útbreiðslu krabbameins í lifandi dýrafrumum. Jólatrén frítt heim í FRAMHALDI af verðkönnun á jólatijám síðastliðinn fimmtu- dag vill Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík taka fram að þeir bjóða fría heimsendingarþjón- ustu. Það gerir reyndar Slysa- varnarsveitin í Kópavogi líka og kunna að vera fleiri sem upp á þessa þjónustu bjóða. Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík vill gjarnan koma á framfæri að með sölunni eru þeir að byggja upp starfsemi sína því allur ágóði rennur til Flugbjörgunarsveitarinnar. 28” sjón- varpstæki á 49.770 kr. BÓNUS hefur hafið sölu á 28” sjónvarpstækjum sem kosta 49.770 krónur. Tækin sem eru af Alba gerð eru með Nokia myndlampa, með textavarpi, fjarstýringu, 90 stöðva minni, „scart“ tengi aðgerðastýringu á skjá og kapalmagnara. ora . að sjáifsögðu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.