Morgunblaðið - 17.12.1994, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.12.1994, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ I! 1 SiCkiseríqrj siCíqnáttföt, SómuCCarserkir, bómuCCarnáttföt, 6ómuCCarnáttíqóCar Verðfrá íf. 990 f ""~l hympjli Laugavegi26, Kringlan 8-12, síml 13300. sími 33600. Amerískir svefnsófar vf\ Glæsilegir sófar sem breytast meö einu hand- taki í hjónarúm. 12cm þykk springdýna frá Sealy. Grind hátt frá gólfi. Gefðu gestum þínum góðan MarCO húsgagnaverslun, SVefn. Langholtsvegi 111, sími 91 -680 890. JÓLA GJAFIRNAR ÍÁR Stærð 122x50 sm. Staðgreiðsluverð 28.800 Stærð 59x37, h.60 sm. Staðgreiðsluverð 19.710 húsgögn Ármúla 44, sími 91-32035. Stærð 72x47, h.123 sm. Staðgreiðsluverð 34.830 Blab allra landsmanna! - kjarni málsins! I DAG Farsi BRIPS Umsjón G u ð m . Páll Arnarson MEÐ áttlít í spaða er erfítt að fínna besta samninginn á spil NS hér að neðan: flögur hjörtu. En fjórir spaðar eru þó alls ekki von- lausir, ekki síst eftir að vestur spilar út laufí: Norður ♦ _ ♦ Á107543 ♦ D2 ♦ ÁKD84 Suður ♦ K10876532 V K8 ♦ 8 ♦ G7 Vestur Norður Austur Suður Pass 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 2 lauf Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Svíinn Tommy Gullberg greinir frá spilinu í nýjasta hefti Evrópubridsblaðsins, en það kom upp í Rosenbl- um-sveitakeppninni í Albu- querque í haust. Gullberg var sjálfur í vörninni og spilaði út laufi. Sagnhafí spilaði strax þrisvar laufi og henti niður einspilinu í tígli. Laufið féll 3-3, svo nú voru vinningslíkur sagn- hafa verulega góðar. En hann tapaði spilinu eigi að síður. Hvað gerði hann rangt? Hann fór heim með því stinga tígul og spilaði litlum spaða. Sem reyndist afdrifa- ríkt: Norður ♦ - V Á107543 ♦ D2 4 ÁKD84 Vestur Austur ♦ D I 4 ÁG94 V DG2 'imi ¥ 96 ♦ ÁG7643 IIIM ♦ K1095 ♦ 632 ♦ 1095 Suður ♦ K10876532 f K8 ♦ 8 ♦ G7 Guliberg fékk slaginn á spaðadrottningu og síðan fékk makker hans þtjá slagi á iitinn í viðbót. Rétta spilamennskan er að spila spaðakóng. Þá ræður sagnhafí við þijú einspil: drottningu, gosa og níu, en tapar aðeins þegar ásinn er blankur. Hinum megin spiluðu sveitarfélagar Gullbergs 5 hjörtu, sem unnust slétt. VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi Jól í Breiðholti í NÝJASTA hefti Upp- eidis er að finna ljóðið Jól í Breiðholti. Ljóðið var valið með tilliti til „skemmtigildis, jólanna og boðskapar". Um höf- und ljóðsins þarf ekki að fjölyrða þar sem kveð- skapurinn lýsir allvel mannfyrirlitningu hans, hroka og fordómum. Það að aðstandendur blaðsins sjái ástæðu til að birta það á síðum sínum finnst mér bera vott um dóm- greindarskort. Að gefa út metnaðarfullt rit krefst þess að þeir sem að því standi séu vandir að virðingu sinni. Ég spyr því ráðgjafaþjón- ustu Uppeldis: Hvert er uppeldislegt gildi ljóðsins og á hvaða forsendu er hægt að réttlæta veru þess í jólahefti blaðsins? Fyrrum áskrifandi Hanna Björg. Fyrirspurn ÓSKA eftir upplýsingum um hver selur hnífapör sem merkt eru tegundar- heitinu Metra. Vinsam- lega hringið í síma 656939. til föstudags Tapað/fundið Hnappur fannst MJÖG sérstakur hnapp- ur fannst , fyrir utan Glæsibæ sl. fimmtudags- morgun. Upplýsingar í síma 31224 á kvöldin. Myndavél tapaðist CANON myndavél tapaðist sl. sunnudag, annað hvort í Heiðmörk eða 'á leiðinni frá Lágm- úla í Fossvog. Finnandi vinsamlega hringi í síma 813768. Húfa týndist SVÖRT fóðruð leðurder- húfa tapaðist á Austur- velli aðfaranótt laugar- dagsins. Skilvís finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 42991 og er fundarlaunum heitið. Gæludýr Kettlingur óskast ÓSKA eftir kettlingi strax, helst læðu, ekki eldri en tveggja mánaða. Upplýsingar í síma 651334. COSPER í dag fáið þið loksins fyrirsætu. Víkveiji skrifar... KUNNINGJAKONA Víkverja brá sér fyrir nokkru til Edin- borgar og þar sem hún þarf að fá sykurlaust fæði ákvað hún að njóta þeirrar þjónustu sem Flug- leiðir bjóða upp á að panta sykur- laust fæði í flugvélinni. Þetta gerði hún með sólarhrings fyrirvara eins og óskað er eftir að menn geri. Þegar svo kom að brottför og hún spurðist fyrir um sykurlausa fæðið, var hvergi bókað að hún skyldi fá slíkt fæði. Starfsmaður í innritun farþega brást þó snar- lega við og útvegaði slíkan bakka og á leiðinni til Skotlands gat kunningjakonan notið hinnar syk- urlausu máltíðar. Jafnframt hugs- aði hún gott til glóðarinnar á heim- leið sex sólarhringum síðar, því að starfsmaðurinn hafði ábyrgzt að á heimleið yrði séð fyrir slíkum matarbakka. Þegar svo kom að heimferðinni, fundust engin skilaboð um sykur- lausan matarbakka handa konunni og starfsfólk í Skotlandi hafði engin tök á að útvega slíkan. Pönt- unin var sem sagt eintómt klúður. Um 10% íslendinga eru með sykursýki eða skert sykurþol og þurfa því nauðsynlega að geta fengið mat sem ekki inniheldur sykur. Því er þessi þjónusta við farþega Flugleiða í senn til fyrir- myndar og nauðsynleg. En menn verða líka að geta treyst því að pantanir um sykurlaust fæði standist, því að geri þær það ekki, þurfa sykursjúkir að koma með bitabox með sér í flug með Flug- leiðum ellegar sitja þurfandi alla leiðina, sem einnig getur verið slæmt fyrir fólk sem er á lyfjum, sem örva insúlínframleiðslu í líkamanum og má því ekki verða svangt. Þetta er því ekkert gaman- mál fyrir fólk sem haldið er þess- um kvilla. xxx NÚ ERU jólasveinarnir farnir að streyma til byggða. Sé flett upp í Sögu daganna eftir Árna Björnsson kemur i ljós að nöfn íslenzku jólasveinanna eru mun fleiri en áður hefur verið tal- ið og alls nefnir Árni 80 nöfn, sem fundizt hafa í heimildum. Um 1860 bárust Jóni Ámasyni þessi þekktu nöfn frá séra Páli á Myrká: Stekkjastaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottassleikir, Askasleikir, Faldafeykir, Skyr- gámur, Bjúgnakrækir, Glugga- gægir, Gáttaþefur, Ketkrókur og Kertasníkir. Þetta sýnast Víkveija vera hin hefðbundnu jólasveinanöfn, en séra Jón Norðmann Jónsson frá Barði í Fljótum, sendi Jóni Árna- syni annan lista yfír níu jóla- sveina, en tilgreinir aðeins 8 nöfn og þijú hin sömu og Páll. Þar eru nöfn eins og Pönnuskuggi, Gutt- ormur, Bandaleysir, Lampaskuggi og Klettaskora. Þriðju nafnaromsuna fékk Jón Ámason svo frá Guðmundi Gísla Sigurðssyni á Stað í Steingríms- firði. Þar eru þessi 13 nöfn: Tífill, Tútur, Baggi, Lútur, Rauður, Redda, Steingrímur, Sledda, Lækjarræsir, Bjálminn sjálfur, Bjálmansbarnið, Litlipungur og Örvadrumbur. Eins og af þessu sést er um auðugan garð að gresja í þessum jólasveinanöfnum, sem kannski bendir til að jólasveinarnir hafi verið enn fleiri en þjóðtrúin segir. Sum nafnanna eru áreiðanlega staðbundin og Pottasleikir hefur sums staðar heitið Froðusleikir eða Syijusleikir, svo sem fjöldi nafn- anna bendir til. Fleiri nöfn mætti nefna, svo sem Smjörhák, Flauta- þyril, Flotgleypi og Rjómasleiki, Skefil, Fannafeyki, Kleinusníki, Lummusníki, Pottaskerfi, Skófn- asleiki og Þambaskelfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.