Morgunblaðið - 17.12.1994, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐJ.Ð
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
TRYGGJUM EES
SAMNINGURINN um Evrópskt efnahagssvæði mun ekki
taka neinum efnislegum breytingum þótt þrjú ríki hverfi
úr EFTA, Fríverzlunarsamtökum Evrópu, um áramótin. Þetta
var staðfest á ráðherrafundi EFTA í Genf fyrr í vikunni og
ekki er búizt við að neinar athugasemdir verði gerðar við það.
á fundi EES-ráðsins í Brussel í næstu viku að samningurinn
standi óbreyttur.
Þetta er ánægjuefni fyrir ísland og önnur EFTA-ríki, því
að nú er tryggt að ekki verður hróflað við þeirri samningsniður-
stöðu, sem fékkst á sínum tíma og var íslendingum afar hag-
stæð.
Þótt EES-samningurinn standi er hins vegar ekki sjálfgefið
að hann færi íslendingum áfram þann ávinning, sem gert var
ráð fyrir við samþykkt hans. Mikilvægt er að haga málum
þannig að slíkt verði tryggt. Þar skiptir ekki einungis máli sá
aðgangur, sem samningurinn veitir Islendingum að innri mark-
aði Evrópu, heldur einnig hið almenna viðskiptaumhverfi á ís-
landi, sem hefur tekið verulegum breytingum til hins betra
með gildistöku EES.
Þannig hefur réttur íslenzkra fyrirtækja til að leita réttar
síns ef þau telja á sig hallað í samkeppni við önnur, ekki sízt
ríkisfyrirtæki, stórbatnað með tilkomu EES. Ýmsar aðrar regl-
ur, sem hafa verið samhæfðar því, sem gerist í helztu viðskipta-
löndum okkar, bæta stórlega alþjóðlega samkeppnisstöðu ís-
lenzkra fyrirtækja og auka möguleika á að hingað verði hægt
að laða erlenda fjárfestingu.
Til þess að festa þennan ávinning í sessi þarf í fyrsta lagi
að tryggja trúverðugleika stofnana EFTA, sem sjá eiga um
eftirlit með efndum samningsins. Bæði íslenzk fyrirtæki, sem
leita réttar síns, og erlendir aðilar, sem telja á sér brotið hér
á landi, verða að geta vænzt óvilhallrar meðferðar á málum
sínum.
Ljóst er að áframhaldandi vera Norðmanna í EFTA og vænt-
anleg aðild Liechtenstein að EES á næsta ári er mun líklegri
til að viðhalda trúverðugleika stofnananna en ef íslendingar
hefðu einir átt að hafa eftirlit með efndum samningsins á ís-
landi.
í öðru lagi er mikilvægt að tryggja að upptaka nýrra reglna
Evrópusambandsins í EES-samninginn gangi hratt fyrir sig
og þannig sé tryggt að sömu reglur gildi ætíð um viðskipti á
Evrópska efnahagssvæðinu. Þetta skiptir máli bæði fyrir sam-
keppnisstöðu íslenzkra fyrirtækja og fjárfestingarumhverfi á
íslandi. Jafnframt þarf að tryggja að lagaleg þróun hér á landi
haldi í við þróun Evrópuréttar.
í þriðja lagi verður að tryggja að íslendingar og önnur EFTA-
ríki geti nýtt sem bezt þau tækifæri, sem EES-samningurinn
veitir til að hafa áhrif á nýja löggjöf Evrópusambandsins, sem
snertir íslenzka hagsmuni. Með samdrætti í stofnunum EFTA,
sem óhjákvæmilega fylgir útgöngu þriggja fjölmennustu ríkj-
anna, sem aðild áttu að EES-samningnum, verður enn mikilvæg-
ara en áður að styrkja íslenzka stjórnkerfið til þess að fást við
upplýsingaöflun og samskipti við Evrópusambandið.
Það er þess vegna jákvætt að ríkisstjórnin skuli í gær hafa
samþykkt að fjórir nýir fulltrúar íslenzkra ráðuneyta yrðu ráðn-
ir við sendiráðið í Brussel, til viðbótar við þá fjóra sem fyrir
eru. Þannig er tryggt að sérfróðir fulltrúar íslenzkra stjórn-
valda verða í nálægð við miðstöð Evrópusambandsins, þar sem
ákvarðanir eru mótaðar.
Hins vegar þarf jafnframt að krefjast þess að Evrópusam-
bandið standi við sitt hvað varðar tækifæri sérfræðinga og
embættismanna EFTA-ríkjanna til að hafa áhrif á mótun
ákvarðana, en á því hefur verið nokkur misbrestur.
Verði öllum þessum skilyrðum fullnægt, má ætla að EES-
samningurinn geti staðið undir þeim vonum, sem við hann
voru bundnar í upphafi.
NÝSAMSTAÐA
ÞAÐ ER athyglisvert að nú virðist vera að skapast samstaða
í íslenzkum stjórnmálum um að tengsl íslands við Evrópu-
sambandið eigi að byggjast á samningnum um Evrópskt efna-
hagssvæði.
Frá núverandi stjórnarandstöðuflokkum hafa ekki heyrzt
neinar athugasemdir við að EES-samningurinn eigi að standa
óbreyttur. Þessir flokkar lögðust þó gegn honum á sínum tíma
og hafa síðan lagt til að honum verði breytt í tvíhliða samning
við Evrópusambandið með mun veigaminni stofnanaþætti en
nú er og jafnvel veigamiklum undantekningum frá því aukna
fijálsræði í viðskiptum, sem innleitt var hér á landi með gildis-
töku samningsins.
Enn eru nokkur mál óleyst varðandi EES-samninginn og
viðskiptatengsl íslands við Evrópusambandið, einkum hvað
varðar tolla á innflutning til Svíþjóðar og Finnlands. Hins veg-
ar bendir flest til að á þeim málum geti fengizt góð lausn og
að um EES-samninginn geti náðst góð sátt, enda hefur hann
þegar sannað gildi sitt.
TILLÖGUR RÍKISSTJÓRNARINNAR
AFNEMA
EKKITVÍ-
SKÖTTUN
Samanburður á lífeyriskjörum SAL sjóðlr
Fjöldi lífeyrisþega 12.770
Útb. lífeyrir 1993 1.854 m.
Meðallífeyrir á ári 145.000
Frádráttur v. 15% 22.000
Hugsanl. skattaafsl. (ef viðkomandi greiðir skatt) 9.000
Hlutur launþega í endanlegum lífeyri 17,4%
Ríkisstjórnin leggur til óvenjulega aðferð til
að afnema tvísköttun iðgjalda til lífeyrissjóð-
anna og sæta þær mikilli gagnrýni. Helgi
Bjamason greinir frá þeim möguleikum sem
fyrir hendi eru og helstu sjónarmiðum.
AÐ HEIMILA fólki að draga
iðgjöld til lífeyrissjóða frá
tekjum til skatts er viður-
kennd aðferð í vestrænum
ríkjum til að koma í veg fyrir tvískött-
un lífeyrissparnaðar og mælir Efna-
hags- og framfarastofnun Evrópu
(OECD) raunar með henni við ríkis-
stjórnir. í flestum löndum Evrópu er
launþegum heimilt að færa iðgjöld í
lífeyrissjóði til frádráttar á skatta-
framtali en greiða síðan skatt af eftir-
launum eins og hveijum öðrum tekj-
um. Þannig var þetta lengstum hér á
landi.
Rikisstjómin fer aðra og óvenju-
legri leið í frumvarpi sínu til breyting-
ar á skattalögum. Hún vill heimila
Iífeyrisþegum 70 ára og eldri að
undanþiggja hluta af eftirlaunum frá
lífeyrissjóðunum, eða sem svarar
áætlun hennar um hlut iðgjaldanna í
endanlegum lifeyri, í stað þess að
leyfa frádrátt vegna iðgjalda.
Leið ríkisstjórnarinnar er ekki að-
eins óvenjuleg, hún afnemur heldur
ekki tvísköttun. Þegar rætt er um
tvísköttun lífeyris er almennt átt við
að launþegi er látinn greiða fullan
skatt af launum sínum þó hann sé
skyldaður til að leggja til hliðar 4%
þeirra til efri áranna og þegar hann
síðan fær þetta fé endurgreitt í ellinni
er það aftur skattlagt. Ef fólk væri
skyldað til að leggja samsvarandi
upphæð inn á bankareikning eða ann-
að sparnaðarform gæti það tekið
sparnaðinn út í ellinni án þess að fá
á sig tekjuskatt. Til að leiðrétta þetta
verður annað hvort að undanþiggja
greiðslurnar eða lífeyrinn við álagn-
ingu. Þorsteinn Haraldsson, löggiltur
endurskoðandi, segir að tillögur ríkis-
stjórnarinnar afnemi ekki tvísköttun,
heldur séu þær viðurkenning á henni
og tilraun til lagfæringar.
Tvísköttun áfram
Ríkisstjórnin nálgast málið með því
að heimila fólki 70 ára og eldra að
draga 15% eftirlaunanna
frá skatti og vill með því
undanþiggja þann hluta líf-
eyrisins sem samsvarar
hinu 4% upphaflega ið-
gjaldi til sjóðsins en það á
áfram að greiða skatt af mótframlagi
vinnuveitandans og vöxtum og vaxt-
avöxtum. Þessir útreikningar eru mið-
aðir við 5,5% raunávöxtyn. Sjóðirnir
sjálfir miða hins vegar yfirleitt við
3,5% ávöxtun sem þeir telja hámark
þegar til lengri tíma er litið og reikn-
að með þeirri forsendu er hlutur laun-
þegans í lífeyri sjóða innan Sambands
almennra lífeyrissjoða (SAL) 17,4%
en ekki 15%. Þar virðist sitja eftir
tvísköttun, þrátt fyrir tillögur ríkis-
stjórnarinnar. í þessu sambandi má
einnig geta þess að vaxtahluti lífeyris-
greiðslanna er og hefur verið skatt-
lagður hjá viðtakanda en vextir af
öðrum sparnaði notið skattfrelsis til
þessa.
Tvísköttun er heldur ekki afnumin
af iðgjöldum sem ganga til greiðslu
lífeyris til fólks sem þiggur lífeyri
áður en það verður 70 ára, til dæmis
hluti makalífeyris, örorkulífeyris og
barnalífeyris. Lífeyrissjóðirnir greiða
liðlega 8 milljarða í lífeyri á ári, þar
af er innan við 60% ellilífeyrir sem
að stærstum hluta fer til fólks sem
er 70 ára og eldra þó sumir kjósi að
taka eftirlaun fyrr og missa þar með
af skattaafslættinum. Hinir bóta-
flokkarnir fara að stórum hluta til
yngra fólks sem áfram greiðir skatt
á báðum endum.
Þá má geta þess að tillögur ríkis-
stjórnarinnar um skattaafslátt ganga
jafnt yfir alla, alveg sama hvort fólk
hefur sparað með lífeyrissjóðsiðgjöld-
um þegar tvísköttun var viðurkennd
eða ekki og hvort sem iðgjöld fólks
eru mikill eða lítill hiuti endanlegs líf-
eyris. Lífeyrisþegar í lífeyrissjóðum
hins opinbera hafa til dæmis sjálfir
lagt fram lítið hlutfall endanlegs líf-
eyris en ríkið og stofnanir þess greitt
það sem vantar upp á fullan lífeyri.
Fólkið fær skattaafslátt sem er langt
umfram iðgjöld. Margir þiggja lífeyri
og njóta afnáms tvísköttunar þó ið-
gjöldin hafi aldrei verið skattlögð og
fá því þennan hluta lífeyrisins alger-
lega skattfijálsan. Loks má geta þess
að ennþá er fólk að fá lífevri þó það
hafi aldrei greitt í lífeyrissjóð, það fær
skattaafslátt eins og aðrir.
Tvísköttun viðurkennd
Þegar staðgreiðslan var tekin upp
árið 1988 voru felldir út allir frádrátt-
arliðir, meðal annars fasti frádráttur-
inn sem frá árinu 1978 átti að fela í
sér liði sem áður hafði verið heimilað
að draga beint frá, til dæmis stéttarfé-
lags- og lífeyrissjóðsiðgjöld. Bolli Þór
Bollason, skrifstofustjóri í fjármála-
ráðuneytinu, segir að við skattkerfis-
breytinguna hafi verið tekið tillit til
þessara liða með hækkun persónuaf-
sláttar eða lækkun skattaprósentu í
staðgreiðslu. I raun hafi þá verið búið
að bæta fólki upp tvísköttunina en
ekki þýði að tala um það nú, þessir
liðir séu ekki sýnilegir og fólki
gleymdir. Þess má reyndar geta að
eftir einföldun skattkerfis-
ins 1978 nutu allir fasta
frádráttarins og því erfitt
að neita því að einhver tvís-
köttun hafi verið eftir þann
tíma. Frá því staðgreiðslan
var tekin upp hefur þess verið krafíst
með vaxandi þunga að tvísköttunin
væri afnumin.
Frumvörp þessa efnis hafa m.a.
verið lögð fram á Alþingi, þar sem
krafist hefur verið afnáms tvískött-
unar lífeyris auk þess sem minnst
hefur verið á skattlagningu vaxta af
lífeyrissparnaði umfram önnur sparn-
aðarform. Þannig liggja fyrir þessu
þingi þingsályktunartillaga Guð-
mundar Hallvarðssonar og tveggja
annarra sjálfstæðismanna og laga-
frumvarp Jónu Valgerðar Kristjáns-
dóttur og annarra þingkvenna
Kvennalistans. Bæði frumvörpin gera
ráð fyrir því að iðgjaldagreiðslur til
lífeyrissjóða verði frádráttarbærar.
Kemur lífeyrisþegum til góða
Bolli Þór segir að úr því tvísköttun
sé orðin viðurkennd séu tvær leiðir
færar til að bæta úr; að heimila frá-
Skattlagning lífeyris í
ESB löndum og á íslandi
Vaxta-
Uþ.= undanþ. Ið- tekjur Líf-
(* = að hluta) gjöld (sjöða) eyrir
Belgía Uþ. Sk. Sk.
Danmörk Uþ. ! I Sk. | | Sk.
Frakkland Uþ. Uþ- Sk.
Þýskaland Uþ • I I Uþ. Sk.
Grikkland Uþ. Uþ. Sk.
írland Uþ.\ I Uþ. Sk.
ítalfa Uþ. . Uþ. Sk.
Lúxemborg Uþ. I Uþ. | Sk.
Holland Uþ. , Uþ. Sk.
Spánn Uþ. | Uþ. I Sk.
Bretland Uþ. . uþ. Sk.
íslandnú Sk. Uþ. Sk.
ísl. skv. tlll. \ Sk. 11 Uþ. | [ Uþ;
drátt vegna iðgjalda eða undanþiggja
hluta lífeyris. Hann segir að það hafi
vegið þyngst við ákvörðunina að ef
iðgjaldaleiðin hefði verið farin hefði
fólk sem færi á eftirlaun og greitt
hefði iðgjöld án skattaafsláttar á ár-
unum 1988-1994 ekki notið g;óðs af
aðgerðinni. í yfirlýsingu ríkisstjórnar-
innar er sagt að með þeirri aðferð að
undanþiggja hluta lífeyris sé verið að
tryggja að aðgerðin komi lífeyrisþeg-
um strax til góða.
Bolli segir að megingallinn við ið-
gjaldaleiðina sé sá að með því væri
litið fram hjá þeim sem lengst hefðu
búið við tvísköttunina. Hann segir
einnig að lífeyrisleiðin komi betur út
fyrir ríkissjóð, með því móti dreifist
kostnaður hans yfir lengri tíma.
Tekjutap ríkissjóðs samkvæmt nú-
verandi tillögum er áætlað 250 millj-
ónir á næsta ári en hin leiðin myndi
lækka tekjurnar um 1,8 til 2 milljarða
á ári. Þessar 250 milljónir fara reynd-
ar ört hækkandi og munu ná svipaðri
tölu og fælust í iðgjaldaleiðinni þegar
lífeyrissjóðirnir væru farnir að greiða
fullan lífeyri á árunum 2010-2015,
að sögn Gylfa Arnbjörnssonar, hag-
fræðings Alþýðusambands íslands.
Bolli segir að enginn ágreiningur
sé um það að flest lönd OECD fari
aðra leið en ríkisstjórnin vildi fara. í
því sambandi bendir hann á að skatt-
kerfið hér sé öðruvísi, í íslenska stað-
greiðslukerfinu séu engar_______________
undanþágur og eitt skatt- nrnt á
hlutfall. Frádráttarliðir _
myndu rugla staðgreiðslu- a.?'!
kerfið, taka yrði upp eftirá- greiosl
sköttun að hluta á nýjan ——
leik. Það yrði stílbrot á núverandi
kerfi, á sama hátt og hátekjuskattur-
inn. Hann segir einnig að þá óttist
menn að í kjölfarið gætu komið kröf-
ur um fleiri frádráttarliði.
Vantar hvata til spamaðar
ASÍ hefur gagnrýnt tillögur ríkis-
stjórnarinnar um afnám tvísköttunar
lífeyris, meðal annars í frétt hér í blað-
inu, með vísan til óréttlætis og þess
að hvata vanti til .lífeyrissparnaðar.
Gylfi Arnbjörnsson hagfræðingur
samtakanna blæs á þau rök að tillög-
ur ríkisstjórnarinnar kosti minna tekj-
utap fyrir ríkissjóð, segir að vel hefði
verið hægt að fara lífeyrisleiðina í
áföngum, taka til dæmis 1% í einu.
Það þefði kostað ríkissjóð 450-500
milljónir í upphafí. Ríkisstjórnarleiðin
muni á endanum kosta jafn mikið og
hin leiðin þegar lífeyrissjóðirnir verði
komnir með full lífeyrisútgjöld.
Sjötugir og
eldri munu
einir njóta