Morgunblaðið - 17.12.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.12.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994 2, ERLENT Kínversk stjórnvöld senda frá sér viðvörun Harðir dómar yfir andófsmönnum Peking. Reuter. NIU kínverskir andófsmenn liafa verið dæmdir í fangelsi, frá þremur árum og upp i 20, og er um að ræða hörðustu dóma yfir andófs- mönnum frá því mótmæli stúdenta voru bæld niður í blóði á Tiananm- en-torgi 1989. Tíundi maðurinn verður látinn sæta eftirliti í tvö ár. Búa sig undir dauða Dengs Hu Shigen, 39 ára gamall kennari við Málaskólann í Peking, fékk þyngstu refsinguna, 20 ára fang- elsi, en hann var sakaður um að hafa stjórnað gagnbyltingarhópi og „dreift gagnbyltingaráróðri“. Tugir lögreglumanna gættu réttarsalar- ins þegar dómarnir voru kveðnir upp og ættingjar sakborninganna fengu ekki að koma þar inn. Dóm- unum verður öllum áfrýjað. Haft er eftir erlendum stjórn- arerindreka, að þessir hörðu dómar kunni að vera nokkurs konar við- vörun til almennings um að hugsa ekki til þess að nota dauða Deng Xiaopings, ókrýnds leiðtoga Kína, til að mótmæla yfirráðum kommún- istaflokksins. Deng er nú níræður að aldri. Sakborningarnir vor handteknir í maí og júní 1992 og var þá sagt, að þeir hefðu ætlað að dreifa flugm- iðum með andkommúnískum áróðri fyrir 4. júní þegar þijú ár voru liðin frá atburðunum á Tiananmen-torgi. Ihaldsmenn gjalda afhroð IAN Pearson frambjóðandi Verkamannaflokksins vann yfir- burðasigur í aukakosningum i kjördæminu Dudley West í Mið- Englandi í fyrrakvöld. Ósigur Ihaldsflokksins var meiri en svartsýnustu flokksmenn höfðu gert ráð fyrir. Pearson hlaut 69% atkvæða eða 28.400. Er það álika atkvæða- fjöldi og flokkurinn hlaut í síð- ustu kosningum. Kjörsókn var aðeins 47% og virðist sem stuðningsmenn Ihaldsflokkins hafi setið heima. Frambjóðandi flokksins hlaut 34.729 atkvæði í þingkosningun- um í apríl 1992 en að þessu sinni komu aðeins 7.706 atkvæði, eða 19%, í hlut flokksins. JAPANSKIR nemendur lúta ströngum aga í skólum og lögð er ofuráhersla á góðar einkunnir. Einelti alvarlegt vandamál í japönskum skólum Ottast skriðu sjálfs- víga meðal unglínga Tókýó. Reuter. FIMM íapanskir unglingar hafa svipt sig lífi að undanförnu vegna eineltis í skóla og hafa sálfræðing- ar áhyggjur af, að umfjöllun fjöl- miðla muni hrinda af stað skriðu sjálfsvíga í Japan. Einn þeirra sem fyrirfór sér var 15 ára gamall ungl- ingur í Fukushima skammt frá Tókýó og skildi hann eftir bréf þar sem hann nefndi þá, sem hefðu ofsótt sig. „Ég fæ aldrei að vera í friði og það er þessum krökkum að kenna,“ sagði í bréfinu, sem fannst eftir að unglingurinn hafði hengt sig úti í skógi. Nokkrum dögum áður hafði 13 ára gamall strákur farið eins að og einnig annar í síðasta mánuði. Var ástæðan sú, að nokkr- ir skólafélaga hans níddust á hon- um og neyddu til að stela peningum á heimili sínu. I gær hengdi síðan 14 ára strák- ur sig og 13 ára piltur stökk úr járnbrautarlest í Saitama norður af Tókíó. Barnasálfræðingurinn Inada Nada segir, að mikið sé um einelti í jap- önskum skólum en hún óttast, jtð mikil fjölmiðl- aumræða um sjálfsvíg af þessum sökum geti orðið til að fjölga þeim. Unglingum, sem liðu fyrir einelti í skólum, gæti fundist minna um að stytta sér aldur þegar aðrir hefðu gert það. Þessi mál voru tekin fyrir á sér- stökum ríkisstjórnarfundi nú í vik- unni og að honum loknum gaf menntamálaráðuneytið út sérstaka fyrirskipun um, að tekið skyldi miklu harðar á þeim í skólunum. Nokkru áður kom hins vegar út skýrsla á vegum ráðuneytisins þar sem því var haldið fram, að dæmum um einelti færi fækkandi. Margir sérfræðingar í Japan kenna mennta- málaráðuneytinu um ástandið í skólunum. Það beri ábyrgð á þeirri ofuráherslu, sem er á góðar einkunnir. Unglingurinn, sem svipti sig lífi nú síðast, var beittur því, sem kall- að er „ísköld þögn“. Þegar hann nálgaðist bekkjarfélaga sína sló jafnan þögn á hópinn og þeir virtu hann aldrei svars. Kennararnir vissu af þessu en kváðust ekki hafa áttað sig á hve alvarlegt það var. Kyoteru Okochi, 13 ára, hengdi sig í síðasta mánuði. nifjung snuan cnn rcindiir oi 7 grapnn, ái'alll qótnsœlur >nc( WOATUN gngbragqi IMOATUN117. ROFABÆ 39. HRIIVIGBRAUT 121. KLEIFARSEL118. LAUGAVEG1116. HAMRABORG K0P. FURUGRUND KOP. M0SFELLSBÆ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.