Morgunblaðið - 17.12.1994, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994 2,
ERLENT
Kínversk stjórnvöld senda frá sér viðvörun
Harðir dómar yfir
andófsmönnum
Peking. Reuter.
NIU kínverskir andófsmenn liafa
verið dæmdir í fangelsi, frá þremur
árum og upp i 20, og er um að
ræða hörðustu dóma yfir andófs-
mönnum frá því mótmæli stúdenta
voru bæld niður í blóði á Tiananm-
en-torgi 1989. Tíundi maðurinn
verður látinn sæta eftirliti í tvö ár.
Búa sig undir dauða Dengs
Hu Shigen, 39 ára gamall kennari
við Málaskólann í Peking, fékk
þyngstu refsinguna, 20 ára fang-
elsi, en hann var sakaður um að
hafa stjórnað gagnbyltingarhópi og
„dreift gagnbyltingaráróðri“. Tugir
lögreglumanna gættu réttarsalar-
ins þegar dómarnir voru kveðnir
upp og ættingjar sakborninganna
fengu ekki að koma þar inn. Dóm-
unum verður öllum áfrýjað.
Haft er eftir erlendum stjórn-
arerindreka, að þessir hörðu dómar
kunni að vera nokkurs konar við-
vörun til almennings um að hugsa
ekki til þess að nota dauða Deng
Xiaopings, ókrýnds leiðtoga Kína,
til að mótmæla yfirráðum kommún-
istaflokksins. Deng er nú níræður
að aldri.
Sakborningarnir vor handteknir í
maí og júní 1992 og var þá sagt,
að þeir hefðu ætlað að dreifa flugm-
iðum með andkommúnískum áróðri
fyrir 4. júní þegar þijú ár voru liðin
frá atburðunum á Tiananmen-torgi.
Ihaldsmenn gjalda afhroð
IAN Pearson frambjóðandi
Verkamannaflokksins vann yfir-
burðasigur í aukakosningum i
kjördæminu Dudley West í Mið-
Englandi í fyrrakvöld. Ósigur
Ihaldsflokksins var meiri en
svartsýnustu flokksmenn höfðu
gert ráð fyrir.
Pearson hlaut 69% atkvæða
eða 28.400. Er það álika atkvæða-
fjöldi og flokkurinn hlaut í síð-
ustu kosningum.
Kjörsókn var aðeins 47% og
virðist sem stuðningsmenn
Ihaldsflokkins hafi setið heima.
Frambjóðandi flokksins hlaut
34.729 atkvæði í þingkosningun-
um í apríl 1992 en að þessu sinni
komu aðeins 7.706 atkvæði, eða
19%, í hlut flokksins.
JAPANSKIR nemendur lúta ströngum aga í skólum og lögð er ofuráhersla á góðar einkunnir.
Einelti alvarlegt vandamál í japönskum skólum
Ottast skriðu sjálfs-
víga meðal unglínga
Tókýó. Reuter.
FIMM íapanskir unglingar hafa
svipt sig lífi að undanförnu vegna
eineltis í skóla og hafa sálfræðing-
ar áhyggjur af, að umfjöllun fjöl-
miðla muni hrinda af stað skriðu
sjálfsvíga í Japan. Einn þeirra sem
fyrirfór sér var 15 ára gamall ungl-
ingur í Fukushima skammt frá
Tókýó og skildi hann eftir bréf þar
sem hann nefndi þá, sem hefðu
ofsótt sig.
„Ég fæ aldrei að vera í friði og
það er þessum krökkum að kenna,“
sagði í bréfinu, sem fannst eftir
að unglingurinn hafði hengt sig
úti í skógi. Nokkrum dögum áður
hafði 13 ára gamall strákur farið
eins að og einnig annar í síðasta
mánuði. Var ástæðan sú, að nokkr-
ir skólafélaga hans níddust á hon-
um og neyddu til að stela peningum
á heimili sínu.
I gær hengdi síðan 14 ára strák-
ur sig og 13 ára piltur
stökk úr járnbrautarlest
í Saitama norður af
Tókíó.
Barnasálfræðingurinn
Inada Nada segir, að
mikið sé um einelti í jap-
önskum skólum en hún
óttast, jtð mikil fjölmiðl-
aumræða um sjálfsvíg
af þessum sökum geti
orðið til að fjölga þeim.
Unglingum, sem liðu
fyrir einelti í skólum,
gæti fundist minna um
að stytta sér aldur þegar
aðrir hefðu gert það.
Þessi mál voru tekin fyrir á sér-
stökum ríkisstjórnarfundi nú í vik-
unni og að honum loknum gaf
menntamálaráðuneytið út sérstaka
fyrirskipun um, að tekið skyldi
miklu harðar á þeim í skólunum.
Nokkru áður kom hins
vegar út skýrsla á vegum
ráðuneytisins þar sem
því var haldið fram, að
dæmum um einelti færi
fækkandi.
Margir sérfræðingar í
Japan kenna mennta-
málaráðuneytinu um
ástandið í skólunum. Það
beri ábyrgð á þeirri
ofuráherslu, sem er á
góðar einkunnir.
Unglingurinn, sem
svipti sig lífi nú síðast,
var beittur því, sem kall-
að er „ísköld þögn“. Þegar hann
nálgaðist bekkjarfélaga sína sló
jafnan þögn á hópinn og þeir virtu
hann aldrei svars. Kennararnir
vissu af þessu en kváðust ekki
hafa áttað sig á hve alvarlegt það
var.
Kyoteru Okochi,
13 ára, hengdi
sig í síðasta
mánuði.
nifjung
snuan
cnn
rcindiir
oi 7 grapnn,
ái'alll qótnsœlur
>nc(
WOATUN
gngbragqi
IMOATUN117. ROFABÆ 39. HRIIVIGBRAUT 121. KLEIFARSEL118. LAUGAVEG1116. HAMRABORG K0P. FURUGRUND KOP. M0SFELLSBÆ.