Morgunblaðið - 17.12.1994, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 17.12.1994, Blaðsíða 60
MICROSOFT. einarj. WINDOWS. SKÚLASONHF MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SlMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: IIAFNARSTRÆTI 86 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Fimm slösuðust í hörðum árekstri tveggja fólksbíla á V esturlands vegi Tvær stúlkur í lífshættu FIMM slösuðust og tvær stúlkur eru þungt haldnar eftir harðan árekstur tveggja bíla við Skálatún í Mos- fellsbæ um kl. 22.30 í gærkvöldi. Fólksbíll á leið til Reykjavíkur snerist á hálum veginum og rann í veg fyrir Lada-bíl á norðurleið.Þrjár stúlkur voru í fólksbílnum og köstuð- ust tvær þeirra út en ökumaðurinn sat klemmdur í flakinu. Tvær stúlkn- anna voru taldar mjög þungt haldnar og a.m.k. önnur þeirra, sem kastast hafði 20 metra út fyrir veg, var meðvitundarlaus og talin í lífshættu. Hjón voru í Lada-bílnum ogslösuð- ust þau en gengu í sjúkrabíla sem fluttu þau til rannsóknar á slysadeild. BILL stúlknanna þriggja er gjörónýtur eftir áreksturinn við Skálatún í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Atlantsálhópnum settur lokafrestur til að svara eftir helgi Rætt við þýska álframleið- endur um stækkun IS AL Hugmyndir eru uppi um þriðjungs stækkun álversins í Straumsvík UNDANFARIÐ hafa farið fram viðræður á milli hluta íslensku álvið- ræðunefndarinnar, formanns stjórnar Landsvirkjunar og forstöðu- manns Markaðssviðs Landsvirkjunar annars vegar og þýsks álframleið- anda, Vereinte Aluminium Werke, hins vegar, um möguleikann á því að tiltölulega ný álverksmiðja í eigu fyrirtækisins, sem hefur verið lokuð um hríð, verði flutt til Islands, og reist á svæði ÍSAL í Straums- vík. Það þýddi allt að 40 þúsund tonna aukningu á ársframleiðslu í Straumsvík, annaðhvort í samvinnu við ÍSAL, eða sjálfstætt. Morgunblaðið hefur upplýsingar um, að til greina kemur, að stækk- unin í Straumsvík verði í samvinnu við ÍSAL og Alusuisse, þannig að um blandað eignarhald verði að ræða, eða að Vereinte Aluminium Werke ætti eitt stækkunina. Báðir möguleikar eru til skoðunar og hef- ur ekki verið gert upp á milli þeirra, skv. upplýsingum Morgunblaðsins. Báðir kostir álitlegir Litið er á hvorn kostinn sem er, sem mjög álitlegan. Þetta hefði í för með sér mun betri nýtingu á svæði ÍSAL í Straumsvík, auknar tekjur fyrir Landsvirkjun, aukna atvinnu á svæðinu og auknar tekjur fyrir ríkissjóð. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins, telja stjórnendur iðnað- arráðuneytisins og Lantjsvirkjunar, að þeir aðilar sem mynda Atlantsál- hópinn, þ.e. Alumax, Hoogovens og Gránges, hafi dregið úr hömlu að gera upp hug sinn, um hvort ráðist verði í framkvæmdir á Keilisnesi. Því verður þeim settur lokafrestur á fundi íslensku álviðræðunefndar- innar með fulltrúum þeirra, í Amst- erdam í Hollandi, næstkomandi þriðjudag. Lokafresturinn sem veittur verður, verður ekki nema til nokkurra vikna, samkvæmt upp- Iýsingum Morgunblaðsins. Sá sem fyrstur er tilbúinn fær afslátt Viðhorf íslenskra stjórnvalda er, að hægt sé að bjóða þeim sem fyrst- ur er tilbúinn til að kaupa ónýtta ’raforku, hagstætt raforkuverð, í ákveðinn aðlögunartíma. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins er þá verið að ræða um afslátt frá 20 mills kwh, í ákveðinn tíma. Gefam þeim í gogginn NÚ þegar jólin nálgast og mann- fólkið hugar að gjöfum og kræs- ingum er ekki úr vegi að hugsa líka til smáfuglanna. Fuglarnir fúlsa ekki við brauð- mylsnu, en þeir sem vilja hafa meira við geta leitað til matvöru- verslana, sem flestar selja fugla- korn. Tvö fyrirtæki framleiða fuglakorn, Kornax, sem selur ómalað hveitikorn ,og Katla, sem selur kurlaðan maís. Framleið- endurnir tveir láta Sólskríkju- sjóðinn njóta góðs af hluta sölu- verðsins, en sjóðurinn sendir m.a. fuglakorn til barnaskóla úti á landi einkum, þar sem snjó- þyngst er. Tillaga um arðgreiðslur veitustofnana lögð fram Afgjaldið mun í FJÁRHAGSÁÆTLUNUM veitu- stofnana Reykjavíkurborgar, sem lagðar verða fyrir borgarráð í dag, er gert ráð fyrir hækkun afgjalds, sem veiturnar greiða til borgarinn- ar. Afgjald er hlutfall af heildarút- gjöldum - þ.e. nokkurs konar að- stöðugjald - veitustofnana Reykja- víkurborgar, Hitaveitu, Rafmagns- veitu og Vatnsveitu, og greiðist til Reykjavíkurborgar, sem er eigandi fyrirtækjanna. Aðalsteinn Guðjohnsen raf- magnsveitustjóri staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að gert væri ráð fyrir hækkun afgjalds í fjárhagsáætlun Rafmagnsveitunn- ar en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Það vildi Alfreð Þor- hækka steinsson, formaður stjórnar veitu- stofnana Reykjavíkurborgar, ekki heldur þar sem borgarráð hefði enn ekki ijallað um málið. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er gert ráð fyrir verulegri hækkun gjaldsins sem muni þegar fram í sækir óhjákvæmilega leiða til hækkunar á gjaldskrám fyrir- tælq'anna. Lagt til að Fiskveiða- sjóður verði hlutafélag NEFND sem unnið hefur að endur- skoðun laga um Fiskveiðasjóð ís- lands kynnti Þorsteini Pálssyni, sjávarútvegsráðherra, þær hug- myndir sínar á fundi í gær, að leggja til í frumvarpsformi, fyrir áramót, að Fiskveiðasjóði verði breytt í hlutafélag. Birgir Isleifur Gunnarsson, seðla- bankastjóri, er formaður nefndar- innar, en aðrir nefndarmenn eru Björgvin Vilmundarson, bankastjóri Landsbankans, og Kristján Ragn- arsson, formaður LÍÚ. Þorsteinn fylgjandi „Mér líst vel á þessa hugmynd," sagði sjávarútvegsráðherra. Hann var spurður hvernig slík breyting væri hugsuð, ef af yrði: „Eitt er nú að breyta sjóðnum í hlutafélag og annað að taka ákvörðun um að selja hlutabréfin á markaði," sagði Þorsteinn. Ráðherra sagði að breyting sem þessi yrði að gerast með býsna góðum aðdraganda. Ræða þyrfti við alla lánveitendur Fiskveiða- sjóðs áður en slík ákvörðun væri tekin og undirbúa málið mjög vandlega. Aðspurður hvort hann teldi að frumvarp sem þetta gæti orðið að lögum á þessu þingi, svaraði sjávar- útvegsráðherra: „Það er nú stutt eftir af þessu þingi, þannig að ég er ekki endilega viss um það. Þarna er líka verið að tala um, að víkka starfssvið sjóðsins, sem í dag er mjög þröngt. Gera starfsreglurnar almennari og meira í samræmi við það sem almennt gerist í lánastofn- unum.“ ------» ♦ ♦---- Afnám tvísköttunar Tekjutap 250 millj- ónir í stað 2 milljarða TILLÖGUR ríkisstjórnarinnar um afnám tvísköttunar lífeyris þýða að ríkissjóður missir 250 milljón króna skatttekjur á þessu ári. Hefði verið valin sú leið að heim- ila fólki að draga lífeyrissjóðs- greiðslur frá tekjum hefi ríkissjóð- ur tapað 1,8 til 2 milljarða tekj- um. Tekjutapið eykst ár frá ári Ríkisstjórnin vill undanþiggja hluta eftirlauna fólks 70 ára og eldra frá skatti. Flestar aðrar vest- rænar þjóðir koma í veg fyrir tvís- köttun með því að heimila fólki að draga lífeyrissjóðsiðgjöld frá tekjum á skattframtali. Það myndi kosta ríkissjóð 1,8 til 2 milljarða. ASI bendir á að hægt væri að gera það í áföngum. Tekjutap rík- issjóðs með þeirri aðferð ríkis- stjórnarinnar eykst ár frá ári þar til tekjutapið verður það sama og í hinni leiðinni. ■ Afnema ekki/30-31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.