Morgunblaðið - 17.12.1994, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 17.12.1994, Qupperneq 60
MICROSOFT. einarj. WINDOWS. SKÚLASONHF MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SlMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: IIAFNARSTRÆTI 86 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Fimm slösuðust í hörðum árekstri tveggja fólksbíla á V esturlands vegi Tvær stúlkur í lífshættu FIMM slösuðust og tvær stúlkur eru þungt haldnar eftir harðan árekstur tveggja bíla við Skálatún í Mos- fellsbæ um kl. 22.30 í gærkvöldi. Fólksbíll á leið til Reykjavíkur snerist á hálum veginum og rann í veg fyrir Lada-bíl á norðurleið.Þrjár stúlkur voru í fólksbílnum og köstuð- ust tvær þeirra út en ökumaðurinn sat klemmdur í flakinu. Tvær stúlkn- anna voru taldar mjög þungt haldnar og a.m.k. önnur þeirra, sem kastast hafði 20 metra út fyrir veg, var meðvitundarlaus og talin í lífshættu. Hjón voru í Lada-bílnum ogslösuð- ust þau en gengu í sjúkrabíla sem fluttu þau til rannsóknar á slysadeild. BILL stúlknanna þriggja er gjörónýtur eftir áreksturinn við Skálatún í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Atlantsálhópnum settur lokafrestur til að svara eftir helgi Rætt við þýska álframleið- endur um stækkun IS AL Hugmyndir eru uppi um þriðjungs stækkun álversins í Straumsvík UNDANFARIÐ hafa farið fram viðræður á milli hluta íslensku álvið- ræðunefndarinnar, formanns stjórnar Landsvirkjunar og forstöðu- manns Markaðssviðs Landsvirkjunar annars vegar og þýsks álframleið- anda, Vereinte Aluminium Werke, hins vegar, um möguleikann á því að tiltölulega ný álverksmiðja í eigu fyrirtækisins, sem hefur verið lokuð um hríð, verði flutt til Islands, og reist á svæði ÍSAL í Straums- vík. Það þýddi allt að 40 þúsund tonna aukningu á ársframleiðslu í Straumsvík, annaðhvort í samvinnu við ÍSAL, eða sjálfstætt. Morgunblaðið hefur upplýsingar um, að til greina kemur, að stækk- unin í Straumsvík verði í samvinnu við ÍSAL og Alusuisse, þannig að um blandað eignarhald verði að ræða, eða að Vereinte Aluminium Werke ætti eitt stækkunina. Báðir möguleikar eru til skoðunar og hef- ur ekki verið gert upp á milli þeirra, skv. upplýsingum Morgunblaðsins. Báðir kostir álitlegir Litið er á hvorn kostinn sem er, sem mjög álitlegan. Þetta hefði í för með sér mun betri nýtingu á svæði ÍSAL í Straumsvík, auknar tekjur fyrir Landsvirkjun, aukna atvinnu á svæðinu og auknar tekjur fyrir ríkissjóð. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins, telja stjórnendur iðnað- arráðuneytisins og Lantjsvirkjunar, að þeir aðilar sem mynda Atlantsál- hópinn, þ.e. Alumax, Hoogovens og Gránges, hafi dregið úr hömlu að gera upp hug sinn, um hvort ráðist verði í framkvæmdir á Keilisnesi. Því verður þeim settur lokafrestur á fundi íslensku álviðræðunefndar- innar með fulltrúum þeirra, í Amst- erdam í Hollandi, næstkomandi þriðjudag. Lokafresturinn sem veittur verður, verður ekki nema til nokkurra vikna, samkvæmt upp- Iýsingum Morgunblaðsins. Sá sem fyrstur er tilbúinn fær afslátt Viðhorf íslenskra stjórnvalda er, að hægt sé að bjóða þeim sem fyrst- ur er tilbúinn til að kaupa ónýtta ’raforku, hagstætt raforkuverð, í ákveðinn aðlögunartíma. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins er þá verið að ræða um afslátt frá 20 mills kwh, í ákveðinn tíma. Gefam þeim í gogginn NÚ þegar jólin nálgast og mann- fólkið hugar að gjöfum og kræs- ingum er ekki úr vegi að hugsa líka til smáfuglanna. Fuglarnir fúlsa ekki við brauð- mylsnu, en þeir sem vilja hafa meira við geta leitað til matvöru- verslana, sem flestar selja fugla- korn. Tvö fyrirtæki framleiða fuglakorn, Kornax, sem selur ómalað hveitikorn ,og Katla, sem selur kurlaðan maís. Framleið- endurnir tveir láta Sólskríkju- sjóðinn njóta góðs af hluta sölu- verðsins, en sjóðurinn sendir m.a. fuglakorn til barnaskóla úti á landi einkum, þar sem snjó- þyngst er. Tillaga um arðgreiðslur veitustofnana lögð fram Afgjaldið mun í FJÁRHAGSÁÆTLUNUM veitu- stofnana Reykjavíkurborgar, sem lagðar verða fyrir borgarráð í dag, er gert ráð fyrir hækkun afgjalds, sem veiturnar greiða til borgarinn- ar. Afgjald er hlutfall af heildarút- gjöldum - þ.e. nokkurs konar að- stöðugjald - veitustofnana Reykja- víkurborgar, Hitaveitu, Rafmagns- veitu og Vatnsveitu, og greiðist til Reykjavíkurborgar, sem er eigandi fyrirtækjanna. Aðalsteinn Guðjohnsen raf- magnsveitustjóri staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að gert væri ráð fyrir hækkun afgjalds í fjárhagsáætlun Rafmagnsveitunn- ar en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Það vildi Alfreð Þor- hækka steinsson, formaður stjórnar veitu- stofnana Reykjavíkurborgar, ekki heldur þar sem borgarráð hefði enn ekki ijallað um málið. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er gert ráð fyrir verulegri hækkun gjaldsins sem muni þegar fram í sækir óhjákvæmilega leiða til hækkunar á gjaldskrám fyrir- tælq'anna. Lagt til að Fiskveiða- sjóður verði hlutafélag NEFND sem unnið hefur að endur- skoðun laga um Fiskveiðasjóð ís- lands kynnti Þorsteini Pálssyni, sjávarútvegsráðherra, þær hug- myndir sínar á fundi í gær, að leggja til í frumvarpsformi, fyrir áramót, að Fiskveiðasjóði verði breytt í hlutafélag. Birgir Isleifur Gunnarsson, seðla- bankastjóri, er formaður nefndar- innar, en aðrir nefndarmenn eru Björgvin Vilmundarson, bankastjóri Landsbankans, og Kristján Ragn- arsson, formaður LÍÚ. Þorsteinn fylgjandi „Mér líst vel á þessa hugmynd," sagði sjávarútvegsráðherra. Hann var spurður hvernig slík breyting væri hugsuð, ef af yrði: „Eitt er nú að breyta sjóðnum í hlutafélag og annað að taka ákvörðun um að selja hlutabréfin á markaði," sagði Þorsteinn. Ráðherra sagði að breyting sem þessi yrði að gerast með býsna góðum aðdraganda. Ræða þyrfti við alla lánveitendur Fiskveiða- sjóðs áður en slík ákvörðun væri tekin og undirbúa málið mjög vandlega. Aðspurður hvort hann teldi að frumvarp sem þetta gæti orðið að lögum á þessu þingi, svaraði sjávar- útvegsráðherra: „Það er nú stutt eftir af þessu þingi, þannig að ég er ekki endilega viss um það. Þarna er líka verið að tala um, að víkka starfssvið sjóðsins, sem í dag er mjög þröngt. Gera starfsreglurnar almennari og meira í samræmi við það sem almennt gerist í lánastofn- unum.“ ------» ♦ ♦---- Afnám tvísköttunar Tekjutap 250 millj- ónir í stað 2 milljarða TILLÖGUR ríkisstjórnarinnar um afnám tvísköttunar lífeyris þýða að ríkissjóður missir 250 milljón króna skatttekjur á þessu ári. Hefði verið valin sú leið að heim- ila fólki að draga lífeyrissjóðs- greiðslur frá tekjum hefi ríkissjóð- ur tapað 1,8 til 2 milljarða tekj- um. Tekjutapið eykst ár frá ári Ríkisstjórnin vill undanþiggja hluta eftirlauna fólks 70 ára og eldra frá skatti. Flestar aðrar vest- rænar þjóðir koma í veg fyrir tvís- köttun með því að heimila fólki að draga lífeyrissjóðsiðgjöld frá tekjum á skattframtali. Það myndi kosta ríkissjóð 1,8 til 2 milljarða. ASI bendir á að hægt væri að gera það í áföngum. Tekjutap rík- issjóðs með þeirri aðferð ríkis- stjórnarinnar eykst ár frá ári þar til tekjutapið verður það sama og í hinni leiðinni. ■ Afnema ekki/30-31

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.