Morgunblaðið - 17.12.1994, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994 21
NEYTENDUR
Jólaostnr með íslensku kryddi
SÉRSTAKUR jólaostur kom í
verslanir fyrir skömmu, ostarúlla
með íslensku birki og krækilyngi.
„Hugmyndin kom upp í sumar.
Við höfum unnið mikið með erlend
krydd en langaði að prófa ís-
lensk,“ segir Þórarinn Þórhallsson
mjólkurfræðingur. Eftir að hafa
haft' samband við Stefaníu Gísla-
dóttur sem framleiðir birkisalt
ákvað hún að senda Þórarni prufur
af birki og krækilyngi. Habn segir
að niðurstaðan hafi verið þessi nýi
jólaostur með birki og krækilyngi.
Krækilyngið er innan í ostinum
en honum síðan velt uppúr gróf-
möluðu birki. Osturinn verður
sterkari með tímanum því kræki-
lyngið fer smám saman meira út
í ostinn.
Ákveðið var að tína birki á
meðan hægt var og selja ostinn
til prufu fyrir jólin.
Þar sem íslenska kryddið hentar
vel með villibráð hefur matreiðslu-
meistarinn Ásbjörn Pálsson á
Fjörukránni þróað tvær uppskriftir
að sósum þar sem íslenski jólaost-
urinn er notaður.
Portvíns-og
birkiostasósa__________
50 g smjör
1 rauðlaukur
_________1 tsk. rósmgrín______
2‘A dl portvín
3 dl rauðvín
safi úr einni appelsínu
1 tsk. sykur
8 dl villisoð, þykkt
1 ostarúlla með birki og krækilyngi
Smjör, rauðlaukur og rósmarín er
steikt í potti, víni og safa bætt út
í og soðið niður um helming.
Sykri bætt í og soðið af villibráð-
inni er þykkt með maizenamjöli
og þessu bætt út í. Látið sjóða í
fimm mínútur. Bætið osti við og
látið hann bráðna saman við sós-
una. Berið fram með hreindýra-
kjöti.
Týtuberja- og
birkiostasósa
50 g smjör
100 g týtuber eða sulta
____________1 tsk. timign__________
____________1 dl portvín___________
___________4 dl rauðvín____________
2 tsk. sykur
8 dl villibráðarsoð
1 ostarúlla með birki og krækilyngi
Brúnið saman í potti smjör, týtu-
ber og timian. Bætið í sykri og
víni og látið sjóða niður um helm-
ing. Þykkið villisoð með maizena-
mjöli og hellið saman við. Sigtið.
Osti bætt saman við.
Þessi sósa hentar vel með gæs eða
ijúpu. ■
Ostarúllur
í nýjum
umbúðum
OSTARÚLLURNARfrá Ostahús-
inu í Hafnarfirði eru komnar í
nýjar umbúðir. Þær eru sexkant-
aðar, opnaðar þannig að helming-
urinn af ostinum stendur uppúr
og er því hægt að bera ostinn
fram í umbúðunum ef vill. Þar
sem Iokinu er smellt á er hægt
að geyma ostinn áfram í umbúð-
unum þótt þær hafi verið opnaðar.
Ostahúsið framleiðir fimm teg-
undir af ostarúllum, en þær eru
þó sex um þessar mundir þar sem
sérstök ostarúlla með birki og
krækilyngi er framleidd fyrir jól-
in. Hinar fimm eru með beikoni
og paprikublöndu, hvítlauk og
steinselju, blönduðum pipar, hvít-
laukspipar og koníaki og hnetum.
Dreifingaraðili er Osta og
smjörsalan en einnig er hægt að
kaupa ostana í sérstökum gjafa-
pakkningum í Ostahúsinu
Hafnarfirði.
Grænmetis-
blanda frá
Sól hf.
NY tegund af frosnu græn-
meti, Sólaruppskera, frá Sól hf.
er komin á markað og fæst í
300 g pokum.
Sólaruppskeran er samsett úr
spergilkáli, blómkáli og gulrót-
um. Framleiðendur segja blönd-
una mjög holla. Því til staðfest-
ingar benda þeir á grein um
hollustu grænmetís sem nýverið
birtist í Stanford Ambassador
og gefið er út af Heilbrigðismið-
stöð Stanford-háskóla í Kalifor-
níu. Þar segir að ákveðið efni,
sulforaphane, sem er m.a. í
spergilkáli, blómkáli, gulrótum,
rósakáli, káli og blaðlauk, virðist
hindra útbreiðslu krabbameins í
lifandi dýrafrumum.
Jólatrén
frítt heim
í FRAMHALDI af verðkönnun
á jólatijám síðastliðinn fimmtu-
dag vill Flugbjörgunarsveitin í
Reykjavík taka fram að þeir
bjóða fría heimsendingarþjón-
ustu. Það gerir reyndar Slysa-
varnarsveitin í Kópavogi líka
og kunna að vera fleiri sem upp
á þessa þjónustu bjóða.
Flugbjörgunarsveitin í
Reykjavík vill gjarnan koma á
framfæri að með sölunni eru
þeir að byggja upp starfsemi
sína því allur ágóði rennur til
Flugbjörgunarsveitarinnar.
28” sjón-
varpstæki á
49.770 kr.
BÓNUS hefur hafið sölu á 28”
sjónvarpstækjum sem kosta
49.770 krónur.
Tækin sem eru af Alba gerð
eru með Nokia myndlampa,
með textavarpi, fjarstýringu,
90 stöðva minni, „scart“ tengi
aðgerðastýringu á skjá og
kapalmagnara.
ora
. að sjáifsögðu!