Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR1995 B 15 H EILBRIGÐ LÍKAMSRÆKT SVANHVIT Jakobsdóttir viðskiptafræðingur og Stefán Hjaltalín. Er nú vænt- anlega gjald- gengur „ÉG lét það eftir mér að fara á bridsnámskeið í haust,“ segir Stefán Hjaltalín. Hann segist hafa spilað brids áður en ekki eftir neinu kerfi. „Það er tölu- vert spilað í kringum mig þar sem ég vinn í Steindórsprenti. Ég var varla gjaldgengur meðal vinnufélaganna af því ég kunni ekki nóg. Nú veit ég allavega hvernig Standard-kerfið er upp- byggt. Ég ætla að halda áfram að spila eins mikið og ég get.“ til þess að geta gert slemmu, minnst 37 punkta. Alls eru 40 punktar í spilunum. Heldur minna þarf í hálf- slemmu, eða 33 punkta. Þessu tengjast svo ásaspurningar. Þær virðast nú frekar einfaldar, maður segir 4 grönd og makker svarar með 5 laufum, sem þýðir enginn ás, allt upp í 5 spaða sem þýðir þtjá ása. Ymislegt annað er þó flók- ið í þessum fræðum. Við spilum prufuspil og ég fæ yndisleg spil, enda er kannski ætlun kennarans að ég geri slemmu á þessi spil og þann reyting sem makker hefur á hendi. Ég verð svo létt á brún að allir sjá það, ég hef ekki enn komið mér upp pókerand- Af hverju lær- ir fólk bridge? SVANHVÍT Jakobsdóttir við- skiptafræðingur segir að hún hafi ákveðið að læra bridge fyrir hvatningu vinkonu sinnar. „Ég er ekki alin upp við bridgespila- mennsku, en það var mikið spilað vist heima hjá mér á hátíðum. Sú æfing hefur komið mér að gagni í að spila úr spilunum. Mér' finnst bridge dálítið fólkið spil í byq'un en óskaplega skemmti- legt. Mér sýnist fólkið á nám- skeiðinu almennt hafa verið áhugasamt og virðist hafa mjög gaman af að spila. liti og kannski verður nokkur bið á því. Annar viðskiptafræðingurinn minn, hefur heldur ekki neitt póker- andlit. Hún fær næst góð spil og getur heldur ekki dulið gleði sína. Hún fer út í ásaspurningar og end- ar í sjö gröndum, en fyrir illkvitni örlaganna var makker hennar fyrri til að nefna grandsögn og þess vegna á hann að spila. Þá gerist mín kona ekki bara blind, heldur súr líka. í þessu spili spara ég hjartadrottninguna mína og fæ mikið ámæli fyrir hjá félögum mín- um.„í „prinsippinu" er rétt að leggja á mannspil, annað er ótrúleg byrjendasparsemi, sem þú ættir nú að vera komin yfir,“ segja þau. Við legur karlmaður. Við þtjár lítum hver á aðra og sú sem næst honum er segir: „Ert þú einn hér, ert þú í nokkrum spilaklúbbi?" Hann gerir bæði að játa og neita, sem betur fer játar hann fyrri spurningunni en neitar þeirri síðari. Við leggjum net okkar umsvifalaust fyrir hann og nöppum hann í spilaklúbb sem er stofnaður þama á samri stundu. Við erum öll mjög ánægð með þessi málalok, því nú gildir að reyna að æfa sig sem mest. Við ákveðum fyrsta mót spilaklúbbsins tveimur kvöldum seinna. Hjartatía galdramannsins Áður en við förum í tíunda tím- ann kemur spilaklúbburinn saman í fyrsta skipti. Það mót fer vel fram og við spilum af hjartans lyst. Eft- irminnilegasti atburður kvöldsins er þegar karlmaðurinn í hópnum, makker minn, er kominn í þrot í erfiðu spili og kemst ekki inn í borð blinds, sem er ég. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Þegar allt er orðið vonlaust sé ég að ég hef glutrað niður tígultíunni þegar ég lagði út spil blinds og nú sá ég hana allt í einu liggja á stól mínum, milli gallabuxnaklæddra læra minna. „Gerðu svo vel, hér er tígul- tían, þá reddast þetta allt,“ segi ég og dreg upp spilið eins og galdra- maður kanínu upp úr hatti sínum. Aldrei mun ég gíeyma svipnum á mótspilurum mínum við þetta tæki- færi. Og þá er það tíundi og síðasti tíminn. Guðmundur Páll hefur máls á fyrirstöðusögnum í sambandi við slemmur, en segir jafnframt að um það mál fáum við ekki að vita mik- ið á þessu námskeiði. Maður þarf að hafa óskaplega marga punkta GUÐRÚN Petersen, Marta Bergmann, Matthildur Valfells og Ágúst Valfells. endum svo námskeiðið á að spila sveitakeppni. Mín sveit vinnur með níu stigum og þykjumst við góð. Þar næst ákveðum við næsta spila- klúbb og kveðjumst svo með kær- leikum. Þegar ég fer út úr húsinu líður mér eins og unganum úr ævintýri H.C. Andersens, þessum sem var ljóti andarunginn en breyttist í svan, ég veit að vísu vel að ég er ekki orðinn neinn brids- svanur, en mér finnst ég þó finna fyrir agnarlitlum fjaðrastúfum sem ég vona að geti með tímanum orð- ið hvítar og fallegar flugfjaðrir. Vegna þessarar vonarglætu ákveð ég að fara sem fyrst á framhalds- námskeið í brids. Ætla að halda áfram að æfa Guðrún Petersen segist hafa far- ið á byijendanámskeið áður, en hætt að spila. „Ég fór með vin- konu minni og hef haft mjög gaman af að rifja upp spila- mennskuna," segir hún. „Mér finnst þetta virkilega skemmti- legt spil og heilmikið að takast á við. Það er mikilvægt að halda áfram að spila eftir að námskeiði lýkur, það veit ég af fyrri reynslu. Nú ætla ég að halda áfram að æfa mig og kannski fara á framhaldsnámskeið seinna. I uii. LIKAMSRÆKT Best fyrir rig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.