Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 31
a MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1995 B 08 31 Staöraöin í að halda áfram Bílamarkaburinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, simi S-^ 671800 ^* Fjörug bílaviðskipti Mikil eftirspurn eftir nýlegum, góðum bílum. Vantar slíka bíla á skrá og á sýningarsvæðið. Opið: Virka daga kl. 9-19, laugard. kl. 10-17, sunnud. kl. 13-18. ESTER Ingibergsdóttir fór í fyrsta timann í Lík- amsræktarstöðinni Hress í september sl. ásamt systur sinni Kristborgu þegar þær býrjuðu á átta vikna námskeiði sem nefndist Atak í fitubrennslu. Hún lét ekki staðar numið og hélt áfram á öðru sjö vikna námskeiði í kjölfarið. „Ég léttist um átta kíló á fyrstu tveimur námskeiðunum, en einhver kíló komu til baka um jólin," sagði hún. „Aðhaldið var mikið á fyrsta námskeiðinu og þá skrifaði ég niður allt sem ég borðaði, en hef ekki verið nógu dugleg að breyta mataræðinu, sérstaklega ekki yfirjólin." Ester hefur verið dagmaimna undanfarin fimm ár og segir að kílóin hafi bæst við eitt af öðru á undanförnum árum. Þegar hún er spurð hvort þyngdin hafi verið vandamál svarar hún: „Já-á, en einhvern veginn sætti ég mig við það. Ég ætla þó að reyna að fara ekki í sama horf aftur." Og við- brögð systurinnar láta ekki á sér standa: „Þetta voru aldeilis stór orð!" Eftir stuttar umræður urðu þær þó sammála um að ekki þýddi annað en hafa markmið til að stefna að. Kveikjan var kvennahlaupið Ester kveðst ekki háfa verið í sérstaklegra slakri æfingu þegar hún fór í eróbikkið því þrekhjól sé á heimilinu. „Ég tók tarnir öðru hvoru en hef ekki snert það síðan ég byrjaði hér. Annars var kvenna- hlaupið í fyrra kveikjan að því að ég dreif mig í leikfimi." Ester segist vera staðráðin í að halda áí'rain. „Þetta er svo góður félagsskapur og mér líður vel andlega. Ég er einnig sáttari við sjálfa mig þegar ég er í góðu formi," sagði hún og bætti við að eigin- maðurinn hafi farið að hennar dæmi og drifið sig í karlaflokkinn. Hann sé nú að hefja sitt annað námskeið. mM A:mimm...... Internet Morgunblaðið/Árni Sæberg ESTER Ingibergsdóttir er ein þeirra sem byrj- aði í Iíkamsrækt í haust og er orðin háð henni. UrkönnunFé!agsvísindastofnunaríapríl-maí1994 Líkamleg heilsa: Andleg líðan: Þau sem svðruðu mjðg góð Þau sem svöruðu mjög góð eða frekar góð eða frekar góð Hreyfing: Þau sem svöruðu einu sinni tilþrisvaríviku }74,6%6 67,7% 77,2% 76,9% II 75,2* 77,3%; 75,7% 74,6% Finn strax lyrir auknu boli EG STEFNI á að komast niður fyrir þriggja stafa tölu í þyngd," sagði Jón Páll Ásgeirs- son. Hann ákvað í byrjun desember að tími væri kominn til að takast á við þyngd sína, enda var hún farin að há honum í starfi sem stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni. „Það var orðið erfitt að príla á milli skipa," sagði hann til útskýringar en bætti við að starfið væri reyndar oftast rólegt og meðal annars þess vegna hafi kílóin bæst á hann eitt af öðru á undanförnum árum. Aðspurður hvort hann hefði óttast að sér yrði sagt upp störfum vegna þyngdar kvað hann svo ekki vera. Hins vegar neitaði hann því ekki að hafa fengið nokkur föst skot frá forstjóranum. „Eg varð líka að velja á milli þess að endurnýja fatalag- erinn eða taka kilóin af. Ég valdi síðari kostinn," sagði hann. Jón Páll hefur mætt stíft í Mátt frá því hann byrjaði eða alla virka daga þegar hann hefur verið í landi. Auk þess hefur hann getað haldið sér við ú ti á sjó, því lítil æfingastöð er um borð í skipinu. „Áður notaði ég tækin bara til málamynda, en nú hefur það breyst. Aðalatriðið er að byrja á reglu- bundnum æfingum og þá verður framhaldið auð- veldara. Ég hef aðéins einu sinni farið í líkamsrækt áður og þá einungis í einn tíma. Mér fannst ég utan- gátta, því fólkið virtist stefna meira á vaxtarrækt. Hér er allt önnur tegund f ólks og allt er miklu alþýðlegra," sagði hann. Sex kíló fokin Jón Páll hefur lést um að minnsta kosti sex kíló frá því í desember og segir að ekki dugi að vera einungis í þjálfun heldur þurfi að breyta matar- æðinu líka. „Það er alveg lygilegt magn fæðu sem má borða," sagði hann eftir að hafa fengið upplýs- ingar um mataræði hjá matvælafræðingnum. Morgunblaðið/Þorkell JÓN Páll Ásgeirsson kveðst stefna á að ná þyngdinni niður fyrir þriggja stafa tölu. Hann kveðst ekki vera hræddur um að hafa byrjað bf geyst þannig að hann gefist upp. „Ég er strax farinn að finna fyrir auknu þoli til dæmis þegar ég geng upp stiga. Og meðan ég sé árangur óttast ég ekki að gefast upp." „Tæknin sem er að halda innreið sína er svo ævintýraleg að henni verður naumast lýst í orðum." -Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, úr Nýársávarpi til íslensku þjóðarinnar. Nú er leiðin greið frá Islandi inn á ævintýralega upplýsingahraðbrautina. Fáðu allar heimsins upplýsingar ítexta, myndum, tali og tónum í tölvuna þína, í vinnunni eða heima. Kynntu fyrirtæki þitt og auglýstu á Internetinu. Við komum fyrirtæki þínu inn á netið og tengjum það inn á 30 milljóna manna markað. Aðgangur að Internetinu kostar kr. 1.992,- á mánuði og er þá innifalin einnar klukkustundar notkun daglega. Umframgjald er kr. 2.50,- mínútan. Taktu strax þátt í framtíðinni og settu þig í samband við umheiminn með innanbæjar- símtali. i Kynningarnámskeið um Internetið kemur þér á sársaukalausan hátt inn í þennan spennandi heim. Internet námskeið Miðheima verður haldið íTæknigarði HÍ n.k. fimmtudag kl. 20-23 og laugardag kl. 14-17. Leiðbeinandi er Þorsteinn Högni Gunnarsson, blaðamaður sem starfar í Bandaríkjunum og hefur sérhæft sig í kynningu Internetsins fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Þátttökugjald er kr. 3.500.- Skráning og nánari upplýsingar fást í síma 5694929. Tæknigarði. S: 5694933 - kynning @centrum.is heimasíða: http://www.centrum.is/ HmémtmKk :>:íi '.: *i ;' * : i.'i'-i'^ii'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.