Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST Hvab hefur breyst? Gamlingjarnir gera það gott TÓNLEIKATÍÐ þótti góð vestan hafs á nýliðnu ári, og margar gamalmenna- sveitir högnuðust á tón- leikahaldi, engin þó betur en Rollingunum. Rolling Stones lagði upp í heimsreisu snemma á árinu og hóf leikinn í Bandaríkjutjum. Síðasta ferð sveitarinnar um Bandaríkin, Steel Wheeels ferðin 1989, skilaði henni sex milljörðum króna, en að þessu sinni var innkom- an vel á áttunda milljarð. í öðru sæti varð önnur gamalmennasveit, Pink Floyd, sem velti um sjö milljörðum, þriðja gaml- ingjasveitin, Eagles, náði tæpum sex milljörðum, en varð að hætta í miðju kafi vegna veikinda Glenns Freys, Barbra Streisand rúmum fimm, Grateful Dead álíka og Elton John og Billy Joel náðu hálfum fjórða milljarði á sameigin- legri för sinni um Banda- ríkin. Þar fyrir neðan eru svo Aerosmith, Lollapalo- oza-sumargleðin og Phil Collins. Gullkarlar Rolling Stones. Tangarsókn safnplatnanna Hljómar og hljóð Á STUTTPLÖTU Bjarkar Guðmundsdóttur með langa nafninu sem má var að finna nokkur endurhljóðblönduð lög vakti athygli teymið Sabres of Paradise, sem átti stóran hluta laganna. Fyrir stuttu kom út með hljómsveitinni plata af eigin verkum. Sabres of Paradise er hug- arfóstur Andys Weat- heralls, sem er líklega áhrifa- mesti takkamaður Bretlands síðustu árin. Hann hefur unnið með grúa sveita og margir telja hann einn helsta spámann breska dansrokks- ins. Vegsemd hans hefur aukis óðfluga upp á síðkastið og breiðskífum Sabres of Paradise, sem heitir Haunted Dancehall, er spá mikilli vel- gengni. Haunted Dancehall sækir innblástur sinn í samnefnda sögu eftir Jameds Woodbo- ume og minnir um margt á kvikmyndaskífu, þar sem mikið er lagt í að ná fram réttu andrúmslofti og farið fimum höndum um hljóma og hljóð til að ná settu marki. Smáskífan Wilmont, sem náð hefur hylli í danshúsum Bret- lands, er gott dæmi um stílinn, en um þá skífu vélar Portishead-flokkurinn. Rokkmennt er máttur ROKKIÐ þarf að læra eins og aðra iðju, ef menn vilja ná langt. Þannig eru starfandi fjölmargir skólar sem kenna hljóðfæraslátt og söng, en um þessar mundir fer af stað nýr skóli og all ólíkur fyrri rokkmenntastofnun- um. Rokkskólinn, sem Stefán Hjör- leifsson gítarleikari rekur, er að stíga sín fyrstu skref um þessar mundir, en Stefán segir að þar sé kennt á öll helstu hlóðfæri rokksins, raf- og kassagítar, trommur, bassa og söng, en að auki er kennd tónfræði og ýmislegt faglegt. Stefán segir að helsta nýjungin sé líklega að skólinn er farskóii, þ.e. kennt verðu á nokkrum stöðum á Stór- Reykjavíkursvæðinu til að færa námið nær nemend- Stefán Hjörlelfs- son skóla- stjóri og gít- arleikari. unum. Auk Stefáns, sem kennir á gítar meðfram skóla- stjóminni, starfa við skólann Guðmundur Pétursson gítarleik- ari, Andrea Gylfa- dóttir söngkona, Gunnlaugur Briem og Ólafur Hólm trommuleikarar og Eiður Amarson bas- saleikari, en einnig koma fleiri við sögu eftir því sem þurfa þykir. Stefán segir að kennsl- an byggist á tíu vikna nám- skeiðum, en allir nemendur em metnir inn í skólann og raðað saman eftir kunnáttu, en byijendakennsla segir hann verði í þriggja manna tímum og svo framhalds- kennsla í einkatímum. PLÖTUJÓLIN voru um margt merkileg. ekki síst fyrir þá sök að erlendar rokksveitir blönduðu sér í toppslaginn, aukinheldur sem safnplötur áttu góðan dag og reyndar voru sveimsafnplötur með mestmegnis erlendum flytjendum í fjórða og fímmta sæti á sölulistum. Sala á íslenskum plötum var líka dreifðari en áður; tindamir lægri og dalimir grynnri. Bubbi Morthens átti söluhæstu plötuna að þessu sinni, eins og svo oft áður, en Diddú gerði harða hríð að honum á ■■■■■■ loka- eftir Árne Matthíasson spretti- num, þó hún hafí aldrei náð að ógna honum. í þriðja sæti varð svo safnplatan Reif í sund- ur, sem var á mikilli sigi- ingu fram á slðasta dag og seldist meira en tvöfalt á við næst söluhæstu safn- plötu síðustu ára. Fjórða sætið hreppti síðan platan með íslenskri útgáfu á Hárinu. Björgvin Hall- dórsson marði svo aðra sveimsafnplötu, Reif í skeggið, og náði fímmta sæti, en sú síðamefnda varð í því sjötta. í sjöunda sæti var ný sveit á ferð, Spoon, með sína fyrstu breiðskífu, sem verður að telja vel af sér vikið. At- hygli vekur að endurút- gáfa af lögum Vilhjálms Vilhjálmssonar varð í átt- unda sæti, en tónleika- plata Nirvana varð í því níunda. í tíunda sæti er síðan jólaplatan Senn koma jólin, en breiðskífa SSSólar, sem flestir höfðu spáð betri árangri, lenti í ellefta sæti, en Jet Black Joe var ekki langt undan í tólfta sæti. Þar fyrir neð- an komu svo Heyrðu 5, REM, Mariah Carey, Bítl- amir, Pearl Jam, Transdans 3, Cran- berries, Tweety, Unun og The Boys. Töluverður munur er á milli Bubba og þeirra sem á eftir koma, en síðan em Diddú, Reif I sund- ur, og Hárið mjög áþekkar í sölu, Björgvin, Reif í skeggið, Spoon, Vilhjálmur og Nir- vana, SSSól, Jet Black Joe, Heyrðu 5, REM og Mariah Carey. Hvað veldur Skýringar á dreifðri plötusölu em vitanlega fjöl- margar, sú nær- tækust að tónlist- arsmekkur ung- menna er breyttari en áður og óteljandi stefnur og straumar í gangi. Það hlýtur og að skipta máli að þær hljómsveitir sem helst hafa sett svip sinn á plötumarkaðinn undan- farin ár em ekki lengur til og liðsmenn þeirra hafa átt erfítt að fóta sig Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Framtíðarsveit 3 Unun á góðri stUnd í Þjóðleikhúsjallaránum. með nýjum sveitum. Þannig farnast þeim ekki ýkja vel liðsmönnum Todmobile sálugu í Twe- ety og Bong, sem þurfa greinilega lengri tíma til að ná fót- festu. Athygli vekur og að Æ? SSSól, sem gekk hljómsveita best í ballspiliríi í sumar skuli ekki hafa uppskorið eins og búist var við. Af nýjum hljómsveit- um má nefna vel- gengni Spoon, sem er vel að sjöunda sætinu komin, en margir höfðu spáð því að sveitin væri bara sumarbóla sem ætti ekki er- indi á jólamarkað- inn. Það er þó ástæða til að reikna með enn sterkari Spoon á komandi mánuðum, og kannski er þar komin ein af þeim sveitum sem leysa af hólmi Sálina, Todmobile og Ný- danska á toppnum á næstu árum, jafnvel með Tweety og Unun sér við hlið. Framtíðarsveit 1 Spoon kom sá og sigraði. Framtíðarsvelt 2 Tweety vinnur á með tíð og tíma. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.