Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 8. JANÚAR1995 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN N M3AUGL YSINGAR Ritari Góður ritari óskast á endurskoðunarskrif- stofu strax. Ritvinnsia, vélritun, innsláttur á bókhaldi o.fl. Umsóknir sendist afgreiðslu Morgunblaðsins í síðasta lagi fimmtud. 12. janúar, merkt: „Ritari - 16102.“ Bókhald Byggingafyrirtæki í borginni, (50 manna), vill ráða starfsmann, strax, til að sjá um bókhald og fjármál fyrirtækisins. Mjög góð bókhaldskunnátta er nauðsynleg, afar æskilegt að viðkomandi „þekki inn á byggingabransann". Laun samningsatriði. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar. Guðni Tónsson RÁÐGTÖF & RÁÐNINGARÞTÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 62 13 22 AUGLYSINGASTJORI Vegna öflugra blaðs og aukinnar útbreiðslu óskum við eftir að ráða duglegan og áhugasaman auglýsingastjóra fyrir tímarit hestamanna, Hestinn okkar. Æskilegt er að viðkomandi hafi áhuga á hestamennsku og geti starfað sjálfstætt. Góðir tekjumöguleikar í boði fyrir réttan einstakling. Nánarí upplýsingar veitir Björn Eiríksson í síma 5882400 á milli kl. 10 og kl 12 mánudag og þrlðjudag HESTURUtll Símavarsla Stórt þjónustufyrirtæki í Austurborginni óskar að ráða lipran og reyklausan starfs- kraft til starfa eingöngu við símavörslu. Vaktavinna. Dagvaktir og kvöldvaktir einnig unnið f.h. annan hvern laugardag. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar til 14. janúar nk. GijðntTónsson RÁÐGTÖF & RÁÐNINGARÞTÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 62 13 22 .■.roskahjálp Sölumenn Ábyrga og duglega starfskrafta vantar í krefj- andi söluverkefni. Há sölulaun í boði. Upplýsingar veittar í síma 91-889390 kl. 13-16. Landssamtökin Þroskahjálp. Fataframleiðsla Okkur vantar starfsfólk í saumaskap, sníðn- ingar, umsjón með kaffistofu og ræstingar. Góð vinnuaðstaða og strætisvagnaferðir í allar áttir. Upplýsingar á staðnum. FASA • ARMÚLA 5 V/HALLARMÚLA 108 REYKJAVÍK • SÍMI 687735 Auglýsingastofa vill ráða teiknara/grafískan hönnuð til starfa. Hann þarf að vera listrænn og skapandi og vel að sér í helstu hönnunarforritum. Reyk- laus vinnustaður. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil, sendist afgreiðslu Mbl. merkt- ar: „A - 2527“ fyrir 21. janúar nk. Löggiltur fasteignasali óskast til starfa hjá traustri fasteignastofu í borginni. Til greina kemur lögfræðingur eða viðskiptafræðingur. Glöggar upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar afgreiðslu Mbl. fyrir kl. 17.00 fimmtudaginn 12. þessa mánaðar merktar: „Trúnaðarmál - 15748“. Laus staða Staða löglærðs fulltrúa við embætti sýslu- mannsins á Sauðárkróki er laus til umsóknar. Umsóknir sendist undirrituðum, sem veitir allar nánari upplýsingar á skrifstofu sinni Suðurgötu 1, Sauðárkróki, sími 95-35308, fyrir 20. janúar nk. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, e Halldór Þ. Jónsson. GOLFKLÚBBURINN KEILIR P.O. BOX 148 - HVALEYRI - HAFNARFIROI - SÍMI 653360 FAX 652560 Golfkennari Golfklúbburinn Keilir í Hafnarfirði auglýsir eftir golfkennara til starfa nk. sumar. Umsóknum skal skilað í pósthólf 148, 222 Hafnarfjörður eigi síðar en 18. janúar 1995. í umsókn komi fram upplýsingar um mennt- un og fyrri störf, ásamt hugmyndum umsækj- anda um uppbyggingu unglingastarfs á veg- um félagsins. Með umsóknir verður farið sem trúnaðar- mál, en nánari upplýsingar um starfið veitir framkvæmdastjóri Keilis í síma 653360. Listasafn Einars Jónssonar Gæslufólk óskast til starfa við Listasafn Ein- ars Jónssonar. Um er að ræða hlutastarf en safnið er opið sem hér segir: 1. júní-15. september alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16.00. Að vetrarlagi er safnið opið um helgar á sama tíma. Lokað er desember og janúar. Æskilegt er að umsækjendur hafi almennan áhuga á myndlist, góða og örugga framkomu og vald á erlendum tungumálum. Áhugasamir leggi svör inn á afgreiðslu Mbl. fyrir 20. janúar merkt: „Höggmyndagarður - 2212“. Innkaupastjóri Ört vaxandi verslunarfyrirtæki í borginni, er sérhæfir sig í vörum fyrir neytendamark- að, óskar að ráða innkaupastjóra til starfa, sem fyrst. Leitað er að kröftugum og hugmyndaríkum einstaklingi. Algjört skilyrði að viðkomandi hafi reynslu í erlendum innkaupum og „hafi tilfinningu fyrir neytendamarkaðinum". Mjög góð enskukunnátta er nauðsynleg. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar, til 14. janúar nk. GUÐNIIÓNSSON RÁÐGTÖF & RÁÐNINGARÞTÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Skrifstofustarf Lögfræðistofa óskar eftir starfskrafti. Vinnu- tími er eftir hádegi, kl. 13-17. Góð íslensku- kunnátta og bókhaldsþekking nauðsynleg. Unnið á Word Perfect ritvinnslu og TOK bókhaldskerfi. Laun eru samkomulagsatriði. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. eigi síð- ar en kl. 12 föstudaginn 13. janúar nk. merkt- ar: „Stundvís - 18037“. W0 /V*} T 1 * HÁRLITRÓF Langar þig að verða sjálfstæður! Ef svo er þá höfum við stól til leigu. Einnig kemur annað fyrirkomulag til greina. Upplýsingar í síma 658019 í dag og eftir kl. 18.00 virka daga. Aðstoðarvarðstjóri Staða aðstoðarvarðstjóra í lögreglunni í Vestur-Skaftafellssýslu, með aðsetur á Kirkjubæjarklaustri er laus til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lög- regluskóla ríkisins, og skal umsóknum skilað til undirritaðs fyrir 1. febrúar nk. 6. janúar 1995, Sýslumaðurinn Vík í Mýrdal. Sigurður Gunnarsson, Ránarbraut 1,870 Vík. Skrifstofustarf Lítil heildverslun í borginni óskar að ráða starfskraft til skrifstofustarfa, m.a. sjá um bókhald f hendur endurskoðanda, útskrift reikninga og innheimtu og önnur tilfallandi störf. Starfsreynsla á þessu sviði er skilyrði. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar til 13. jan. nk. Guðni Tónsson RÁÐGTÖF & RÁÐNINGARÞTÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 62 13 22 Heilsugæslustöðin Sólvangi Hafnarfirði Læknaritari óskast sem fyrst í 60% starf Vinnutími frá kl. 12.00-17.00. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi löggildingu starfsheit- is. Umsóknir berist fyrir 25. janúar nk. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 565 2600. Fasteignasala Umsvifamikil fasteignasala í miðborginni óskar að ráða sölumann. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfsreynsla er ekki skilyrði. Umsóknarfrestur er til og með 13. janúar nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-14. Ath. breyttan opnunartíma. Skólavörðustíg 1a - 101 Reykjavlk - Slmi 621355

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.