Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 8. JANÚAR1995 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUA UGL YSINGAR Ritstjóri Auglýsingastjóri Austurland auglýsir laus störf ritstjóra og auglýsingastjóra frá 1. mars nk. Nánari upplýsingar veita Elma Guðmunds- dóttir í síma 97-71750 eða 97-71532 og Smári Geirsson í síma 97-71620 eða 97-71630. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar nk. Umsóknir berist til ritstjórnar Austurlands, Pósthólf 75, 740 Neskaupstað. Ritstjórn Austurlands. Heilsugæslustöðin Patreksfirði Laus staða læknis Laus er staða heiisugæslulæknis við Heilsu- gæslustöðina Patreksfirði. Stöðunni fylgir hlutastarf á Sjúkrahúsinu á Patreksfirði. Æskileg sérgrein heimilislækningar. Staðan veitist frá 1. júní 1995 eða eftir sam- komulagi. Umsóknir sendist stjórn Heilsugæslustöðv- arinnar, Patreksfirði, fyrir 1. mars 1995. Einnig vantar lækna til sumarafleysinga. Nánari upplýsingar veita Jón B. G. Jónsson, yfirlæknir, og Símon Fr. Símonarson, fram- kvæmdastjóri, í síma 94-1110. Laus störf 1. Viðskiptafræðingur. Endurskoðunar- skrifstofa óskar eftir að ráða viðskipta- fræðing af endurskoðunarsviði. Ráðning verður fljótlega. 2. Skrifstofustarf hjá opinberri stofnun í Reykjavík. Starfið felst í tölulegri úr- vinnslu. Skilyrði er að viðkomandi sé tölu- glöggur og hafi þekkingu á dBase eða sambærilegu. Vinnutími er frá kl. 8-16. 3. Afgreiðslustarf í bókaverslun í Reykjavík. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af afgreiðslu bóka auk kunnáttu í vélrit- un/ritvinnslu. Vinnutími er frá k. 9-14. Ráðning frá 1. febrúar nk. 4. Fjölbreytt starf hjá útgáfufyrirtæki. Ýmis konar tölvuvinnsla, kynningar og útrétt- ingar. Verður að leggja til eigin bifreið. Vinnutími er frá kl. 9-17. Umsóknarfrestur er til og með 11. janúar 1995. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-14. Skólavörðustíg 1a - 101 Reykjavik - Slmí 621355 Bifvélavirki/vélvirki Eimskip leitar að bifvélavirkja/vélvirkja til starfa á vélaverkstæði fyrirtækisins. Viðkom- andi þarf að vera reglusamur og vanur góðri umgengni og geta unnið á vöktum. Óskað er eftir starfsmanni með: • Full réttindi þ.e. meistarabréf og starfs- reynslu. • Reynslu í viðgerðum á þungavinnuvélum og vörubílum. • Reynslu í vinnu við raf- og vökvakerfi. Þeir, sem hafa áhuga, eru vinsamlega beðn- ir um að leggja inn umsókn til starfsþróunar- deildar EIMSKIPS í Pósthússtræti 2, fyrir 9. janúar nk. Hægt er að fá frekari upplýsingar í s. 697 452 og 697 411. Farið verður með allar umsóknir sem trún- arðarmál og öllum umsóknum verður svarað. EIMSKIP Leikskólar Reykjavíkurborgar Fálkaborg Leikskólakennara, þroskaþjálfa eða annan starfsmann með sérmenntun vantar í stuðn- ingsstarf í leikskólann Fálkaborg. Einnig vantar starfsmann með táknmáls- kunnáttu. Vinnutími eftir hádegi. Nánari upplýsingar gefa leikskólastjórar í síma 78230. Leikskólar Reykjavíkurborgar eru reyklausir vinnustaðir. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. BORGflRSPÍTALINN Hjúkrunarfræðingar - skurðhjúkrun - Hjúkrunarfræðinga vantar nú þegar til starfa við skurðhjúkrun á skurðdeild E-5 Borgarspít- alanum. Áhugaverð aðlögun er í boði fyrir hjúkrunar- fræðinga sem ekki hafa starfsreynslu við skurðhjúkrun. Aðlögunin gefur tækifæri til að bæta við þekkingu og öðlast þjálfun við skurðhjúkrun. Skurðaðgerðir eru gerðar á sjö skurðstofum við fimm sérgreinar skurð- lækninga. Nánari upplýsingar veitir Gyða Halldórsdótt- ir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 696357. REYKJ AVÍKURDEILD RAUÐA KROSS ÍSLANDS Umsjónarmaður Nytjamarkaðar RRKÍ Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands óskar að ráða umsjónarmann nytjamarkaðs sem taka mun til starfa innan tíðar. Starfið felst í að vera umsjónarmaður nytja- markaðs á notuðum húsbúnaði. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu iðn- aðarmenn (rafvirkjar, smiðir eða vélvirkjar eða sambærilegt) og með einhverja reynslu af rekstri. Viðkomandi þurfa að vera þjón- ustuglaðir og liprir í mannlegum samskiptum auk þess að vera töluglöggir. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 16. janúar nk. merktar: „RRKÍ - 15747“. Spennandi starf fyrir duglegt sölufólk Við leitum að kraftmiklu og metnaðarfullu sölufólki á aldrinum 25-45 ára sem vill taka að sér heimakynningar á vegum Sjónvarps- markaðarins. Um er að ræða vöru frá þekktu bresku tískufyrirtæki. Góð framkoma og snyrtimennska nauðsynleg. Skemmtilegt starf og góð sölulaun í boði. Áhugasamir sendi umsóknir sínar á af- greiðslu Mbl. merktar: „X - 18038" í síðasta iagi föstudaginn 20. janúar. Sjónvarps markaðurinn Sölustarf Vilt þú starfa sjálfstætt og ráða tíma þínum sjálf(ur)? í boði er starf við sölu á snyrtivörum í háum gæðaflokki sem seldar eru á heimakynning- um um allt land. Líflegt og skemmtilegt starf fyrir rétta aðila. Há sölulaun, kennsla og starfsþjálfun fyrir þá sem koma til greina. Skilyrði er að viðkomandi hafi áhuga á snyrt- ingu og förðun, sé drífandi og heiðarlegur. Áhugasamir hafi samband í síma 91-872949 mánudag og þriðjudag. böy Laus staða Starf umsjónarmanns/húsvarðar Listasafns Kópavogs - Gerðarsafns er laust til umsókn- ar. Um er að ræða 60% starf. Góð smíða- kunnátta og verklagni er æskileg. Upplýsingar um starfið gefur forstöðumaður í síma 44501 alla daga frá k. 10-12. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist starfsmannastjóra Kópavogskaupstaðar fyrir 16. janúar. Starfsmannastjóri. Varnarliðið/- Stjórnunarstarf Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli óskarað ráða skrifstofustjóra í bifreiðaþjónustudeild Stofn- unar Verklegra Framkvæmda. Umsækjendur hafi reynslu af stjórnunar- störfum og fjárhagsáætlanagerð ásamt inn- sýn í almenna viðhalds- og viðgerðaþjón- ustu. Um er að ræða yfirgripsmikið starf sem krefst skjótrar aðlögunar og ákvarðanatöku. Kunnátta í meðferð smátölva nauðsynleg. Mjög góðrar enskukunnáttu krafist. Umsóknir berist til Ráðningardeildar Varnar- málaskrifstofu, Brekkustíg 39, Njarðvík, sími 92-11973, eigi síðar en 16. janúar 1995. Starfslýsing liggur þar frammi til aflestrar fyrir umsækjendur og er þeim bent á að lesa hana áður en sótt er um. Umsóknareyðublöð fást einnig á sama stað. Auglýsingastjóri Við erum að leita að einstaklingi sem hefur yfirumsjón með sölu auglýsinga í Morgun- póstinn og öflun nýrra viðskiptasambanda. Skilyrði er að viðkomandi hafi marktæka reynslu í auglýsingasölu eða öðrum sölu- störfum. Við erum að leita að drífandi og markaðs- þénkjandi einstaklingi með skipulögð vinnu- brögð sem á auðvelt með að vinna sjálf- stætt og með öðrum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Góð laun eru í boði fyrir réttan aðila. Áhugasamir sendi umsóknir sínar til Morg- unpóstsins c/o Framkvæmdastjóri, Vestur- götu 2, 101 Reykjavík fyrir 15. janúar nk. Morgunpósturinn hóf göngu sina i október sl. og hefur því komið út í rúma 3 mánuði. Morgunpósturinn kemur út tvisvar í viku á mánudags- og fimmtudagsmorgnum. Viðtökur almenn- ings viö Morgunpóstinum hafa verið vonum framar og hefur lesendum fjölgaö jafnt og þétt. Skv könnun Gallup lásu 24% landsmanna á aldrinum 15 til 75 ára Morgunpóstinn um miðj- an nóvember sl., en það var 14. tbl. Morgunpóstsins. Hjá Morgunpóstinum starfa í dag um 30 manns auk fjölda af blað- burðarfólki og umboðsmönnum um allt land.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.