Morgunblaðið - 10.02.1995, Page 22
22 B FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
UavlmtiriifliiUii
HÚSARÖÐIN, sem byggð hefur verið. Frá vinstri stóð hús frú Herdísar Benediktsen, næst Hótel Reykjavík á lóðum tveggja húsa
og svo „Syndikatið" út við Pósthússtræti.
Smiðjan
I kjölfar branans
mfflda 1915 risu
mörg slórliýsi
Bruninn mikli 1915 eyddi mörgum bygging-
um í miðbæ Reykjavíkur. Bjami Olafsson
rekur hér sögu þeirra og þeirra bygginga,
sem risu í þeirra stað og enn setja mikinn
svip á miðbæinn.
VEGFARENDUR hafa gott af að líta upp á göngu sinni og skoða
skreytingu Reykjavíkurapóteks.
EINHVER mesti eldsvoði sem
orðið hefur hér á landi varð
1915 í Reykjavík. Hinn 25. apríl
1915 brunnu 10 hús til kaldra
kola í Reykjavík, en þau stóðu við
Austurstræti og
Hafnarstræti.
Eldurinn kom upp
í Hótel Reykjavík,
tvílyftu timbur-
húsi með rishæð
og kvistum sem
stóð þar sem nú
er Austurstræti
12a. Gengið var
inn í hótelið frá Austurstræti en
svalir sneru mót Austurvelli, í suð-
urátt. Rögnvaldur Ólafsson húsa-
meistari teiknaði hótelbygginguna
sem var byggð 1910.
Austan við hótelið, á hornlóð-
inni, stóð átta ára gamalt hús sem
kallað var „Syndikatið". Það var
byggt að frumkvæði Einars Bene-
diktssonar, tvílyft timburhús. Ekki
er vitað með vissu hver teiknaði
„Syndikatið“ en þak þess var bratt
ris með kvistum á, en á myndum
af þessu húsi vekur athygli að
gluggarnir hafa heilar rúður
stærri en áður tíðkaðist. A hominu
hinum megin við Pósthússtræti
stóð verslunarhús sem Thor Jens-
en hafði rekið í byggingarvöru-
verslun og nefnt Godthaab. Pétur
Pétursso'n, kennari og síðar bisk-
up, bjó lengi í því húsi. Eitt hús
vestan við hótelið brann einnig,
það var hús frú Herdísar Bene-
diktsen. Norðanvert við Austur-
stræti brunnu hús verslunar Egils
Jacobsens og íbúðarhúá hans.
Landsbankahúsið brann einnig
mikið þótt steinhús væri. Við
Hafnarstrætið sunnanvert brann
Ingólfshvoll, steinhús, hús Gunn-
ars Gunnarssonar kjötkaupmanns,
bæði við Austurstræti og við Hafn-
arstræti og verslunarhús Edin-
borgarverslunarinnar.
Þessi mikli eldsvoði varð tveim-
ur mönnum að bana, þeim Guðjóni
Sigurðssyni, eiganda Ingólfshvols,
og Runólfi Steingrímssyni er vann
á Hótel Reykjavík. Þeir brunnu
báðir inni.
Byggt stórhýsi
Strax á næsta ári, 1916, var
hafist handa við að byggja á God-
haabs-lóðinni. Það var verslunar-
félagið Nathan & Olsen sem fékk
ungan arkitekt er var nýkominn
heim frá námi í Kaupmannahöfn
til þess að teikna húsið. Hann hét
Guðjón Samúelsson og varð síðar
húsameistari ríkisins. Bygging
hússins hófst um vorið 1916 en
það varð ekki fullgert fyrr en á
næsta ári. Guðjón stundaði nám á
listaháskóla í Kaupmannahöfn og
ber hús þetta vott um húsagerð
þessa tíma, það minnir um margt
á svipuð hús í Kaupmannahöfn
um og upp úr aldamótunum síð-
ustu.
Á margan hátt var mikið í hús-
ið borið, enda þótt það væri byggt
á styijaldartíma. Neðsta hæðin
hefur háa bogadregna glugga og
dyr og við norð-vesturhornið er
bogadregin hvelfing sem hvílir á
gildri sívalri súlu. Hið ytra eru
veggir þessarar fyrstu hæðar
mynstraðir með strikum og á skil-
um fyrstu og annarrar hæðar er
upphleypt skrautbrún. Á horninu
yfir súlunni gengur höfuð út úr
skrautbrúninni og er það högg-
mynd eftir Einar Jónsson mynd-
höggvara. Allmikið skrautverk er
beggja vegna og upp af dyrum
austast á norðurhlið hússins og á
annarri hæð er sérstaklega
skreyttur gluggi yfir þessum inn-
gangi.
Þakbrúnin yfir fjórðu hæð húss-
ins er áberandi út fyrir vegglínu
og þakið er hátt brotið þak með
fjórum kvistum á norðurhlið og
er hinn austasti með öðru lagi en
hinir þrír, frá götuhæðinni og dyr-
unum sem þar eru ganga upp-
hleyptar brúnir upp að þakbrún
og enda í kvistinum sem er eins
og dálítill turn.
Á vesturhlið þaksins eru sex
kvistir og er hinn syðsti svipaðrar
gerðar og sá á norðurausturhom-
inu nema breiðari. Á miðri vestur-
hlið hússins gengur dálítið út úr
veggnum bogadregið karnap. Upp
af því er svo mun stærri kvistur
með steyptum framstafni og litlar
svalir ofaná hinum útbyggða boga.
Hátt turnþak gnæfir á framhorni
hússins. Innandyra hefur verið
töluvert um skraut og miklu til
kostað. Stigarnir voru lagðir
marmara á þrepum og pöllum og
við aðalstigana í suðurenda húss-
ins eru sjö höggmyndir eftir Guð-
mund frá Miðdal, þær eru af
áhrifamönnum úr verslunarsög-
unni hérlendis.
Gnæfir yfir
Þetta háreista hús setur sterkan
svip á gamla miðbæ Reykjavíkur
í kvosinni. Upp af norðvesturhorni
hússins gengur allhátt turnþak og
gnæfir hærra en flest önnur hús.
Það hefur þó verið enn meira áber-
andi fyrstu árin eftir að það var
fullbyggt því að þá gnæfði það svo
hátt yfir öll önnur hús í bænum.
Fyrst eftir byggingu þessa húss,
Austurstrætis 16, var afgreiðsla
Landsbanka íslands á fyrstu hæð-
inni, á meðan endurbygging
bankahússins fór fram, eftir brun-
ann.
Veitingastofa var þar 1924 til
1929.
Frá 1930 hefur Reykjavíkur-
apótek verið rekið þar. Bæjarskrif-
stofur Reykjavíkur hafa verið á
efri hæðunum frá því 1929. Þeir
eru því margir bæjarstjórarnir og
borgarstjóramir sem hafa haft
skrifstofu embættis síns í þessu
húsi en nú er því lokið.
Fleiri hús
Guðjón Samúelsson teiknaði
einnig Hótel Borg sem byggt var
svolítið sunnar við 'Pósthússtrætið
1928. Fara þau enda vel saman
við Pósthússtrætið þessi tvö stór-
hýsi en á milli þeirra skilur mun
yngra hús í óskyldum stíl en hrein-
legt. Þar sem „Syndikatið11 stóð
var óbyggt til ársins 1928 að byggt
var hús það sem enn stendur við
Austurstræti 14. Það er fjögurra
hæða verslunar- og skrifstofuhús
sem Erlendur Einarsson húsam-
eistari teiknaði. Verslunarhúsin nr.
12 og 12a standa á lóðinni þar sem
Hótel Reykjavík stóð fyrir brunann
mikla.
Árið 1920 byggði Margrét Zo-
éga hús á lóðinni nr. 12a við Aust-
urstræti. Jens Eyjólfsson bygg-
ingameistari teiknaði fyrir hana
fjögurra hæða hús á þessa lóð. í
mörg ár vom ekki byggðar nema
tvær hæðir þessa húss en 1970
var það byggt í núverandi hæð.
Hinn hluti lóðar Hótels Reykja-
víkur, Austurstræti 12, var seldur
Stefáni Gunnarssyni skókaup-
manni 1928 og byggði hann þar
fjögurra hæða verslunar- og skrif-
stofuhús eftir teikningum Péturs
Ingimundarsonar byggingameist-
ara.
Hús á næstu lóð þar vestanvið,
nr. 10, hús Herdísar Benediktsen,
brann einnig og var sú lóð óbyggð
til ársins 1930 er Richard Braun
kaupmaður reisti þar hús sem Þor-
leifur Eyjólfsson byggingameistari
teiknaði. Það átti að verða fjórar
hæðir en urðu aðeins tvær þar til
tólf árum seinna.
Norðurhlið Austurstrætis
Norðanvert við Austurstrætið
brunnu hús til grunna í stórbrun-
anum 1915. Austurstræti 7 teikn-
aði Guðjón Samúelsson, hús Egils
Jakobsens nr. 9 teiknaði Jens Eyj-
ólfsson en það átti að verða hærra
eða fjórar hæðir.
Við Hafnarstræti 10 var aftur
byggt stórt steinsteypt hús eftir
brunann. Teiknað af Einari Er-
lendssyni húsameistara. Það- var
nefnt Edinborgarhúsið, eftir versl-
uninni þar. Ingólfshvoll sem stóð á
hornlóðinni við Pósthússtræti stóð
uppi eftir brunann og var gert upp.
Það hafði verið byggt 1902. Lands-
bankinn lét rífa Ingólfshvol 1969
og byggja þar nýtt hús.
Bruninn 1915 eyddi stórum
hluta af miðbænum sem þá var og
voru sum húsin sem brunnu aðeins
fárra ára gömul, eins og fram kem-
ur hér að framan. Það er sannar-
lega einkennileg tilhugsun að
hugsa sér brunasvæðið rústir einar
og ösku þar sem aðeins standa
uppi Landsbankahúsið og Ingólfs-
hvoll. En gamli miðbærinn hefur
aðdráttarafl og mörgum finnst líf
vera aftur að færast þangað.
Heimildin Árbækur Eekjavíkur, Kvosin,
bðk e. Guðm. Ingólfsson, Guðnýju G. Gunn-
arsdóttur og Hjörleif Stefánsson, teikn.
hjá byggingafulltrúa.
eftir Biarna Ólafsson