Morgunblaðið - 10.02.1995, Síða 26

Morgunblaðið - 10.02.1995, Síða 26
26 B FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Hefja þarf undir- bíining iuidii' viðgeröir og vi<V liald sem fyi'sl Margir vanmeta þann tíma stórlega, sem þarf til tæknilegs undirbúnings á verkum, segir Guð- mundur Guðmundsson, verkfræðingur hjá Sam- tökum iðnaðarins, og halda jafnframt, að hægt sé að fá verktaka til þess að annast umfangsmik- ið verk með nánast engum fyrirvara. UNIRBÚNINGUR undir við- gerðir og viðhald á húseignum tekur oft langan tíma, ekki hvað sízt í stórum fjölbýlishúsum. í fyrsta lagi þarf að taka ákvörðun um, hvað og hve mikið á að gera og svo þarf að finna leiðir til fjármögnunar á framkvæmdunum. Hönnun, ástands- greinring, gerð eftir Magnús verklýsinga og út- Sigurðsson boðsgagna getur oft tekið lengri tíma en ætlað var og þá er eftir að finna verktaka til þess að fram- kvæma verkið. Þetta kom fram í viðtali við Guðmund Guðmundsson, verkfræðing hjá Samtökum iðnað- arins nú í vikunni. — Þessi ferill tekur oft lengri tíma en fólk gerir sér grein fyrir, segir Guðmundur. — Því vil ég hvetja alla þá, sem hyggja á framkvæmdir af þessu tagi í sumar að hefja undirbúning sem fyrst. — Margir vanmeta þann tíma stórlega, sem þarf til þess að und- irbúa verk tæknilega og halda jafn- framt, að hægt sé að fá verktaka til þess að annast umfangsmikið verk með nánast engum fyrirvara, heldur Guðmundur áfram. — Þetta fólk lendir síðan gjaman í stökustu vandræðum, af því að of seint var farið af stað og háannatíminn fyrir verklegar framkvæmdir skollinn á. Vegna ónógs undirbúnings geta þessar viðgerðir líka oft dregizt á langinn, því að ekki ósjaldan kemur fleira í Ijós, sem þarf að laga, þeg- ar framkvæmdir eru hafnar. — Oft er líka verið að bjóða verk út á versta tíma, kannski í júlí og jafnvel seinna, heldur Guð- mundur áfram. — Þá fást stundum ekki tilboð frá öðrum en fúskurum, vegna þess að fagaðilamir hafa þá jafnvel miklu meira en nóg að gera. Þess vegna er betra að bjóða út verk fyrr á árinu. Þá fast betri verk- takar, hagstæðari tilboð og álag á verktakanna er minna. Sveigjan- leikinn í framkvæmd verksins verð- ” ’ár meiri og þeir geta sinnt því betur. Það kemur ekki ósjaldan fyrir, að þeir sem þurfa að standa í við- gerðum yfir háannatímann, eyði- leggi sumarleyfin fyrir sér af þeim sökum. — Ætlunin var að láta við- gerðina fara fram fyrri hluta sum- ars, áður en en farið er í fríið en svo fæst ekki verktaki á réttum tíma, segir Guðmundur. — Síðan dregst verkið fram á sumarfrístím- ann og jafnvel lengur. Það má vinna að ýmsum verkleg- um undirbúningi, þó að enn sé vet- ur. Þar má nefna háþrýstiþvott, alls konar múrbrot, smíði verkpalla og margt fleira. — Mörg viðgerðar- efni eru líka orðin miklu betri og þróaðri en var og þola mun meiri sveiflur í hitastigi en áður og hafa jafnframt breiðara notkunarsvið, segir Guðmundur. — Einnig er það farið að tíðkast að byrgja heilar hliðar á húsum og vinna að við- gerðunum í skjóli. Af þessum sök- um er framkvæmdatiminn á við- gerðasviðinu stöðugt að lengjast og margir verktakar famir að stunda viðgerðir að einhveiju leyti nánast árið um kring. Fagaðilar vinni verkin — Við val á verktökum er áríð- andi, að fólk skipti einungis við fagaðila, heldur Guðmundur áfram. — í svonefndri Viðgerðadeild Samtaka iðnaðarins eru 26 fyrir- tæki, sem sérhæfa sig á viðgerða- sviðinu og það má fá lista yfír þessi fyrirtæki hér á skrifstofu Samtaka iðnaðarins, hjá Húseigendafélaginu og hjá Neytendasamtökunum. Þess- ir þrír aðilar skipa stjórn deildarinn- ar ásamt fulltrúa frá Rannsóknar- stofnun byggingariðnaðarins. Þetta auðveldar fólki val á verktökum, en það er líka hægt að leita til meistarafélaganna. Miklu máli skiptir, að leitað sé til félagsbund- inna aðila, því að komi upp ágrein- ingur, þá er alltaf hægt að leita til viðkomandi fagfélags um aðstoð við að leysa úr honum. Að sögn Guðmundar fá starfs- menn hjá Samtökum iðnaðarins oft mikið af símhringingum, einkum þó á vorin og sumrin, frá fólki sem skipt hefur við verktaka, er komu jafnvel að fyrra bragði og buðu fram þjónustu sína eða gerðu tilboð eftir einhverri auglýsingu. Margir hafa kallað þessi fyrirtæki vorflug- ur, því að þau spretta upp á vorin og láta svo gera sig upp á haustin eða einfaldlega hverfa. Þessi fyrir- tæki ráða oft yfír lítilli fagþekkingu og útkoman er því hreint, fúsk. — Það stenzt ekkert, viðgerðim- ar eru rangt metnar og kannski er verið að saga, bijóta og fræsa miklu meira en þarf, segir Guðmundur. — Oft bjóða þessir aðilar upp á alls konar töfralausnir og töfraefni, sem þeir flytja jafnvel inn sjálfír og eiga að geta allt. Það vill lika gjaman dragast að ljúka verkinu og viðbót- arkröfur era settar fram. Verst er, að það liggja kannski engar verk- lýsingar til grundvallar verkinu og enginn veit því nákvæmlega hvað átti að gera. Enginn veit því í raun- inni, hve hár reikningurinn verður að íokum. Þetta er líkast því að vera með samþykktan en óútfylltan víxil. Það verður því ekki áréttað nóg- samlega, að fólk skipti við faglega verktaka á skrá hjá Samtökum iðn- aðarins eða meistarafélögunum. Síðast en ekki sízt þarf fólk að leita sér upplýsinga um verktakann hjá þeim, sem áður hafa leitað til hans og fá vitneskju um, hver reynslan af honum var. Oft heyrist raddir um svokallaða svarta starfsemi á viðgerðasviðinu, þar sem engir skriflegar samningar eru gerðir og verkkaupandinn fær engar kvittanir fyrir því, sem hann hefur greitt. Guðmundur var spurð- ur, hvort nokkuð væri hæft í þessu. UNNIÐ að umfangsmiklu viðhaldi á háhýsi við Austurbrún sl. sumar. getur svikið undan skatti og losnar þar að auki við alla ábyrgð á verk- inu. Það má því með sanni segja, að sumir ofmeti ávinning sinn mjög af nótulausum viðskiptum. Þetta gerir líka heilbrigðum fyrir- tækjum, sem starfa af heilindum, mjög erfitt um vik. Þau greiða öll opinber gjöld af sinn starfsemi og hvorki viija né geta kep_pt við slíka neðanjarðarstarfsemi. Oheiðarlegir aðilar eyðileggja þannig fyrir hinum með því að gera starfsgrundvöllinn á þessu sviði miklu erfíðari en hann annars þyrfti að vera. Þessir aðilar ráða heldur ekki yfír þeirri fagþekk- ingu á efnum og aðferðum, sem þarf og ráða gjaman skólakrakka í vinnu, sem hafa litla sem enga þjálfun í þessum störfum og nánast enga verkstjóm yfír sér. Guðmundur bendir hér á, að hjá Samtökum iðnaðarins sé lögð rík áherzla á, að gerður sé skriflegur verksamningur um hveija fram- kvæmd. A skrifstofu samtakanna að Hallveigarstíg 1 er hægt að fá sérstök eyðublöð fyrir staðlaða verksamninga, en það er hvorki flókið né tímafrekt verk að fylla þá út. Oft er hægt að nota þessi eyðublöð beint, en í það minnsta má nota þau til leiðbeiningar um, hvernig slíkir samningar eiga að vera. Staðlaðar verklýsingar má líka fá hjá verklýsingabanka Rann- sóknarstofnunar byggingariðnaðar- ins, en þær lúta að múrviðgerðum, trévirkjum, yfírborðsmeðhöndlun svo sem málun, sílanböðun og fleira. — Eðli viðgerðaverkefna er með þeim hætti, að alltaf getur eitthvað óvænt komið upp og oft era orsak- ir skemmdanna ekki fyrirfram ljós- ar, segir Guðmundur. — Þegar far- ið er að rífa frá klæðningu eða bijóta upp gamlan múr, getur ýmis- legt komið í ljós, sem enginn átti von á. Verkin stækka og reikning- arnir hækka og fólk heldur að það sé verið að hlunnfara sig. Ef enginn skriflegur samningur er til staðar, rísa gjarnan deilur, sem jafnvel enda i málaferlum. Því gera öll fyr- irtæki í viðgerðadeildinni okkar ávallt skriflega verksamninga, sem byggja á verklýsingum. Magntaka á verkinu er ennfremur afar nauðsynleg að sögn Guðmund- ar, en það er verkáætlun byggð á faglegum grundvelli. Jafnframt er mjög mikilvægt, að samið sé um einingaverð en ekki heildarverð, því að einingaverðin ráða verðinu að lokum. — Magnið getur alltaf breytzt, þó að búið sé að magntaka verk og þama má sjá mikinn brest hjá óvandaðri verktökum, segir Guð- mundur. — Þegar þeir lenda í vand- ræðum með verk, loka þeir jafnvel á skemmdir, sem þeir hefðu annars átt að taka og sem hefðu átt að vera inni í verkinu. Það er ekki nýtt, að kvartað sé yfír vanefndum á þessu sviði og sú spurning kemur strax upp, hvort ástandið fari batnandi eða versnandi að þessu leyti hér á landi? — Að mínu mati er ástandið heldur að batna, segir Guðmundur. — Það era — Því miður er töluvert um svarta starfsemi á þessu sviði, segir hann. — En nótulausu viðskipti eru ekki bara ólögleg heldur stór varasöm. Þá hefur fólk í rauninni ekkert í höndunum um, að þessi viðskipti hafí farið fram. Verkkaupandinn getur hvorki sannað, að hann hafí átt viðskipti við verktakann né heldur, að upp- gjör við hann hafi farið fram. Það ber enginn ábyrgð á verkinu og ef verkaupandinn þarf að leita réttar síns fyrir dómstólum, þá eru engin gögn til um viðskiptin. Verkkaup- andinn hefur þá líka tekið þátt í ólöglegu athæfí og stendur því sjálf- ur illa að vígi. Enginn ávinningur fyrir verkkaupandann — Hagur verkkaupandans af nótulausum viðskiptum er þar að auki enginn, því að hann fær virðis- aukaskattinn endurgreiddan af vinnu við endurbætur og viðgerðir, en þarf hvort sem er að greiða virð- isaukaskattinn af efniskaupum í öllum tilfellum, heldur Guðmundur áfram. — Nótulaus viðskipti eru því einungis hagur verktakans. Hann Morgunblaðið/Sverrir STÆRSTU verkefnin á sviði viðhalds og viðgerða eru í opinber- um byggingum og mannvirkjum. Þessi myndarlegi vinnupallur stendur við Hallgrímskirkju, sem gnæfir tíguleg við himin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.