Morgunblaðið - 10.02.1995, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 B 27
GUÐMUNDUR Guðmundsson, verkfræðingur hjá
Samtökum iðnaðarins.
Minni gullgraf-
araandi i þýskum
byggingariónaði
Frankfurt.
fleiri fagaðilar famir að sinna þess-
um verkefnum. Reynsla og þekking
hefur vaxið og komin eru til sögunn-
ar betri efni og betri verkaðferðir.
Vandinn er samt sá, að enn sækja
margir ófaglærðir og óvandaðir aðil-
ar inn á þetta svið og halda að þ_ar
megi finna skjótfundinn gróða. Ég
held, að flestar kvartanir, sem ber-
ast um léleg vinnubrögð á þessu
sviði, megi rekja til þessara aðila.
10-12 miHjarða markaður
Viðgerðamarkaðurinn er gríðar-
lega stór. Að sögn Guðmundar ætti
árlegt viðhald húsa og mannvirkja
að vera 1,5-2% af stofnkostnaði að
jafnaði og miðað við þær tölur ætti
viðgerðamarkaðurinn hér á landi
að vera 20-25 milljarðar kr. á hvetju
ári. — Þessa tölur er samt mjög
erfítt að meta nákvæmlega, segir
Guðmundur. — Þar kemur margt
til. Við íslendingar vinnum sjálfír
mjög mikið að viðgerðum á húsum
okkar. Sjálfur álít ég, að í reynd
sé þessi markaður í mesta lagi
10-12 milljarðar kr. Þar vega við-
gerðir á opinberum byggingum
hvað þyngst, en þar er oft um mjög
stór og dýr verk að ræða. Viðgerð-
in á Þjóðleikhúsinu er t. d. áætluð
um 1,3 milljarðar kr.
íslenzk hús eru tiltölulega ný og
því hafa margir talið, að viðhalds-
þörf þeirra væri ekki eins knýjandi
og ella. En á næstu árum má hins
vegar gera ráð fyrir, að þessi þörf
fari snarvaxandi. — Það er þegar
mikið um byggingar, bæði í eigu
hins opinbera jafnt sem einstakl-
inga, sem liggja undir stórskemmd-
um, segir Guðmundur. — Margir
hyggja ekki að því, að það er afar
léleg fjárfesting að fresta viðgerð-
um, vegna þess að hraði húsa-
skemmda vex sem fall af tíma. Það
þýðir, að því lengri tími sem líður
án þess að gripið sé í taumana, þá
margfaldast viðgerðaþörfín, þar
sem þá koma til sögunnar enn frek-
ari skemmdir, sem ekki hefði þurft
að gera við, ef brugðizt hefði verið
rétt við í upphafí.
Árleg skoðun nauðsynleg
Guðmundur bendir hér á, að ár-
leg bílaskoðun þyki sjálfsagður
hlutur til þess að tryggja, að bílam-
ir séu í lagi og árleg húsaskoðun
ætti í rauninni að vera jafn sjálf-
sögð. Með því móti mætti fyrir lítið
fé halda húsunum í góðu ástandi
ámm saman. Með þetta í huga
hafa Samtök iðnaðarins hvatt til
þess, að byggingameistarar og
verktakar geri viðhalds- og þjón-
ustusamninga við viðskiptavini
sína, eftir að þeir skila af sér ný-
byggingum eða viðgerðum húsum.
Þeir komi einu sinni á ári og skoði
húsin og lagi það, sem að er.
— Slíkt ætti ekki að taka nema
stuttan tíma, jafnvel aðeins nokkra
klukkutíma og myndi því ekki vera
kostnaðarsamt, segir Guðmundur.
— Ef það kemur hins vegar í ljós
við slíka skoðun, að meiri háttar
skemmd er í uppsiglingu, þá er
hægt að gera við hana strax með
miklu minni kostnaði en ella.
— Steypan er ekki það eilífðar-
efni, sem margir héldu hér áður
fyrr og varanleiki húseigna er því
ekki óendanlegur, segir Guðmundur
Guðmundsson að lokum. — Það er
því full ástæða fyrir fólk að halda
vöku sinni, hvað varðar viðhald og
viðgerðir á húseignum sínum. Flest-
ir íbúðar- og húseigendur eru með
mestan hluta eigna sinna bundnar
í þeim. Samt virðast alltof margir
láta skeika að sköpuðu gagnvart
þessu vandamáli, sem eflaust á eft-
ir að verða enn verra viðfangs á
næstu árum en það er nú.
BYGGINGAIÐNAÐUR hefur
verið helsti drifkrafturinn í
efnahagslífínu í Þýskalandi, en
mun giata því hlutverki á næstu
10 árum samkvæmt framtíðarspá
Ifo-stofnunarinnar í Múnchen til
ársins 2004.
Afkastageta þýska bygginga-
iðnaðarins hefur verið nýtt í rík-
um mæli síðan Þýskaland samein-
aðist 1990. Innlendur bygginga-
iðnaður í Þýskalandi var ekki
nægilega öflugur til þess að anna
eftirspurninni og byggingaverka-
menn í nágrannalöndunum nutu
góðs af.
Jafnvel þegar ský samdráttar
hrönnuðust yfir Þýzkaland 1993
dró lítið úr afköstum þýzka bygg-
ingariðnaðarins og það átti tölu-
verðan þátt í því að koma í veg
fyrir jafnvel enn meiri niður-
sveiflu.
Breytingar í nánd
Nú er þetta mikilvæga hlutverk
þýska byggingariðnaðarins senn á
enda að sögn Ifo. „Eftir aldamótin
mun byggingariðnaðurinn hamla
hagvexti," segir skýrslunni. „Viss
vöxtur mun eiga sér stað sem fyrr,
en hann verður um hálfu stigi úr
prósenti minni en á öðrum svið-
um.“
Ifo-stofnunin gerir ráð fyrir að
nýbyggingar í Þýskalandi muni
aukast á tíu árum um 2% á ári
að meðaltali. Hins vegar munu
aðstæður innan byggingaiðnaðar-
ins breytast að mati stofnunarinn-
ar. Þannig verða byggingafram-
kvæmdir unnar í meira mæli í
þágu einkaaðila. Árið 1984 var
tæpur fjórðungur (23,5%) verkefna
í byggingariðnaði unninn eftir
beiðni hins opinbera, en hin verk-
efnin (76,5%) voru unnin fyrir
einkaaðila. Tíu árum síðar hafði
hlutur hins opinbera lækkað í 20%
og árið 2004 mun það standa fyr-
ir aðeins 17,2% byggingafram-
kvæmda.
Nýjar áherslur
í byggingaframkvæmdum og
mannvirkjagerð á vegum hins
opinbera verður minni áhersla lögð
á smíði íbúðahúsa, en meira kapp
lagt á gerð hvers konar mann-
virkja fyrir umferð, fjarskipti og
umhverfísvemd og smíði orku- og
vatnsveitna og íþróttamannvirkja.
Stöðug eftirspum verður samt
eftir nýjum íbúðum.
Skiptingin milli byggingar at-
vinnu- og íbúðahúsnæðis er mjög
sveiflukennd. Hún er ekki síst háð
pólitískum ákvörðunum um skatta-
mál, húsnæðisaðstoð o.fl. Þessar
sveiflur munu halda áfram að sögn
Ifo, en þróunin stefnir í þá átt að
hlutur atvinnuhúsnæðis aukist.
Leitað nýrra leiða
Að sögn Ifo-stofnunarinnar líður
senn að því, að því „gullgrafara“
andrúmslofti lýkur,. sem ríkt hefur
í þýska byggingageiranum", að því
er segir í danska viðskiptablaðinu
Borsen. Stofnunin telur líka að
verktakafyrirtæki muni í vaxandi
mæli reyna að hasla sér völl á fleiri
sviðum til þess að bæta upp minnk-
andi pantanir.
4ra herbergja
96 m2
Hér fer saman mikið rými og einstakt verð. Hvar annars
staðar færðu fullbúna nýja 4ra herbergja íbúð á öðru eins
verði? Þrjú svefnhérbergi, stofa, eldhús, bað, þvottahús
inni í ibúð og stór geymsla. íslenskar innréttingar í eldhúsi,
baði og herbergjum eins og í öllum okkar íbúðum.
Stærri eignir
3ja herbergja
Nýjar fibúðir við allra hæfi
Fullbúnar íbúðir við Laufrima, Vallengi og Starengi í Grafarvogi
Kaupverð 3ja herb. íbúðar 6.580.000 kr.
Undirritun kaupsamnings 200.000 kr.
Húsbréf
Lán seljanda*
4.277.000 kr.
1.000.000 kr.
Þitt framlag
við afhendingu 1.103.000 kr.
—.....
Meðalgreiðslubyrði á mánuði:
Kaupverð 4ra herb. íbúðar 7.135.000 kr.
Undirritun kaupsamnings 200.000 kr.
Húsbréf 4.637.750 kr.
Lán seljanda* 1.000.000 kr.
Þitt framlag
við afhendingu 1.297.250 kr.
Meðalgreiðslubyrði á mánuði:
3ja herbergja íbúð frá Ármannsfelli er góð byrjun
íbúðarkaupum. Tvö herbergi, bað, þvottahús inr
íbúð, eldhús og góð stofa. Góðir skápar eru í
svefnherbergjum, smekkleg eldhúsinnrétting og
dúkar og teppi á öllum gólfum.
32.738 kr.
‘Veltt gegn traustu fasteignaveði
34.883 kr.
‘Veitt gegn traustu fasteignaveöi
Stórar fjölskyldur þurfa meira pláss.
Það getum við leyst annars vegar með...
Funahöfða 19 • sími 587 3599
142 m2 íbúð
á tveimur hæðum
1 0.780.000 kr.
og hins vegar...
Mk ■ ■
Armannsfell hf. MM