Morgunblaðið - 22.02.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.02.1995, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Kaupmáttur eða sjón- hverfingar KJARABARÁTTA kennara stendur nú yfír við þær aðstæður að verkfall er skollið á, kosningabaráttan fyrir alþingiskosningar er að hefjast og á sama tíma er grunnskóla- frumvarpið til lokaaf- greiðslu í þinginu. Það er mjög brýnt að það takist að semja við kennara um kjör þeirra, en jafnframt mikils virði fyrir sveit- arfélögin að grunn- skólafrumvarpið verði samþykkt. Samtök þeirra hafa lýst yfír mikilli óánægju með það að ekki skuli vera frá því gengið hvernig sveitarfélögunum verða tryggðar tekjur til að taka við verkefninu. Samtök kennara vilja fá tryggingar fyrir því að réttindamál þeirra verði leyst áður en til flutnings kemur. Meirihluti menntamálanefndar Alþingis afgreiddi grunnskólafrum- varpið út úr nefnd með þeim fyrir- vara að lögin komi því aðeins til framkvæmda þann 1. janúar 1996 að gengið hafí verið frá tekjuskipt- ingu vegna flutnings grunnskólans til sveitarfélaganna. Ljóst er að ekki er hægt að ganga frá þeim þætti málsins án þess að réttinda- mál kennara liggi fýrir. Þessi fyrir- vari skapar þrýsting á ríkisvaldið um að ganga sem fýrst frá þeim. Allmikillar tortryggni gætir af hálfu kennara gagnvart þessum fyrirvara. Er það eflaust tengt þeirri staðreynd að samskipti kennara- stéttarinnar og ríkisvaldsins hafa í raun tæplega komist í eðlilegan farveg eftir þá dapurlegu reynslu Sem þingmaður legg ég áherslu á að samn- ingar við kennara verði um kaupmátt, segir Tómas Ingi Olrich, og að sátt verði um þann kaupmátt. sem kennarar gengu í gegn um vorið 1989 og sumarið 1990 í ráð- herratíð þeirra Svavars Gestssonar og Ólafs Ragnars Grímssonar. Kennarar hafa viljað fá leiðréttingu ýmissa sérmála sinna, en sá róður hefur verið erfiður, einkum vegna þess að krafa hefur komið fram á sama tíma og þjóðfélagið hefur gengið í gegn um mikið stöðnunar- og samdráttartímabil. Nú sér fyrir endann á því og eru merki um bjart- ari tíma framundan. Mestu skiptir fyrir kennara að þær launahækkanir sem samið verður um verði til að auka kaup- mátt launanna. Með öðrum orðum verða kjarabæturnar að vera varan- legar. Til lítils er að semja um kjör sem ekki halda. Rétt er í þessu sambandi að rifja upp einstæða sögu í samskiptum ríkisvalds og kennarastéttarinnar, ekki síst vegna þess að þar átti í hlut sá þingmaður, sem nú vill gera sig að sverði, sóma og skildi kennarastétt- arinnar. Sagan er kennsludæmi um það hvemig ekki á að semja. Hugs- anlega er sagan einnig kennslu- dæmi um það við hvern á ekki að semja. Áður en ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar var mynduð á haustdögum 1988, höfðu tveir þing- menn Alþýðubandalagsins, Svavar Gestsson og Ólafur Ragnar Grímsson, haft um það mörg og áhrifamikil orð að tími væri kominn til að stór- hækka laun kennara. Sá fyrmefndi settist skömmu seinna í stól menntamálaráðherra en sá síðarnefndi í stól fjármálaráðherra. Var nú komið að efndum. Á þeim varð hins vegar bið. Kennarar fóru í verkfall... Fyrir framhaldsskólakenn- ara stóð verkfallið í sex vikur og var mjög þungbært. Þá vom undirritaðir samningar við fjár- málaráðherra Ólaf Ragnar Gríms- son, og lýsti hann þeim sem „tíma- mótasamningum". Þeir fólu í sér sérstök ákvæði sem tryggðu kenn- urum launahækkun umfram aðra hópa, sem síðar semdu. í augum verkalýðshreyfíngarinnar og vinnu- veitenda var hér um að ræða samn- ing, sem tryggði ekki nokkurn skapaðan hlut nema verðbólgu og kollsteypu. Settu aðilar vinnumark- aðarins ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar upp við vegg og neyddu hana til að semja í febrúar 1990 um mjög takmarkaðar launa- hækkanir og lága verðbólgu. Þessir samningar gengu undir nafninu „þjóðarsáttarsamningar". Samn- ingur framhaldsskólakennara sam- rýmdist ekki markmiðum þjóðar- sáttarsamningsins. Ógilti ríkis- stjórn Steingríms Hermannssonar samning sinn við framhaldsskóla- kennara með bráðabirgðalögum í ágúst 1990 og voru þau bráða- birgðalög síðan staðfest af stuðn- ingsflokkum ríkisstjórnarinnar, þingmönnum Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, og ráðherrum í ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar, en þar á meðal var menntamálaráðherrann Svavar Gestsson. Tímamótasamn- ingurinn hafði reynst sjónhverfing. Þessa dapurlegu sögu er nauð- synlegt að rifja upp hér og nú, eink- um í ljósi þess að þingmaðurinn Svavar Gestsson hefur nú viljað gera sig að sérstökum talsmanni kennara í launamálum. Það er ekki viðeigandi. Sá sem þetta ritar var framhaldsskólakennari á þessum árum og man vel þær tilfinningar, sem bærðust með kennurum í verk- fallinu og þó einkum þegar bráða- birgðalögin voru sett. Svavar Gests- son verður seint trúverðugur mál- svari kennara í launamálum. Sem þingmaður legg ég áherslu á að samningar við kennara verði um kaupmátt og að sátt verði um þann kaupmátt. I fyrirtækjum hvar- vetna á landinu hefur fólkið ve'rið að beijast við að bæta reksturinn og laga hann að veruleikanum í heimi harðnandi samkeppni. Til þess verks hefur þjóðin notið stöð- ugleika, sem ríkisstjómin hefur kappkostað að tryggja. Sú leið sem farin er, er hvorki bein né breið. En hún liggur til bjartari tíma. Nú lækka atvinnuleysistölur þegar það sem liðið er af árinu 1995 er borið saman við síðastliðið ár. íslendingar lækka nú skuldir sínar við erlendar þjóðir. Sú ráðdeild skilar sér í lækk- andi vöxtum, sem við greiðum er- lendum lánardrottnum. Það er til önnur leið í kjaramál- um, sú beina og breiða, sú sem farin var 1989-1990: Leið sjón- hverfingamannanna. Það er ekki leið kaupmáttarins. Það er leið beiskju og vonbrigða. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðurlandskjördæmi eystra. Tómas Ingi Olrich Misnotkun á stöðu ÞAÐ hefur varla far- ið fram hjá nokkrum manni, sem fylgst hefur með opinberum umræð- um um frumvarpið til breytinga á mannrétt- indakafla stjómarskrár- innar, að formaður Lög- mannafélagsins Ragnar Aðalsteinsson hefur verið helsti talsmaður þeirra sem hafa viljað gagnrýna frumvarpið. Hefur hann farið mik- inn í baráttu sinni. í viðtölum við fjölmiðla hefur hann þá gjaman verið kynntur sem for- maður Lögmannafélags Islands. Þá hafði for- maðurinn einnig fmmkvæði að því, að á vegum félagsins var samin mik- il ritgerð, þar sem saman var safnað ýmsum athugasemdum við frum- varpið. Til verksins var ráðinn lög- fræðingur í nokkurra vikna starf. Kostnaðinn við samningu ritgerðar- innar, prentun hennar og dreifíngu hefur Lögmannafélagið eflaust borið. Fjölmiðlar hafa nær undantekningar- laust fjallað um ritgerð þessa sem „álit Lögmannafélagsins" á frum- varpinu, án þess að formaðurinn hafí svo vitað sé gert athugasemd við þá kynningu í einhverju þeirra fjölmörgu viðtala sem hann hefur gefíð vegna málsins. Hef ég orðið var við, að almenningur telur að Lögmannafélag íslands sé andvígt frumvarpinu. Nú er auðvitað ekkert við það að athuga að formaður í félagi eins og Lögmannafélaginu hafi skoðanir á stjómmálum og láti þær í ljós opin- berlega. Til þess ber honum sami réttur og hveijum öðrum borgara. Hann verður hins vegar að gæta þess vel, að hans persónulegu skoð- anir verði ekki taldar vera skoðanir félagsins sem hann er formaður fyr- ir. Einkum er þetta nauðsynlegt, þegar það er ljóst, að ástæðan fyrir því að svo mikið er við hann talað opinberlega er sú að hann gegnir umræddri formannsstöðu. Þetta hef- ur Ragnar formaður ekki gert. Þvert á móti hefur hann nýtt stöðu sína sem formaður í Lögmannafélaginu til hins ýtrasta í þágu hinnar per- sónulegu stjórnmálabaráttu sinnar. Hann hefur því misnotað stöðu sína. Ritgerðin sem Lög- mannafélagið lét semja hefur ekki að geyma neina afstöðu félagsins til þessa máls þó að á forsíðu (sem formaður- inn gekk frá?) sé sagt að um sé að ræða „um- sögn“ Lögmannafélags íslands um frumvarpið. Þetta má svo sem lesa út úr formála ritgerðar- innar, þó að þar sé að þessu vikið með afar óskýrum hætti. Rit- gerðin er einhvers kon- ar samantekt, þar sem öll hugsanleg gagnrýn- isatriði eru tekin með, aðeins ef einhver úr stjóm eða laganefnd félagsins var þess fýsandi. Engin stofnun Lög- mannafélagsins hefur samþykkt plaggið sem ályktun sína. Það er líka augljóst, að skoðanir lögmanna á málefni af þessu tagi eru skiptar. Ekki var hins vegar við neinu öðru að búast en að fjölmiðlar myndu Lögmannafélagið hefur verið misnotað í þágu persónulegrar stjóm- málabaráttu, að mati Jóns Steinars Gunn- laugssonar, sem segir fjölda lögmanna ósátta við framgöngu formanns félagsins. kynna ritgerðina sem álit félagsins, enda var hún send út sem umsögn þess, án þess að nokkur skýr skila- boð fylgdu um eðli hennar. Stjóm félagsins sá sig knúna til að senda frá sér ályktun þar sem leitast var við að bæta skaðann, m.a. með því að hvetja til þess að frumvarpið yrði samþykkt. Sú ályktun var áreiðan- lega ekki gerð í þökk formannsins og við hanii hefur sjálfsagt þurft að semja um orðalag, enda virðist meg- inboðskapur ályktunarinnar hafa farið framhjá flestum. Magnús Thor- oddsen hæstaréttarlögmaður, for- maður laganefndar félagsins, sem skrifaði undir ritgerðina ásamt for- manni þess, birti svo grein hér í Morgunblaðinu sl. föstudag, þar sem misskilningurinn um ritgerðina er leiðréttur með skýrum hætti. Lögmannafélag íslands er félag sem öllum starfandi héraðsdóms- og hæstaréttarlögmönnum er skylt að vera í. Ástæða félagsskyldunnar er sú, að félagið fer með svokallað aga- vald yfír lögmönnum og getur beitt þá viðurlögum. Þar með hefur stjórn- inni verið fengið opinbert vald sem talið er réttlæta félagsskylduna. Sú aðstaða að Lögmannafélagið er skyl- dufélag okkar lögmanna er auðvitað til þess fallin að takmarka heimildir stjómar félagsins til afskipta af þjóð- félagsmálum í nafni þess. Framar öðru á þetta við um málefni, sem stjórnmálaágreiningur er um. Ástæðan fyrir þessu er sú, að við skyldufélagarnir í Lögmannafélag- inu, njótum ekki þess réttar sem fé- lagsmenn í félögum njóta yfírleitt, að geta sagt sig úr félagi ef þeim líkar ekki athafnasemi þess. í þessu máli hefur réttur verið brotinn á óbreyttum félagsmönnum í Lög- mannafélaginu. Félagið hefur verið misnotað í þágu persónulegrar stjómmálabaráttu formannsins, m.a. á þann hátt að félagsgjöldin, sem okkur er skylt að greiða, hafa sjálf- sagt verið notuð til að kosta smíði og dreifíngu ritgerðar í þágu þeirrar baráttu. Það er svo eins og til að bíta höfuðið af skömminni, að rit- gerðin er að efni til ekki samboðin svo virðulegu félagi sem Lögmanna- félaginu. í henni er að fínna staðhæf- ingar og útlistanir, sem ekki fá með nokkru móti staðist. Það fellur þó utan efnis þessarar greinar að fjalla nánar um það. Ég hef orðið var við það að und- anfömu að fjöldinn allur af lögmönn- um hefur verið mjög ósáttur við framgöngu formanns Lögmannafé- lagsins í þessu máli. Þykir mönnum sem félagið hafi sett ofan. Ég er einnig þessarar skoðunar. Á aðal- fundi félagsins sem framundan er á næstu vikum mun verða skipt um formann. Vonandi nær okkar góða félag vopnum sínum í framhaldinu. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Jón Steinar Gunnlaugsson Kýklópar! í HVERT sinn sem ég les, heyri eða velti fyrir mér hugmyndum um tilvísanakerfi það sem er að bresta á okkur get ég ekki ann- að en minnst eineygðu kýklópanna. Ungur drengur las ég söguna af Ódysseifi og svaðil- förum hans. Heimför Ódysseifs eftir sigur á Trójuborg virtist ætla að taka enda þegar hann ásamt nokkrum mönnum sínum festist í helli kýklóps, sem ætlaði að éta þá alla. Mér fannst útlitið svart þegar risinn, eftir að hafa verið blindaður af mönnunum, sett- ist í hellismunann og varnaði þeim útgöngu. Hann átti nokkuð af fé sem hann vistaði í helli sínum og þegar hann hleypti því út á beit, þreifaði hann á því svo að hann missti vesalings mennina ekki framhjá sér. Sem betur fer fyrir Ódysseif og félaga fór þessi saga vél á endanum. Þó er mér ekki skemmt nú þeg- ar Sighvatur Björgvinsson ætlar að umbylta heilbrigðiskerfínu með tilvísunum. Þegar gerðar eru rót- tækar breytingar án þess að nokk- ur rök séu fyrir þeim verður út- koman oft klúður. Það er að bera í bakkafull- ann lækinn færi ég að telja upp fagleg rök með eða á móti þess- um breytingum og læt ég það því að mestu vera. Hins vegar er brýn þörf á að krefjast þess að þjóðinni séu gerðar Ijósar þær áætlanir sem Sighvat- ur og samstarfsmenn styðjast við þegar hann segist ætla að spara 100 milljónir króna, eins og mér heyrðist hann fullyrða á dögunum í sjón- varpsviðtali. Áuðvitað á heilbrigðismálaráð- herra hveiju sinni í miklum vanda þegar ákveða skal hvernig veija eigi takmörkuðum fjármunum okkar sem eru ætlaðir þessum við- kvæmu málaflokkum. Það er því ekki nema eðlilegt að ef menn sjá sér leik á borði að spara 100 milljónir eins og hendi væri veifað, að menn grípi þvílík tækifæri. Eitt af vandamálunum er það að ég sannfærist ekki við það eitt að svona fullyrðingum sé slett fram án þess að þeim fylgi nokkrar frek- ari útskýringar. Sjálfsagt er fleir- um eins innanbijósts. Þjóðin er Helgi Kr. Sigmundsson Þegar gerðar eru rót- tækar breytingar án þess að rök séu f/rir þeim verður niðurstað- an, að mati Helga Kr. Sigmundssonar, oftar en ekki klúður. nefnilega ekki samsett af einsleit- um og auðtrúa búsmala sem hægt er að afgreiða með þessum hætti. Við spyrjum hvernig á þessi sparn- aður að nást fram? Ég neita að trúa því að ekki hafi verið gerðar kostnaðaráætlan- ir eða einhveijar aðrar athuganir á kostum og göllum núverandi kerfís annars vegar og tilvísana- kerfis hins vegar. Það er aðferð skynsamra manna að standa þann- ig að undirbúningi framkvæmda. Sighvatur og menn hans eru áræð- anlega velviljaðir og skynsamir, þess vegna hljóta þessar upplýs- ingar að liggja fyrir. Þar sem um er að ræða stórkostlegar breyting- ar er snerta munu alla Iandsmenn krefst ég þess, að þessar skýrslur verði dregnar fram í dagsljósið! Þær innihalda varla svo mikil ríkis- leyndarmál að ekki megi birta nið- urstöður þeirra og ráðuneytismenn hljóta að muna hvar þær er að finna. Magnús Jónasson ritaði grein í Morgunblaðið 8. febrúar sl. um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.