Morgunblaðið - 22.02.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.02.1995, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1995 i Aiunm MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Samþykkt bæjarstjórnar um uppbyggingu grunnskólanna Tvær álmur og nýr skóli rísa á næstu 4 árum BÆJARSTJÓRN Akureyrar sam- þykkti í gær tillögu skólanefndar um uppbyggingu grunnskóla norð- an Glerár til nokkurra næstu ára. í áætluninni felst að byrjað verð- ur að byggja nýja álmu við Glerár- skóla, svokallaða stjómunarálmu, í sumar. Næsta stórverkefni á sviði skólamála verður bygging nýrrar kennsluálmu við Síðuskóla og bygg- ing nýs grunnskóla í Giljahverfi. Stefnt er að því að allir grunnskól- ar á Akureyri verði einsetnir í upp- hafi skólaárs árið 1998. Einsetning á næsta ári Ásta Sigurðardóttir, Framsókn- arflokki, formaður skólanefndar, kynnti áætlunina á fundi bæjar- stjómar í gær og kom þá m.a. fram í máli hennar að með byggingu stjórnunarálmu í Glerárskóla losn- uðu 6-8 kennslustofur sem gerði að verkum að hægt yrði að einsetja skólann þegar næsta skólaár. Byggingu Giljaskóla hefur lengi verið frestað og svo er enn á þessu ári en fyrirhugað að hefja fram- kvæmdir á því næsta og ljúka fyrsta áfanganum árið 1997. Þetta sagði Ásta vera í samræmi við niðurstöð- ur könnunar sem gerð var á vilja foreldra bama í hverfinu, sem ein- dregið var sá að fá skóla í hverfið, en börnin hafa sótt Glerárskóla. Þá verður byggð upp ný kennsluálma við Síðuskóla og lýkur framkvæmd- um samkvæmt áætlun skólanefndar árið 1998 og verður þá hægt að einsetja skólann. Ásættanleg leið Sigurður J. Sigurðsson, Sjálf- stæðisflokki, sagði að oft hefði bærinn með skólabyggingum sínum verið að elta nemendafjöldann milli hverfa og væri ástæða til staldra við og skoða málin. Nemendafjöldi í Giljahverfi hefði ekki vaxið í sam- ræmi við þær áætlanir sem gerðar vom. í hverfínu væri lítið af félags- legum íbúðum og svo virtist sem barnaú'ölskyldur væri ekki eins stór hluti íbúa og ráð var fyrir gert. Sú leið sem skólanefnd hefði valið væri þó ásættanleg. Ásta sagði að vissulega hefði uppbygging Giljahverfis ekki verið eins hröð og búist var við, en með nýjum atvinnutækifærum og nýju fólki sem væntanlega flytti til bæj- arins í kjölfarið yrði bærinn að gera það sem í hans valdi stæði til að ný hverfi væm aðlaðandi. Eitt af því væri að skóli væri í hverfinu. Djákna- störf kynnt MIÐSTÖÐ fólks í atvinnuleit verður með opið hús í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í dag, miðvikudag- inn 22. febrúar, milli kl. 15 og 18. Gestur á þeirri samveru verður Valgerður Valgarðsdóttir sem ný- lega var vígð til djáknastarfa í Akureyrarsókn með verksvið á Fjórðungssjúkrahúsinu. Valgerður sem á að baki langt starf sem hjúkmnarfræðingur mun kynna nám og störf djákna og svara fyrirspumum. Valgerður hefur tek- ið vígslu til starfa við FSA. Allir eru velkomnir til að kynnast þessum nýja vaxtarbroddi í kirkju- legu starfí, en mikill áhugi er nú á að ráða djákna til starfa og sinna fræðslu og líknarmálum í söfnuðin- um. Umsjónarmaður Safnaðarheimil- is gefur nánari upplýsingar um starfsemina og tekur einnig við tímapöntunum fyrir „Lögmanna- vaktina" sem er á miðvikudögum frá kl. 16.30 til 18.30. Metraþykkur skafl á þaki SVANUR Karlsson var í óða önn að moka snjónum ofan af þaki húss síns við Þingvallastræti í vik- unni. Blautum snjó kyngdi niður um helgina og bættist þá verulega við það magn sem fyrir var á þakinu, var orðið um einn metri á hæðina. Þegar svo fór að hlýna í byijun vikunnar vildi Svanur forða því að snjórinn myndi leka inn á stofugólf og greip því skófl- una galvaskur. Rættum fram- kvæmd loforða SH FULLTRÚAR Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna sátu fund með fulltrúum úr bæjarstjórn Akur- eyrar fyrr í vikunni þar sem rætt var um tilboð SH til eflingar at- vinnulífs á Akureyri í tengslum við sölumál Útgerðarfélags Akur- eyringa. Gísli Bragi Hjartarson bæjar- fulltrúi Alþýðuflokks sem situr í meirihluta með Framsóknarflokki sagði að fram hefði komið hjá fulltrúum SH að við allt yrði stað- ið varðandi þau atvinnutilboð sem - lögð voru fram í janúar þegar til tals kom að skipta um söluaðila fyrir afurðir ÚA. „Þetta er verkefni sem gengið verður í að leysa, þeir skýrðu út með hvaða hætti gengið yrði í málið,“ sagði Gísli Bragi. Þriðj- ungur starfsemi SH flyst norður í sumar, þá verður stærsti hluti starfsemi Umbúðamiðstöðvarinn- ar fluttur til Akureyrar undir haustið og öflugri starfsemi á veg- um Eimskips á haustmánuðum. Upplýsingar til þeirra sem flytja norður Gísli Bragi sagði að einnig hefði verið rætt um á hvern hátt bærinn gæti komið inn í málið m.a. með hagnýtum upplýsingum til þeirra sem flytja sig um set norður, t.d. varðandi skólamál og fleira. Þá gæti þurft að vinna einhveija skipulagsvinnu í tengslum við auk- in umsvif Eimskips á Akureyri. Aðalfundur 1995 Aðalfundur Sæplasts hf. verður haldinn í Sæiuhúsinu á Dalvík fimmtudaginn 9. mars 1995 og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 16. gr. samþykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins til samræmis við ný lög um hlutafélög. 3. Önnur mál löglega upp borin. Reikninga félagsins ásamt dagskrá fundarins og endanlegum tillögum, munu liggja frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. HÚSIN við Hrauneyjar, sem ekki fást þinglýst, þar sem enginn eigandi er að afréttinum, landinu, sem þau eru reist á. Enginn eigandi að afrétti Leigusamningum fæst ekki þinglýst Selfossi -Eigendur ferðaþjónustu- húsa við Hrauneyjar geta ekki feng- ið Ióðaleigusamningi vegna húsanna þingiýst með venjuiegum hætti þar sem enginn þinglýstur eigandi er að landinu, afréttinum, sem þau eru staðsett á. Eigendur húsanna eru með í hönd- unum lóðaleigusamning frá Holta- og Landsveit sem hefur með afrétt- inn að gera en er ekki formlegur eigandi landsins. Sýslumannsemb- ættið í Rangárvallasýslu getur ekki þinglýst samningnum með venjuleg- um hætti eins og gert er með lóða- leigusamninga í byggð þar sem eng- inn formlegur eigandi er að afréttin- um. Enginn þinglýstur eigandi afréttarins Landið sem húsin standa á er afréttur sem enginn þinglýstur eig- andi er að. Ríkið gerði eignar- dómskröfu til landsins 1981 en því var hafnað í Hæstarétti. Sveitarfé- lögin fengu skertan eignarrétt úr þeim dómi. Sveitarfélagið hefur nú sem áðyr alla eignalega lögsögu með afréttinum en skortir hinn formlega rétt sem þau hafa á landi í byggð. Eigendur þjónustuhúsanna fengu öll leyfí til bygginga þeirra hjá Holta- og Landsveit. Skipulagsupp- drættir voru gerðir og samþykktir af Skipulagi ríkisins. Þrátt fyrir það er þinglýsing lóðaleigusamnings ekki sjálfsögð þar sem í 24. grein þinglýsingarlaga er ákvæði um að þinglýstur eigandi þurfi að vera að íóðinni. Málið er í óformlegri athugun hjá sýslumannsembættinu í Rangár- vallasýslu. Formleg beiðni um þing- lýsingu hefur ekki verið lögð fram. Málið er ekki fullreynt fyrr en það hefur verið gert og þinglýsingar- möguleikar kannaðir að fullu sam- kvæmt þeim lögum sem fyrir hendi eru. Fasteignatryggð Ián fást ekki Á meðan lóðarleigusamningi fæst ekki þinglýst geta eigendur húsanna ekki fengið afgreidd þau fasteigna- tryggðu lán sem þeim bjóðast vegna framkvæmdanna. Á meðan svo er eru húsin metin sem lausafé og þurfa aukalega baktryggingu. Sveinn Tyrfingsson, einn eigenda húsanna, sagði þetta bagalegt og gera mönnum erfitt fyrir í þessari ferðaþjónustuuppbyggingu því eng- an hefði órað fyrir þessum hnökrum í kerfínu. Á svæðinu við Hrauneyjar hefur þegar verið byggt gisti- og þjónustu- hús. Uppsetning húsanna hófst á síðastliðnu sumri og starfsemi eftir áramótin og að sögn Sveins Tyrf- ingssonar hafa góðar bókanir borist fyrir næsta sumar. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir GUÐMUNDUR Gestur Þórisson, grenjaskytta, með hvíta Langanesrefinn. Með fannhvíta lágfótu í farteskinu Þórshöfn- Grenjaskyttan á Langanesi, Guðmundur Gestur Þórisson, var að koma úr leið- angri er fréttaritari hitti hann á dögunum. Vel bar í veiði hjá þeim báðum því Guðmundur var með fannhvíta lágfótu í fartesk- inu. Fréttaritarinn var að sama skapi ánægður með sinn feng og „skaut“ þegar í stað á refa- fangarann með myndavélinni. Refurinn, sem var pattaraleg- ur og vel á sig kominn, var skot- inn yzt úti á Langanesi, en að sögn Guðmundar hefur ekki ver- ið mikið um tófu þar undanfarið. Guðmundur hefur verið grenja- skytta frá árinu 1988 og unnið yfir 60 greni en hann sér um Langanesið, Brekknaheiði og Tunguselsheiði. Guðmundur, sem jafnframt er formaður Björgunarsveitarinnar Hafliða á Þórshöfn, notaði ferð- ina einnig til þess að koma við í Albertsbúð úti á Skálum, en það er neyðarskýli björgunarsveitar- innar. Allt reyndist þar í besta lagi og svaraði Siglufjarðarradíó talstöðvarkalli Guðmundar að bragði. Það er hagkvæmt að Fgrenjaskytta gegni stöðu for- manns björgunarsveitar því hann er hagvanur um fjöll og óbyggð- ir og ágætlega í stakk búinn ef til björgunarleiðangurs eða leit- ar kæmi á þessu stóra, óbyggða svæði. [4- -i < ! ! I i í r i I l I * í I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.