Morgunblaðið - 22.02.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.02.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1995 41 FÓLK í FRÉTTUM DEAN Martin hinn sprækasti fyrir skömmu. Dean Mart- in klekkir á krabbanum FYRIR fáum mánuðum var skemmtikrafturinn kunni Dean Martin talinn dauðvona af læknum og honum var það ljóst. Þessi fyrr- um glæsilegi og hressi kappi var lítið annað en skinn og bein, vóg aðeins 50 kíló. Hann var illa hald- inn af krabba- meini, auk þess sem hann hefur um árabil átt við_________ erfitt áfengis- deAN fyr- vandamál að jr hálfu ári. stríða og reykti í ofanálag að jafnaði 80 sígarettur á dag. Læknar sögðu honum að lítil von væri til að komast fyrir meinið, en hann gæti hugsanlega lengt líf- daga sína með því að lifa heilbrigð- ara lífi. Dean á sex uppkomin böm og auk þeirra svaraði fyrrum kona Martins, Jeanne Biggers, kallinu. Þau tóku á móti Martin er hann kom af sjúkrahúsi og hafa hugsað um hann síðan. Dean hætti að drekka og reykja og fór að borða hollan mat. Núna, hálfu ári seinna er allt annað að sjá hann. Það geta lesendur sjálfír séð á myndunum. Önnur er tekin af honum helsjúkum á miðju síðasta ári, en hin er tekin nýlega er kappinn steðjaði hinn sprækasti inn á eftirlætisveitinga- stað sinn í Beverly Hills. Við það tækifæri sagði hann viðstöddum, að hann væri kominn í „súperform" og væri ekki dauður enn. Ekkja Harpos ánægð með lífið SUSAN Marx hóf feril sinn sem dansari á Broadway, en flutti sig siðar um set og lék í fjöl- mörgum kvikmyndum í Holly- wood á fjórða áratugnum undir nafninu Susan Fleming. Árið 1932 kynntist hún einum Marx- bræðra, Harpo, og þar með var framtíð hennar ráðin. Það tók hana fjögur ár og þijú bónorð að ná Ilarpo i hnapphelduna. Að þvi loknu lagði hún leiklist- ina á hilluna og sneri sér að því að rækta fjölskylduna, en þau hjónin ættleiddu fjögur börn. „Við sögðum börnum okkar þegar í upphafi að þau væru ættleidd," segir Susan. „Við bjuggum til sögur um hvernig þau hefðu verið valin sérstak- lega. Minnie var einu sinni spurð hvernig það væri að vera ætt- Ieidd. Hún svaraði að bragði: „Hvernig er að vera ekki ætt- lædd?“ Harpo lést á brúðkaupsaf- mæli sínu árið 1964 og á hverju ári síðan safnast fjölskyldan saman á þeim degi, eða 28. sept- ember, á heimUi Susan í Palm Springs. „ Við gerum þetta ekki til að minnast andláts hans, held- ur til að fagna stofnun fjölskyld- unnar,“ segir Susan. Susan og Harpo kynntust í kvöldverði heima þjá kvik- mjndajöfrinum Sam Goldwyn. „Eg heillaðist strax af Harpo,“ segir Susan. „Hann var hlýr, skemmtilegur og það var yndis- legt að ræða við hann. Allir vildu eiga hann sem vin, en hann fór mjög varlega í sakirnar. Hann gerði sér ljóst að honum líkaði vel við mig og vildi eyða tíma sínum með mér.“ Sérkenni Harpos í kvikmynd- um Marx-bræðra voru harpan, hárkollan og málleysið. „Mál- leysið kom til þegar þeir bræð- urnir voru á ferðalagi með skemmtidagskrá sína. Groucho og Chico höfðu mjög hnyttin tils- vör, svo Harpo ákvað að leika málleysingja. Hárkollan er sprottin frá þeim tíma sem Harpo vann fyrir hárkolluhönn- uð og tók nokkur sýnishorn með sér heim. Hvað hörpuna varðar hafði hún lengi verið í eigu fjölskyld- unnar og legið ónotuð inni í skáp. Harpo fann hana og hafði mjög gaman af að leika á hana. Hvenær sem honum áskotnuðust einhveijir aurar keypti hann nýjan streng í hörpuna fyrir þá.“ Árið 1958 fékk Harpo fyrir hjartað í fyrsta skipti og á með- an hann náði bata gaf hann hörpuna upp á bátinn og sneri sér að málaralist. „Hann varð svo góður málari,“ segir Susan, „að verk hans gengu út eins og heitar lummur. Hann féUst þó aðeins á að selja þau að því til- skildu að andvirðið rynni til góðgerðarmála.“ Núna segist Susan vera ánægð með lífið, enda á hún fjögur uppkomin börn. Hún seg- ist ætla að njóta lífsins héðan í frá og bæði ferðast og mála. Auk þess ætlar hún að skrifa bók um hjónaband sitt og Harp- os. HARPO í faðmi fjölskyldunnar. SUSAN með málverk af döprum trúði eftir Harpo. SUSAN með börnum sínum Jim, Alex, Minnie og Bill. BÖRNIN í heimsókn á tökustað myndarinnar „A Night In Casa- blanca" með frændum sínum Chico og Groucho og föður sínum Harpo. HEILSUBÓTAR' DAGAR REYKHÓLUM í SUMAR UPPLÝSINGASÍMl 554-4413 MILLIKL. 18-20 VIRKADAGA SIGRÚN OLSEN OG ÞÓRIRBAREBAL CAFE BOHEM - VITASTÍG 3 — Opið í kvöld. Stanslousar uppákomui öll kvöld. Opið miðvikudag - sunnudags. • • SIÐUSTU DAGAR UTSOLUKNAR GERIÐ GOÐ KAUP ^ MIKIL VERÐLÆKKUN eneiion í LAUGAVEGI 97 SIMI 55 22 555 J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.