Morgunblaðið - 22.02.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.02.1995, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ★★★ A.l Mbl. Leikstjóri Friðrik Þór Frið ★★★ Ó.H.T. Rás 2. ★★★ Þ.Ó. Dagsljós ★★★ Ó.M. TÍMINN íafsson Bríet HéÖinsdóttir Á KÖLDUM KLAKA Hann ætlaði í sólina á Hawaii, en hafnaði í ísköldum faðmi drauga og furðufugla. Gamansöm ferðasaga með ívafi spennu og dularfullra atburða. Nýjasta kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar um ævintýri ungs Japana á íslandi. Stuttmynd Ingu Lísu Middleton, „í draumi sérhvers manns", eftir sögu Þórarins Eldjárns sýnd á undan „ Á KÖLDUM KLAKA". Aðalhlutverk: Ingvar E. Sigurðsson. ★★★ Ó.H.T. Rás 2. ÍSLENSKUR BÍÓPAKKI TVÆR MYNDIR - EINN MIÐI Miðaverð 700 kr. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. 200 kr. afsláttarmiði á piz- zum frá HRÓA HETTI fylgir hverjum bíómiða á myndina Á KÖLDUM KLAKA. FRANKENSTEIN ★★★ G.B. DV „Kenneth Branagh og leikarar hans fara á kostum í þessari nýju og stórbrotnu útgáfu hinnar sígildu sögu um doktor Frankenstein og tiiraunir hans til að taka að sér hlutverk skaparans." ROBERT DE NIRO KENNETH BRANAGH -|-i MARY SHELLEY’S T tRANKENSTElN TILNEFND TIL ÓSKARSVERÐLAUNA Sýnd kl. 4.50, 9 og 11.15. B. i. 16 ára. AÐEINS ÞÚ Sýnd kl. 7.10. STJÖRNUBÍÓLÍNAN SÍMI 991065 Taktu þátt í spennandi kvikmyndagetraun. Verðlaun: Boðsmiðará myndir í STJÖRNUBÍÓI. Verð kr. 39,90 mín. STING faðmar Elton John að sér eftir að hafa veitt honum Bresku tónlistarverðlaunin. Elton John ekki dauð- ur úr öllum æðum FOLK Morgunblaðið/Júlíus INGVAR Þórðarson og Hallur Helgason. ÁGÚST Jakobsson tók nær allan hluta tónleikaspólu rokksveit- arinnar Nirvana, sem nú er mest selda spóla heims samkvæmt Billboard-listanum. ÁHORFENDUR risu úr sætum sín- um og klöppuðu Elton John lof í lófa þegar hann veitti Bresku tón- listarverðlaununum viðtöku fyrir æviframlag sitt og langvarandi vin- sældir í tónlistarheiminum. „Gamla stelpan er ekki dauð úr öllum æðum ennþá,“ sagði Elton John af þessu 'tilefni og flutti iagið „I’m Still Standing" af mikilli innlifun. Rod Stewart sem hefur verið kallaður risaeðla rokksins af gagn- rýnendum sagði við Elton John: „Þú ert frábær söngvari, lagasmið- ur og flytjandi - en ekki eins góður og ég.“ Skírskotaði hann þá til þess að hann fékk bresku tónlistar- verðlaunin fyrir æviframlag sitt á undan eða fyrir tveimur árum. Hljómsveitin Blur fékk fjögur verðlaun af fjórtán og þarf að yfir- vinna „bölvun Bresku tónlistar- verðlaunanna", en hljómsveitarnar Bros og Five Star féllu báðar í gleymsku á sínum tíma. Madonna sem flutti lag á afhendingunni fékk engin verðlaun, en k.d. Lang var valin besta söngkonan. Nellee Hooper, sem var maður- inn á bak við nýjustu plötu Mad- onnu, „Bedtime Stories“ var valinn besti framleiðandi, en hann útsetti plötu Bjarkar Guðmundsdóttur „Debut“ á sínum tíma. Þá gladdi það augað að Prince tók við verð- launum fyrir að vera besti karl- söngvari, en lítið hefur sést til hans undanfarið. út úr bíl- skúrnum ► ÚT ÚR BÍLSKÚRNUM er vinnuheiti kvikmyndar sem Ing- var Þórðarson, Hallur Helgason og Ágúst Jakobsson eru með í bígerð í samvinnu við Flugfélag- ið Loft, sem setti upp Hárið í fyrra, og verður í anda hinnar sígildu kvikmyndar Friðriks Þórs Friðrikssonar Rokk í Reykjavík. Fengu þeir félagar til þess styrk frá Kvikmynda- sjóði sem nam tveimur milljón- um króna, en áætlað kostnaðar- verð myndarinnar er tiu til fimmtán milljónir. Eiturlyf, kynlíf og sjálfsvíg Ágúst Jakobsson verður kvik- myndastjóri, en hann hefur undanfarin fjögur ár unnið að gerð tónlistarmynda fyrir marg- ar rokksveitir erlendis. Ágúst tók meðal annars upp tónleikaferðalag Guns N’ Roses sem teygði sig um allan heim og stóð yfir i tvö ár. Efni úr þeirri ferð hefur verið notað í fjölda tónlistarmyndbanda og heimildamyndir á sölumynd- bandsspólur í Japan og Banda- ríkjunum. Auk þess er tónleika- spóla með hljómsveitinni Nir- vana mest selda spólan í heimin- um í dag samkvæmt Billboard- listanum, en Ágúst tók nær alla þá mynd. Ágúst er staddur í Los Ange- les við vinnu, en Ingvar og Háll- ur voru teknir tali af blaða- manni Morgunblaðsins og spurðir hvernig undirbúningi myndarinnar liði. „Undirbún- ingur er á fleygiferð," segir Ingvar. „Stefnt er að því að upptökur hefjist í apríl og standi yfir fram í júní. Það má kannski geta þess að við erum núna í viðamikilli leit að hljómsveitum og öðrum uppákomum í mynd- ina og erum opnir fyrir öllum góðum hugmyndum.“ Um hvað fjallar myndin? „Það má segja að myndin verði einskonar ferðalag um menningarheim unga fólksins í Reykjavík," segir Hallur. „Kaf- að verður ofan i næturlífið, fylgst með rokksveitum á tón- leikum og partíum." Ingvar tek- ur undir með Halli og bætir við: „Við munum þreifa á öllu sem því tengist, hvaða nafni sem það nefnist; náttúrunni, skemmtana- lífi, eyðni, kynlífi, eiturlyfjum, alkóhólisma og sjálfsvígum." Hefur verið ákveðið hvaða hljómsveitir koma fram ímynd- inni? „Viðræður við hljómsveitir standa yfir núna,“ segir Hallur. „Það verður líkast til ekki erfið- íeikum bundið að fá hljómsveit- irnár til að koma fram í mynd- inni, en myndgerðin byggist á því að gott samstarf náist.“ Stefnuleysi eina stefnan Hvenær verður myndin frum- sýnd? „Við stefnum að því að hún verði frumsýnd um miðjan sept- ember," segir Ingvar. „Viku eft- ir frumsýninguna verða síðan haldnir stórtónleikar með þeim íslensku rokksveitum sem koma fram í myndinni. Auk þess stefn- um við að því að fá Slash, gítar- leikara Guns N’ Roses, til að koma hingað til lands með hlið- arhljómsveit sinni „Snakepit". Þó er best að lofa sem minnstu, en Slash lofaði Ágústi að hann myndi koma til landsins ef nógu mikið viskí væri til í landinu.” Erjafn mikið um að vera í íslensku tónlistarlífi núna eins og þegar Rokk í Reykjavík var tekin? „Það er ekki minna að ger- ast,“ segir Ilallur. „Þegar pönk- ið var og hét spratt það upp úr stéttabaráttu sem háð var í Bretlandi. 1 dag ríkir hinsvegar upplausn og stefnuleysi meðal ungs fólks á íslandi. Línur stjórnmálanna eru óskýrar og hugsjónir eiga erfitt uppdrátt- ar.“ Ingvar bætir við: „Á sama tíma og stefnuleysið virðist vera eina stefnan hefur næturlífið aldrei verið trylltara."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.