Morgunblaðið - 22.02.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.02.1995, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Stúdentakosningar Oflugra Stúdentaráð OFT er sagt að slagur stúdenta um völdin Háskólanum sé ómerkileg stuttbuxna- pólitík og sandkassa- leikur. Fylkingamar keppist við að búa til ágreining til þess eins að vera ekki sammála. Að mörgu leyti hefur þessi gagnrýni átt rétt á sér þó ekki sé hún sanngjörn að öllu leyti. Stúdentaráð Há- skóla íslands hefur komið fjölda góðra mála í verk í gegnum tíðina en innbyrðis deilur hafa þó sett svip sinn á hagsmunabaráttuna. Vaka hefur undanfarin ár barist fyrir hug- myndum, sem miða að breytingum á uppbyggingu og eðli Stúdenta- ráðs. Þessar hugmyndir munu efla ráðið, auka sátt um hagsmunabar- áttu stúdenta og áhuga þeirra á að taka þátt í henni. Röskva hefur hafnað alfarið þessum hugmynd- um og haldið því fram að hlutimir séu í ljómandi góðu lagi. Þrátt fyr- ir að ýmislegt gott sé gert í Stúd- entaráði getum við í Vöku ekki tekið undir þessa skoðun Röskvu. Hinn almenni stúdent hefur nokk- uð til síns máls. í fyrsta lagi leggjum við til að fulltrúum í Stúdentaráði verði fækkað um helming. Þijátíu manna ráð er ópersónuleg og óskil- virk samkoma sem ýtir aðeins und- ir fylkingaeijurnar. I samanburði við stjómir hagsmunasamtaka, sveitarfélaga og borgar, er íjöldj stúdentaráðsliða hjákátlegur. í öðru Iagi viljum við að kosið sé til eins árs í senn, ár hvert í stað tveggja. Þegar það kosningakerfi sem nú er notað í stúdentakosning- um var tekið upp, var háskólanám almennt lengra en nú er. Þriggja ára nám hefur orðið sífellt fyr- irferðarmeira í Há- skólanum undanfarin ár og mikið af hæfu fólk treystir sér ekki til þess að eyða tveim- ur árum af þremur í hagsmunabaráttu stúdenta. Kosningar til eins árs munu auka áhuga manna á þátt- töku. Þeir sem vilja eyða lengri tíma í hagsmunabaráttu stúdenta geta svo boð- ið sig fram aftur, en hveijum lista hlýtur að vera hagur í að hafa fólk með reynslu innan- borðs. í þriðja lagi vilja Vöku- menn færa félagslíf nemenda frá Stúdentaráði í hendur deildarfélag- anna og efla þau til að gera Há- skólann lifandi. Bæði eru þau-betur til þess fallin að skynja óskir og þarfir stúdenta og eins myndi Stúdentaráði gefast aukið svigrúm til að sinna raunverulegum hags- munamálum stúdenta, því ekki veitir af. í fjórða lagi teljum við nauðsynlegt að minnihlutinn sé ekki lengur hundsaður í embætta- veitingum á vegum Stúdentaráðs. Til dæmis eru allir fulltrúar í stjórn Stúdentaráðs og allir fulltrúar stúdenta í stjóm Félagsstofnunar Stúdenta (bæði aðal- og varamenn) frá meirihlutanum, þ.e. Röskvu. Þetta eru aðeins tvö dæmi af mörg- um og þessu þarf að breyta hið snarasta. Þá hafa Vökumenn barist fyrir afnámi skylduaðildar að Stúdenta- ráði undanfarin ár. Það er í sam- ræmi við þróun í háskólum um víða veröld. Þjóðfélagið er að vakna til vitundar um rétt manna til að standa utan félaga og stúd- Vökumenn vilja gera átak í að styrkja undir- stöður Stúdentaráðs og vekja áhuga stúdenta á málefnum Háskólans. Þannig verður Stúd- entaráð öflugra hags- munatæki stúdenta, segir Arna Hauksdótt- ir, og sterkari liðsmaður í baráttunni fyrir betri Háskóla. entar eiga að vera þar í fylkingar- bijósti en ekki reka lestina. Stúd- entaráð er miklu meira sannfær- andi afl ef stúdentar eru aðilar af fúsum og fijálsum vilja en þegar allir eru neyddir til aðildar, hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Þessi mál eru öll mjög mikilvæg fyrir baráttu stúdenta. Ef áhugi stúdenta á hagsmunabaráttunni eykst, sem tillögur Vöku stuðla að, verða stúdentar sterkara afl í þjóð- félaginu. Ef stúdentar fylkja sér að baki sínum forystumönnum af fúsum og frjálsum vilja eru stúd- entar margfalt sterkari rödd í samfélaginu. Vökumenn vilja gera átak í að styrkja undirstöður Stúd- entaráðs og vekja áhuga stúdenta á málefnum Háskólans. Þannig verður Stúdentaráð öflugra hags- munatæki og sterkari liðsmaður í baráttunni fyrir betri Háskóla. Höfundur er sálfræðinemi og skipor 2. sætilista Vöku tii Stúdentaráðs. Arna Hauksdóttir Menntun án landamæra Nemendur vilja alþjóðlegri háskóla GILDI alþjóðasam- ■ starfs í menntamálum er ótvírætt. Búseta ís- lenskra námsmanna erlendis og sú þekking sem þeir hafa tileinkað sér í hinum ýmsu lönd- um hefur leitt til víð- sýni manna innan fræðigreina við HÍ sem oft er einstök og meiri en tíðkast annars stað- ar. Algengt er að þann- ig hafi myndast tengsl sem síðar hafa komið sér vel í mörgum arð- bærum rannsóknar- verkefnum. Ljóst er að alþjóðlegt samstarf er nauðsynlegt þjóðum til þess að ná árangri heima fynr auk þess að vera lykill að hvers konar verð- mætasköpun. Samstarf innan ESB Undanfarin ár hafa aðstæður til alþjóðastarfs breyst mikið í HÍ. í dag njóta nemendur góðs af sam- starfsáætlunum í menntamálum með aðildarlöndum Evrópusam- bandsins (ERASMU S/SÓKRAT- ES). Markmið áætlananna er að gera menntafólki kleift að kynnast fræðigrein sinni á forsendum ann- arra skóla og þjóða. Ennfremur má líta svo á að dvöl nemanda í öðru landi skapi tengsl með fólki og sé vænlegt menningarinnlegg fyrir hvert þjóðfélag. Háskóli Is- lands hóf þátttöku í samstarfsverk- efnum ESB fyrir fjórum árum. Samstarfið hefur notið gífurlegra vinsælda meðal nem- enda og mun færri komist að en vildu. í dag hafa um tvö hundruð nemendur frá HÍ stundað hluta af námi sínu við evrópska háskóla en aðeins um 15 námsmenn hafa komið hingað frá Evr- ópu. Astæðan fyrir þessum mismun er fyrst og fremst tungu- málaörðugleikar þeirra sem hingað sækja. Kennt á ensku Ætlast er til að nemendaskiptin séu gagnkvæm þannig að þegar einn nemandi fer héðan er ætlast til Alþjóðaskipti stúdenta skipta ekki eingöngu máli fyrir þá einstak- linga sem dvelja erlend- is, segir Lárus Páll Olafsson, heldur þjóðina alla. þess að HÍ taki á móti öðrum í hans stað. Til þess að HÍ sé gjald- gengur í slíku samstarfí verður að vera hægt að bjóða upp á nám- skeið kennd á ensku í flestum grein- um. Því miður fer því víðs fjarri í dag þótt einstaka skor hafi riðið á vaðið. Við svo búið er grundvellin- um fyrir skiptinámi kippt undan nemendum við HÍ. Því er þörf á breyttu viðhorfí til kennsluhátta innan skólans. Það verður að gera erlendum stúdentum kleift að nema við HÍ, slíkt er hagur beggja. Þann- ig má gera Háskólann sem alþjóð- legastan í háttum og njóta þeirra fjölmörgu tækifæra sem stúdentum bjóðast á alþjóðavettvangi. Hagsmunir Brýnt er að stúdentar séu meðvit- aðir um þá möguleika sem þeim bjóðast í erlendu samstarfí. Sem dæmi má nefna að með góðu fram- boði á námskeiðum kenndum á ensku getur HÍ gerst aðili að sam- starfsnetum bandarískra skóla (IS- EP). Alþjóðaskipti stúdenta skipta ekki eingöngu máli fyrir þá ein- staklinga sem dvelja erlendis heldur þjóðina alla. Dvöl stúdents í öðru landi eykur skilning á öðrum menn- ingarheimi og slíkt skilar sér á já- kvæðan hátt inn í íslenskt þjóðfé- lag, t.d. á sviði markaðs- og efna- hagsmála. Hagsmunir stúdenta í alþjóðamálum felast í þvi að þeir skapi sér sjálfir forsendu fyrir skiptinámi við þá háskóla sem hent- ar hveijum og einum. Menntun er í eðli sínu alþjóðleg. Það eru því hagsmunir stúdenta, og í raun þjóð- arinnar allrar, að hlúa að menntun án landamæra. Höfundur er heimspckinemi og skipar 9. sæti á listn Röskvu til Stúdentaráðs. Lárus Páll Ólafsson KORTIÐ sýnir einfaldaða mynd af seltu- og hitafarshringrás ár- anna 1968-1982, samkvæmt rannsóknum Dicksons og fleiri, 1988. Horfur á allgóðu árferði 1995 SPÁR um hafís og hitafar á landinu hafa nú verið gerðar í rúm- an aldarfjórðung. Á þessum tíma hafa komið fram æ fleiri sannanir fyrir því að sjávarhiti í hafinu norður undan hafí merkjanleg áhrif, ekki aðeins á hitafar og hafís hér við land á næsta ári, heldur jafn- vel á loftslag norður- hvels og að nokkru leyti suðurhvels 5-10 ár fram í tímann. Um þetta er nokkuð fjallað í nýlegu riti frá Alþjóða veður- fræðistofnuninni, þar sem sagt er frá erindi sem undirritaður hélt á þingi norrænna veðurfræðinga á Kristiansand í sumar leið. Nú eru líkur til að hafís við landið verði enn lítill og árferði heldur hagstætt til lands og sjávar á þessu ári. Er þá dæmt aðallega eftir hitafari á Jan Mayen í ágúst- janúar, en það endurspeglar allvel sjávarhitann norður undan. Spáin er þannig svipuð og hún var fyrir nýliðið ár. Þrátt fyrir lægri hita á landinu en árin á undan var veðr- átta mjög hagstæð gróðri á ný- liðnu ári, hafís svo að segja enginn og ýmis merki um aukið líf í sjón- um. Þessi skilyrði ættu að fara að skila sér í aukinni þorskgengd ef vel er farið með miðin, sam- kvæmt rannsóknum Jóns Jónssonar fiski- fræðings á samhengi sjávarafla og hitafars á síðustu öldum. Spár um loftslag á norðurhveli næstu 7 ár eða svo eru um hægfara hlýnun. Þá er farið eftir annars veg- ar hitafari síðustu ára norður við Spitzbergen og hins vegar vaxandi gróðurhúsaáhrifum. Á þessu tímabili ætti Hafís við landið verður lítill þetta árið. Páll Bergþórsson spáir því að árferði verði hag- stætt til lands og sjávar, sjávarhiti að hækka talsvert við Suður-Grænland og Nýfundna- land, en breytingar þar koma nokkrum árum síðar en hér á landi, vegna ríkjandi hafstrauma, sjá mynd. Höfundur er veðurfræðingur. Páll Bergþórsson Olíubirgðir í Reykjavík ELÍN Pálmadóttir blaðamaður og fyrrver- andi formaður náttúru- vemdamefndar Reykjavíkur og síðar umhverfismálaráðs borgarinnar skrifar grein sem birtist í Morgunblaðinu 31. janúar sl. Þar lýsir hún áhyggjum sínum af áformum borgaryfir- valda um að leyfa olíu- birgðageymslu i Sundahöfn. Elín rekur afstöðu umhverfis- málaráðs til geymslu og flutninga á olíu á áttunda áratug aldarinnar. A þess- um ámm átti ég sæti í ráðinu og get tekið undir það með Elínu að full samstaða var þar um það að óvarlegt væri að hafa miklar oiíu- birgðir inni á Sundum. Aldrei varð ég heldur annars var en að oddvitar Borg- arskipulags féllust á röksemdir okkar. Laugardaginn 11. febrúar birtir Morgun- blaðið svo grein eftir Stefán Hermannsson borgarverkfræðing þar sem skilmerkilega er lýst síðari þróun máls- ins og að fyrir alllöngu hafi verið fallið frá þeirri stefnu sem um- hverfísmálaráð markaði fyrir tveimur áratugum. Síðan hefur birst um þetta mál í sama blaði grein í tveimur hlutum (14. og 16. febrúar) eftir Önund Asgeirsson, fyrrverandi forstjóra Olís. Þar sakar hann Elínu Pálmadóttur um fákunn- áttu og óábyrgan hræðsluáróður til framdráttar sjálfri henni og fyrrver- Örnólfur Thorlacius

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.