Morgunblaðið - 22.02.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.02.1995, Blaðsíða 48
 i rfíly* jfl-ifa Opið frá 8 til 5 SJOVAOgrALMENNAR alltafá Miövikudögum MORGUNBLAÐW, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SlMI 669 1100, SÍMBRÉF 669 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRVM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 86 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRUAR 1995 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK T' 'y •(r 4 - s ' ■ H . " ^ ' ’' Morgunblaðið/Halldór Á leið í kuldann FLUGVÉL af gerðinni Saab 2000 lenti á Reykjavíkurflug- velli í gær á leið frá Svíþjóð til Grænlands. Um er að ræða þriðju frumgerð vélar sem verk- smiðjumar em að hanna um þessar mundir. Gert er ráð fyrir að hún geti flutt 50-58 farþega, vænghafið er tæpir 25 metrar og fer vélin 676 kílómetra á klukkustund. Aflvélin er af gerðinni Allison GMA 2100A og flugþol vélarinnar 2.320 kOómetrar. Flugvélin er á leið tíl Syðri- Straumsfjarðar á Grænlandi þar sem hún fer í svokallað „kuldatékk" samkvæmt upplýs- ingum frá Flugþjónustunni á Reykjavíkurflugvelli. Verður vélin látin standa í 10 tima í 25 gráða frosti en að því búnu er hún gangsett á eigin rafhlöðum og allur búnaður kannaður. Vélin kemur til baka á föstudag en 13 manns eru í áhöfn. Kaupmáttur vex um 3% á samningstíma nýrra kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins að mati Þjóðhagsstofnunar Verðbólgan 2,5% eins og er í OECD KAUPMATTUR vex um 1,5% að meðaltali á þessu ári og aftur um 1,5% á næsta ári eða samanlagt um 3% að mati Þjóðhagsstofnunar á samningstíma nýrra kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins sem undir- ritaðir voru í fyrrinótt. Gert er ráð fyrir að verðbólga verði um 2,5% í ár og einnig á næsta ári, sem er sama verðbólga og spáð er í öðrum aðildarríkjum OECD. Segir í mati Þjóðhagsstofnunar að verði þessir kjarasamningar fyrirmynd annarra samninga séu forsendur fyrir því að stöðugleiki ríki áfram í þjóðarbú- skapnum. í gærkvöldi kom fram á Alþingi lagafrumvarp um nauðsynlegar breytingar á skattalögum vegna yfírlýsingar ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamningana. Samningarnir verða bomir undir atkvæði í fyrstu stéttarfélögunum í dag. Verslunarmannafélag Reykja- víkur verður með fund um af- greiðslu samninganna í kvöld á Hótel Sögu og Rafiðnaðarsamband íslands verður með fund í Reykjavík seinnipartinn. Iðja og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur hafa boð- að fundi um kjarasamningana ann- aðkvöld, svo dæmi séu tekin. Á stjómarfundi í Dagsbrún í dag verð- ur ákveðið hvenær félagsfundur verður um samningana. Þjóðhagsstofnun áætlar að kostn- aður ríkissjóðs vegna aðgerða til að greiða fyrir kjarasamningum nemi þremur milljörðum króna miðað við heilt ár þegar allur kostnaðurinn sé kominn fram, en stærstur hluti þess kostnaðar sé tilkominn vegna þess Játar ránið í Áskjöri ÁTJÁN ára piltur hefur verið úr- skurðaður í gæsluvarðhald vegna ráns í versluninni Áskjöri við As- garð á sunnudagskvöld. Hann ját- aði ránið í yfírheyrslum hjá RLR í gær. Pilturinn var handtekinn í fyrri- nótt og yfírheyrður í gær. Farið var fram á 43 daga gæsluvarðhald og verður pilturinn í gæsluvarðhaldi til 5. apríl ---:—» ♦ ♦ Aflaverðmæt- ið yfir hálfur milljarður Á SÍÐASTA ári var frystitogarinn Baldvin Þorsteinsson EÁ með mest- an afla íslenskra fískiskipa, alls 7.635 tonn. Hann var ennfremur með mestan afla á úthaldsdag, tæp 25 tonn, meðalskiptaverðmæti á úthaldsdag var 1,4 milljónir króna og aflaverð- mæti alls 578 milljónir króna. Höfr- ungur III AK og Vigri RE fískuðu j£innig fyrir meira en hálfan milljarð króna í fyrra. ■ Baldvin með mestan afla/Bl -----» ♦ ♦---- Samningi fæst ekki þinglýst Selfossi. Morgunblaðið. EIGENDUR ferðaþjónustuhúsa við Hrauneyjar glíma nú við sérstætt vandamál. Þeir geta ekki fengið lóðaleigusamningi vegna húsanna þinglýst með venjulegum hætti. Astæðan er sú að enginn þing- lýstur eigandi er að afréttinum sem húsin standa á. Eigendur húsanna eru með í höndunum lóðaleigu- samning frá Holta- og Landsveit sem annast afréttinn, en það dugar ekki til. ■ Leigusamningum/14 Morgunblaðið/Júlíus Þúsund lítrar að heimilt verður að draga framlag launþega í lífeyrissjóð frá tekjum við álagningu skatta. Tryggja stöðugleika Davíð Oddsson, forsætisráðherra, segir að þó kjarasamningarnir kosti aukinn halla ríkissjóðs sé það þess virði vegna þess að samningamir tryggi stöðugleika og lága verð- bólgu. Hann segir að þessir samn- ingar hljóti að gefa fordæmi varð- andi samninga við opinbera starfs- menn og aðra hópa sem eigi eftir að gera kjarasamninga. Jón Baldvin Hannibalsson, utan- ríkisráðherra, segir að niðurstaða kjarasamninganna og útspil ríkis- stjómarinnar í tengslum við þá sé tímamót í hagstjóm landsins. Meg- inatriði sé að efnahagsbatinn sé í nafni réttlætis nýttur til lífskjara- jöfnunar án þess að verðbólga fari úr böndunum. Magnús Gunnarsson, formaður Vinnuveitendasambands íslands, segir að launajöfnun einkenni kjara- samningana. Þeir feli í sér verulegan útgjaldaauka fyrir fyrirtækin og það reyni á stjórnendur þeirra að láta fyrirtækin taka á sig kostnaðarauka án þess að hækka vömverð. Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Dagsbrúnar, segir valda von- brigðum hvað kauphækkanir séu litlar, því kaup hjá verkafólki sé lágt. Hann sagði að frá árinu 1942 hefðu kjarasamningar sem stjórn Dagsbrúnar mælti með aldrei'verið felldir á félagsfundi. Amar Sigurmundsson, formaður Samtaka fískvinnslustöðva, segir að samningarnir kosti fískvinnsluna 5-600 milljónir, en á næsta ári séu hækkanir heldur minni. Forsvarsmenn BSRB og BHMR telja að þrengt sé að samtökunum með samningsniðurstöðunni. ■ Kjarasamningar/ 6/10/12/13/24/25 á viku STÓRRI bruggverksmiðju í sum- arbústað í Mosfellsdal, skammt fyrir ofan Mosfellskirkju, var lokað í gærmorgun. Tveir menn voru yfirheyrðir vegna málsins í gær l\já fikniefnadeild lögregl- unnar í Reykjavík. í verksmiðjunni voru um 200 lítrar af landa og 250 lítrar af gambra. Auk þess voru suðutæki og síur gerð upptæk. í vörubíl með upphituðu húsi við bústað- inn voru fjögur ker á borð við það sem lögreglumenn eru hér með, sem hvert um sig rúmaði um þúsund lítra af gambra. Þau voru öll tóm þegar að var komið. Að sögn Kristjáns Inga Krist- jánssonar, yfirmanns fíkniefna- deildar, má áætla að afkastageta verksmiðjunnar hafi verið um eitt þúsund litrar af landa á viku ef miðað er við 40% styrkleika. Stefnt að samkomulagi um yfirlýsingu allra þingflokka Réttíndí kennara verði tryggð eftir flutning STEFNT er að þvi að ná samkomu- lagi um skriflega yfírlýsingu allra þingflokka á Alþingi um að tryggja á næsta kjötímabili áunnin lífeyris- og starfsréttindi kennara, eftir að grunnskólinn flyst frá ríkinu til sveitarfélaga. Með því móti yrði greitt fyrir afgreiðslu frumvarpsins á Alþingi og komið til móts við kröfur kennarafélaganna. „Ég veit ekki hvort þetta tekst en það er þessi virði að reyna það. Það þýðir hins vegar að málið frest- ast fram á fímmtudag," sagði Ólaf- ur G. Einarsson menntamálaráð- herra í gærkvöldi. Fulltrúar kennarafélaganna hittu menntamálaráðherra og mennta- málanefnd Alþingis í gærkvöldi. Á þeim fundi náðist ekki samkomulag, þar sem fulltrúar kennara töldu ekki að fyrirliggjandi tillögur tryggðu réttindi þeirra nægilega eftir flutning grunnskólans til sveit- arfélaganna. Tillögur lágu m.a. fyr- ir um að fresta gildistöku frum- varpsins til 1. ágúst 1996, í stað 1. janúar 1996, og tengja hana lög- um um réttindi og lífeyrismál. Kennarar greiði áfram í LSR Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins leggja kennarar áherslu á að vera áfram í Lífeyrissjóði starfs- manna ríkisins, þótt þeir verði starfsmenn sveitarfélaganna. Stjórnvöld eru tilbúin að fallast á að kennarar haldi áunnum réttindum við flutninginn, en ekki er talið raun- hæft að kennarar sem verða ráðnir til starfa eftir flutning greiði í LSR. Elna K. Jónsdóttir formaður HÍK segir að vel geti verið að samningar þeir sem undirritaður voru í fyrri- nótt hafí áhrif á samningaviðræður við kennara, þar sem frá upphafi þeirra hafí verið rætt um að þegar og ef samningar næðust á almenn- um vinnumarkaði yrði tekið „eitt- hvert mið af þeim, einhvers staðar í málinu“. Hún sjái vonarglætu i samningamálum, en varar við óraunsæjum væntingum um skyndi- lausnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.