Morgunblaðið - 22.02.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.02.1995, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ JÓNAS G. RAFNAR + Jónas Gunnar Rafnar fæddist á Akureyri 26. ág- úst 1920. Hann lést í Reykjavík 12. febrúar sl. og var jarðsunginn frá Dómkirkjunni 21. febrúar. ÞEIM fækkar óðum sem sterkar rætur eiga í siðvenjum íslensku stórflölskyldunnar. Kynslóðin sem horfði á lýðveldið stíga sín fyrstu spor, sá hinn nýja heim rísa og strengdi þess heit að gera ís- landi gagn. Þessi kynslóð mátti ala upp sín börn í skugga skelfilegustu helstefnu mannkynssögunnar. Hraði nútímans hefur aldrei reynst einni kynslóð jafn erfiður. Það er því hveijum manni dýrmætt að kynnast þeim sem getur sagt: „Hlustaðu á það sem ég segi og þér mun famast vel. Ekki kasta á glæ' eða forsmá þau tækifæri sem lífið býður þér. Varastu að ofmetnast í velgengninni eða örvænta í mótlæt- inu.“ Margir af þessari kynslóð misstu sjónar á þeim gildum sem eldri kynslóðir höfðu ætlað þeim að -flytja áfram. Meðalmennskan og blinda nýgróðans réð oft vilja fólk- ins. Þá var þörf manna sem höfðu í heiðri þær siðvenjur sem fleyttu þjóðinni gegnum andstreymið og lágkúru ósjálfstæðisins. Uppúr þurftu að rísa menn sem höfðu kjark og þekkingu til að benda á hvað væri viturlegt og hvað væri óráð. Menn sem létu ekki vanhugsað gróða- sjónarmið og stundar- gleði villa sér sýn. í hópi þeirra forsjálu manna var Jónas Rafn- ar. Þegar komið er að kveðjustund við slíkan mann verða orð van- máttug. Minningar sem fólk geymir í hjartanu er svo erfítt að festa á blað. En minningin um þá sem gefa þér góð ráð og ljá þér styrk í erfiðleikum lífsins verður aldrei frá þér tekin. í hraða augna- bliksins er ómetanlegt að kynnast fólki sem er gefinn sá hæfileiki að stöðva tímann og veita þér hlutdeild í sýn tveggja heima. Þess sem var og þess sem vænta má. Sú minning lifír. Slík gáfa er aðeins til hjá mönn- um sem eru stórir í sjálfum sér. Jónas Rafnar var aldrei maður sund- urlyndis og ósátta. Hann lifði ofar slíkum viðhorfum. Biturleiki og van- trú voru aldrei hans förunautar. „Framtíðin býr í unga fólkinu, börn- unum, og það er okkar skylda að veita þeim betra vegamesti en við höfðum sjálf. Ræktum fjölskylduna og trúna á framtíðina. Lítið meira getum við gert.“ Neistann þann sem knýr lífsklukkuna verður hver og einn að fínna í brjósti sínu. Og kannski getur hvatning pabba og afa eða frænda og vinar hjálpað til t Sonur minn og .bróðir okkar, HAFSTEINN GUÐNASON frá Brekkum, Hvolhreppi, lést á heimili sínu 19. þessa mánaðar. Guðni Guðjónsson og systkini hins látna. t Eiginmaður minn og faðir okkar, BJÖRN GUÐMUNDSSON, Brunngötu 14, ísafirði, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu, ísafirði, 20. febrúar. Kristjana Jónasdóttir, Birna Björnsdóttir, Jónas Björnsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSGRÍMUR STEFÁN BJÖRNSSON stýrimaður, Langagerði 116, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 23. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Slysavarnafélagið. Camilla Pétursdóttir, Þorbjörg Ásgrímsdóttir, Helgi Gunnarsson, Agnar Ásgrímsson, Edda Martá Guðbjörnsdóttir, J Ásgrímur Lárus Ásgrímsson, Sigurveig Hjaltested, barnabörn og barnabarnabarn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdasonur og bróðir, HÁLFDÁN BJARNASON, Flúðaseli 69, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 24. febrúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, r en þeir, sem vilja minnast hans, láti Krabbameinsfélagið njóta þess. Vigdís Hulda Ólafsdóttir, Sigríður Laufey Hálfdánardóttir, Bjarni Hálfdánarson, Ásta Guðmundsdóttir, Ólafur Hálfdánarson, Harpa Svansdóttir, Hörður Kristján Hálfdánarson, Ólafur Pálsson, Sigrfður Vilhjálmsdóttir og systkini hins látna. MINNINGAR í framvindu lífsins. Að leiðarlokum verður ætíð til nýtt upphaf. Þá er tími uppgjörs og sorgar sem boðar nýja lífssýn. Við kveðjum Jónas Rafnar með þakklæti og virðingu. Hann lifði lífí sínu með reisn hins hugsandi manns. Kæra Alla, megi góður guð styrkja þig og fjölskylduna í sorg ykkar. Gísli Arni Eggertsson. tölum að hans góða heilsa var farin að gefa sig. Efri ár Jónasar voru á friðarstóli í faðmi glæsilegrar fjöl- skyjdu. Ég og fjölskylda mín söknum vin- ar í stað. Ég votta frú Aðalheiði Rafnar og dætrum þeirra þremur samúð mína og virðingu. Guð geymi Jónas Gunnar Rafnar. Vilhjálmur Bjarnason. í lífí sérhvers manns verða mörg tímamót. Þegar ég lauk háskóla- námi urðu tímamót. Ég hóf störf og fékk yfírboðara. Örlögin höguðu því svo að starfsvettvangur minn varð Útvegsbanki íslands. Bankan- um stjómuðu þá þrír bankastjórar og í dag er einn þeirra, Jónas G. Rafnar, látinn. Jónas G. Rafnar var um margt merkur maður. Þegar kynni okkar hófust var hann kominn yfír miðjan aldur og hann hafði lokið löngum og farsælum stjórnmálaferli. Á bankastjórastjóri sat hann einnig lengur en flestir aðrir. Ég ávann mér traust Jónasar og það traust þróaðist síðar upp í vin- áttu þó aldursmunur væri á okkur. Þá kynntist ég því að stjómmála- maðurinn og bankastjórinn átti margar óvæntar hliðar, sem snem ekki allar út. Eftirminnilegasta minning mín um Jónas er þegar hann mætti mér og dætmm mínum á gangi í miðbænum. Þá mátti vart á milli sjá hvor væri meira bam, hann eða þær. Jónas varðveitti allt- af bamslega einlægni sína. Nú er þessi höfðingi allur. Það var auðfundið í okkar síðustu sam- í dag er jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni Jónas G. Rafnar fyrrver- andi alþingismaður og síðar banka- stjóri Útvegsbanka íslands. Einnig gegndi hann fjölmörgum öðmm trúnaðarstörfum sem ekki verður rakið hér í stuttri grein til minning- ar um afkastamikinn leiðtoga. Össur hf. var stofnað árið 1971. Viðskiptabanki félagsins var Út- vegsbanki íslands. Þar var Jónas Rafnar bankastjóri tenging okkar unga fyrirtækis við fjármálaumsýsl- una og um leið ágætur leiðbeinandi óreyndra stjórnenda. Fyrirtækinu óx smám saman fískur um hrygg og umsvif þess urðu meiri. Að sjálfsögðu sneiddu þó þrengingar ekki hjá okkar bæ fremur en öðmm. Þá var gott að eiga Jónas að, mann sem alltaf gaf sér tíma, þegar eftir var leitað, til að greina hveija stöðu og gera til- lögur um aðgerðir. Á þeim tíma gat hann að sjálfsögðu ekki, stöðu sinn- ar vegna, tekið beinan þátt í að taka stefnu og stýra á framtíðar- mið, en það átti eftir að breytast. Við starfslok Jónasar í Útvegs- bankanum var eftir því leitast, að hann tæki sæti stjómarformanns Össurar hf. Hann tók því vel og t ÓLI MAGNÚS ÍSAKSSON, Dyngjuvegi 4, Reykjavík, er látinn. t JÓN E. GUÐMUNDSSON járnsmíðameistari, Hamarsbraut 10, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 24. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði. Fyrir hönd ættingja, Halldóra Sigurðardóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR SIGRÚN JÓNSDÓTTIR, Grænuhlið 18, Reykjavík, áður Reykholti, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 23. febrúar kl. 13.30. Jón Karlsson, Dagrún H. Jóhannsdóttir, Guðmundur Karlsson, Ásta Þórarinsdóttir, Ellert Karlsson, Ásdi's Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, LIUU HANSDÓTTUR, Naustabúð 6, Hellissandi, fer fram frá Ingjaldshólskirkju laugardaginn 25. febrúar kl. 14.00. Rútuferð verður frá BS( kl. 8.00. Guðbjartur Þorvarðarson, Þorvarður Jóhann Guðbjartsson, Auður S. Hilmarsdóttir, Sölvi Guðbjartsson, Katrín Sigurjónsdóttir, Guðrún Guðbjörg Guðbjartsdóttir, Rafnar Birgisson, Elfa Björk Guðbjartsdóttir, Þór Kristjánsson, Lilja Bára Guðbjartsdóttir, Árni Þorkelsson og barnabörn. áttum við síðan mikið og gott sam- starf á þeim vettvangi, sem entist svo lengi sem honum aldurinn. Á þeim tólf árum, sem við nutum stafskrafta Jónasar, urðu miklar breytingar. Fyrirtækið reis úr ösku- stó aðkrepptra viðskipta heilbrigðis- geirans og haslaði sér völl á nýjum vettvangi. Jónas tók þátt í þessu öllu af lifandi áhuga. Rétt eins og okkur þótti gott að nýta reynslu hans og framsýni þótti honum gam- an að starfa með atorkusömum hópi fólks, sem var á leið að ná árangri að markmiðum sem hann átti þátt í að móta. Jónas var einstakur maður um margt. Hann var ekki fastur í gömlu plógfari. Hann var sjálfur plógur og hvatti til nýrra dáða á nýjum sviðum. Hann fylgdist vel með og kom fátt á óvart. Jafnframt var hann vel hógvær, mat fólk að verð- leikum og naut þess miklu fremur að hafa samskipti við fólk en af- skipti af því. Öll forræðishugsun var honum fjarri skapi og hann vildi fremur líta á sjálfan sig sem leið- beinenda en stjómanda í okkar hópi. Það var gæfa fyrirtækisins að hafa leiðtoga sem Jónas innan sinna vébanda og viljum við þakka honum hans framlag í erfiðri baráttu við að byggja upp fyrirtækið Össur hf. Eftirlifandi eiginkoúu hans, Að- alheiði, dætmm þeirra hjóna ásamt fjölskyldum þeirra vottum við okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd Össurar hf., Tryggvi Sveinbjörnsson, Össur Kristinsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Auðveldust er móttaka svo- kallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auð- veld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess MblÞcentr- um.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vin- samleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skirnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. BAUTASTEINN IBrautarholti 3,105. R Sími 91-621393 Séifræðingar í blóniiisliiæytiiiguin > ió öll ta‘kilæri m blómaverkstæði BlNNA^ Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími19090 Erfídrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta. Gpplýsingar í síma 22322 FLUGLEIDIR HfTKL LOmtlimt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.