Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1995 B 5 EINS OG FISKUR ÁÞURRU LANDI Velgengni norska ríthöfundarins Jostein Gaarder, höfundar Veraldar Soffíu, sem nú kemur út í íslenskri þýðingu, hefur verið slík að hann má ekki vera að því að sinna JOSTEIN Gaarder skriftum lengur. í viðtali við Birnu Huld Helgadóttur segir hann frá tilurð þessarar sérkennilegu bamabókar, sem slegið hefur bókmenntaheiminn út af laginu. HEIMUR alþjóðabókaút- gefenda er þröngsýnn og íhaldsamur. Menn vilja helst hanga í sömu reyfaraformúlunum og þekktum og öruggum nöfnum eins ðg John Grisham og Jackie Collins. Ef ein- hver kilja frá þeim afskekkta út- kjálka, sem Norðurlöndin teljast, slysast til þess að gera einhveija lukku fær hún óhjákvæmilega nafnbótina „surprise best-seller“ - óvænt metsölubók. Þessi nafnbót telst varla full- nægjandi þegar verið er að fjalla um Veröld Soffíu. Skáldverk um sögu heimspeki, ætlað unglingum og skrifað af norskum lýðháskólakennara - slíkt hefði samkvæmt öllum útgef- endareglum varla átt að seljast nema í nokkrum eintökum í heima- landinu, hvað þá um víða veröld. En þvert á móti hefur þessi litla bók notið meiri velgengni en nokk- ur önnur í sögu norskra bók- mennta; hún hefur farið sigurför um heiminn, selst í mörgum millj- ónum eintaka í Evrópu, Bandaríkj- unum og Austurlöndum. Höfundurinn, Jostein Gaarder, er jafn furðu lostinn og allir aðrir. Fyrir þremur árum þegar hann var að gefa Soffíu út í Noregi skrifaði hann útgáfufyrirtækinu sínu þar til þess að þakka þeim fyrir að gefa út bókina þótt hún myndi örugglega verða því þungur baggi. „Nú þakka þeir mér fyrir,“ segir hann kíminn. Veröld Soffíu hefur hingað til verið þýdd á 32 tungumál og selst í um það bil 2,5 milljónum eintaka þótt hún sé ekki enn komin út í vasabrotsútgáfu. Næstum ein milljón eintaka hafa selst í Þýska- landi einu, en þar vann hún einnig mikilsverð bókmenntaverðlaun. Soffía hefur í marga mánuði trón- að efst á metsölubókalistum Bret- lands, Ítalíu, Spánar og jafnvel Kóreu. Nú í byijun apríl er hún síðan að koma út á íslensku hjá Máli og menningu. Búist er við að sala um allan heim muni margfaldast þegar bók- in kemur út sem kilja seinna á árinu. Það hefur engin „alvöru“ bók selst eins vel á heimsmæli- kvarða frá því Nafn rósarinnar kom út. „Ég er ekki stoltur af því að hafa skrifað metsölubók," tekur Jostein fram. „Ég er fremur stoltur af því að hafa unnið að bók sem mér lá á hjarta en ég hélt að ég myndi ekkert hagnast á.“ Jostein Gaarder er íjörutíu og tveggja ára, kvæntur og á tvö börn. Hann starfaði í mörg ár sem heimspekikennari við lýðháskóla í Björgvin, en skrifaði jafnframt skáldsög- ur bæði fyrir börn og full- orðna. Frumraun hans á bókmenntasviðinu, Sjúk- dómsgreiningin (Diagn- osis), hlaut góða dóma í heimalandinu. Næsta bók var flók- in saga-innan-sögu, Kapalgátan, sem seldist vel á Norður- löndum. Að sögn Jostein er hugmyndin að Soffíu komin frá Kapalgátunni. „Söguhetjan er drengur sem fer til Aþenu með pabba sínum í leit að móður sinni, og hittir þar meðal annarra Plató og Aristóteles. Ég ímyndaði mér að hann færi aftur til Noregs og vildi kannski vita meira. Svo færi hann á bókasafn og bæði um bók um heimspeki en þá yrði sagt við hann: „Því miður en þú ert of ung- ur.““ Veröld Soffíu byijaði sem hálf- gerð kennslubók. „Upphafssetn- ingin var einhvern veginn á þessa leið: „Mannkynið hefur alltaf spurt fróðleiksspurninga." Þá hugsaði ég með mér, guð minn góður hvað þetta er leiðinlegt." Þess í stað ákvað Jostein að skrifa heimspekisöguna sem skáld- sögu. „Mannsheilinn er skapaður fyrir sögur,“ segir hann. Veröld Soffíu fjallar um 14 ára stúlku sem fær upp úr þurru nafnlaus bréf sem spyija hana „Hver ert þú? Hvaðan komst þú?“ Síðan byijar þessi dul- arfulli pennavinur að fræða ungl- inginn um hugmyndasögu Vestur- heims á skemmtilegan og aðgengi- legan hátt. En þetta er ekki öll sagan - söguþráðurinn fléttast og snýst mjög óvænt sem ekki er vert að skemma fyrir væntanlegum les- endum. Til þess að útskýra bókina vísar Jostein aftur í Kapalgátuna. Sú bók fjallar meðal annars um sjómann sem verður skipreika einn á eyðieyju í fimmtíu og tvö ár. Hann er með spil í fórum sínum og til þess að vinna bug á einmana- leika sínum býr hann til persónu sem _ tengist hveiju spili. Þessi spil verða síðan lifandi manneskjur á eyj- unni en sú einasta þeirra sem spyrst fyrir um tilveru sína er jókerinn. Jostein segist sjálfur líta á sig sem jókerinn í pakkanum, og það sem hefur glatt hann mest við frama Soffíu er að honum finnst hann hafa sannað fyrir sjálfum sér að það eru fleiri jókerar í heiminum en hann hélt. „Við fæðumst öll sem jókerar, undrandi yfir lífinu. Það er hægt að spyija spurninga um allt. Heim- speki er ekki eitthvað sem við lær- um, heldur frekar eitthvað sem við gleymum. Þetta er eins og barna- sundið - við fæðumst með þessa hæfileika og það þarf að viðhalda þeim , því að annars þurfum við að fara á sundnámskeið þegar við verðum eldri til að læra þetta allt upp á nýtt. Ég er ennþá undrandi hvern ein- asta dag yfir tilveru minni - og mér þykir svo mikilvægt að halda í þetta undur. Um daginn spurði einhver mig - heldur þú að það sé líf á öðrum plánetum? Ég svar- aði: ef það væri líf á öðrum hnött- um, væri það ekki stórkostlegt? En ef við værum alein í alheimin- um, væri það ekki stórkostlegt líka?“ Og honum finnst að heim- spekin eigi eftir að verða mun rík- ari nú þegar konur fá loks að vera með, tveim þúsund árum eftir að þær voru útskúfaðar af kvenhatar- anum Aristótelesi. Jostein bendir á að hann hafi haft stúlkur sem aðalpersónur bókarinnar af ásettu ráði. „Mörgum fannst það skrít- ið, sérstaklega af . því að ég á sjálfur drengi. En Soffía jf þýðir viska á f grísku, og frá gullöld : Aþenu hefur viskan alltaf verið kven- kennd. Karlmönnum i;- en það eiginlegra að / koma sjálfum sér til skila en að skilja. Þeir nota þekkingu eins og dýrin hornin. Heimspekin er ekki bara 0 eitthvað sem varðar heilann f - að velta sér upp úr rökum tilverunnar getur verið mjög líkamleg reynsla og held að konur skynji það betur.“ Jostein segir að honum þyki vænt um það hve velflestir „at- vinnuheimspekingar“ tóku við bókinni. „Þeir hafa verið mjög örlátir,“ segir hann. Gagnrýnendur hafa samt minnst á það að heim- spekikennslan hennar Soffíu fjalli lítið sem ekkert um nútíma heim- speki. Jostein segist hafa lítinn tíma fyrir nýlegri heimspekistefnu, póst-módernisma, strúktúralisma, dekonstrúktionisma o.s.fi’v., sem hafa fært heimspekina fjær þeim frumspekilegu tilveruspurningum sem allir velta fyrir sér, yfir á þurr akademísk svið. Hann telur að mikið af nútímahugsun ein- kennist af vitsmunalegum hroka og innantómri retórík. „Heimurinn er svo mikil gáta, og lífið er of stutt fyrir svona vit- leysu. Þessir nútíma heimspeking- ar, í fyrsta skipti sem þeir kysstu konu, töluðu þeir þá við hana um að dekonstrúera setningar? Auð- vitað ekki.“ Hann gi-unar að það sé áhersla hans á að vera aðgengilegur sem hefur stuðlað að velgengni Soffíu. „Það er fullt af fólki í heiminum sem hugsar; heimspeki er áhuga- verð en of erfið fyrir mig. Hér er tækifæri fyrir það að læra um heim- speki með því að lesa skáldsögu. Svo lifum við einnig á tímum þar sem fólk er einfaldlega farið að spyija spurninga á ný. Snemma á áttunda áratugnum, þegar ég var í háskóla, höfðum við engar spurningar, einungis svör: eina spurningin var „ertu marxisti eða ekki?“ Margir gagnrýnendur erlendis hafa stungið upp á því að hin gífur- lega velgengni Soffíu gæti m.a. verið vegna þess að hún sé bók sem velviljaðir foreldrar kaupi gjaman handa afkvæmi sínu,hvort bömin lesa hana síðan er annað mál. „Bókin hefur fengið þannig umfjöllun, sérstaklega í Englandi, þar sem popp- og rokkkúlturinn er mjög sterkur og fólk er kannski óvant því að krakkar séu mikið að lesa. En hitt er annað mál, að þeir tortryggnu gætu haft rangt fyrir sér, ég hef fengið hrein ósköp af bréfum frá ungu fólki sem hefur fengið mikið út úr bókinni. Ein sextán ára stúlka skrifaði mér og sagði að hún hafi haldið að það væri eitthvað að henni áður en hún las Soffíu, hún hélt hún væri eina manneskjan í heiminum sem væri að velta fyrir sér heimspekilegum spurningum." Jostein viðurkennir að hann hafí grætt eitthvað á bókinni, „ég á fyrir brauði og mjólk næstu árin,“ segir hann, en bætir við að hann hafi lítið séð af ágóðanum enn og hefur litla hugmynd um hvernig skal eyða honum. í anda átrúnað- argoðsins, Sókratesar, heldur hann fram: „Ég hef í raun engar lúxus- þarfir, og ég hef látið mikið af þessu frá mér þegar.“ Eina stórfj- árfestingin hingað til er íbúð í Ósló til þess að vinna í. „Ég var ekki með neitt vinnuherbergi heima hjá mér og þar var allt kom- ið út um allt. Því var það dálítið skrítið að geta bara skrifað ávísun fyrir íbúðinni, að þurfa ekki að taka lán eða neitt þvíumlíkt." Hógværð og lítillæti Josteins virðast alveg einlæg - hann minnir miklu frekar á lýðháskólakennara frá Björgvin en heimsfrægan og virtan rithöfund. Hann vill mun frekar ræða um forn-íslensk mál- vísindi en sölu bókar sinnar, og syngur „Ríðum, ríðum rekum yfir sandinn“ alveg kórrétt. Hann heldur því fram að aðrir norrænir höfundar muni einnig hagnastáf velgengni Soffíu. Þessi bók, eins og önnur nýleg „óvænt metsölubók“, Lesið í snjóinn eftir Danann Peter Hoeg, hefur hrint af stað einhvers konar tísku fyrir norrænum bókmenntum, sem hafa hingað til oft verið hunsaðar af hinum snobbaða heimi alþjóðabók- mennta. „A alþjóða bókamarkaðin- um í Frankfurt voru spekingarnir allir að tala um Gaarder-Hoeg- áhrifin,“ segir Jostein. Höfundur Soffíu þekkist nú úti á götu í Noregi. „Það gæti verið verra, ég gæti verið alræmdur fyr- ir eitthvað slæmt.“ Nítján ára son- urinn er stoltur af honum en skammar hann fyrir að tala of mikið við fjölmiðla. Hinsvegar er ellefu ára drengurinn orðinn svo óuppnæmur að hann tekur ekki einu sinni eftir því þegar pabbi hans er í sjónvarpinu. „Eg er ekk- ert að troða Soffíu upp á þá. Ég tel mikilvægara að vera góður fjöl- skyldufaðir en að kenna þeim heimspeki - við grínumst við kvöldverðarborðið frekar en að ræða um alvöru lífsins. Það besta og merkilegasta sem hægt er að gera fyrir börn er að lesa fyrir þau,“ bætir hann við Hann segir lífsgæði sín hafa verið meiri áður en Soffía kom til sögunnar. „Hvað er eiginlega hið ljúfa líf? Að sofa í sama rúmi og kona manns, til dæmis. Á síðasta ári eyddi ég 100 nóttum einn í hótelherbergjum um allan heim, að kynna bókina.“ Þetta ár virðist ætla að færa honum enn fleiri ein- manalegar hótelnætur - viku í Bretlandi, en síðan er ferðinni haldið til Þýskalands, Frakklands, Spánar og Argentínu. Til íslands er hann væntanlegur í september. „Ég vil hvíld og frið til þess að skrifa - ég hef ekki skrifað eitt einasta orð í meira en ár. Fyrir mig eru skriftir eins og ævintýri og ég sakna þessa ævintýris mik- ið. Eins og stendur líður mér eins og fiski á þurru landi.“ Höfundur starfnr sem blaðamað- ur á Bretlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.