Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ EINS OG EIN STOR FJOLSKYLDA Sýningar hófust á Einni stórri fjölskyldu um síðustu helgi. Bæði ungir og aldnir koma fram í myndinni og margir hveijir eru að stíga sín fyrstu spor á leiklistarbrautinni. Pétur H. Blöndal tekur nokkra þeirra tali. ÁSDÍS Gunnarsdóttir og Jón Sæmundur í hlutverkum sínum. „LÍT Á MIG SEM LISTVINSAM- LEGAN MANN“ ur. Þetta er vondur og andstyggilegur maður, sem svona góður og persónulegur maður eins og ég vildi helst ekki þekkja." HundUrinn brotnaði saman Kristjáni varð sér- lega minnisstætt atvik sem átti sér stað við tökur á myndinni: „Það sem er ef til vill furðu- legast við þessa sögu að þetta atriði tók að- eins nokkrar sekúndur í myndinni.“ Atriðið sem við er átt er þegar Dóri rekur hundinn hans Jóa út úr húsi með hávaða og látum. „Jonni sagði mér að reka hundinn út með höstum rómi, en alltaf þegar ég byrsti mig hljóp hundurinn undir kvikmyndatökuvélina. í átján „Lék ég í þessari mynd?“ KRISTJÁN Amgrímsson leikur Dóra, geðstirðan tengdaföður Jóa, af mikilli innlifun. Jói á sér ekki viðreisnar von hvort sem er inni á heimilinu eða á vinnustaðn- um, því hvert sem hann snýr sér er hann undir járnaga tengdaföður síns. Þegar mælirinn verður loks fullur gerir hann uppreisn, segir upp dótturinni og fer út á galeiðuna með gullkort Dóra að vopni. Kristjáni Amgrímssyni bauðst hlutverk Dóra í myndinni þar sem hann sat inni á Sóloni íslandusi og sötraði kaffí með vinum sínum. „Jonni settist hjá okkur og bauð mér að leika í myndinni,“ segir Kristján. „Hann hefur vafalaust séð hvað ég var í góðum félagsskap og langað til að slást í hópinn," bætir hann við og hlær vinalega. „Það stóð ekki á svari frá mér, enda lít ég á mig sem mjög listvin- samlegan mann. Mér finnst alveg sjálfsagt að verða við svona bón, vegna þess að íslenskir kvikmynda- gerðarmenn standa alltaf í þessu af vanefnum. Ef maður getur lagt þeim eitthvað til, þó ekki væri nema vegna dugnaðarins og viljafestunn- ar, er það meira en sjálfsagt.“ Las ekki handritiA Þetta er ekki fyrsta kvikmynd sem Kristján leikur í, en hann fór með hlutverk í Morðsögu á sínum tíma. Hann segir að sér hafi ekki fundist erfitt að undirbúa sig fyrir tökur á Einni stórri fjölskyldu. „Ég fékk að vísu handrit, en las það ekki,“ segir Kristján. „Ég lít svo á að mitt hlutverk sé að fara að vilja leikstjórans. Það lýsir ef til vill best hlutverki mínu að leiðbein- ingarnar fólust mest í því að Jonni bað mig um að öskra á Pétur eða öskra á Pál. Einu sinni bað hann mig reyndar um að vera eðlilegur, en átti þá við illmannlegur." Hvað varðar viðhorf Dóra til lífs- ins eiga hann og Kristján lítið sam- eiginlegt. „Ég er fullkomlega ósam: mála Dóra,“ segir Kristján. „í myndinni leik ég Ijótan og leiðinleg- an eiginmann, föður og tengdaföð- skipti gekk þetta svona fyrir sig, þar til hundurinn drattaðist loks út í eitt skipti. Þá reyndist upptakan vera ómöguleg og þurfti því að taka atriðið upp á nýtt nokkrum dögum síðar. Þegar að því kom reyndist hundurinn ennþá vera hræddur við mig. Ég hef það fyrir satt að hann hafi fengið áfall og brotnað gjör- samlega saman eftir að hafa hlust- að á hastan róminn í mér í öll þessi skipti.“ KAR Beck er vinnufélagi Jóa og fer óumræðilega itaugarn- ar á honum. Hann er sífellt að þvaðra um sömu stúlkuna og kvarta undan afgreiðslunni á kaffihúsinu sem þeir sækja. Loks fær ein afgreiðslustúlk- an nóg og sprautar tómatsósu yfir Óskar: „Tómatsósuatriðið fannst mér mjög auðvelt," segir Eiríkur Thorarensen, sem fer með hlutverk Óskars í sinni fyrstu kvikmynd. „Ég varð mjög reiður og það var alvörureiði, enda var ég allur úti í tómatsósu. Þetta var síðasti töku- dagur og einu jakkaföt- in sem ég hafði, þannig að mikið reið á að atrið- ið gengi upp — og það tókst." Tökur á atriði þar sem Óskar hleypur út á götu af kaffihúsinu út- ataður í tómatsósu stóðu hins vegar lengur yfir. „Mér er það mjög minnisstætt að ég þurfti að standa með tómatsós- una harðnandi á mér meðan á tökum stóð. Þegar þær voru svo 'loksins yfirstaðnar þurfti ég að brjóta tóm- atsósuna af mér.“ Skítugur raunveruleiki Ein stór fjölskylda hefur fengið misjafna gagnrýni í fjölmiðlum. Ei- ríkur er spurður hvort hann sé sam- mála þeim dómum sem myndin hefur fengið. „Persónulega finnst mér mjög gaman að myndinni. Það er reyndar réttilega bent á það í fjöl- miðlum að hljóðgæðin í myndinni eru léleg. Annars finnst mér skemmtilegt hvað hún dregur upp skítugan raun- veruleika hjá ungu fólki í Reykjavík. Myndin sem Jóhann dregur upp er mjög kunnugleg. Fylliríin, að vera hent út af veitingastað, píustand, klósettin o.s.frv. Eitthvað sem allir á þessum aldri geta fundið sig í. Það er líka athyglisvert að í myndinni leikur samansafn af fólki sem Jóhann kynntist á börum og kaffihúsum. Ég held að það sé óhætt að segja að hann hafi drifið myndina svo að segja upp úr engu.“ Stress, galsi og fíflaskapur Það má segja að Eiríkur hafi feng- ið hlutverk í myndinni vegna vin- skaps við Jóhann: „Ég kynntist Jó- hanni fyrir mörgum árum. Hann sagði þá þegar við mig að svo kynni að fara að hann bæði mig um að leika í kvikmynd. Þegar hann kom svo til mín og sagði við mig að ég væri rétti maðurinn í þetta hlut- verk hugsaði ég mig ekki tvisvar um.“ Eiríkur segir að það hafi á vissan hátt verið erfitt að leika í mynd- inni: „Það var sérstak- lega erfitt að setja sig í stellingar og passa sig á því að skella ekki upp úr. Þessu fylgir ákveðið stress og þá kemur alltaf í mann galsi og fíflaskapur. Biðin eftir tök- um getur líka orðið leiðingjörn. Þá þarf maður stundum að sitja á rassin- um klukkutímum saman og það eina sem maður hefur við tímann að gera er að reykja eða sötra kaffi.“ Kom mér í opna sköldu Eiríkur mætti ásamt öðrum að- standendum Einnar stórrar fjöl- skyldu á frumsýninguna fyrir rúmri viku og þá kom honum ýmislegt í opna skjöldu. „Myndin kom mér held- ur betur á óvart. Það höfðu verið gerðar miklar breytingar miðað við handritið. Ég átti til dæmis ekki von á því að Jón Sæmundur myndi verða í hlutverki sögumanns og kalla mig þorskhaus," segir Eiríkur og hlær. „Það má segja að mín persóna hafí tekið verulegum skakkaföllum við þessar óvæntu breytingar, en það er víst mjög algengt. Mér er sagt að það komi oft fyrir að fólk spyiji sjálft sig agndofa: Lék ég í þessari mynd?“ Eiríkur Thorarensen MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1995 B 17 L Asdís Gunnarsdóttir Rembdist og öskraði í HLÚTVERKI Maríu, unnustu Jóa sem talar nið- ur til hans eins og aðrir á heimilinu, er Ásdís Gunnars- dóttir. Hún hefur áður komið ná- lægt leiklist, en það var í upp- færslu Sumarleik- hússins á Vél- gengu glóaldini. „Það er tvennt ólíkt,“ segir hún. „Ég gat engan veginn gert mér grein fyrir því hvað var að gerast við tökur á myndinni. Leikstjórinn hefur alla þræði í hendi sér. I leik- húsi er verkið hinsvegar flutt nokkrum sinnum í heild sinni og maður á því auðveldara með að setja sig inn í atburðarásina." „í fyrstu stóð mér ekki á sama þegar ég horfði á myndina. Síðan ákvað ég að slappa af og var sátt við mína frammistöðu. Hún reynd- ist svipuð og ég bjóst við.“ Ásdís segir að fæðingarsenan hafi ekki verið mikið mál. „Ég þurfti bara að rembast og öskra og svo var það yfirstaðið. Mér fannst einna verst að það var klínt á mig smjöri til að gera þetta meira sannfærandi. Það var hálf ógeðslegt. Þegar ég svitnaði næsta dag fannst mér ég finna smjörlykt." Ekki krefj- andi hlutverk REBEKKA Silvía Ragnarsdóttir- leikur aðra af vin- konunum sem Jói hittir við tjörnina. Aðdragandi þess að hún fékk hlut- verk í myndinni var ekki langur. „Ég var á rölti í bænum þegar ég hitti Jonna. Ég þekkti hann ekki neitt, en hann spurði mig hvort ég vildi leika í kvikmynd. Ég spurði hvernig mynd það væri. Þá svaraði hann því til að ég og Nína ættum að fara út að borða með manni. Mér fannst það nú ekki flókið og sló til.“ Rebekka gerir lítið úr sínum þætti í myndinni: „Þetta var nú ekki krefjandi hlutverk." Þegar hún er spurð hvort hún hyggist halda áfram í leiklist svarar hún aðeins: „Ekkert frekar. Hæfileik- ar mínir liggja ekki beint á þessu sviði.“ Henni fannst kvikmyndatök- urnar fara fram nokkurn veginn eins og hún hafði ímyndað sér, nema hvað hún bjóst ekki við þess- um miklu töfum. Var hún svo ánægð með árangurinn? „Mér fannst myndin skemmtileg," segir Rebekka. „Hún er ef til vill ekki neitt listaverk, en það kom mér samt á óvart hvað hún fékk slæma gagnrýni." Ungt fólk forvitið ÞEGAR Elsa verð- ur á vegi Jóa er hún við Tjörnina með vinkonu sinni og þeim verður afskaplega star- sýnt á kauða. Hann tekur eftir því og býður þeim út að borða, sem er aðeins byrjunin á ævintýrum kvöldsins. „Ég fékk símhringingu frá Jonna, þar sem hann bað mig um að hitta sig á Hressó," segir Nína Björk og þannig kom það til að hún fékk hlutverk Elsu í myndinni. Nína Björk hefur Hkaallt gott um myndiua að segja. „Ég fór á frumsýninguna og fannst myndin bráðskemmtileg," segir Nína Björk. „Það má auðvitað alltaf gagnrýna allt, en ég held að hún Rebekka Sllvia Ragn- arsdóttir Nína Björk falli vel í kramið hjá ungu fólki og ég veit um marga sem eru mjög forvitnir." Nína Björk segist hafa verið mjög spennt fyrir tökurnar, en henni hafi þó ekki fundist neitt sérlega erfitt að leika: „Það geta allir leikið, bara misvel." Það sem stóð upp úr að hennar mati var fæðingarsenan. „Mér fannst hún alveg æðisleg. Ég get þó ekki neit- að því að mér fannst dálítið skrít- ið að fylgjast með mér í fæðingars- enu, sérstaklega með tilliti til þess að vinkona mín, sem sat við hlið- ina á mér var sjálf ólétt. Kveið fyrir kossaatriðinu JÓI sér Lísu þar sem hún er að kaupa sér kaffikönnu og fellur Sara Dögg Meulenbroek hann kylliflatur fyrir henni. Hann tekur til sinna ráða og innan skamms eru þau bæði komin heim til hans undir því yfirskyni að sötra kaffi. Sara Dögg Meu- lenbroek fer með hlutverk Lísu í myndinni, en það er ekki í fyrsta skipti sem hún spreytir sig í leikl- ist. Hún hefur áður leikið í skó- lauppfærslu á verkinu Sjúk í ást eftir Sam Shepard. „Mér finnst mun skemmtilegra að leika í leik- húsi. Bæði er að þá fer minni tími í tafir og síðan er gaman að fá viðbrögð frá áhorfendum í lokin. Myndin kom betur út en ég bjóst við,“ segir Sara. „Það má segja að ég hafi kviðið svolítið fyrir kossaatriðinu þegar ég horfði á myndina, enda sat ég við hliðina á kærastanum mínum. Það var óþarfi, því hann tók því bara vel.“ Sara segir að það hafi ekki tekið neitt sérstaklega áað fylgjast með sjálfri sér í myndinni. „Mér fannst ég bara taka mig vel út á hvíta tjaldinu." * Oþægilegt að heyra röddina SIGRÚN Hólmgeirsdóttir fer með hlutverk einnar af þeim stúlkum sem lenda í nánum kynnum við Jóa í myndinni. Henni bauðst hlut- verkið þegar hún hitti Jóhann á kaffihúsi og segist ekki hafa æft sig neitt sérstaklega fyrir það eða lesið handritið. „Ég ætlaði reyndar ekki á frum- sýninguna fyrr en tveimur dögum Sigrún Hólm- geirsdóttir áður, en þá notaði ég það sem átyllu að ég gæti alla- vega fylgst með atriðinu þar sem Árni Óli kernur til sögunnar.“ Til gamans má geta þess að Árni ðli, unnusti Sig- rúnar, átti í fyrstu ekki að vera í myndinni, en þeg- ar einn leikarinn forfallaðist, tók Árni Óli hlutverk afbrýðisama kærastans að sér og sparkaði aðai- söguhetjunni Jóa með tilþrifum úr húsinu. Sigrún segir að sér hafi fundist myndin fín og hún hafi getað hleg- ið að henni. Henni hafi ekki fund- ist erfiðast að horfa á sig á breið- tjaldi Háskólabíós. „Mér fannst óþægilegra að heyra röddina,“ segir hún. „Ég tala ekki svona!“ Vorátak fyrir heilsuna og útlitid Síðustu TT námskeiðin hefjast 22. apríl TOPPI TIL TÁAR Námskeiö sem hefur veitt ótalmörgum konum frábæran < Þetta kerfi er eingöngu ætlaö konum sem berjast viö aukakílóin. Uppbyggilegt lokaö námskeiö. -Fimm tímar í viku, sjö vikur í senn. -Strangur megrunarkúr sem fylgt er eftir daglega meö andlegum stu&ningi, einkaviötölum og x " -• fyrirlestrum um mataræði og hollar lífsvenjur. -Heilsufundir þar sem fariö er yfir förðun, klæönaö, hvernig á aö bera líkamann og efla sjálfstraustið. Kortakerfið Græn kort: Frjáls mæting 6 daga vikunnar fyrir konur á öllum aidri. Allirfinna flokk við sitt hæfi hjá J.S.B. NÝTT - NÝTT imhalds TT við upp á íflokka fyrir TT konur. ar í hverri viku. ■ aðhald INNRITUN HAFIN ALLA DAGA í SÍMA 581 3730. LÍKAMSRÆK T LÁGMÚLA9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.