Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 9. APRÍL1995 MORGUNBLAÐIÐ MAIMIMLÍFSSTRAUMAR Hvað athugist ISLENDINGAR eru miklir CÁVUl* kaffisvelgir. Mar- Ma grét Þorvaldsdóttir upplýsir í grein i blaðinu að á sl. ári hafi verið eftir Elínu Pálmadóttur þegar sú frétt birt- ist að kaffið væri orðið heilsunni hollt. Marcella lagði út af svo- flutt inn 7,6 kg af kaffi á hvert mannsbam í landinu. Afstætt hvað er mikið eða lítið, en miðað við að kaffineysla er mest í Vest- ur-Evrópu á Norðurlöndum, Hol- landi og Belgíu, 13 kg á mann, en í Frakklandi og Ítalíu 5 kg, þrátt fyrir alla kaffihúsamergð- ina þar, hljótum við a.m.k. að vera í efri kantinum. Alltaf hefur maður heyrt að mikil kaffi- drykkja sé afskaplega óholl. Fólk kennir kaffinu gjaman um alls konar vanlíðan, slæmsku í meltingarfærum og svefnleysi, svo eitthvað sé nefnt. Fyrir manneskju, sem allt frá ungl- ingsámm hefur dmkkið kaffí frá morgni til kvölds og fengið sér kvöldkaffí áður en hún fer að sofa, kom frétt af hollustu kaff- is við hjartakvillum svo sem ekk- ert á óvart. Allt er vísast slæmt í óhófi sem í sig er látið, en gjaman hafa einstaka fæðuteg- undir verið að sveiflast frá því að vera mjög óhollar yfír í að teljast hollar. Kemur þá í hugann hafragrauturinn, sem maður var látinn inn- byrða allan uppvöxtinn á morgnana af því aðra eins hollustufæðu væri varla að fínna, en síðan varð hann ekkert svo hollur. Gömul vinkona í Finnlandi hefur sýnilega fengið sömu fréttir og bmgðist við á sinn hátt í blaðadálki sínum. Margarita Norrmen heitir hún. Hún kom fyrst til íslánds í stórum, glöðum hópi ungs fólks á Norrænt stúdentamót sumarið 1948. Norrænir stúdentar streymdu hingað, gistu í heimahúsum og héldu uppi glaum og gleði í marga daga með góðri þátttöku íslenskra stúdenta. Stúdenta- söngvar glumdu úr hverju húsi fram undir morgun án teljandi kvartana. Það hlýtur að vera eitthvað til í minningunni um að það hafi verið eitthvað sér- stakt við þetta mót, því lengi var maður að hitta fólk í útlöndum sem kynnst hafði íslandi þama og enn berast kveðjur frá ein- staklingum. Muna kannski betur eftir okkur fímm í móttöku- nefndinni. Þarna var semsagt Margarita Norrmen, blaðamað- ur á Huvudstadsbladet í Hels- inki. Nú bárust mér á dögunum fréttir af því að hún væri komin á eftirlaun. En upplýst að hún sé nú Marcella sú, sem skrifar litla pistla - nokkurs konar gár- ur - og gerir það í ljóðum með viðeigandi teikningum. Gáruhöf- undur fylltist öfund, sakir van- hæfni sinnar í Ijóðagerð og dráttlist. Verður því vikulega sakir hæfileikaskorts að útvega, mynda, stela og fá að láni þá mynd sem við á að éta. Og vitna í annarra ljóð. Með fréttinni af Margaretu fylgdu nokkrar úr- klippur sem sýnishorn. Þar var mynd eftir teiknara blaðsins og ekki þurfti annað en sýna ljóðin hirðskáldi Gáruhöfundar, Auð- unni Braga, til að hann snaraði þeim á vort mál. Það virðist hafa komið flatt upp á Finna, eins og íslendinga, hljóðandi frétt: Níu bollar af kaffi á degi hverjum minnka áhættuna við að fá hjartasjúkdóma, sam- kvæmt frétt frá rannsóknastofu í Kaupmannahöfn: ATHUGIÐ ÞETTA Allt hið góða, er menn njóta, alvísir hreint niður bijóta. En það flest er eiturskolli einkanlega kaffibolli. En af rökum, og frá Dönum, öllum skrúfum nú frá krönum, létt þá verðum víst í skapi og vinnum öll gegn heilsutapi. Kaffíbolla njótum níu og nefnum hvergi þraut né klígju. Njóta skal þó nú með vara, nauðsynlegt er kaffi að spara, Nú má ekki nauða og þrátta: Nægja látum bolla átta! Nú er semsagt tækifærið til að njóta kaffísins, áður en það verður aftur óhollt, eins og svo margt annað. Þótt framan af væri það bara höfðingjadrykkur hefur kaffí löngum hresst og yljað á ís- landi, sbr. heitið kaffíkerling. Vísbending um að menn hugs- uðu sér það einkum drukkið af kerlingum að stinga saman nefj- um er orðið kaffiskjóða, sem í orðabók er gefíð upp sem kjafta- kerling, slaðurdrós. A dögum spamaðar var það drýgt og gert sterkara með kaffibæti, svoköll- uðu exporti sem margir muna eftir í rauðu staukunum frá Johnson og Kaaber. Stelpur not- uðu rauða bréfíð til að lita á sér varimar. Þessi kaffíbætir var efni úr sikóríurót og gerði kaffið sterkara eða faldi þá skömm að bjóða fólki upp á gegnsætt kaffí- skólp. Á skömmtunarárunum í stríðinu gátu margir illa hugsað sér að verða kaffílausir og kannski mest að geta ekki boðið upp á kaffisopa. Þegar okkar gamla heimili var tekið upp, komu fram í geymslunni tveir járndúnkar með óbrenndum kaffíbaunum. Víst það eina sem var hamstrað þar á bæ. En nú er komið kaffihús á hvert horn í Miðbænum og kaffídrykkja blómstrar. Eins gott ef kaffi er ekki lengur svona óhollt, svo sí- drykkjufólkið geti innbyrt það með góðri samvisku í kaffíhús- um, með því sem við á að éta, hinu þjóðlega slúðri. Enda birta nútímablöð reglulega myndir af hópum á þessu eða hinu kaffi- húsinu. veraldarvafstur;// hljómlist deytt hungurvofuna? adobe-leir sem gott er að forma úr grjótharða veggi í húsum indí- ánanna, en samt vex þar nýr aldin- garður með hljómblóma-aðferð- inni. Þar á meðal voru tómatar Tónlist GREINARHÖFUNDUR segir tónlist auka vöxt plantna. Hvort það á við um mannfólkið líka skal ósagt látið. MARGIR muna eftir frásögnum af tónlistarflutningi í íslenskum fjósum. Klassísk tónlist taldist hafa mjög góð áhrif á kýr við mjaltir ef rétt er munað. Hins vegar náði þessi fjósamenning engri útbreiðslu. M NOKKURT skeið hafa ræktendur hins vegar náð at- hyglisverðum árangri með hljóm- list sem er sniðin fyrir plöntur. Bandaríkjamaðurinn Don Carl- son hefur náð lengst í að selja fólki nýja aðferð sem eykur vöxt plantna til mikilla muna. Aðferðin er kölluð Sonic Blo- om (hljómblóm) og byggir á þeirri eftir Einor staðreynd að Þorsteinn plöntur geta ekki aðeins tekið inn næringu í gegnum ræturnar held- ur einnig í gegnum blöðin. Don datt niður á það að auka inntök- una í gegnum blöðin með því að örva op á laufunum sem kölluð eru „stomata" eða hljómlist! En það er alls ekki sama hvaða hljóm- list er notuð: Hann fékk í lið með sér tónlistarkennarann Michael Holtz og saman byggðu þeir upp sitt hljómkerfi og hljómtíðnir í því skyni að fá blaðopin (stomata) til þess að opna sig meira og drekka í sig næringu sem sérstaklega var útbúin fyrir plöntumar og úðað á þær. Þessar hljómtíðnir reyndust vera nákvæmlega þær sömu og fuglakvak snemma morguns lætur berast til plantnanna. Þetta er auðvitað í samræmi við kenningar Rudolphs Steiners, sem sagði að líf plantna væri óskiljanlegt nema í samhengi við heild náttúrunnar. Hann lagði einnig mikla áherslu á það að fjöldaflug fugla á haustin hefði mikil og bein áhif á fijóvgun ýmissa plantna. Don og Michael settu í fyrst- unni hljómtíðnina „undir“ venju- lega hljómlist. Fyrir valinu varð Hindúa-hljómlist. Og árangurinn varð undraverður: Opin á Iaufun- um tóku inn sjö sinnum meiri vökva en venjulega en gátu einnig náð til sín ósýnilegum raka í heit- ustu eyðimörkum. Á hinn bóginn fór „eyrnatónlistin“ í taugarnar á kvenkyns garðyrkjufólki og því var breytt til. Nú var valið „Arstíð- irnar“ eftir Vivaldi og allir voru ánægðir. Eftir margar fleiri til- raunir kom í ljós að plöntunum líkaði best við Bach, Jazz frá 1920, gítarleik Ravi Shankar en á hinn bóginn gat rokktónlist drepið þær á nokkrum vikum. Það merkilega við þessa ný- breytni er að nú er unnt að rækta ótrúlegustu plöntur í jarðvegi, sem er gjörsnauður af næringarefnum. Þannig er t.d. í Indíánaþorpinu Tiwa norðvestur af Santa Fe í Nýju Mexíkó. Jarðvegurinn er og gulrætur, sem annars koma beint þangað frá Kalíforníu. Kál- hausar eru venjulega um 2 kíló að þyngd en vega við þessar að- stæður 4 til 4,5 kíló. En skoðum líka app- elsínuakurinn hjá McClurg í Florída: Hann hefur komið fyrir hátöl- urum á 6 metra háum staurum og getur hver þeirra „útvarpað" hljómlist yfir um tíu hektara svæði. Það vek- ur athygli hve mikið af fuglum laðast að svæð- inu, enda er þarna hljómlist á ferðinni sem þeir skilja! Appelsínurnar eru ekki aðeins óvenjulega stórar af þessum akri heldur einnig mjög safa- ríkar. Akurinn gefur af sér 30% meira í þyngd en annars væri. En það er ekki allt: Hlutlaus rannsóknarstofa hefur mælt gæði appelsínanna og niðurstöðurnar sýna 121% aukningu í nátt- úrulegu C-vítamíni. í Pennsylvaníu fær bóndinn Aungst tvöfalda grasuppskeru af túninu. Kýrnar hans hafa aukið nýtinguna um 8% með þessu en borða minna gras en áður. Ef nýja grasið og svo venjulegt er sett fyrir framan þær velja þær strax nýja grasið. Don Carlson hefur nú selt hljómblóma-aðferð sína víða. Hann fær fréttir um hvernig öðr- um gengur. Mörg dæmi er t.d. um það að plöntur snúa sér frá sólinni en að hátölurunum þegar þeir eru í gangi! Frekari tilraunir eru nú í gangi og þær benda m.a. til þess að plöntur geti breytt um blaðlög- un við að „hlusta“ á tónlist plantn- anna. Hér er sennilega tilvalin aðferð fyrir garðyrkjubændur landsins til þess að bæta stöðu sína gagnvart EES-samningnum. Eða er nokkuð á móti því að fá þúsund ný hljóm- leikahús í gagnið á einu bretti? ÞJÓÐLÍFSÞANK AR//; -er/ug mótast afstaóafólks? „Hvað á ég að kjósa?“ sagði kona ein við mig í vikunni sem leið. „Þetta er að snúast upp í hálfgerða martröð hjá mér. Ég var að lesa auglýsingu um bóka- skattinn. Mér fínnst ég varla geta kosið Sjálfstæðisflokkinn út af þessum virðisaukaskatti sem sett- ur var á bækur. Kvennalistann kýs ég ekki, þær góðu konur fínnast mér of sjaldan taka skel- egga afstöðu til alvarlegra mála. Þjóðvaka þekki ég ekki, Alþýðu- flokknum er ég ekki sammála í afstöðu þeirra til ESB. Framsókn er of mikill miðjuflokkur fyrir mig. Og aldrei í lífinu hef ég kos- ið Alþýðubandalagið, ég kann ekki við þá menningarlegu upp- hafningu sem mér fínnst ráða þar ríkjum. En kannski að ég kjósi það núna eftir allt saman — úr því að þessi bókaskattur var lagð- ur á.“ Að svo mæltu fékk hún sér smók og horfði á mig fjarrænum augum, yfír Morgunblaðið, sem hafði sigið hógværlega niður í kjöltu hennar. KANNSKI er lausnin fyrir þig að skila auðu,“ sagði ég hik- andi.„„Nei, það er nú eins og hver annar aumingjadómur," svaraði konan og stóð upp og setti Mogg- ann sinn undir handlegginn áður en hún hélt á braut. „Maður verð- ur að ákveða sig, það er ekki um annað að ræða,“ sagði hún í kveðjuskyni. Ég sat eftir ein með hugsanir n eftir Guörúnu Guðlougsdóttur mínar. „Svo það er aumingjadóm- ur að skila auðu? Hvað ef enginn kostur er nægi- lega góður? Flokkar eru eins og fólk, það eru á þeim margar hliðar og ekki all- ar eins viðkunnanlegar," sagði ég við sjálfa mig. „Ef hægt væri að taka það besta frá þeim öllum og skeyta saman í eitt, þá yrði loks til „ásættanlegur" kostur,“ hugs- aði ég spekingslega. Út frá þessu fór ég að hugsa um hvað fólk setti yfirleitt á oddinn þegar það kysi. Þessi kona sem fyrr var vitn- að í virðist taka afstöðu út frá málefnum. Hún sýnist vera í hópi þeirra sem taka grannt eftir því sem flokkarnir gera og gerir upp hug sinn samkvæmt því. Það er fátt hægt að gera til að tjónka við slíkt fólk. Hafi því að eigin mati verið misboðið hugsar það eins og Snæfríður íslandssól: „Frekar þann versta en þann næstbesta." Aðrir hugsa lítið sem ekkert um það sem flokkamir hafa gert en þess meira um það sem þeir segj- ast ætla að gera. Ný föt og sjar- nierandi sjónvarpsframkoma fellur í góðan jarðveg hjá þessum hópi fólks og á þátt í ákvörðun þess. Það tekur líka mið af því sem all- ir hinir kringum það segjast ætla að gera. Þá eru það þeir sem tóku sína pólitísku ákvörðun ungir að árum og láta ekkert hnika sér í þeim efnum. Þeir styðja sinn flokk hvað sem hann gerir eða segist ætla að gera og veija allt sem frá hon- um kemur af festulegri skyldu- rækni. Loks eru það svo þeir sem láta sér á sama standa um allt sem viðkemur stjórnmálum og segja sem svo: „Það er sami rassinn undir öllum þessum flokkum og þeirra pótintátum. Ég kýs ekki neinn þeirra og vil bara fá að vera í friði. Ég skila bara auðu.“ Það eru vafalaust nokkrar ástæður til að fólk fylli síðasttalda hópinn. Ein er að búa til kost sem ekki er til, éins og ég gerði í upp- hafí þessara skrifa. Segja sem svo: „Ég vil eiga kost sem ég er fullkomlega ánægður með, ef hann er ekki fyrir hendi þá verð ég bara ekki með og skila auðu.“ Af öllum sjónarmiðum sem ræður vali er þetta sennilega einna verst. Ef fólk færi að iðka þetta í stórum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.