Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRA KLEPPI TIL GALAPAGOS það væri iítið mál, en ekki væri seinna vænna. Greifínn horfði á mig í forundran og þau hjónin bæði, eins og- hann hefði aldrei leitt hugann að þessu og þetta samtali endaði með því að ég gaf honum upp nafn á sérfræðingi, Hirchfeldt, sem var einn af prófessorunum mínum. „Skömmu eftir þetta atvik urðu einhveijar breytingar á samgöngum eitt kvöldið. Greifahjónin voru sam- kvæmisklædd þetta kvöld, á leið í mikið kvöldverðarboð hjá tengda- fólki. Ég átti einmitt að vera á förum og þau sátu eiginlega uppi með mig. Þau sögðu að ég yrði að koma með í boðið. Ég hafði nýlega fundið gat á buxunum á einu fötunum mínum og kveið þessu samkvæmi, en von bráðar sat ég við langborð í glæsileg- um sal. „í fyrstu var ég út af fyrir mig. Ég sat á milli tveggja eldri kvenna sem skiptu sér ekki af mér. En þegar máltíðin var svo sem hálfnuð var ég allt í einu spurður hvemig það væri eiginlega með Island. Ég svaraði því að það væri konungsríki með sam- band við Danmörku. Frúin hresstist við þetta svar og spurði þá hvort ekki væri aðall í landinu. Því svaraði ég neitandi og var þá að sjá von- brigðasvip á konunni. Ég tók eftir því að fleiri við borðið voru að gefa samtalinu gaum. Konan sækir þá í sig veðrið og segir að það hljóti að vera til gamlar ættir á Islandi, ættir sem geti rakið sig aftur öldum saman. Jú, svaraði ég, en hvað telja Þjóð- veijar gamlar ættir spurði ég á móti. Það komu nokkrar vöflur á frúna og þetta var talsvert rætt við borðið. Þá kom fram að aðalsættimar áttu í stökustu vandræðum að rekja sig aftur, því allir pappírar og skrár höfðu fuðrað upp er kirkjur voru brenndar í 30 ára stríðinu. Fyrir vik- ið gátu ættimar lítið flett aftur fyrir árið 1600. Þá missti ég út úr mér að á íslandi opnaði enginn munninn sem gæti ekki rakið sig allt aftur til árs- ins 900. Það var ekki talað meira um ættir eftir það. „Annars var þetta eftirminnilegur „dinner", kannski ekki hvað síst fyr- ir að hvorki fyrr eða síðar hef ég orðið vitni að öðrum eins íburði í matargerð. Ég glímdi við hvern rétt- inn af öðmm, alls tólf talsins, og þeir voru allir svo miklir að hver og einn hefði dugað mér fullkomlega. Ég flaskaði á því og var orðinn sadd- ur eftir fyrsta réttinn. Lokarétturinn sló allt út, logandi koníak í einhvers konar ísgígum." Aftur út... Úlfar hafði ekki ætlað sér aftur út, en atvik höguðu því þó þannig að út fór hann aftur í september 1938. Að þessu sinni til náms í augn- deild ríkisspítalans í Kaupmanna- höfn. Stóð námið fram í ágúst 1940, en þá voru Þjóðveijar búnir að her- taka Danmörk. „Það höfðu verið að hrannast upp óveðmsský og ég hafði því áður sent konu rnína og barn með Esjunni heim til íslands. Sjálfur komst ég heim eftir krókaleiðum. Matthías læknir Einarsson útvegaði mér fljótlega aðstöðu á Landakots- spítala, en nokkm síðar var ég beð- inn um að fara í augnlækningarferð til Færeyja. Það komst þá enginn augnlæknir þangað frá Danmörku vegna hersetunnar, en Danir höfðu séð um þau mál. Ég var til í þetta, en togarinn sem flutti mig til Færeyja, Nyggjabergið, var skotinn niður í höfninni í Klakk- svík er hann lagði frá eftir að hafa skilað mér á land. Ég sá það, skeyt- ið kom í lestina og dekkið skrældist af í heilu lagi. Áhöfnin slapp þó með skrekkjnn. Stríðið teygði anga sína allt til íslands, en Færeyingar misstu bæði fleiri skip og menn heldur en við,“ segir Úlfar. Varst þú ekkert smeykur að lenda í árás? „Það hvarflaði aldrei annað að mér en að það kæmi ekkert fyrir mig. Eiginlega var ég ekki feigur, því eitt sinn vom tvö skip, stór fær- ■i rt iinlíw anr riritirii iií iiii>TiÉ»Wínf eyskur togari fullur af fólki og lítill breskur, á leið milli eyjanna og var ég í því færeyska. Þá komu tvær þýskar flugvélar og réðust á Bret- ana. Þótt "skipið sem ég var um borð í væri augljósara og bitastæðara skotmark, einbeittu vélamar sér að hinu skipinu. Það var undarlegt að horfa upp á skipveijana standa á dekkinu og horfa bergnumda á at- burðina. Aftur á móti æddi ég ofan í vélar- rúm til að hafa nógu mikið stál á milli mín og vélbyssanna. Það var eins gott, því þetta voru engin smá- ræðisgöt eftir kúlumar sem höfðu farið í gegn um steypu og stál. Við skoðuðum verksummerkin í hinu skipinu. Skipstjórinn var látinn og kúlnagötin um allt skip vom svo stór að skipveijamir vom að troða stólfót- um upp í þau. Nei, þrátt fyrir þetta átti ég ekki von á því að farast þama. Þó horfði maður á skipin brenna í höfnunum. En svo leið þetta sem betur fer og ég komst heim aftur eftir fímm mánaða vem í eyjunum.“ Ör cinu í annað m.a. í Val Eins og komið var að í byijun þessa texta, þá er það fátt sem Úlf- ar Þórðarson hefur látið sér óviðkom- andi. Allar götur síðan að hann sett- ist að í Reykjavík sem útlærður augn- læknir, hefur hann verið hér, þar og alls staðar. Sjálfur vill Úlfar lítið úr því gera, en í Læknatali er þetta svart á hvítu: Læknir Flugbjörgunar- sveitar Reykjavíkurflugvallar síðan 1950 og trúnaðarlæknir Fiugmála- stjómarinnar síðan 1962, sem hann tók að sér eftir að Agnar Kofoed Hansen gerði honum kleift að mennta sig sérstaklega í námsgrein sem kalla má fluglæknisfræði (Aviation medicinjvið Harvard og í Álbuquerque í Nýju Mexíkó. Borgar- fulltrúi í Reykjavík frá 1958 til 1978, í sjúkrahúsnefnd Reykjavíkurborgar 1960 til 1970, fulltrúi í heilbrigðis- málaráði Reykjavíkurborgar 1970 til 1978, þar af formaður í tvö ár, for- maður stjómar sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar 1975 til 1978, formaður byggingamefndar sund- lauganna í Laugardal, formaður ÍBR 1967 til 1984, og formaður bygg- ingamefndar Borgarspítalans 1973 til 1978. Með starfi sínu fyrir Flugbjörg- unarsveitina og Flugmálastjóm lágu aftur leiðir tveggja helstu áhugamála Úlfars saman. í þessari upptalningu er þess hvergi getið, að Ulfar var einnig for- maður Knattspyrnufélagsins Vals frá árinum 1944. Hvernig bar það að? „Ég fór oft á sunnudagsmorgnum að horfa á yngstu flokkana keppa í knattspymu. Það var hér og þar um bæinn. Ég hafði svo gaman að því að hlusta á kliðinn og sjá leikgleð- ina. Það hafa trúlega einhveijir Vals- forkólfar séð mig vera að sniglast á þessum kappleikjum og haldið mig gallharðan Valsara. „Það kom mér vægast sagt í opna skjöldu að vera beðinn um að taka við formennsku í félaginu. Ég get ekki sagt þér hvað ég var hissa. Ég hafði aidrei á fund komið og þekkti ekkert til í félaginu. Ég bar þetta undir föður minn og við komumst að því að einhveijar innanfélagseijur væm í gangi og einhverjir innanbúð- armenn sæu það sem málamiðlun að fá utanaðkomandi mann í for- mennsku. Að athuguðu máli ákvað ég að taka þessu. í ljós kom að það vom grasserandi innanfélagseijur og ein- hveijir mætir menn svo reiðir fyrir formannskjörið að þeir höfðu skilað inn heiðursmerkjum. En næsta árið duttu svo eijurnar niður og ég fékk þessa menn í rólegheitum til að taka við heiðursmerkjunum aftur," segir Úlfar. Ernir og ævintýraeyjur Árin líða og Úlfar vasast í öllu mögulegu og ómögulegu. Seinni árin, A Galapagos eru ókjör af selum og sæljónum, hákarl- ar sem láta mann í friði þó maður syndi rétt hjá þeim, alls konar rafmagns- álar og sjóslöngur, feikn af súlutegund- um, freigátufuglar að ógleymdum albatrosanum sem verpir þarna. eftir að Úlfar kynntist Birni Guð- brandssyni barnalækni fór áhuginn á fuglafræði, fuglaskoðun og síðast en ekki síst fuglafriðun vaxandi. Úlfar og Bjöm vora manna ötulastir að koma friðun íslenska hafarnarins til leiðar. Það var mikil vinna, því lagasetningar einar og sér dugðu skammt. Fordóma þurfti að bijóta á bak aftur. Áhugi þeirra félaga var svo óbilandi, að á hveijum einasta sunnudegi um árabil fóru þeir saman í fuglaskoðunarferðir. Oftast á Álfta- nes, en einnig víðar. „Það var vissulega gaman að taka þátt í að friða og bjarga erninum og fuglaskoðunin er frábær tómstunda- iðja. En þegar þessi áhugi var kom- inn til skjalanna datt ég einhveiju sinni um bók um Galapagoseyjar, þær sömu og Darwin rannsakaði og byggði síðan á þróunarkenningu sína. Ég fann strax að þangað þyrfti maður að koma og ekki minnkaði áhuginn er í ljós kom að það tekur 1-2 ár að komast að, svo langur er biðlistinn. „Þetta er svo viðkvæmt svæði að fjöldi ferðamanna er takmarkaður og svo ströng er gæslan að menn mega ekki hafa svo mikið sem sand- kom með sér burt og stranglega bannað er að snerta dýrin sem eru svo spök að það er hægt að klofa yfir jiau án þess að þau hreyfi sig. „Eg hefði verið tilbúinn að fara einn þangað, en Ellen dóttir mín og tengasonur sem búa í Bandarikj- unum vildu ekki heyra á það minnst og þau slógust í för með mér. Það kom að okkur í nóvember í fyrra og það er óhætt að segja að eftirvænt- ingin var ekki að ástæðulausu. Þetta eru sannkallaðar ævintýra- eyjur, klasi smárra eyja og þó smáar séu þá eru þar til hærri fjöll en á íslandi. Á eyjunum em tveir gamlir flugvellir síðan í seinni heimsstyijöld- inni og þangað er flogið frá Ékvad- or. Á Galapagos er búið um borð í bátum, mest átta ferðamenn saman og eftirlitsmenn gæta þess að farið sé að settum reglum. í eyjunum má ekki víkja af merkt- um göngustígum, en það kemur ekki að sök, það iðar allt af lífi og það má ganga að öllum dýmm án þess að þau hreyfi sig. Þama em stórar eðlur, tvær tegundir, sjávareðla sem úðar í sig þangi og kaktuseðla sem er svo þolinmóð að hún situr bara og gónir á meðan hún bíður eftir því að ávöxtur detti af plöntu. Þær em ferlegar á svipinn og mig dauðlang- aði að snerta eina. Það er hins vegar ómögulegt að segja hvemig þær myndu bregðast við. „Þama em líka 3-400 ára gamlar risaskjaldbökur sem búa í fjöllunum og em 3-4 mánuði að skríða yfir úfin hraun til að verpa eggjum sínum við fjöraborðið. Þegar ungarnir klekj- ast sitja mávar og annað illfylgi fyr- ir þeim og höggva skörð í stofninn og í sjónum er heill her óvina. Örfá- ar ná þroska og koma aftur heim og skríða sömu leið yfir hraunin og til fjalla. „Hvalveiðimenn sem veiddu á þessum slóðum fyrr á ámm veiddu þessar skjaldbökur gjaman til að hafa í nesti og þá sannaðist hversu lífsseigar þær em. Þær vom lifandi í lest eins skipanna í heilt ár án þess að fá vott eða þurrt.“ „Það er ekki hægt að víkja frá Galapagos án þess að rifja meira upp. Þarna em ókjör af selum og sæljónum, hákarlar sem láta mann í friði þó maður syndi rétt hjá þeim, alls konar rafmagnsálar og sjóslöng- ur, feikn af súlutegundum, freigátu- fuglar að ógleymdum albatrosanum sem verpir þarna. Tijáspætan snjalla sem krakar orma úr smugum með kaktusnálum var þarna. Ég sá hana og hún var lengi að þessu og hafði voðalegan áhuga á verkefninu. „Þetta er skrýtin veröld. Þetta er við miðbaug og engar árstíðir. Það er oft skýjað, eti samt er hitinn iðu- lega upp í 40 stig og þá er Iyktin helvíti strembin. Humboldtstraumur- inn mikli, sem er svalur, er lykillinn að lífríkinu. Hann heitir í höfuðið á mínum fyrri styrkveitanda. Alexand- er stundaði miklar rannsóknir á þess- um slóðum og hafði aðsetur í Ekvad- or. Við fómm meðal annars að skoða höfuðstöðvar hans fyrir neðan eld- fjallir Cotopaxi og ég settist í skrif- borðsstól Humboldts. „Annar straumur kemur einnig við sögu, E1 Nino, sem er svo heitur að hann getur drepið allt líf þama. Það er tilfellið að á 6-8 ára fresti breytir hann um rennsli og þá hrynur lífrík- ið á Galapagoseyjum. Svo breytir straumurinn sér aftur og lífríkið nær sér upp á ný. Nýjustu fréttir af þess- um slóðum eru þær, að Sameinuðu þjóðimar hafa tekið að sér að stjórna málefnum eyjanna og reka Darwin- stofnunina sem þar er starfrækt," segir Úlfar. Einhvers staðar þarf að setja punktinn. Það virðist hæfa að gera það hér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.