Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1995 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ YEÐRABRIGÐI í BARENTSHAFI ÁSTANDIÐ á miðunum í Barentshafí hefur breyst mikið á síðustu tveimur árum. Áður var þar ekki um aðra ókyrrð að ræða en þá, sem staf- aði af ilium veðrum og úfnum sæ, en skyndi- lega komu aðrir þættir til sögunnar: Innrás kvótalauss togaraflota, aðallega íslenskra skipa. Hvað gerðist og hvers vegna? Við Norðmenn eigum ekki í neinum vandræðum með svarið en skiljum þó kannski ekki alveg hvað að baki býr. Svarið við því hvers vegna 57 ís- lenskir togarar og fimm skip undir hentifána en í íslenskri eigu eru að veiðum í Barentshafi er í stuttu máli þetta: Vegna lítillar þorskveiði á heima- miðum, sem íslendingar eiga mesta sök á sjálfir, og allt of stórs flota hafa þeir neyðst til að leita út fyrir 200 mílurnar og reyna veiðar á a1- þjóðlegu hafsvæði. Því miður fyrir okkur Norðmenn og Rússar stefndu Islendingar flot- anum á lítið svæði í Barentshafi, sem kallað er Smugan. Þetta er með öllu óásættanlegt fyrir stjórnvöld í Nor- egi og Rússlandi en þau fá ekkert við það ráðið enn sem komið er. Smugan er alþjóðlegt hafsvæði. Þar eru hins vegar stundaðar tillitslausar veiðar á fiski, sem gengur þangað í nokkurn tíma á sumrin. Annað mál er svo veiðar íslendinga á vemd- arsvæðinu við Svalbarða og verður vikið að því síðar. Allt of stór floti Þegar skoðaðar eru hinar ýmsu hliðar á deilu íslend- inga við Norðmenn og Rússa er rétt að hafa í huga ákveðnar stað- reyndir. íslenski físki- skipaflotinn er líklega sá afkastamesti í heimi. Islenski sjómaðurinn dregur fjórum eða fimm sinnum meiri afla á land en starfsbróðir hans í Noregi. Það finnst með því að skipta heildarafla í öllum teg- undum á starfandi sjó- menn í hverju landi. íslenski flotinn er jafn- framt meira en helm- ingi of stór miðað við eðlilega nýt- ingu fiskimiðanna og eðlilega rekstr- arafkomu. Þetta er meginástæðan fyrir kreppunni í þorskveiðum við ísland. Það er ekki of djúpt í árinni tek- ið að segja, að íslenska sjávarút- vegsráðuneytið fari ekki alltaf eftir tillögum fiskifræðinga. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra hefur sjálfur sagt það í viðtali við Morgun- blaðið. Meðfylgjandi tafla sýnir líka greinilega, að frá 1987 hefur sjáv- arútvegsráðuneytið alltaf ákveðið þorskkvótann meiri en Hafrann- sóknastofnunin hefur gert tillögur um. Auk þess hefur ísienski flotinn veitt meiri þorsk en kvótanum nam. íslendingar eiga 125 togara og meirihiuti þeirra er á bilinu 400 til 1.000 brúttótonn. Þegar fiskveiði- lögsagan við ísland var færð úr 50 mílum í 2Ó0 1976 áttu þeir 26 tog- ara í þessum stærðarflokki. 1992 voru þeir 51 og síðan hafa sumir verið endurnýjaðir með stærri skip- um. Sem dæmi má nefna Guðbjörg IS 46, sem var afhent í Noregi 1994. Hún kom í stað annarrar Guðbjargar en er helmingi stærri en gamla skip- ið. Smábátunum hefur að vísu fækk- að en heildarsóknin á Islandsmiðum hefur aukist ár frá ári. Á íslandi hefur ekki verið um marga aðra kosti að ræða en fisk- veiðar. Fram á síðasta ár var engin föst úreldingarskipan og allir fisk- stofnar eru fullnýttir. Þess vegna birtist íslenski togaraflotinn í Smug- unni auk þess sem nokkrir gerðu tilraun til veiða við Svalbarða. Lítum á verndarsvæðið við Sval- barða. Eyjarnar eru óvefengjanlega norskt landsvæði. Það hafa íslend- ingar einnig viðurkennt með undir- ritun Svalbarðasamningsins 1993. Samkvæmt samningnum, sem er frá 1920, eru norsk yfirráð á Svalbarða staðfest én öll ríki, sem hann hafa undirritað, mega stunda þar at- vinnustarfsemi. Um hafið umhverfis eyjarnar segir ekkert en Norðmenn bera ábyrgð á nýtingu fiskimiðanna þar. Að vísu er ekki um það sam- komulag meðal aðildarríkja samn- ingsins en Norðmenn styðja kröfu sína með því, að það sé eina ieiðin til að koma á skynsamlegri nýtingu á fiskimiðunum innan 200 mílnanna við eyjarnar. Stjórnvöld á íslandi vita það mæta vel, að til að viðhalda stofnunum má ekki veiða meira úr þeim en þeir þola. Þess vegna geta norsk stjórnvöld ekki látið það óátal- ið, að einstök skip eða ríki fari sínu fram við Svalbarða. Kanada hefur viðurkennt þetta og ástæðan er augljós. Þar eins og annars staðar við norðvestanvert Atlantshaf (Bandaríkin, Grænland, ísland) er ástand fiskstofnanna mjög alvarlegt. Á Nýfundnalandi er kreppan algjör og 30.000 sjó- menn og starfsmenn í fiskiðnaði eru án atvinnu. Ástæðan er einföld. Kanadísk og erlend skip eru búin Olav Lekve Það er óskiljanlegt, að íslensk stjórnvöld með Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra í fararbroddi skuli leyfa næstum stjórnlausar veiðar í Barentshafí, segir Olav Leve. Trú- verðugleiki íslendinga er enginn í þessu efni. að veiða þorskstofninn upp. Talið er, að hrygnmgarstofninn sé nú 2.500 tonn. Á Nýfundnalandi er ekki einu sinni leyfilegt að kasta færi í sjó frá ströndinni. Jafnvel eftir að hrunið var staðreynd og Kanadastjórn hafði bannað allar veiðar héldu erlend skip þorskveið- unum áfram utan 200 mílnanna enda svamlar fiskurinn inn og út úr landhelginni. Fyrir innan línuna fékk hann frið en utan hennar biðu erlend skip og hirtu allt, sem þau gátu. Kanadastjórn viðurkennir rétt Norðmanna til að stjórna veiðunum við Svalbarða vegna þess, að hún á sjálf í erfiðleikum með óboðna gesti. Hún hefur líka lengi reynt að koma á einhverri stjórn á veiðunum á Miklabanka fyrir utan 200 mílurnar eða með öðrum orðum, að fiskstofn- ar, sem ganga inn og út úr lögsög- unni verði ekki eyðilagðir. Krafa strandríkjanna Um stjórnun á nýtingu auðiindanna utan 200 mílnanna er fjallað á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna og þar hafa íslendingar verið í forystu fyrir þeim ríkjum, sem krefjast þess, að strandríkin beri ábyrgð á nýtingu fiskstofna, sem ganga tímabundið inn á alþjóðlegt hafsvæði. Upphaf- lega voru það sex strandríki, sem stóðu að þessari kröfu. Nú hafa Norðmenn bæst í hópinn og málið verið rætt á tveimur ráðstefnum Sameinuðu þjóðanna. íslendingar vilja fá að stjórna sókninni í karfann suðvestur af landinu en þar er um UM FJÓRÐUNG- UR grunnskólaár- gangs nær ekki lág- markseinkunn á grunnskóiaprófí og fimmtungur árgangs heltist úr lestinni fyrstu tvö ár fram- haldsskóla (1). Engar rannsóknir hafa verið gerðar á ástæðum slaks árangurs á grunnskólaprófum né brotthvarfi nemenda úr framhaldskólum. Ekki hafa verið gerðar neinar athuganir á slöku námsgengi í framhaldsskóla né við- horfum nemenda,' foreldra, við- tökuskóla eða atvinnulífsins til gæða skólastarfs hinna einstöku skóla. Ekki hefur heldur verið gerð nein úttekt á menntun og hæfni kennara eða skólastjórnenda á grunn- og framhaldsskólastigi. Lít- ið sem ekkert markvisst umbóta- starf getur því átt sér stað í grunn- og framhaldsskólum. Gæði skólastarfs I lokaskýrslu Nefndar um mótun menntastefnu (2) kemur fram að mikils ósamræmis gæti í námsmati í íslenskum skólum, samræmd próf í lok grunnskóla fullnægi ekki próf- fræðilegum kröfum sem gerðar eru til slíkra prófa og að eft- irlit með skólastarfi af hálfu stjórnvalda hafi verið vanrækt. Þessu til viðbótar má stór- lega draga í efa að það sem nemendur skól- anna þó lærðu búi þá undir líf og störf í lýð- fæðisþjóðfélagi eða frekara nám. Á því hafa nefnilega ekki verið gerðar neinar rannsókn- ir heldur! Það er ljóst af ofansögðu að af- skaplega lítið er vitað um gæði skólastarfs hinna einstöku grunn- og framhaldsskóla né hvað valdi gæðavandamálum. Með gæðum í þessu sambandi er átt við hversu vel námið í skólanum, kennslan og önnur þjónusta skólans fullnægi þörfum, væntingum eða kröfum nemenda, foreldra, atvinnulífs eða Gera verður allsherjar- áætlun um innleiðingu gæðastjórnunar í grunn- og framhalds- skóla, að mati Friðriks Eysteinssonar, svo og í öðrum hlutum mennta- kerfisins. viðtökuskóla, þ.e. -viðskiptavina skólans. Ef frammistaða skólans er ekki í samræmi við þarfir, vænt- ingar eða kröfur viðskiptavinanna eru gæðin röng (3). Gæði í skóla- starfi grunn- og framhaldsskóla geta orðið röng eða tapast með fernum hætti. . í fyrsta lagi geta gæðin tapast ef starfsmenn skólanna eða menntamálayfirvöld misskilja þarf- ir, væntingar eða kröfur viðskipta- vinanna. Við samningu aðalnám- skrár grunn- og framhaldsskóla tapast t.d. gæðin ef sú þekking og færni sem skólunum ber að miðla nemendum, að mati þeirra sem semja aðalnámskrána, er ekki í takt við þarfir, væntingar eða kröf- ur viðskiptavinanna. Að sama skapi geta gæðin tapast ef kennarar og aðrir starfsmenn skólanna mis- skilja þær væntingar sem nemend- ur eða foreldrar gera til þeirra. í öðru lagi geta gæðin tapast ef starfsmönnum skólanna eða menntamálayfirvöldum tekst ekki að bjóða upp á nám eða þjónustu sem fullnægt geti þörfum, vænt- ingum eða kröfum viðskiptavin- anna. Hér getur t.d. verið um það að ræða að við samningu aðalnáms- skrár sé ljóst hveijar þarfirnar, væntingarnar eða kröfurnar eru en að ekki takist að setja upp náms- brautir eða námsáfanga sem upp- fylli þær. Að sama skapi gæti kenn- urum og öðrum starfsmönnum t.d. verið ljóst hvers vænst er af þeim án þess að takast að bjóða upp á þjónustu við hæfi. í þriðja lagi geta gæðin tapast ef kennslunni sjálfri eða annarri þjónustu skólans er ábótavant. Þannig gæti aðalnámsskráin, námsbrautirnar og námsefni ein- stakra áfanga verið fullkomið en kennurum skólans verið ómögulegt að koma frá sér efninu. Að sama skapi gæti verið skýrt hvaða þjón- ustu aðrir starfsmenn skólans ættu að veita en þeir haft sína hentisemi um veitinguna. í fjórða lagi geta gæðin tapast ef viðskiptavinum skólans er lofað meiru en skólarnir geta staðið við. Þetta á sér kannski einkum stað ef þeir sem sjá um kynningu skól- ans út á við hafa ekki nógu góðar upplýsingar um gæði skólastarfsins eða vilja fegra þau. Væntingar við- skiptavinanna til skólans aukast GÆÐASTJORNUN í GRUNN- OG FRAMHALDSSKÓLUM Friðrik Eysteinsson. að ræða tiltölulega stóran stofn, sem gengur inn og út íslenskri og græn- lenskri lögsögu. Með þessa kröfu í huga er það óskiljanlegt, að íslensk stjórnvöld með Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra í fararbroddi skuli leyfa næstum stjórnlausar veiðar í Barentshafi. Trúverðugleiki íslend- inga er enginn í þessu efni og þetta má orða þannig: Eftir að flotanum hefur verið leyft að veiða upp þorskinn við Ísland er honum sigað á fiskstofna annarra ríkja. Islendingar geta haldið því fram, að enginn eigi tilkali til fisks, sem finnst á alþjóðlegu hafsvæði, en þá hlýtur það sama að gilda um karfa- stofninn suðvestur af Íslandi. Þorsk- urinn í Barentshafi gengur á veturna á hrygningarstöðvarnar við norsku og rússnesku ströndina. Á sumrin fer hann í ætisleit og vex upp á ýmsum stöðum í Barentshafi, meðal annars í Smugunni. Verði haldið þar uppi stjórnlausum veiðum árum saman endar það með kanadísku ástandi, norskir og rússneskir sjó- menn verða að fara í land og horfa upp á íslensk skip og önnur veiða úr „auðlindinni þeirra“. Það er ábyrgðarleysi og það vita íslensk stjórnvöld. í ræðu á Alþingi í fyrra sagði Davíð Oddsson, forsætisráðherra Is- lands, að íslendingar stæðu best allra þjóða að nýtingu auðlindarinn- ar. Um það má deila. Ómögulegt er að segja, að ríki, sem heimilar meirí þorskkvóta en fiskifræðingar leggja til, jafnvel eftir að kreppan er skoll- in á, og leyfir hluta flotans að læðast bakdyramegin inn í búrið hjá ná- grönnunum, sé til fyrirmyndar hvað varðar auðlindanýtingu. Kreppa í þorskveiðum Norðmanna Norðmenn gengu í gegnum sína kreppu í þorskveiðum seint á síðasta áratug. Þá var fiskveiðistjórnin hert, margir sjómenn urðu að fara í land, fiskvinnslan lenti í vandræðum og mörg fyrirtæki urðu gjaldþrota. Ár- angurinn er hins vegar sá, að þorskkvótinn hefur verið aukinn hóflega á síðustu árum. Norskir sjó- menn eiga erfitt með að sætta sig við, að ríki, sem hefur leyft rányrkju á sínum eigin stofnum, skuli vilja °g þegar frammistaðan lætur á sér standa fellur gæðamatið. Af því sem sagt var um gæðatöp- in hér að ofan má ljóst vera að það er mikið mál að tryggja gæði í skólastarfi og jafnframt að menntamálaráðuneytið, skóla- stjórnendur og aðrir starfsmenn skólanna sem eiga samskipti við viðskiptavini þeirra þurfa að koma að því máli. í ljósi þessa þarf að gera miklar kröfur til þeirra laga sem sett eru um grunn- og fram- haldsskóla því þau gefa tóninn. Mat á skólastarfi í ljósi þeirrar umræðu sem verið hefur í þjóðfélaginu um mikilvægi gæðastjórnunar og þann ávinning sem innleiðing hennar getur skap- að og þess sem sagt er í upphafi þessarar greinar um stöðu mála í grunn- og framhaldsskólum bjóst ég við því að í nýjum lögum um grunnskóla og í frumvarpi til laga um framhaldsskóla yrði hreinlega gerð sú krafa að skólar á grunn- og framhaldsskólastigi tækju upp aðferðir gæðastjórnunar í starfi sínu jafnframt því að menntamála- ráðuneytið markaði ákveðna gæðastefnu fyrir skólastigin. Að vísu er í lögunum og frumvarpinu kveðið á um að allir skólar á grunn- og framhaldsskólastigi skuli innleiða aðferðir til að meta skólastarfið og að utanaðkomandi aðili skuli gera úttekt á sjálfsmats- aðferðum skóla á fimm ára fresti. Ekkert er sagt um hvert markmið- ið með sjálfsmatinu er né hvernig því skuli háttað. Engar lág- markskröfur eru gerðar um gæði skólastarfsins. Ekkert er talað um hvernig skólar eigi að mæla gæði skólastarfsins, bæta þau eða stýra þeim. Og að síðustu þá er ekkert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.