Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 36
36 B SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Fórnarlömb Estóníuslyssins Samkomulag um skaðabætur Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SAMTÖK þeirra sem komust af og þeirra er misstu sína nánustu er feijan Estónía fórst í Evstrasalti í september hafa fallist á þær skaða- bætur, sem þeim voru boðnar. Um 2.400 manns fá samtals til skiptanna hálfan milljarð sænskra króna, eða nær fímm milljarða ís- lenskra króna. Meirihluti aðstandenda þurfti að samþykkja tilboðið til að það gilti og 98 prósent þeirra samþykktu það. Enn er ófrágengið hvernig gengið verður frá tryggingarmálum skipveija er komust af og aðstand- enda þeirra. Féð skiptist misjafnlega á að- standenduma en bætur til þeirra nema frá sem samsvarar 400 þúsund íslenskum krónum upp í um 23 millj- ónir. Þeir sem komust af fá um 1,5 milljónir íslenskra króna í sinn hlut. Þar með er ljóst að af hálfu þessa hóps verða ekki stórbrotin málaferli, en margir þeirra höfðu höfðu fengið tilboð frá ýmsum bandarískum lög- fræðingum. Þeir buðust til að höfða mál, gegn því að fá skerf af hugsan- legum bótum. Aðstandendur og þeir sem komust af höfðu verið varaðir við að í þessum hópi væru ýmsir viðsjárverðir náungar, en málaferli af þessu tagi eru algeng vestra. Um níu hundruð manns fórust með feij- unni. í áfangaskýrslu rannsóknar- nefndar um Estóníu-slysið, sem ný- lega kom út, segir að helstu ástæður slyssins hafi verið hraði feijunnar, veður og röng hönnun á stefni ferj- unnar. Aðrar feijur í Eystrasalti höfðu dregið úr hraða vegna veðurs nóttina þegar Estónía fórst og sigldu með 10-11 hnúta hraða en Estónía sigldi með 14,5 hnúta hraða. Ástæð- an fyrir því að skipstjórinn dró ekki úr ferðinni upplýsist vart nokkurn tíma, því allir, sem voru í brúnni fórust. Þessi mikli hraði við slæmar aðstæður álítur rannsóknarnefnd slyssins að sé ein af þremur megin ástæðum slyssins. Hinar tvær eru veðrið og hönnun og frágangur stefnisins. Lokaskýrsla uni slysið verður til- búin en í árslok. Ákveðið hefur ver- ið að steypa nokkurs konar skjöld utan um skipið til að koma í veg fyrir að kafað verði niður að skipinu af óviðkomandi aðilum. Tilkynning til handhafa Debetkorta frá Landsbanka íslands Að höíðu samráði við Samkeppnisstofnun og Neytendasamtökin hafa verið gerðar nokkrar breytingar á viðskiptaskilmálum vegna Debetkorta. Til að gefa sem gleggsta mynd af því í hverju breytingarnar eru fólgnar, birtast hér að neðan þær greinar, sem taka efnislegum breytingum þann 25. apríl nk. og til samanburðar eldri skilmálar. Sérstök athygli er vakin á ákvæðum greinar 14.1. ELDRI SKILMÁLAR - útg. í desember 1993 A. ALMENNT UM DEBETKORT 6.4. Korthafi ber ábyrgð á öllum greiðslum/úttektum, sem verða vegna notkunar Debetkorts hans, sbr. þó 10. gr. 2. mgr. 6.6. Korthafi ábyrgist tjón gagnvart bönkum og sparisjóðum, sem verður vegna vanrækslu hans við vörslu eða notkun Debetkorts eða leyninúmers þess. 7.3. Útgefendur Debetkorta eru ekki ábyrgir fyrir tjóni, sem verður vegna lagaboða, aðgerða stjórnvalda, náttúruhamfara, stríðs, verkfalls, verkbanns, skæruverkfalla eða annarra slíkra aðstæðna, rafmagnstruflana eða rafmagnsleysis, né vegna truflana í símkerfi eða öðrum boðleiðum eða samgöngum. Tjón, sem gæti orðið af öðrum ástæðum, bætist ekki af útgefanda hafi hann sýnt eðlilega aðgæslu. 7.4. Útgefendur Debetkorta eru ekki ábyrgir fyrir tjóni né óhagræði, sem verður vegna þess að móttöku Debetkorts er hafnað. 9.1. Notkun Debetkorts erlendis er heimil þar sem merki MAESTRO/CIRRUS eða VISA ELECTRON er uppi. Af erlendum viðskiptum og úttekt reiðufjár erlendis reiknast þjónustugjald, skv. gjaldskrá. 10.2. Sjálfsábyrgð korthafa takmarkast við jafnvirði ECU 150 í ísl. krónum, ef kort hans er notað af óviðkomandi aðila, áður en hvarf þess uppgötvast og er tilkynnt skv. 1. tölulið. 10.3. Sérstök athygli er vakin á að korthafi ber fulla ábyrgð á úttektum með glötuðu korti, sé tilkynningaskyldu ekki fullnægt strax og hvarf þess uppgötvast. r 11.2. Við útgáfu korts greiðir korthafi sérstakt stofngjald auk venjulegs árgjalds. 11.3. Banka/sparisjóði er heimilt að færa korthafa til gjalda á viðskiptareikningi hans mánaðarleg færslugjöld fyrir notkun kortsins, kostnað vegna reikningsyfirlita, kostnað vegna endurnýjunar korts, árgjöld á 12 mánaða fresti og gjald vegna útvegunar afrits af sölunótu, allt samkvæmt gjaldskrá hverju sinni. 14.1. Bankar/sparisjóðir áskilja sér rétt til að breyta notkunarreglum þessum og skilmálum, enda séu þær breytingar auglýstar. Ef Debetkortiö er notað eftir að breytingar hafa verið auglýstar, skoðast það sem samþykki korthafa á þeim. Að öðrum kosti skal notkun kortsins hætt og það tilkynnt bankanum/sparisjóðnum. Ef engin slík tilkynning berst innan fjórtán daga frá auglýstri breytingu, skoðast hún samþykkt af korthafa. NÝIR SKILMÁLAR - taka gildi 25. apríl 1995 A. ALMENNT UM DEBETKORT 6.4. Korthafi ber ábyrgð á öllum greiðslum/úttektum, sem verða vegna notkunar Debetkorts hans, sbr. þó 10.2. og 13.1. og 13.2. 6.6. Korthafi ábyrgist tjón gagnvart bankanum, sem verður vegna vanrækslu hans við vörslu eða notkun Debetkorts eða leyninúmers þess, sbr. 10.2. 7.3. Útgefendur Debetkorta eru ekki ábyrgir fyrir tjóni, sem verður vegna lagaboða, aðgerða stjórnvalda, náttúruhamfara, stríðs, verkfalls, verkbanns, skæruverkfalla eða annarra slíkra aðstæðna, rafmagnstruflana eða rafmagnsleysis, né vegna truflana í símkerfi eða öðrum boðleiðum eða samgöngum. 7.4. Útgefendur Debetkorta eru ekki ábyrgir fyrir tjóni né óhagræði, sem verður vegna þess að móttöku Debetkorts er hafnað sem greiðslu hjá söluaðila eða í sjálfsafgreiðslutæki, né öðrum skaða, sem leitt getur þaraf, sbr. þó 13.1. og 13.2. 9.1. Notkun Debetkorts erlendis er heimil þar sem merki MAESTRO/CIRRUS eða VISA ELECTRON er uppi. 10.2. Sjálfsábyrgð korthafa takmarkast við jafnvirði ECU 150 í ísl. krónum, ef kort hans er notað af óviðkomandi aðila, áður en hvarf þess er tilkynnt. Þetta á ekki við ef um stórfellt gáleysi eða svik af hálfu korthafa hefur verið að ræða. Tilkynningaskyldu ber að fullnægja svo fljótt sem verða má eftir að hvarf korts uppgötvast. 11.2. Bankanum er heimilt að færa korthafa til gjalda á viðskiptareikningi hans gjöld skv. gjaldskrá, sbr. grein 11.1. 13.1. Telji korthafi að hann hafi orðið fyrir skaða vegna tæknilegrar bilunar í hraðbanka eða öðrum sjálfsafgreiðslutækjum, þá ber bankanum fyrir hönd viökomandi sölu- eða þjónustuaðila að færa fram fullgild rök fyrir því að búnaðurinn hafi starfað rétt þá er umrædd viðskipti fóru fram, en er ella ábyrgur fyrir tjóninu. 13.2. Ábyrgð bankans takmarkast við beint fjárhagslegt tjón korthafa, en nær ekki til annars skaða eða óþæginda, sem leitt geta af bilun sjálfsafgreiðslubúnaðar. Bankinn ábyrgist ekki tjón þegar tæknibilun á að vera korthafa Ijós, svo sem þegar skilaboð þess efnis koma fram á tölvuskjá. 14.1. Bankinn áskilur sér rétt til að breyta notkunarreglum þessum og skilmálum, enda séu þær breytingar tilkynntar korthafa með minnst 15 daga fyrirvara. í tilkynningu um breytta skilmála skal vakin athygli á því í hverju breytingarnar felist og á rétti korthafa til að segja samningi upp. Noti korthafi kort sitt eftir að breyttir skilmálar hafa tekið gildi, telst hann samþykkur breytingunni. B. DEBETKORT SEM GREIÐSLUKORT B. DEBETKORT SEM GREIÐSLUKORT 5. Greiðslur með Debetkorti koma fram á reikningsyfirliti þess viðskiptareiknings, sem kortið er tengt og korthafi fær sent frá banka/sparisjóöi með umsömdu millibili. Á yfirlitinu kemur fram nafn seljanda, þar sem kortið var notað, ásamt dagsetningu og upphæð. Ef um erlend viðskipti er að ræða kemur einnig fram upphæð kauplandsins. Ef korthafi hefur athugasemdir við reikningsyfirlit sitt, ber honum að tilkynna það banka/sparisjóði sínum innan 20 daga frá móttöku þess. 5. Greiöslur með Debetkorti koma fram á reikningsyfirliti þess viðskiptareiknings, sem kortið er tengt og korthafi fær sent frá bankanum með umsömdu millibili. Á ýfirlitinu kemur fram nafn seljanda, þar sem » kortið var notað, ásamt dagsetningu og upphæð. Ef um erlend viðskipti fj er að ræða kemur einnig fram upphæð kauplandsins. Ef korthafi hefur í!; athugasemdir við reikningsyfirlit sitt, ber honum að tilkynna það bankanum innan 20 daga frá móttöku þess. í vafatilvikum hvilir j sönnunarbyrðin á kortaútgefanda. Reglur og skilmálar um Debetkort liggja frammi á öllum afgreiðslustöðum bankans. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Tillögur um skatta- lækkun sam- þykktar Washington. Reuter. FULLTRÚADEILD Bandaríkja- þings hefur samþykkt tillögur repú- blikana um skattalækkanir er nema eiga um 189 milljörðum dollara á næstu fimm árum. Búist er við að tillögumar, sem eru eitt mikilvæg- asta kosningaloforð repúblikana, verði fyrir nokkrum breytingum í meðferð öldungadeildarinnar og mæti andstöðu af hálfu Bills Clint- ons forseta. Sumir af ráðgjöfum forsetans segjast ráðleggja honum að beita neitunarvaldi gegn tillögunum. For- setinn hefur sjálfur lagt fram tillög- ur um skattalækkanir en í þeim eru áherslur aðrar en í hugmyndum repúblikana. Newt Gingrich, forseti fulltrúa- deildarinnar, hrósaði mjög skattatil- lögunum. sagði m.a. að með þeim væri tryggt að fjölskyldan yrði efld og atvinna ykist. Atkvæði féllu 246-188, tillögunum í vil og reynd- ust 27 demókratar hafa slegist í lið með repúblikönum í málinu. Repú- blikanar hafa einnig meirihluta í öldungadeildinni. Skattar verða lækkaðir um sem svarar 500 dollurum, 32.000 krón- um, árlega á hvert barn hjá fjöl- skyldum með tekjur í meðallagi eða háar tekjur. Tekjuskattar fyrir- tækja lækka og skattar á fjár- magnstekjur lækka. Flestir demókratar segja að repú- blikanar hyggist með tillögunum bæta hag auðugra Bandaríkja- manna á kostnað fátækra og hug- myndirnar geri erfiðara en ella að jafna fjárlagahallann fyrir árið 2002 eins og stefnt er að. ------» ♦ ♦----- Svínslegt flug London. Reuter. FLUGVÉL á leið frá London til Suður-Afríku var að snúa við og nauðlenda í Bretlandi sökum þess að hiti, þvag og sviti svína sem um borð voru, settu bruna- kerfi vélarinnar i gang. Alls voru 72 svín og um 300 manns um borð í vélinni. Metan- gas í þvagi dýranna og mikill hiti sem myndaðist, settu bruna- kerfið I gang og drápust fimmtán svínanna er gas úðaðist úr sjálf- virku brunavarnarkerfi flugvél- arinnar. TILBOÐ ÍAPRÍL ^Barnafe kr. 50 ^^gnjiil^r_kc-ZQ lítri kr. 274 2m SVARTISVANURINN SÖLUTURN - MYNDBANDALEIGA - ÍSBÚÐ LAUGAVEGI 118 REYKJAVÍK - SÍMI 551 6040

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.