Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 21
20 B SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1995 B 21 Guðmundur Páll Ólafsson hefur lokið við gerð bókarinnar „Ströndin í náttúru --31------------------------:..............................................— Islands“ og Mál og menning gaf bókina út í vikulokin. Þetta er þriðja bókin í ritröð um náttúru landsins og mikið verk, rétt eins og fyrri bækumar, „Fuglar — ■ ■ 7-----------------------■— —y .................................— í náttúm Islands“ og „Perlur í náttúm Islands.“ Guðmundur Guðjónsson ræddi við nafna sinn um áfangann, verkefnið og hvað framundan er. Þrefað um kvóta. Ströndin í náttúru Islands EG VAR tvö ár að vinna að Fuglabókinni á sínum tíma og upplifði mikinn söknuð eða tómleikatil- fínningu er hún Ioksins kom út. Þetta var svipuð tilfinning og konur lýsa þegar þær hafa fætt barn. Ég fékk ekki beinlínis svoleiðis tilfínn- ingu þegar Perlurnar komu út, fremur eins konar doða eða deyfð, en ég er hræddur um að þetta hell- ist yfír mig aftur núna, því með- ganga þessarar bókar var lengst og að mörgu leyti þyngst," segir Guðmundur, en hann hellti sér af fullum krafti í bókina um strend- umar síðari hluta ársins 1991. „Perlumar" komu hins vegar út árið 1990. Þegar Guðmundur talar um þunga meðgöngu á hann ekki hvað síst við lokasprettinn, „álagið hefur aukist jafnt og þétt og kórónaðist í sjálfu prentverkinu. Síðustu tvær vikumar hef ég lítið sofið, vann kannski 18 til 20 tfma á sólar- hring," segir hann. Blendnar tilfinningar Guðmundur er fæddur og uppal- inn á Húsavík, en hefur búið vítt og breitt um landið. Auk þess að búa erlendis á meðan á námi stóð, hefur hann og fjölskylda hans átt heima í Reykjahverfí í Suður-Þing- eyjarsýslu, á Blönduósi, Akureyri, í Flatey á Breiðafirði og á Stokks- eyri. Nú í seinni tíð búið í Stykkis- hóimi, frúin, Ingunn K. Jakobsdótt- ir, við kennslu, en Guðmundur í „bókaútgerð" eins og hann kallar það. Guðmundur hafði kynnst bókaút- gáfu áður en þrennan hans sem hér hefur verið nefnd kom út. Eftir hann er námsefni í líffræði fyrir gmnnskóla gefíð út af Námsgagna- 3lofnun. Á seinni árum hafa einnig komið út barnabækur um fugla, húsdýr og fjörulífverur, gefnar út af Máli og menningu. En hvemig varð til sú hugmynd að færa út kvíamar með svo eftirminnilegum hætti? „Mig hafði lengi langað til að gera bók um náttúm landsins. Hug- myndin var lengi að þróast en loks eftir að samvinna var komin á við bjartsýnan útgefanda fór dæmið heldur betur að stækka. Það að vinna svona verk er ákaflega heill- andi, spennandi og jafn framt erf- itt. Mikið andlegt álag og fjárhags- lega mjög þungt í vöfum. Þótt verk- efnið sé skemmtilegt þá er vinnan ekki ávalt tekin út með sældinni. Óttinn til dæmis við villur er voða- legur. Þetta virðist samt hafa bless- ast til þessa," segir Guðmundur. Margar hugmyndir Hefur hugmyndin gengið eins og hún var lögð upp í byrjun? „Já og nei. í upphafí var ég með 8 til 10 hugmyndir að bókum af þessum toga. Perlumar vom til að mynda ekki ein þeirra, en falla samt vel í hópinn.“ Ertu að segja að út komi 8 til 10 bækur í þessari ritröð? „Nei, ég er alls ekki að segja það. Það hefur til dæmis ekkert verið ákveðið um framhald á þessu stigi. Hugmyndalega er ég kannski vel birgur af efni fram undir miðja næstu öld, en hugmynd eða löngun er stundum annað en vemleiki. Þessi verk mín hafa þó gengið eins og í lygasögu. Vinnan við Fuglana hófst 1986 og nýjasta bókin er að koma út árið 1995. “ En hvað er annars um nýju bók- ina, „Ströndin í náttúru Islands", að segja? „Bókin skiptist í tvo meginhluta. Fyrri hlutinn heitir „Við öldubrot" m * ■» M > Blóðberg í óvenjulegu umhverfi. „Falla fossar...“ og fjallar um eðlislæga þætti strandarinnar, s.s. sjóinn, gmnn- sævi við ísland, ströndina í víðustu merkingu orðsins, fomar strendur, yngri strendur og núverandi strend- ur. Það tengist allt í þessu, veður- far, straumar, þróun lífs í hafínu og myndun Norður-Atlantshafsins og Islands. Seinni hlutinn heitir „Seiður ís- lenskra stranda“. Sá hluti skiptist í tvennt. Sá fyrri heitir „Lífheimar við sjó“ og seinni „Saga íslenskra stranda". Fyrri kaflinn fjallar eins og nafnið gefur til kynna um lífver- ur á ströndinni. Ekki einungis sjáv- ar- og fjörudýr, heldur einnig önnur sem við sögu koma, s.s. fugla, seli, hagamýs ofl. Þá er fjaran sjálf skoð- uð vandlega og þar fá allar helstu fylkingar lífheimsins sína umfjöll- un. Þá em skoðaðar nytjar í sam- hengi við fæðuvef hafsins og þróun- arsagan rakin nokkuð," segir Guð- mundur. Fyrirmyndirnar Hvað má Segja að komi skemmti- legast á óvart í þessum efnum? „Það mætti nefna margt. Eflaust er það hve strandlengjan er óhemju- íjölbreytt fyrirbæri. Kannski kemur sumum það á óvart hvað margar fyrirmyndir uppfínningamanna em að fínna meðal hinna ýmsu lífvera. Flest af því sem við köllum nútíma tæki og tól hafa áður verið þróuð meðal smárra lífvera. Kúluhúsin em t.d. ígulkerin. Borvélar em skráp- tennur kuðunga, þrýstidælur em sogfætur og sjóæðakerfi skrápdýra. Lögun bíla og flugvéla, það er allt að fínna í lífheiminum. Það er virki- lega heillandi að skoða þessar sam- svaranir," segir Guðmundur. Og hann heldur áfram og greinir frá lokakafla bókarinnar, „Saga ís- lenskra stranda“. „Þar reyni ég að flokka strendur gróflega, svo sem eyjar, fírði, sanda • —-------------------------------------------------------------- Litasam- spil í fjöru- polli. Sumarnótt við strendur Breiðafjarðar. Toppskarf- ar og ritur í kjörlendi sínu í Flat- eyjarskor. Við ósa Ölfusár. Úr Flatey. t og þess háttar. í kaflanum er bæði yfirlit og einstök svæði tekin fyrir. Þetta efni er samofin náttúrusaga, íslandssaga, gripið í atvinnusögu, útþrá íslendinga, landafundi fyrri tíma að ógleymdum ljóðum, þjóð- sögum, munnmælum og dulúð hvers konar. Það var raunar af svo mörgu að taka að örðugt var að takmarka efnið . Bókin fór hundrað síðum fram úr áætlun. Hún hefði auðveldlega getað orðið þúsund síð- ur.“ í lokin er kafli sem ber heitið „Dýrmæta strönd“ þar sem verð- mæti strandar er tíundað og mikil- vægi þess að varðveita strendur landsins. Guðmundur, hvaða 1 kemur næst? „Eins og ég sagði áðan, þá ve bókaútgerðarmenn sem og fl útgerðarmenn, að búa við mi óvissu í artvinnumálum. Mig sk( ir kannski ekki kvóta, en fran þessara ritverka byggir á viðtök fólks og getu til að kaupa svc dýrar bækur. Ég vona svo sann lega að bókaþjóðin þori að ferð um ævintýralendur íslensl stranda, framhaldið byggir á {; og svo auðvitað því, eins og gar fólkið er vant að segja, „ef guð 1 ar“,“ svarar Guðmundur F Ólafsson. Úthafsaldan. á að seljast Rýmum fyrir nýjum tækjum Þvottavélar/Þurkarar Eldavélar Smátæki Fyrstir koma - fyrstir fá ALLT AÐ Ofnar Helluborð Opið sunnudug Frú 10-iS fleira oo fleira Suðurlandsbraut 16, s. 880500. M 9504

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.