Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 9. APRÍL1995 MORGUNBLAÐIÐ I Sigursælar hákarlafælur Úrval Paul & Lauru BANDARÍSKI dúettinn Paul og Laura hefur búið hér á landi í sjö ár, leikið á tónleikum og gefið út spólur. Fyrir stuttu kom svo út lagaúrval þeirra í Þýskaiandi. Fyrir skemmstu gaf þýska fyrirtækið Hoppei di Hoy út sjö- tommu raeð fímm lögum Paul og Lauru. Um svipað leyti hófu þau innflutning á útgáfum Hoppel di Hoy hingað til lands og hyggja á frekara samstarf við fyrirtækið. Paul segir að sam- starfið sé þannig til kom- ið að bandarísk kunn- ingjakona þeirra, Linda Smith, sé á samningi hjá fyrirtækinu og hún hafi bent þeim á að snúa sér þangað því víst væri að eigandi fyrirtækisins, Stefan, kynni að meta þau. „Við skrifuðum hon- um því og sendum kass- etturnar tvær og hann vildi strax gefa út úrval af þeim á plötu." Paul segir á sjötomm- unni séu fimm lög, úrval af tveimur spólum sem þau hafa gefið út hér á landi, Moebius Shrimp og Ilmvatnajökli, bæði með íslenskum textum og enskum. „Þetta eru lög sem við tókum upp hér heima á einfaldan hátt,“ segir Paui og bætir við að þau séu að velta því fyrir sér að gefa út aðra sjötommu á árinu enda séu þau með nóg af nýjum lögum í smíðum og hafa tekið nokkuð upp. Hann segir sjðtommuna hent- uga til að kynna nýja tón- list, hún sé ódýr í fram- leiðslu og því hægt að selja hana á lágu verði. „Mér finnst líklegra að fólk kaupi eitthvað sem það ekki þekkir ef það kostar ekki of mikið,“ segir hann, „við Laura gerum það að minnsta kosti,“ segir hann og hlær við. Á NÝÚTKOMINNI breið- skífu, Einni stórri fjölskyldu, sem á er tónlist úr sam- nefndri kvikmynd, kennir margra grasa. Þar á meðal kveður ný hljómsveit sér hljóðs, sem heitir því sér- kennilega nafni Shark Remover. Shark Remover er tríó þeirra Páls Garðarsson- ar, Jóns Emils og Hafdísar Huldu. Páll segir áð hijóm- sveitin sé þriggja ára gömul, hafi æft og samið lög þann tíma, en ekki haldið tónleika, hann leikur á gítar, Jón Emil á bassa og Hafdís Huld á trommur. Þau Páll og Haf- dís segja að lagið á Einni stórri fjölskyldu gefi nasa- sjón af hljómsveitinni; „við erum svona líka“ segir Haf- dís, og Páll bætir við að í lagasafni sveitarinnar sé mikil breidd. Eins og áður segir hefur Ljósmynd/Kjól og Anderson Hákarlafælur Hljómsveitin Shark Remover. Shark Remover ekki haldið tónleika til þessa, hefur lagt nótt við dag til að gera lögin tónleika- og útgáfuhæf, en til að kynna sveitina lögðu þau i myndbandsgerð. Tón- leikahald er á dagskrá, en þau segjast fara sér hægt og skipuleggja væntanlega tónleika af kostgæfni. Sérkennilegt nafn sveit- arinnar, Shark Remover, segja þau komið úr draumi. „Jón dreymdi að hann væri í trumbuslagarakeppni á eyju í Karíbahafi. Hann sigraði í keppninni og vegna þess að hann gat trommað alla há- karla frá ströndinni var hann kosinn „Shark Remover" árs- ins. Eftir að hafa heyrt drauminn kom ekkert annað til greina sem nafn á sveit- ina,“ segja þau ákveðin. Morgunblaðið/Kristinn Úrval Paul og Laura og tveggja ára dóttir þeirra. UBJÖRK Guðmundsdótt- ir hefur haft í nógu að snúast undanfarið, meðal annars við upptökur á væntanlegri breiðskífu. Hún lauk fyrir skemmstu við plötuna, sem koma á út 5. júní, og nýtt Bjark- arlag, Army of Me, kemur út í vikunni eftir páska. Ýmisir koma við sögu á breiðskífunni, til að mynda sér sérvitringurinn De- odado um strengjaútsetn- ingar, Tricky leggur Björk lið í einu lagi, Howie B í öðru, Black Dog kemur einnig við sögu og LFO, aukinheldur sem Nellee Hooper leggur sitt af mörkum í takkastjórn. Smáskífan Army of Me verður í tveimur útgáfum, annars vegar venjuleg út- gáfa lagsins með tveimur aukalögum. Hin útgáfan verður svo af laginu endur- hljóðblönduðu með liðsinni Beastie Boys, en útgáfur eiga einnig Graham Mass- ey og Skunk & Nancy. Lagið verður meðal annars á safnskífu með tónlistinni úr kvikmyndinni Tank Girl og verður fyrsta smáskífan af þeirri plötu, en auk Bjarkar eiga lög á plötunni L7, Belly, Hole, Portishe- ad, Ice-T og Devo. DÆGURTONLIST Hvad er á seydi í skúmumf PÖNK4Ð ROKK Liverpool-sveit Boo Radleys, f.v. Tim Brown, Martin Carr, Sice Rowbottom og Bob Cieka. ÆFT FYRIR FRÆGÐINA FYRIR tveimur árum eða svo sendi breska rokksveitin Boo Radleys frá sér sína þriðju breiðskífu. Platan seldist prýði- lega og var valin plata ársins víða um heim. Þrátt fyrir það kom flestum í opna skjöldu þegar fjórða plata sveitarinnar, Wake Up! skaust beint í efsta sæti breska breiðskífulistans. FYRIR rúmri viku lauk Mús- íktilraunum Tónabæjar, þar sem á fjórða tug sveita atti kappi um ýmis verðlaun. Hljómsveitirnar komu úr öll- um áttum og léku flest af- brigði rokk og popptónlistar, sem gaf góða mynd af því sem er á seyði í bílskúrum landsins. Fjölbreytni er jafna mikil í Músíktilraunum og greinilegt að tónlistaráhugi ungmenna er ekki jafn eins- leitur og ætla má af útvarpi og umfjöll- un fjöl- miðla: það þrífst meira en dans, diskó og rokkað popp. Þannig var til að mynda með Músíktilraunir 1991 og 1992, þegar dauða- rokkið var allsráðandi í skúr- unum, en heyrðist aldrei í útvarpi og lítið var hampað í öðrum fjölmiðlum. Iðulega fer þó saman fjölmiðlaum- fjöllun og tónlist sem ungl- ingarnir kunna að meta og þannig var mikið um hljóm- sveitir sem léku Seattle-rokk að hætti Pearl Jam og Nirv- ana, en einnig brá fyrir sveit- um sem drógu dám af bresku nýbylgjunni, Suede, Blur og Oasis. Sigursveitin í ár, hafn- fírska tríóið Botnleðja, var vel að sigrinum komin, gríð- arlega þétt og kraftmikið tríó sem lék pönkað rokk þeirrar ættar sem er á hraðri uppleið hér á landi um þessar mund- ir og leysir líkiega af Seattle- rokkið. Vonandi nýtast sigur- laun sveitarinnar til þess að hún komi frá sér plötu á ár- inu. Sitthvað athyglisvert Eins og áður er getið eru Músíktilraunir jafnan gott tækifæri til að komast að því hvað ungmennin eru að fást við og þar bregður fyrir mörgu sérkennilegu og skemmtilegu. Þannig er eft- irminnilega eina dauðarokk- sveit tilraunanna, Tartarus, úr Eyjafirði, sem var bráð- skemmtileg og þétt. Það voru fieiri sveitir sem vöktu athygli á Músíktilraunum, til að mynda Stólía, einnig tríó úr Hafnarfirði. Hún lék án söngvara, sem kom ekki að sök, því sveitin fór létt með að spila sig í úrslit og var ekki langt undan Botnleðju í öðru sæti. Mósaík var einn- ig eftirminnileg þó ekki sé hún fullmótuð og sumt hafi ekki tekist sem skyldi. Tríóið Bee Spiders, sem var valið athyglisverðasta hljómsveit tilraunanna, er líka eftir- minnilegt, sérstaklega fyrir frammistöðu söngvara sveit- arinnar og gítarleikara, sem kunni greinilega vel við sig á sviðinu og fór á kostum, en tónlist Bee Spiders var líka athyglisverð og skemmtileg. Helstu verðlaun Músíktil- rauna eru jafnan hljóðvers- tímar og vonandi verða þeir til þess að þær sveitir sem hrepptu verðlaun sendi frá sér diska á árinu eða lög á safndiskum, því víst er að allar verðlaunasveitirnar eiga erindi á plast. Boo Radleys er kvartett frá Liverpool, sem hef- ur verið að í ein sex ár og átti mjög á brattann að sækja framan af, voru meðal annars kallaðir „Do Bad- leys“ um tima. Höfuðpaurar sveitarinnar lögðu þó ekki árar í bát, enda höfðu þeir æft sig fyrir frægðina í tíu ár; meðal annars æft sviðs- framkomu fyrir framan spegil, æft gítarsveiflurnar með hárburstum og tenn- isspöðum, æft landgöngu úr flugvélum og þar fram eftir götunum. Með tímanum náðu þeir líka tökum á tón- smíðum og hljóðfæraleik og eins og áður sagði kom þriðja breiðskífan, Giant Steps, Boo Radleys á framfæri svo um munaði. Wake Up! sem hóf lista- veru sína með svo miklum látum, er sérhönnuð til þess að slá í gegn, að því þeir félagar segja sjálfir, en þó hreinræktuð Boo Radley- plata, upp full með glensi og gamni. Gagnrýnendur-* hafa tekið plötunni tveim höndum líkt og plötukaup- endur og margur hlakkað yfir því að enn ein Liverpool- sveit sé kominn á toppinn. eftir Árna Motthíosson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.