Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 26
26 B SUNNUDAGUR 9. APRÍL1995 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN N UA UGL YSINGA R Tónlistarkennarar Tónlistarskóli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar vantar píanókennara til starfa á næsta skólaári. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 97-41375. Skólastjóri. Fjármálafulltrúi Sjálfsbjörg, landsamband fatlaðra, óskar eft- ir að ráða fjármálafulltrúa. Starfið Fjármálastjóm, afstemmingar, áætlanagerð, umsjón með happdrætti og tölvumálum. Leitað er að ábyrgum einstaklingi sem er sjálfstæður og hefur tileinkað sér skipulögð vinnubrögð. Góð framkoma skilyrði. Æskileg menntun: Viðskiptamenntun eða haldgóð starfsreynsla. Nánari upplýsingar um starfið veitir Auður Bjarnadóttirfrá kl. 9-12. Vinsamlegast send- ið umsóknir til Ráðgarðs á eyðublöðum, er þar liggja frammi, merktar: „Fjármálafull- trúi“, fyrir 19. apríl nk. RÁÐGARÐUR hf. STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN 17105 REYK[AVÍK SÍMI616688 Tónlistarskóli Mosfellsbæjar Söngkennari Staða söngkennara er laus til umsóknar við Tónlstarskóla Mosfellsbæjar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri, störf sendist fyrir 30. apríl nk. Skólastjóri. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarforstjóra vantar til sumarafleysinga á Heilsugæslustöð Ólafsfjarðar og hjúkrun- ar- og dvalarheimilið Hornbrekku. Um er að ræða 50% stöðu á heilsugæslu- stöðinni í 6 vikur og 100% stöðu á hjúkrunar- heimilinu í 3 mánuði. Nánari upplýsingar gefa hjúkrunarforstjór- arnir Halla Harðardóttir og Sonja Sveinsdóttir í síma 96-62480. VÉLSKÓLI ÍSLANDS Kennarar ítækni- og raungreinum Vélskóli íslands óskar að ráða kennara til starfa við skólann. Kennslan er bæði verkleg og bókleg. Kennslugreinar eru: Vélfræði, rafmagns- fræði, raungreinar og kennsla á vélarúms- hermi. Umsækjandi þarf að vera vélfræðingur með starfsreynslu. Framhaldsmenntun í vél-, raf- magnstækni- eða verkfræði er æskileg. Laun samkv. launakerfi opinberra starfs- manna. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til skólameistara Vél- skóla íslands, Sjómannaskólanum við Há- teigsveg, 105 Reykjavík, fyrir 1. júní 1995. Skólameistari. Bókhald - framtíð Óskum að ráða vanan bókara í heilsdags- starf. Um er að ræða starf hjá fyrirtæki í smásöluverslun. Umsóknir óskast sendar afgreiðslu Mbl. fyr- ir 20. apríl nk. merktar: „B - 5615“. „Au pair“ í Þýskalandi Þýsk fjölskylda óskar eftir „au pair“-stúlku til að passa dreng á 5. ári í eitt ár frá og með 1. ágúst nk. Má ekki reykja. Uppl. veitir Lóa Björnsdóttir, núverandi „au pair“-stúlka, í síma 00 49 421 3469898. Familie Diederichsen, Benquestrasse 15, 18209 Bremen, Þýskalandi. Heilsugæslu- stöðvarnar á Kópa- skeri og Raufarhöfn Hjúkrunarfræðing og/eða Ijósmóður vantar til að leysa af á stöðvunum vegna sumarleyfa. Allar nánari upplýsingar gefa: Iðunn s. 96-52161, Ingibjörg s. 96-51145, Guðný eða Guðrún s. 96-52109. Hjúkrunarfræðingar - sjúkraþjálfarar Dvalarheimilið Höfði, Akranesi, auglýsir hér með eftir hjúkrunarfræðingi og sjúkraþjálfara til starfa frá apríl/maí að telja. Umsóknarfrestur er til 15. apríl. Upplýsingar um störfin gefa framkvæmda- stjóri og hjúkrunarforstjóri í síma 93-12500 á skrifstofutíma. Dvalarheimilið Höfði, Akranesi. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Lyngási 7-9 - 210 Garðabæ - Sími 668800 - Fax 651967 Stærðfræðikennara vantar í Fjölbrautaskólann í Garðabæ frá og með næsta skólaári. Um er að ræða kennslu í framhaldsáföngum í stærðfræði. Kennsla í tölvufræði kemur einnig til greina, svo og umsjón og eftirlit með tölvum. Mikil vinna í boði fyrir góðan mann. Nánari upplýsingar veita aðstoðarskólá- meistari og áfangastjóri í síma 565-8800. Skólameistari. Húsvörður 1. maí til 30. september. Húsfélagið Austurbrún 4, Reykjavík, óskar að ráða húsvörð til starfa tímabilið 1. maí til 30. september. Starfið felst í almennri húsvörslu og eftirliti með eigninni. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar. Umsóknum skal skil- að á skrifstofu okkar fyrir kl. 16 miðvikudag- inn 12. apríl. Guðni Iónsson RÁÐGTÖF & RÁÐNINGARÞTÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 62 13 22 Fiskeldisstöðin Nauteyri við ísafjarðardjúp óskar eftir starfskrafti (helst fjölskyldu). íbúð fylgir. Skriflegar umsóknir, ásamt meðmælum, sendist til afgreiðslu Mbl., merktar: „Staða - 15790“, fyrir 19. apríl. ■ Fiskvinnslufólk - Noregur Frystihús í Noregi óskar eftir vönu starfs- fólki í snyrtingu og pökkun. Ráðningartími minnst 1 ár. Góð laun íboði. Upplýsingar hjá: IngvarCo, Aðalstræti4, 101 Reykjavík, sími 564 2717 eftir kl. 13 mánudag - miðvikudags. íþróttakennari! Skólanefnd Grunnskólans á Flateyri óskar eftir að ráða íþróttakennara til starfa frá og með 1. september nk. Á Flateyri er glæsileg sundlaug og íþrótta- hús, sem verður tekið í notkun nk. sumar. Allar nánari upplýsingar veitir formaður skólanefndar, Ragna Óladóttir, í síma 94-7731. Skólanefnd Grunnskóla Flateyrar. Prentsmiður Ert þú prentsmiður með reynslu og áhuga á faginu? Við erum ungt, framsækið fyrirtæki og leitum að manni sem getur unnið sjálfstætt að nákvæmnisvinnu við Ijósaborð. Áhugasamir sendið umsóknir, ásamt upplýs- ingum um menntun, fyrri störf og annað, sem gæti komið að gagni, til Mbl. fyrir 20. apríl, merktar: „P - 10“. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. OFFSET PUÓNUSmN Loðnubræðsla á Norðausturlandi óskar að ráða vaktformann til framtíðarstarfa. Mikil og trygg vinna. Þeir, sem áhuga hafa á starfinu, sendi um- sóknir með upplýsingum, m.a. um fyrri störf, til afgreiðslu Mbl. í umslagi, merktu: „Vaktformaður", fyrir 12. apríl nk. FJÖLBRAUTASKÓLI SUÐURLANDS Aðstoðarskóla- meistari Laus er til umsóknar staða aðstoðarskóla- meistara við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Staðan er veitt til 5 ára frá og með 1. ágúst 1995. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist skólameistara eigi síðar en 10. maí 1995. Skólameistari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.