Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Hassan leeknir meó aóstoöarfólki. „Ég býst vió aó ekkort þessara barna verói lifandi um þaó leyti sem þú kemur aftur heim til þin," sagói Hassan leeknir. Beeói börnin hennar eru veik en Nasser sjúkrahússtjóri sagói aó yngra barnió eetti lifsvon. •Mörg börn ern 4 merkur viö fæOingu - ekki vegna þess að þau sén fyrir- burar heldur af því aö móðirin hefur verið meira eða minna vannærð á meðgöngutímanum. •I5 ár hefur ailan þnrra fnlks sknrt á hverjum öegi 30% af því sem talið er að það þurfi til að lifa af. Ahmed Hassan, yfirlæknir við bamasjúkrahúsið A1 Aliya í Bagdad fór með mér um nokkrar stofur þó mér væri ljóst að hann hefði öðru mikilvægara að sinna en mér. Hvarvetna horfði ég upp á fárra mánaða gömul böm beijast fyrir lífi sínu, sum vom að dauða komin. Þau deyja úr hörgulsjúkdómum, meltingarsjúkdómum, niðurgangs- sjúkdómum, sýkingum, öndunar- sjúkdómum, lungnasjúkdómum. Sum sem þjást af meltingarsjúk- dómum em beinlínis að skrælna upp vegna þess að sjúkrahúsið fær ekki nema fáeina poka af vökva á hveij- um degi.Það hrekkur ekki langt til að reyna að vinna á móti vökvatap- inu. „Ég tel að af 80 bömum hér núna eigi um helmingur lífsvon," sagði Hassan læknir. Ég nam staðar hjá örlitlu barni sem virtist varla meira en 4 merk- ur, leit spyijandi á Hassan. „Nei þessi er orðinn 4ra mánaða og 6 merkur, hann á eftir að pluma sig,“ sagði læknirinn og móðirin sem sat hjá baminu ljómaði af fögnuði. Það er óbærilegt að koma á spít- alana, horfa á þessi hijáðu, veiku böm, sum eins og gamalmenni í framan; þó þau lifi þá spyr maður sig, hvort þau verði nokkurn tíma eðlilega heilbrigð. Heil kynslóð er að þurrkast út Mér fannst óbærilega tilgerðar- legt að ganga þama um með myndavél og hripa niður línur, smella myndum af veikum börnum og mynda þessar svartklæddu kon- ur, mæðumar sem sátu með stein- Lyf jaskammtur dagsins fyrir 800 manna sjúkrahús í Saddam City i Bagdad. mnnin andlit á rúminu hjá börnun- um. Mörg barnanna em 4 merkur við fæðingu- ekki vegna þess að þau sé fyrirburar heldur af því að móðir- in hefur verið meira eða minna vannærð á meðgöngutímanum. Seinna sagði Das Gupta, starfsmað- ur UNICEF í Bagdad mér að van- næring væri nú að verða slík að í bráðri hættu mætti telja, 2.5 milljón ófrískar konur og böm. Á A1 Aliya sjúkrahúsinu er líka skortur á hitakössum svo að stund- um gat að líta tvö eða þijú böm, sum á stærð við fingur, saman í einum kassa. „Röntgentækin eru meira og minna í lamasessi svo að bömin em dáin áður en við getum greint sjúk- leikann- svo fremi hann liggur ekki í augum uppi. Það sama gildir um aðra spítala. Þó emm við betur sett en sumir aðrir, bamaspítalamir em látnir ganga fyrir með lyf og vökvapoka. Það er ekki síst vökvapokar sem okkur vantar og stundum verðum við að skipta einum milli 2ja- 3ja bama.“ „Það sem er að ger- ast hér má orða mjög stuttlega: það er að þurrkast út heil kynslóð af íröskum bömum og menn virðast kæra sig kollótta," sagði hann og reyndi að sefa móð- ur sem sat með dáið bam í fanginu og var ófáanleg til að láta hjúkranarkonuna taka það. Fólk yfir sextugt fær ekki inni á sjúkrahúsum Ég fór seinna á 800 manna spít- ala í fátækrahverfmu Saddam City í Bagdad. Þar býr um milljón manns, kannski þó fleiri.Forstjórinn Nasser sagði mér að ástandið væri þannig að spítalinn tæki ekki leng- ur við sjúklingum eldri en 60 ára.„Það eru venjulega hjartaáföll, heilablóðfall eða nýmasjúkdómar sem hijá þetta fólk. Við höfum engin lyf og engin tæki í lagi til að hlynna af því. Það verður að deyja drottni sínum heima, stundum eftir miklar raunir. Fjölskyldur tóku þessu illa fyrst, en nú er kominn svo mikill sljóleiki yfir fólk að það lætur sig þetta litlu skipta. Fólk deyr ekkert síður í heimahúsum og það sama á reyndar við um mörg börn líka. Samt reynum við með hjálp írösku kvennasamtakanna að ýta undir að komið sé með þau. Svo að við getum að minnsta kosti reynt.“ Þið blaðamenn og ykkar skrif skiptið engu Á bamadeildinni vom krakkarnir 2-8 ára og í loftinu þessi þögla, þrúgaða skelfíng. Við eitt rúmið sat amman hjá sonarsyninum sem var 4 ára. Hann var útblásinn í andliti og á handleggjum. Hún benti mér að koma nær og vafði dulunum utan af neðri hluta líkamans, mag- inn belgdur, fæturnir tvöfaldir, kyn- færin bólgin. Drengurinn var með hálflokuð augu og bijóstið gekk upp og niður. „Það var komið með hann fyrir nokkram dögum, líklega er þetta sýking vegna mengaðs vatns eða af skemmdu mjöli. Við vitum það ekki enn því röntgentækin em biluð og við eigum ekki von á varahlutum fyrr en eftir mánuð. Þessi drengur verður dáinn þá. Og margir, marg- ir fleiri,“ sagði Nasser. Hann horfði reiðilega á mig og myndavélina mína. „Af hveiju tek- urðu ekki mynd af honum. Hann er náttúrlega ekki frýnilegur. En það skiptir engu máli hvort þið blaðamenn komið eða ekki. Ég hef gengið um með mörgum blaða- mönnum og sumir hafa þurft að kasta upp eða brotnað niður. Vænt- anlega hafið þið skrifað um þetta eða hvað? En það hefur ekkert að segja. “ Eg kastaði hvorki upp né brotn- aði niður en ég tók ekki nema fáein- ar myndir. Sama tilfinningin kom yfir mig og á barnaspítala dr. Hass- ans; það var svo mikið plat að svipta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.